Morgunblaðið - 20.07.1958, Qupperneq 16
16
MOncrMUAÐIÐ
Sunnudagur 20. Júlí 1958
\WOM<í
R
SkÁLPVAtA EFT'ft RICHA.R«>
„Til þess að fá tækifæri til að
segja mér, hve mjög þú hatar
mig“.
Áður en kvöldverðinum var
lokið, var Suzie farin að tárast
af bræði — en jafnframt var
henni hætt að standa á sama um
hann. Þau fóru ekki til gistihúss
saman þá nótt, en hann bauð
henni til hádegisverðar daginn
eftir.
Þau hittust nokkrum sinnum
eftir það að degi til og síðan enn
, einu sinni að kvöldi og í það
skipti gistu þau saman á hóteli.
Suzie vildi ekki taka við neinum
peningum, en hann laumaði
fimmtíu dollurum í tösku hennar.
Kvöldið eftir hittust þau aft-
ur. Um morguninn, er Muir
skrapp frá, tók Suzie eftir, að
peningaveski hans lá á snyrtiborð
inu. Hún tók það upp eins og í
leiðslu. „Hvað í ósköpunum er ég
að gera?“ hugsaði hún. Það var
eins og hún væri að horfa á ein-
hvern annan gera þetta, einhvern
sér óviðkomandi einstakling. Hún
opnaði veskið og tók úr því þrjú
hundmð dali.
Von bráðar kom Muir aftur. —
Hann leit í veskið, áður en hann
stakk því í vasann. Hann hlaut
að hafa tekið eftir, að peninga
vantaði, en hann sagði ekki neitt.
Hann tók um hönd hennar.
„Það er sunnudagur á morgun.
Við skulum aka til Repulse Bay
og fara í sjóinn".
„Ég get það ekki“, sagði hún.
„Ég hef lofað mér annað".
„Þú getur svikið það loforð, þú
BABY er einasta borðstrauvélin, sem stjórnað er
með fæti og því hægt að nota báðar hendur við að t
hagræða þvottinum.
— Pantanir óskast sóttar hið allra fyrsta —
Tfekla
Austurstræti 14
Sími 11687
hefur gott af að koma með mér“.
Hún féllst að lokum á það, og
þau skildu. Hún braut heilann
um, hvað hefði valdið því, að hún
tók peningana. Þetta var í fyrsta
skipti sem hún stal peningum, síð
an hún var rekin úr hinu danshús-
inu — og hví í ósköpunum hafði
hún byrjað á að stela frá Alan?
Hún fór að reyna að réttlæta
þjófnaðinn fyrir sjálfri sér. —
„Þegar á allt er litið, hef ég eytt
fjarska miklum tíma með hon-
um“, sagði hún við sjálfa sig.
„Hví skyldi hann ekki borga fyr-
ir tíma minn eins og allir aði’ir?“
Henni tókst að sannfæra sjálfa
sig um, að hún hataði hann fyrir
það, að hann hefði notað sér það,
hve meinlaus hún væri og góð-
hjörtuð. Er þau hittust í Repulse
Bay daginn eftir, gerði hún sér
far um að vera eins andstyggileg
við hann og henni var frekast
unnt. En honum virtist aðeins
skemmt yfir ilsku hennar, og það
jók enn á reiði hennar. Hún sagði
honum óþvegnum orðum álit sitt
á honum.
Hann hló. „Veiztu ekki, hvers
vegna þú ert svona ill út í mig?
Það er vegna þess, að þú tókst
peningana úr veski mínu. En þú
ert vel að þeim komin. Mér er al-
veg sama þótt þú tækir þá“.
„Þú skrölcvar! Ég tók enga
peninga frá þér!“
„Vissulega gerðirðu það. Ég get
líka sagt þér, hvers vegna þú
gerðir það. Ekki vegna þess, að
þig langaði í peningana, heldur
vegna þess, að þú vildir ná þér
niðri á mér. Eða öllu heldur ná
þér niðri á karlmönnum. Þú hat-
ar alla karlmenn — er ekki svo?“
„Nei“.
