Morgunblaðið - 20.07.1958, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.07.1958, Qupperneq 11
íJunnu'dagur 20. júlí 1958 Hf » CT’Wrtw 4 jt» | © 11 Nú er lííið um að vera í Reykjavíkurhöfu. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 19. júlí Afleiðingar fyrir- hyggjukysís »g snndrungar Um síðustu aldamót og nokk- uð fram á þessa öld þótti ófriðar helzt að vænta í Balkanlöndun- um. Þaðan hrökk og sá neisti, sem kveikti bál fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Upphaf hinnar næstu varð í Póllandi, og áður hafði litlu munað, að upp úr logaði vegna Tékkóslóvakíu. En meðal orsaka síðari heimsstyrjaldarinn- ar var ekki sízt það hversu illa tókst til við friðarsamningana eftir þá fyrri. Allur hefur þessi ófriður leitt til þess, að valdahlutföllin í heiminum eru nú gerólík því, sem var fyrir hálfri öld. Þá bar vestanverð Evrópa ægishjálm yfir alla heimsbyggðina. Ef stór- veldin í Vestur-Evrópu hefðu komið sér saman, gátu þau i flestu eða öllu komið vilja sínum fram. Nú er vegur Vestur-Evrópu orðinn lítill miðað við það, sem áður var. Veldi Rússlands hefur aldrei fyrr náð svo langt vestur á bóginn sem nú. Rússneskir her- ir standa gráir fyrir járnum inni í miðju Þýzkalandi, umlykja Berlín og valdamennirnir í Moskvu ráða nú í skjóli her- sveita sii.na því, sem þeir vilja, í Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ung- verjalandi, Albaníu, Búlgaríu og Rúmeníu. í Júgóslavíu er komm únistisk einræðisstjórn, sem reynir að halda við sjálfstæði ríkis síns og á því öðru hvoru í erjum við yfirdrottnendurna í Moskvu. Því ber ekki að neita, að fyrir frjálshuga menn er þessi þróun harla alvarleg. Henni hafa eink- um valdið fyrirhyggjuleysi og sundrung vesturveldanna. Nýir ófriðarstaoir Svo er Atlantshafsbandalag- inu fyrir að þakka, að framsÓKn Rússa er nú a. m. k. um sinn lokið vestur á bóginn í Evrópu. Stofnun þe’ss var bein afleiðing valdatöku kommúnista í *Tékkó- slóvakíu, sem gerð var í skjóli rússneskra hersveita, er hafðar voru tiltækar á næstu grösum. Eftir að settur hafði verið slag- brandur gegn frekari landvinn ingum Rússa í Evrópu, sneru þeir sókn sinni í aðrar áttir. Ágengni þeirra í Austur-Asíu er saga fyrir sig. Þessa dagana er að koma í ljós árangurinn af undirróðri þeirra í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Vopnasala kommúnista til Nassers og margháttuð hvatning á mikinn þátt í því, sem nú er að gerast í Arabalöndunum. Eng- inn skyldi þó ætla, að þar væri eina skýringin á atburðunum á þessum slóðum. Arabaþjóðirnar hafa lengi lot- ið erlendri stjórn. Þjóðernishreyf- ing nútímans hefur náð til þeirra ekki síður en annarra. í skjóli hennar fengu margar þeirra frelsi eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Hjá flestum þeirra var frelsið þó margs konar takmörkunum háð. Þeim takmörkunum var rutt úr vegi eftir síðari styrjöld- ina. Þjóðernisvitund þeirra magn aðist enn vegna stofnunar ísraels- ríkis, sem er eins og fleinn í holdi þessara þjóða. Sárindiu jukust við hrakfarir í styrjöld við ísraelsmenn og vegna erfið- leikanna við að fá fótfestu nær milljón manna, er flæmdir voru burt úr ísrael. Ofan á allt þetta bætast vandamál vegna