Morgunblaðið - 20.07.1958, Síða 18
18
Monr.rvnr. 4ðið
Sunnudagur 20. júlí 1958
Sœmundur Císlason lög
regluþjónn — sjötugur
ELZTI starfandi maður í götulög-
reglu Reykjavíkur, Sæmundur
Gíslason, er sjötugur í dag.
Hann er fæddur hinn 20. júlí
1888, að Reykjakoti í Ölfusi, son-
ur hjónanna, sem þar biuggu,
Gísla Guðmundssonar, sem var
fæddur og uppalinn í Reykja-
koti og Guðlaugar Gísladóttur
frá Núpum í sömu sveit. En ekki
auðnaðist Sæmundi að njóta móð
urblíðunnar, því móðir hans iézt
skömmu eftir að hann fæddist.
Var Sæmundur þá tekmn í
fóstur af föðursystur sinni Guð-
ríði Guðmundsdóttur húsfreyju
á Núpum í Ölvesi og eiginmanni
hennar Þorgeiri Þórðarsyni frá
Ölvesvatni og ólu þau hjónin
hann upp. Fékk hann þar ágætt
uppeldi og naut góðrar upp-
fræðslu, eftir því sem þá var völ
á, bæði á heimili fósturforeldr-
anna og á Kröggólfsstöðum í
sömu sveit, en þar var þá barna-
skóli.
Sæmundur ólst upp við algeng
landbúnaðarstörf og er hann var
kominn yfir fermingu. tók hann
að stunda sjóróðra í ýmsum ver-
stöðvum. Hann var mjög söng-
vinn og hafði afburðagóða tenór
rödd og lagði stund á söngnám
hér innanlands og hafði um tíma
í huga að gera sönginn að lífs-
starfi sínu og fara utan tii að
fullnuma sig í þeirri list, en varð
að hætta við það vegna fjár-
skorts.
Hann var aðalhvatamaður að
stofnun Lögreglukórs Reykjavík-
ur og virkur þátttakandi um
tíma í kórnum.
Sæmundur gekk í lögreglulið
Reykjavíkur hinn 1. febrúar
1921 og var það happadagur fyrir
lögregluna. Hann gegndi fyrst
næturvarðarstörfum, en á árinu
1924, var hann færður yfir á fasta
dagvakt. Var honum þá falið það
sérstaka starf að hafa eftirlit með
umferðinni í miðbænum og
stjórna þar umferð á krossgöt-
um þann tíma dagsins, sem um-
ferðin var mest.
Það má því segja að hann sé
fyrsti lögreglumaður að stað-
aldri í ákveðnu varðhverfi
við umferðarstjórn. — Þó
þessari nýlundu væri misjafnlega
tekið af sumum akandi mönnum,
komst Sæmundur vel fram úr
þessu starfi og án verulegra
árekstra, var það að þakka dugn-
aði hans og lipurð. Má segja, að
Sæmundur hafi unnið þarna
brautryðjenda starf, því þetta
mun hafa verið fyrsti vísir að
skipulegri umferðarstjórn hér í
bænum.
Hinsvegar hafði Kristján Jónas-
son lögregluþjónn hafið umferð-
arstjórn á Lækjartorgi við Banka
stræti 2 árum áður, en það var
aðeins um hádegisbilið. Af því
að sú krossgata var nægilega víð,
var þar settur kringlóttur um-
ferðarsteinn fyrir Kristján til að
standa á við umferðarstjórrvina
og til að kenna bifreiðarstjórum
að taka réttar beygjur.
í þann mund, er Sæmundur
Gíslason hóf lögreglustarfið voru
12 lögreglumenn í lögregluliði
Reykjavíkur að honum meðtöld-
um. Sú tala var alls ekki í neinu
samræmi við íbúafjölda bæjar-
j ins. Þar á ofan gekk róstusamt
tímabil í garð. Þurfti þá lögregl-
~ an oft mikið á sig að leggja til
TIL SÖLU
Góð 4ra herbergja hæð í nýlegu húsi við Kvisthaga.
Bílskúr fylgir.
MÁLFLUTNINGSSTOFA
Sigurður Beynir Pétursson hrl.
Agnar Gústafsson hdl.
