Morgunblaðið - 20.07.1958, Síða 9

Morgunblaðið - 20.07.1958, Síða 9
Sunnudagur 20. júlí 1958 Jf O R n V V fí T 4 ÐIÐ 9 Slík undur gerast jbegar dag arnir eru ekki taldir Spjallað við Ólaf Helgason hreppstjóra, sjötugan Á MORGUN er Ólafur Helgason, hreppsstjóri, Túnsbergi á Eyrar- bakka, sjötugur, en hann er fædd ur á Tóftum í Stokkseyrarhreppi 21. júlí 1888. Tíðindamaður Mbl. kvaddi Ólaf á sinn fund í tilefni afmælisins, en hann var í fyrstu mjög tregur til að láta hafa nokk uð eftir sér, kvað fátt hafa fyrir sig borið, sem væri í frásögur færandi, og ekkert tiltökumál þó að maður yrði sjötugur. Vér vor- um ekki á því að láta hann sleppa við svo búið en skýrskotuðum til þess, að sjötíu ár væri langur tími, margt hefði breytzt hér á landi síðustu sjötíu árin og báð- um Ólaf að segja eitthvað frá bernsku sinni. — Það er nú fátt að segja bless aður minn. En það er rétt, margt hefur breytzt. Nú sveltur enginn. Þegar ég var að alast upp var maður kvalinn af sulti Nú eru börn ekki send út til að fá lánuð fermingarföt, en þetta varð mað- ur að gera. Ég var sjómaður frá barnæsku, og á skútum í 8 ár. Lærði að íara með vél þegar ég var á Stokkseyri og var nokkur ár vélstjóri á skútu. Einnig var ég í transporti milli Eyrarbakka, Stokkseyrar, Þorlákshafnar og Selvogs. Þá lenti maður stundum í því erfuðu, en það fór allt vel. Ég var oft bæði formaður og vélamaður á bátnum, því að það voru sendir með manni hinir og þessir karlar, sem ekkert kunnu. — Svo lærði ég á bíl. Var með þeim fyrstu, sem lærðu í Árnes- sýslu. Skirteinið mitt er númer 4. Ég stundaði keyrslu milli Eyr- arbakka og Reykjavíkur á árun- um 1926 til 1932, en vann jöfn- um höndum við verzlun, fyrst hjá tengdafóður mínum, en síðan hjá sjálfum mér. Tengdafaðir minn, Jóhann V. Daníelsson keypti verzlunina af kaupfélag- inu Ingólfi árið 1915. Hjá honum vann ég í átta ár, en stofnaði þá eigin verzlun, sem ég hef rekið , síðan í smáum stíl. — Hefurðu ekki eitthvað fleira að segja mér frá uppvaxtarárun- um fyrir og um aldamótin — Það held ég ekki. Ástandið var þannig, að maður naut sín ekki fyrir fátæktar sakir. Það verður furðu lítið úr æsku manns sem veit varla hverju hann á að klæðast. Þetta var svona þá. Öll mín skólaganga var t.d. aðeins hálfur annar vetur. — Það hefur margur orðið að bjargast á brjóstvitinu gegnum lífið. — Það var annars furða hvað maður lærði á ekki lengri tíma. Ég get sagt þér frá einu atriði, svona til gamans, en ég ætla að biðja þig að skrifa það ekki. Þeg ar ég kom í skólann hafði ég bara lært að draga til stafs með biý- anti. Börnunum var raðað eftir kunnáttu og gáfum og einu sinni tók kennarinn bókina mína til að sýna þeim sem bezt voru. Hann var að sýna þeim hvernig ekki ætti að skrifa og sagði að þetta væri eins og það hefði verið krot- að með hrosslegg á kálfsbjór. En þegar ég fór úr skólanum sagði hann að enginn nernandi, sem hann hefði haft, hefði farið eins vel með höndina sína og ég. — Nokkrum árum síðar voru vand- ræði meö börn, sem voru skammt á veg komin í námi Að lokum var það ráð tekið, að „íáta hann Ólaf taka þau að sér“ eins og komizt var að orði. Upp frá því var ég heimiliskennari um skeið og hafði skóla heima hjá mér í tvo vetur. — Þú hefur haft á hendi mörg trúnaðarstörf fyrir sveitarfélag- ið, er ekki svo? - Ég var í hreppsnefnd í 20 ár, frá 1934 til 1954, þar af 14 ár gjaldkeri hreppsins og odd- viti eitt kjörtimabil. Svo hef ég verið hreppstjóri frá 1947. — Mér hefur alltaf þótt innheimt- an þreytandi. — Auk þess hef ég verið umboðsmaður fyrir Olíu verzlun íslands hf., síðan 1929, en fer nú ekki að verða nóg kom- ið, blessaður minn? — Geturðu ekki sagt mér frá einhverjum mannraunum, sem þú lentir í þegar þú varst á skút- unum? Ólafur hugsaði sig um nokkra stund, en sagði síðan: — Ég get sagt þér tvö ævintýri síðan ég var til sjós, sem tákn þess, að maður er ekki alltaf ör- uggur. — Þannig stóð á, að við höfðum veitt dálítið af síld úti fyrir Vestfjörðum. Einn dag um sumarið kemur skipstjóri niður, vekur mig, og biður