„Jú, það gerirðu. Þú leggur
okkur alla að jöfnu. Ég veit ekki
hver á sök á því — en mig grun-
ar, að það sé maðurinn, sem
tældi þig í upphafi".
Hana setti dreyrrjóða — blóðið
hljóp fram í vanga hennar, áður
en hún fengi tóm til að hugsa. —
Hún vissi, að Alan hafði tekið
eftir því, þótt hann liti nú í aðra
átt. Hún var bálreið.
„Þvættingur“, sagði hún. „Þetta
er tómt bull. Fyrsti vinur minn
var góður og líka laglegur — við
elskuðum hvort annað mjög mik-
ið. Já! Góður maður! Gott hjarta!
Ekkert líkur þér“.
En fáum dögum síðar, er betur
lá á henni, sagði hún Alan frá
föðurbróður sínum og viður.
kenndi fyrir honum, að sennilega
væri skýring hans rétt. Hvernig
sem á því stóð, missti hún upp frá
því allan áhuga fyrir peninga-
veskjum annara.
Vinátta hennar og Alans Muir
varð æ innilegri, og brátt varð
henni ljóst, að hún var ástfangin
í fyrsta skipti. Hana langaði til
að eyða öllum pehingum sínum í
gjafir handa honum, hún vildi
fórna sér fyrir hann og hún þráði
að eignast barn. Jafnvel ástarat-
lot, sem verið höfðu henni svo
hversdagsleg og hvimleið, urðu
henni ánægja. Alan var bæði
hugulsamur og nærgætinn og ást
þeirra jókst með degi hverjum.
Loks kom að þeim degi að ást
þeirra næði algerri fullkomnun.
Það var á fimmtudegi. Á laug-
ardégi hittust þau aftur, og hann
gaf henni gullarmband, áletrað
upphafsstöfum þeirra beggja og
mánaðardegi fimtudagsins. Dag-
inn eftir, á sunnudegi, var hann
að baða sig í námunda við lysti-
snekkju kínversks vinar síns, þeg
ar hákarl réðist á hann og reif
hægri fót hans í tætlur. Hann
lézt, áður en snekkjan náði
landi.
Alan Muir hafði verið góður
fulltrúi þjóðar sinnar, og jafnan
upp frá því tók Suzie enska karl-
menn fram yfir aðra. — Nokkrum
mánuðum eftir dauða Alans kynnt
ist hún á Granada, enskum lög-
reglumanni, sem hét Gerald
Parry. Honum gazt vel að Suzie,
og þar sem hann var vel efnum
búinn, kaus hann, að hún hætti
í danshúsinu. Flestar nætur
dvaldi hún hjá honum í íbúð hans.
Hann var hálf-fertugur að aldri,
dulur og fáskiptin að jafnaði, en
átti þó til að fá ofsafengin reiði-
köst. Honum tókst aldrei að
vekja hjá Suzie þær tilfinningar,
sem hún hafði borið í brjósti til
Alans Muir. Þrátt fyrir það var
henni hlýtt til hans, kveneðli
hennar hafði verið vakið, og hann
var sá karlmaður, sem hún helg-
aði sig nú að einu og öllu.
Brátt komst hún að raun um,
að hún var barnshafandi. Hún
gat að þessu sinni ekki hugsað
sér annað en að fæða barnið. —
Hún hafði alltaf, síðan hún kynnt
ist Alan, þráð að eignr.st bain —
jafnvel þótt hann væri ekki fað-
ir þess.
Hún bjó enn í herberginu með
Yu-lan, en hún sagði henni ekki
frá því, hvernig komið væri, því
að hún vissi, að Yu-Ian myndi
álíta, að hún væri gengjn af göfl-
unum. Hún þorði heldur ekki að
segja Parry það, af ótta við reiði
hans. En þegar fram liðu stund-
ir og tæpast var hægt að leyna
því lengur, herti hún upp hug-
ann og sagði honum fréttirnar.