Gísli G. ísleifsson hdl.
Austurst. 14, símar: 2-28-70 og 1-94-78.
íbúÖir óskasf
Höfum kaupendur að 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja
íbúðum. Miklar útborganir.
Málf lutn in gsskr if stof a
VAGNS E. JÓNSSONAR
Austurstr. 9, sími 14400.
, enooucr or
FRÁBÆR NÝJUNG Á PARKER KÚLUPENNA!
(POROUS-púnktur eftir Parker-kúlu stækkaður 25 sinnum)
IHÍ POROUS KÚLA
FRAMKVÆMIR MLT
OC MEIRA EN AÐRIR KÚLUP«R
Hin einstæða Parker T-BALL kúla
gefur þegar í stað . . . hreina og mjúka
skrift, samfellda og nær átakalausa á
venjulegan skrifflöt . . . ávísanir, póst-
kort, glansmyndir, lögleg skjöl og gljúp-
an pappír . .. jafnvel fitubletti og hand-
kám!
Vegna þess! Þessi nýi árangur
sr vegna hins frábæra Parker
odds sem er gljúpur svo blekið
fer í gegn sem og allt í kring
um hann — heldur 166 sinnum
meira bleki á oddi en venjuleg-
ur góður kúlupenni.
Stór Parker T-BALL fylling skrifar um 5 sinn-
um lengur — sparar yður peninga — því að hann
skrifar löngu eftir að venjuleg fylling er tóm.
Parker Ballpoim
S-B121
• TRADEHAHK
að híSda uppi lögum og reglu og
fór Sæmundur ekki varhluta af
því, enda var hann jafnan ótrauð
ur til framgöngu þegar nauðsyn
krafði. Ætla ég aðeins að drepa
á tvö minnisstæð atriði úr starfi
Sæmundar.
Einu sinni þegar lögreglan átti
í höggi við fjölmennan árásar-
lýð, réðust margir að Sæmundi
til að ná af honum handtekrum
manni, en Sæmundur hélt svo
fast að bifaðist hvergi. Náði þá
óspektarlýðurinn í stór barefli
og tókst að brjóta á Sæmundi
báða handleggina, fyrr sleppti
hann ekki tökunum. Annað skipt
ið var hann á næturvakt með
elzta þáverandi lögreglumanni.
Gömul hjón gengu inn ó Lauga-
veg frá Traðarkotssundi. í því
bar þar að 7 ölvaða sjómenn er-
lenda. Réðust þeir á gömlu hjón-
in, hrintu þeim niður í götuna
og léku þau illa. Sæmundur kom
gömlu hjónunum til hjálpar og
rak óeirðarseggina á undan sér
niður Bankastræti og ætiaði að
koma þeim um borð. Réðust þeir
þá á móti Sæmundi með slags-
málum og grjótkasti, en í grjótið
náðu þeir á Lækjartorgi, því
gatan var í viðgerð og þar hrúga
af kastgrjóti. Fékk nú Sæmundur
stór áföll af grjótkasti og högg-
um árásarmannanna, en svo lauk
viðureigninni að þeir féllu allir
í götuna og þóttust eiga fótum
fjör að launa og flúðu út í myrkr-
ið. En eigi hætti Sæmundur
fyrr en hann hafði haft upp
á þeim og komið þeim
til refsingar. Þetta dæmi er að-
eins spegilmynd af því, við hvaða
erfiðleika og hættu í störfum iög
reglan átti þá við að búa og
hverju hún má ávallt búast við
þó aðstaða hennar og allur að-
búnaður nú sé að öllu ósambæri
legur við það sem þá var.
Sæmundur er eitt hið mesta af-
armenni að kröftum og snerpu,
sem ég hefi þekkt. Hann er dreng
ur hinn bezti, og hversmanns hug
ljúfi. Hygg ég, að þrátt fyrir aiit,
sem á daga hans hefir drifið í
— Reykjavíkurbréf
Framh. af bls. 11.
ríkjamenn hafi heitið íslenzku
stjórninni þessari aðstoð?
Hefur yfirleitt eftir henm
verið leitað, af hálfu íslenzkra
stjórnvalda?