hagnýt- ingar olíu og deilurnar um yfir- ráð Súez-skurðar. Sjálftaka Nassers Mörg rök má færa fyrir því, að eðlilegt sé, að yfirráð Súez-skurð ar séu algerlega í höndum Egyptalands. Viðurkenning þess haggar ekki þeirri staðreynd, að Nasser, einræðisherra í Egypta- landi, tók yfirráðin í sínar hend- ur á annan hátt en lög og réttur stóðu til. Eden, þáverandi forsætisráð- herra Bretlands, hafði aflað sér trausts þjóðar sinnar og frjáls- huga manna víðsvegar um heim, þegar hann beitti sér fyrir mót- spyrnu gegn réttarbrotum Hitlers og Mussolinis fyrir síðari heims- styrjöldina. Hann þóttist sjá arf- taka þessara manna í Nasser. Þegar sýnt var, að Sameinuðu þjóðirnar voru þess vanmegnug- ar að gera nokkuð, sem máli skipti eða að gagni kom út af réttarbroti Nassers, greip Eden til sinna ráða í samvinnu við Frakka, sem þá lutu stjórn jafn- aðarmannaforingjans Mollets. Ætlun Breta og Frakka var sú að taka sér sjálfir rétt sinn á sama veg og Nasser hafði áð- ur gert. Gegn þessum aðgerðum risu Bandaríkjamenn og nutu til þess atbeina Rússlands, sem ein- mitt sömu dagana sýndi ást sína á lögum og lýðræði með blóð- baðinu í Ungverjalandi. Bretar og Frakkar gerðu þá höfuð- skyssu að reyna að taka rétt sinn sjálfir á þann veg, að hæpið var um samúð annarra, og skorti þó kjark eða getu til að fylgja áformum sínum fram. Sameining Araba? Afleiðingarnar urðu valdamiss- ir Edens, stórlegur álitshnekkir fylgismanna hans í Bretlandi. brestur í Atlantshafsbandalaginu, aukin áhrif Rússa í Arabalönd- um og mikill uppgangur Nass- ers. í síðustu viku var svo komið, að vel metin óháð blöð í Bret- landi, eins og vikuritið Specta- tor, gerðust opinberir talsmenn þess, að brezka stjórnin taki upp beina samninga við Nasser. í Spectator er talið, að Nasser eé ekki fremur verkfæri Kreml- verja en Tító. Heimsókn hans til Tító nú, á meðan Tító er í mestri ónáð hjá valdamönnunum í Kreml, sýni, að Nasser vilji halda sjálfstæði sínu. En skömmu áð- ur en hann fór í heimsóknina til Títós, hafði hann verið all- lengi í heimsókn í Rússlandi og hlotið þar hinar ágætustu mót- tökur. Formælendur samkomulagsins við Nasser halda því fram, að hvort sem það sé skynsamlegt eða óskynsamlegt fyrir Araba- ríkin að sameinast, þá eigi Vest urveldin ekki að blanda sér í það mál. Þeim komi það í sjálfu séj ekki frekar við en þó að Norðurlöndin tækju upp á því að ganga í eitt ríki eða Belgía, Holland og Luxemburg. Enginn vafi sé á, að Arabar séu orðnir leiðir á sundrungunni og stað festa fáist ekki í þessum löndum fyrr en þau gangi öll í eitt ríki. Fordæmi Austurríkis Vafalaust er mikið til í þessum rökum. Engan veginn er þó víst, að skyndióskir um ríkjasam- steypu séu ætíð til heilla, hvorki fyrir aðila sjálfa né grannþjóð- ir þeirra. Þjóðverjar og Austur- ríkismenn vildu t .d. ólmir sam- einast öll árin á milli heimsstyrj- aldanna tveggja. Stórveldin stóðu á móti því, þangað til Hitler knúði fram það, sem honum betri menn höfðu verið hindrað- ir í að gera með lýðræðislegum hætti. Eftir styrjöldina töldu all- ir sjálfsagt að aðskilja Þýzka- land og Austurríki á ný og heyr- ist nú enginn talsmaður þess, að þau beri að sameina. öll eru þessi mál svo