Hún skýrði honum frá því, að hún
væri staðráðin í að eiga barnið
og ala önn fyrir því sjálf, jafnvel
þótt það kostaði vináttuslit þeirra.
Parry hlustaði á hana en lagði
ekkert til málanna. Hann sagði
ekki orð £ tvo daga. Ilann var
þungbúinn og sýnilega í djúpum
þönkum. Hún beið þéss skelfd, að
geðofsi hans brytist út, því að
venjulega lauk ólundarköstum
sem þessu með því. En það fór
á annan veg í þetta skipti. Þriðja
kvöldið, er hún kom til íbúðar
hans, var hann sem gjörbreyttur
maður. Hann tók glaðlega á móti
henni, virtist í senn ánægður,
hrærður og hlýlegur. Áður en hún
næði að jafna sig eftir undrun-
ina, lét hann í ljós, að hann væri
hrifinn af að barns skyldi vera
von — og enn hrifnari af því, hve
ákveðin hún hefði verið í að eiga
það. Hann fór mörgum fögrum
orðum um kjark hennar, trygg-
lyndi og ósvikið kveneðli. Hann
lýsti því yfir, að hann hefði fyrr
á ævinni oft liðið miklar þjáning-
ar af voldum kvenna. Jafnvel kon
ur, sem áttu að heita siðsamar og
a
r
L
ú
ó
IV LIKE TO BE
ACCOMMODATING, ^
MR.TRAIL, BUT A
NEW ROAD
THROUGH LOST
FOREST IS A
0 MATTER OF ^
PUBLIC NEED... W
AND FRANKLV, t
IT'S NECESSARY
FOR MY BUSINESS/
THANK YOU FOR
BEING FRANK, MR.
TUGGLE...I'LL BE
FRANK, TOO... I'M
GOING TO DO ALL
I CAN TO STOP
K YOU/ 4».
OKAY, TRAIL...
A NICE.CLEAN
FIGHT, EH?...
BUT I WARN
YOU, YOU’RE
WASTING
YOUR TIME /
GEE...THAT
WOULD BE
SWELL/
GOODBYE, TIMMY..
SOMEDAY WE'LL TAKE
THAT CAMERA OF
YOURS AND TRY SOME
ANIMAL PICTURES IN
LOST FOREST/
1) „Eg vil gjar*an vera lið-
legur, Markús, en nýr vegur
gegnum Týndu skóga er í þarfir
almennings . . . og satt að segja,
er hann nauðsyulegur vegna
fyrirtækis míns“.
2) „Eg þakka fyrir þessa
hreinskilni, Tryggvi. Þá ætla ég
líka að vera hreinskilinn og segja
að ég mun gera allt sem í mínu
valdi stendur til að korna í veg
fyrir þetta“. „Allt í lagi, þetta
verður þá hörð og heiðarleg sam-
keppni, ekki satt? En ég aðvara
þig. Þú eyðir tínaa þínum til
einskis".
3) „Vertu sæll, Tommi. Ein-
hvern tíma munum við fara með
myndavélina þína út í Týndu
skóga og reyna að ná myndum
af dýrunum". „Ji, hvað það væri
garnan!" segir Tommi.
dyggðugar, höfðu reynzt svikular
og ómerkilegar. Það hafði raunar
verið andstyggð hans á einni
slíkri konu, sem olli þvi, að hann
fór frá Englandi til Hong Kong.
En nú hafði hann öðlast trúna á
kvenfólkið á ný. Nú fyrst hafði
hann fundið alla þá eiginleika,
sem hann hafði örvænt um að til
væru, og þá hjá kínverskri dans-
stúlku. Hann vildi heiðra hana á
þann hátt, sem hún verðskuldaði.
Hann ætlaði að kvænast henni.
„Nei“, sagði Suzis. „Það er
ekki hægt“.
„Hvers vegna ekki?“
„Ef þú giftist kínverskri
stúlku, muntu lenda í vandræðum.