mig og fjóra aðra að fara inn á Hornvík á bátnum, að ná í ís. Það var þoka og við vissum ekki hve langt við vorum frá landi. Mig minnir að stýrimaður væri Einar frá Knarr arnesi á Vatnsleysuströnd. Róum við nú og róum, en stýrimaður stýrði. Þykir okkur langt í land, en veður var gott og stillt í sjó. Þegar við erum rétt komnir inn undir víkina, rífur þokuna frá og rýkur á með ofsaveður. Þetta verður til þess að við drögum ekki lengur, og er nú ekkert fyr- ir nema hafið, en skipið sáum við hvergi. Hleypum við nú undan og aus- um látlaust, en alltaf var að gefa meira á, eftir því sem bár- an stækkaði. Svo þegar við erum orðnir nokkurn veginn alveg von lausir, sjáum við siglutopp á skipi. Þetta skip sigldi mikið og færðist óðum nær. Reyndist það okkar skip. Skipstjórinn var í reiða og sá okkur, en þá var svo komið, að við gátum ekki varið bátinn öllu lengur. Skipstjórinn sagði á eftir, að hann mundi ekki senda menn sína í svona leið- angra oftar. Þessi skipstjóri var Jón Magnússon frá Miðseli, fyr- irmyndar skipstjóri. — Slík und- ur gerast þegar dagarnir eru ekki taldir. — Hin sagan er nú eiginlega ekki til að hafa í hámælum, en nú er svo langt um liðið, að það ætti ekkert að gera til þó ég segi þér hana. — Við vorum að fiska fyrir Vestfjörðum og höfð- um flúið undan norðanstormi suð ur fyrir Látrabjarg og lágum þar í skjóli. Þá fáum við stýrimann til að fara til skipstjórans að fá lánaðan bátinn, til að fara undir bjargið ,að vita hvort við fynd- um ekki egg. Var það stillt og gott við bjargið, að við bundum bátinn og fórum allir að tína. — Þarna var svo mikið af eggjum, að við hálffylltum vöskunarbala á svipstundu. Eftir lítinn tíma andar hann á suðaustan og stend- ur vindurinn inn fyrir Snæfells- jökul, beint á bjargið. Var lítið kul fyrst, en skiptir engum tog- um og brimar á auga lifandi bragði. Þá sendi stýrimaður einn manninn strax að gæta að bátn- um, en hann ræður ekki við neitt. svo stýrimaður og annar til fara honum til aðstoðar. — Áttu þeir ekki annars úrkosta, en fara frá, til að brjóta ekki bátinn. Var ég nú eftir ásamt manni, sem Magnús hét og var úr Mýrdal. Náðu þeir okkur ekki út í bát- inn, sem þeir róa meðfram bjarg- inu, en við göngum undir, þar sem hægt var að ganga. Alltaf var að brima. Svo komum við að forvaða, en það var ekki dýpra en svona tæplega í mitti, en báð- ir komumst við það á milli ólaga. Svo göngum við töluvert lengra, en þá sjáúm við, að félagarnir eru að binda belg á riflínu eða færi og gera tilraun til að koma því í land til að ná okkur út. Loksins náum við í belginn, og það er -mér minnisstætt, að þá segir Magnús: „Þú skalt fara fyrst“, en hann átti auðvitað al- veg sama rétt á því og ég. Við vorum með töluvert af eggjum, og batt ég þau á brjóstið, batt um mig bandið og óð svo út í, þangað til ég gat ekki lengur staðið. — Þá steypti ég mér í ölduna og þeir drögu mig upp í bátinn. Eft- ir töluverðan tíma náði svo Magn ús í belginn og var dreginn á sama hátt út í bátinn. Ólafur er kvæntur Lovísu Jó- hannesdóttur og eiga þau einn son, Jóhann Sigurð, heildsala, en hafa auk þess alið upp tvo fóst- ursyni. — jha. Lokað vegna sumarleyfa trá og með 21. /ú/í til 12. ágúst G. Ólafsson & Sandholt Atvinna Viljum ráða tvo laghenta menn til hjólbarða- viðgerða. — Gott kaup og eftirvinna. Upplýsingar í Barðinn H.f. Skúlagötu 40 Hjólreiðar kröfðust, án efa, talsverðrar leikni og hugrekkis, þegar hin þrönga klæðatízka þeirra tíma hindraði eðlilegar hreyfingar. í dag vilja allir vel klæddir menn þægileg föt, frá sömu skyrtunni og til annars klæðnað- ar. Þess vegna er það fjöldinn sem velur tékknesku poplin skyrtuna með E R C O vöru- merkinu. Þær eru framleiddar í miklu úrvali og eftir nýjustu tízku og klæða yður við öll tækifæri. — Þér ættuð að reyna eina, Einkaútflytjendur: CENTROTEZ, Prague, Czechoslovakina. Umboðsmenn: O. H. ALBERTSSON Laugavegi 27A — Reykjavík, sími 11802 SI-SLETT POPLIN (N0-IR0N) MIMEBVAc/Eve«te>v STRAUNING ÓpÖRF '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.