flókin, að erfitt er fyrir þá, sem utan við standa, að mynda sér á- kveðna rökstudda skoðun. Hitt er víst að tal um lýðræði 1 ríki Nassers er jafntómt mál og í Rússlandi nú eða í Þýzkalandi á dögum Hitlers. Skyndiför Nass- ers til Moskvu sl. fimmtudag sannar og, að nánara samband er milli hans og valdhafanna þar en sumir vildu vera láta. Sagan dæmir um það, hvort Nasser verður síðar nefndur ,hinn mikli“ eða ekki. Úr því skera ekki köll götulýðs nú. Hitt er víst, að hann komst til valda með byltingu og hefur stjórnað með ofbeldi. Flýtir hans til að viðurkenna byltingarmennina í írak, sem hælast um yfir að hafa myrt löglega stjórnendur lands- ins, sýnir, að honum eru þvílíkir stjórnarhættir sízt á móti skapi. Þar er hann á einu máli og stjórn in í Moskvu, sem einnig hefur hraðað sér að viðurkenna hina nýju stjórn. Þó að atburðirnir séu flóknir og samanslungnir, þá er það blindur maður sem ekki sér, að Nasser og Rússar róa undir og hyggjast njóta góðs af þeim breytingum, sem ná á með blóðugri byltingu og mannvig- um. Nefnd frá Sameinuðu þjóðun- um lýsti því raunar yfir á dög- unum, að ekki væri sannað, að erlendir aðilar stæðu á bak við eða smygluðu vopnum og mann- afla til uppreisnarmanna í Líban- on. Þá þegar var á það bent, að ef nota hefði átt sama mæli- kvarða á atburðina í Austurríki 1938, þá hefði einnig þar verið komizt að þeirri niðurstöðu, að Hitler ætti engan hlut að því, sem var að gerast. Máttleysi Sameinuðu þjóðanna Einn af örðugleikunum nú er það, hversu Sameinuðu þjóðirnar eru oftast máttlausar þegar á reynir. Þess vegna virðist svo, sem orð, svo að ekki sé sagt orð- hengilsháttur, ráði þar stundum meira en raunhæft mat á at- burðunum. Enn alvarlegra og þessu þó náskylt er það, að í skjóli Sameinuðu þjóðanna er haldið uppi alveg tvenns konar réttarkerfi í heiminum. Rússar fá færi á undirróðri og ágengni í hinum frjálsa heimi, en unað er við það, að algert ófrelsi ríki bak við járntjaldið og þar séu samþykktir Sameinuðu þjóðanna að engu hafðar. í eina skiptið, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gert verulegt gagn, var í Kóreustríðinu. Þá urðu athafnir þeirra einungis mögulegar vegna þess að Rúss- ar höfðu gengið af fundi og ætluðu að einangra samtökin. Þá skyssu endurtaka þeir ekki. — Þrátt fyrir alla ágalla má samt ekki gefa upp þá von, sem Sam- einuðu þjóðirnar eru tákn fyrir. En gallana verða menn að gera sér ljósa til þess, að minna tjón verði af þeim en ella. Lögleg landganga Þegar á allt þetta er litið, er skiljanlegt, að menn horfi mjög með kvíðboga til þess sem nú gerist austur þar. Kommúnistar fordæma landgöngu Bandaríkja manna í Líbanon og Breta i Jórdaníu, sem árás á þau lönd. Að þeirri fjarstæðu þarf í raun og veru ekki að eyða orðum. Lög- legar stjórnir landanna hafa óskað eftir aðstoð Bandaríkjanna og Bretlands. Þar horfir allt öðru vísi við en í Ungverjalandi, þar sem lögleg stjórn lýsti yfir hlutleysi landsins og krafðist brottfarar hins rússneska hers Fyrir þá dirfsku hefur Nagy nú hlotið dauða. Að sjálfsögðu er Bandaríkjun- um og Bretlandi heimilt að láta hina umbeðnu hjálp í té. Hvort það er skynsamlegt eða ekki, skal hér ekki um dæmt. Enn eru frásagnir