Lögreglumaður nr. 1 kemur þér í
vandræði. Hann kallar þig inn í
skrifstofu sina. Hann segir: —■
„Góðan daginn. Þú ert rekinn!“
„Ég hætti í lögreglunni“, sagði
Parry. „Ég fer að verzla hérna.
Ég hef góð sambönd — og það er
mikið upp úr því að hafa“.
Yu-lan var stórhrifin, þegar
hún heyrði fréttirnar. Henni
hafði alltaf fundizt, að Suzie væri
ekki á sinni réttu hillu — nei,
hún væri £ eðli sínu kjörin til að
vera eiginkona og móðir. Þetta
var nú meiri heppnin — að hún
skyldi fá enskan eiginmann! Það
var miklu eftirsóknarverðara en
kinverskur eiginmaður, sem stund
ar knæpur og danshús á hverju
kvöldi! Hún var svo gagntekin af
hrifningu, að hún rauk til og
keypti dýra eyrnahringi til þess
að gefa Suzie i brúðargjöf.
Parry var fullur af ráðagerð-
um um þá framtíð, sem beið
þeirra, hvar þau myndu búa og
hvílíka fyrirlitningu hann mundi
sýna hverjum þeim, sem reyndi
að lítilsvirða hann vegna þess, að
hann hefði gengið að eiga kín-
verska stúlku. Þanni; liðu þrir
til fjórir mánuðir. Að þeim liðn-
um varð Suzie þess vör, að hann
gerðist þunglyndari, varð þegj-
andalegur og fáskiptinn eins og
áður. Kvöld eitt spurði hún
hann, hvenær hann ætlaði að
segja upp í lögreglunni og leita
ÍHÍItvarpiö
Sunnudagur 20. júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Messa í Dómkirkjunni. —
(Prestur: Séra Ragnar Fjalar
Lárusson prestur á Siglufirði. —
Organleikari: Jón G. Þórarins-
son). 15,00 Miðdegistónleikar
(plötur). 16,00 Kaffitíminn: Létt
lög af plötum. 16,30 Færeysk
guðsþjónusta (hljóðrituð í Þórs-
höfn). 17,00 „Sunnudagslögin“.
18.30 Barnatími Helga og Hulda
Valtýsdætur). 19,30 Tónleikar
(plötur). 20,20 Tónleikar (plötur)
20,35 „ÆskuslóðiF', IV: Hánefs-
staðir í Seyðisfirði (Hjálmar Vil-
hjálmsson ráðuneytisstjóri). —
20,55 Tónleikar: Syrpa af lögum
úr söngleiknum „Kissmet" (plöt
ur). 21.20 „I stuttu máli“. — Um
sjónarmaður: Loftur Guðmunds-
skrárlok.
Mánudagur 21. júlí.
Fastir liðir eins og venjulega.
19.30 Tónleikar. 20.30 Um daginn
og veginn (Gísli Jónsson for-
sjóri). 20.50 Einsöngur: Cesare
Sieppi syngur. 21.10 Upplestur:
Förin til Lourdes, bókarkafli eft_
ir Alexis Carrel í þýð. Torfa Öl-
afssonar Sig. Þorsteinsson flyt-
ur). 21.30 Tónleikar. 22.15 Bún-
aðarþáttur: Mjólkin og hlýindin
(Grétar Símonarson mjólkurbús.
stjóri. 22.30 Frá tónlistarhátíð-
inni í Stokkhólmi. 23.05 Dagskrár
lok.
Þriðjudagur 22. júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
19.30 Tónleikar. 20.30 Erindi.
Hyggindi, sem í hag koma (Sveinn
Ásgeirsson, hagfræðingur). 20.55
Einsöngur: Henny Wolf syngur.
21.30 Útvarpssagan: „Sunnufell"
eftir Peter Freuchen, XVI (Sverr
ir Kristjánsson sagnfr.). 22.10
Kvöldsagan: „Næturvörður" eftir
John Dickson Carr; X (Sveinn
Skorri Höskuldsson). 22.30 Hjör-
dís Sævar og Haukur Hauksson
kynna lög unga fólksins. 23.25
Dagskrárlok.