af því, sem við hefur borið, ekki nógu ítarlegar og aðallega er ekki nógu ljóst, hvað fyrir Bandaríkjamönnum ctg Bretum í raun og veru vakir. Því verður ekki neitað að stefnu- leysi þeirra og tvístíg í málum þessum á sinn ríka þátt í því, hvernig komið er. Fyrir Eden er það í sjálfu sér lítil huggun eftir hið hörmulega skipbrot, er hann leið, þó að hann hafi nú reynzt sannspár um, að ef ein- ræðisherra er ekki stöðvaður í tíma, þá færir hann sig ætíð upp á skaftið og leggur í ný og ný æfintýri. „Heniaðar- aðgerðir gegn Islendingum44 Ærin ástæða er til að reyna að gera sér grein fyrir öllum þessum atburðum. Þeir hafa ekki aðeins fræðilega þýðingu, heldur geta þeir ráðið úrslitum um frið eða ófrið í heiminum og þar með haft ósegjanlega þýðingu fyrir okkur og land okkar. Því miður höfum við raunar um nóg annað að hugsa. einnig hér heima fyrir. Efnahagsmálin eru í meira öng- þveiti en nokkru sinni fyrr. — „Verðhækkanir verða daglega“. eins og í Tímanum segir, og munu fáir utan rithöfunda hans trúa því, að þær verði íslenzku þjóðinni til langvarandi blessun- ar. Þá horfir ekki friðvænlega í landhelgismálinu. Málgagn forsætisráðherrans, Tíminn, hefur tekið upp harða deilu við mann að nafni Sir Farndale Phillips, sem blaðið titlar „brezkan sérhagsmuna- mann.“ Hann mun vera formaður í samtökúm brezkra togaraeig- enda. Maður þessi hefur skýrt frá því, að ætlunin sé sú, að brezkir togarar hafi að engu hina nýju fiskveiðilandhelgi íslend- inga og muni njóta til þess at- beina brezka flotans. Auðvitað er þetta ekki vinsæll boðskapur á íslandi. En manni skilst, að hann sé ekki nýr, heldur hafi efni hans einmitt verið fólgið í yfirlýsingu brezku stjórnarinnar, sem hún gaf snemma í júní af tilefni til- kynningar íslenzku ríkisstjórnar- innar um fyrirætlanir hennar um stækkun fiskveiðilandhelginnar. Má því segja, að nær sé að snúa reiði sinni og rökræðum gegn sjálfri brezku stjórninni en þess- úm „brezka sérhagsmunamanni“, þó að vondur kunni að vera. En af þessu tilefni segir Tíminn sl. fimtudag orðrétt svo: ,Ef Sir Farndale Phillips eiga hins vegar að heppnast ofbeldis- fyrirætlanir hans gagnvart ís- lendingum, þarf hann að hafa fleiri ríkisstjórnir í vasanum en þá brezku. Hann þarf líka að hafa stjórn Bandaríkjanna í vas- anum. Bandaríkin hafa heitið okkur vernd sinni gegn erlendum yfirgangi og hafa hér varnarlið í því skyni. Hætt er við að ís- lendingum þætti sú vernd lítils virði, ef varnarliðið héldi að sér höndum á sama tíma og erlend herskip héldu uppi hernaðarað- gerðum gegn Islendingum innsui íslenzkrar fiskveiðilandhelgi“. Hótað með Caiula- ríkfamönnum «j> Hér er ekki um að villast, að ráðgert er, að til hernaðaraðgerða kunni að koma á milli Breta og Bandaríkjamanna út af íslenzku landhelginni. Þó verður að segja eins og er, að ef íslenzka stjórn- in hefur í raun og veru tryggt sér slíka aðstoð Bandaríkja- manna, þá eru litlar líkur til, að úr hernaðarátökum verði, þvi að hæpið er að Bretar sendi flota sinn hingað undir sprengjuregn úr flugvélum Bandaríkjamanna. Með þessu má því telja málið leyst, íslendingum í vil. En er það þá svo, að Banda- Frh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.