Hefur íslenzka stjórnin látið
fara fram athugun þess, hvort
þau tilvik, sem Tíminn ráðgerir,
komist undir ákvæði Atlantshafs
sáttmálans eða varnarsamnings-
ins við Bandaríkin, sem á honum
byggist?
Er það skoðun íslenzka utan-
ríkisráðherrans og sérfræðinga
hans, að hér sé um að ræða árás
í merkingu þess sáttmála?
Segja verður þjóð-
inni hvað í liúfi er
Hér er um svo veigamikil
atriði að ræða, að menn verða
hiklaust að hafa kjark til að
ræða þau og heimta á þeim full-
ar skýringar af hálfu stjórn
valdanna. Menn verða að gera
sér ljóst, hver réttaraðstaðan
raunverulega er, ög hvert ætl-
unin er að halda. Stjórnarliðið
hefur of lengi kastað þessu máli
sem bolta sín á milli í valda-
braskinu. Sá ljóti leikur verður
að hætta. Eftir skrifum Tímans
eru þó síður en svo horfur á því.
í gær víkur hann sér undan að
svara við hvað hann hafi átt með
svigurmælum sínum. Þar kemur
ekkert undanskot eða orðaleikur
að gagni.
Ef málgagn forsætisráðherra
þykist sjá fram á beinar hernað-
araðgerðir við Island, þá er sann-
arlega tími til þess kominn, að
menn geri sér grein fyrir til
hverra ráða við eigum að grípa
og hverra bandamanna við eig-
um von. Þar dugar engin tæpi-
tunga eða stóryrði, heldur ein-
ungis að átta sig á stað-
reyndunum, eins og þær eru
lögreglustarfinu, sé engum bæj-
arbúa illa við hann vegna hjálp-
semi hans og góðvildar í starfi og
einnig held ég að Sæmundi sé
ekki illa við nokkurn mann. —
Kvæntur er hann ágætis konu,
Guðbjörgu Kristinsdóttur.
Lögreglan færir Sæmundi hjart
anlegustu hamingjuóskir með af-
mælisdaginn og þakkar honum
af alhug, dáð og drengskapílöngu
og viðburðaríku samstarfi.
Erlingur Pálsson.
Jensey Jóhannesd.
kveðja
FRÚ JENSEY, vinkona mín, er
farin héðan. Hún lézt í Heilsu-
verndarstöðinni að morgni 15.
júlí. Þá var nóttin liðin. Morgun
eilífðarinnar tekinn við.
Ég er ekki nógu kunnug ævi-
atriðum þeirrar merku konu.
Þau munu verða rituð og rædd
annars staðar. Vil aðeins þakka
það lán að hafa hitt Jenseyu á
lífsleið minni og fræðst þar um
hin helgustu verðmæti mann-
legra dyggða — sem enginn get-
ur öðlast án náins samfélags við
Guð.
Lengi þráði ég að kynnast
Jenseyu. Hafði það á tilfinning-
unni að hún myndi eiga svo
margt sem mig vantaði. Gætni í
öllu framferði, meiri góðvild og
þrek öðrum til hjálpar. Svo kom
það fyrir að ég dvaldi um tíma
hjá sjúkling í sama húsi og hún.
Þá kom það svo greinilega í ljós
hver af öllu vandalausu fólki þar,
reyndist bezt. Slík nákvæmni í
allri hetjudáð er ekki „af þessum
heimi“. Allt var þar í kærleika
gjört“. Þess vegna augljóst hvaða
fyrirmynd hún hafði í huga. Og
Jensey mín rataði leiðina með
frelsara sínum. Ó, hvað allir eru
sælir sem vilja hlíða honum. —
Hjónin Stefán og Jensey eignuð-
ust 10 börn, misstu tvö þeirra
ung, en ólu hin algjörlega upp
sjálf. Svo við getum hugsað
margar þreytustundir í allri
þeirri umhyggju. En kona sem
er móðir af guðs náð, starfar ekki
ein og finnur aldrei til erfiðleik-
anna. Enda var Jensey svo lán-
söm að eiga góðan og guðhrædd-
an mann, sem reyndist henni og
heimili þeirra sterk stoð, svo
langt sem mannlegur máttur
nær.
Svo kom síðasta kveðja jarð-
arinnar — dauðastríðið, sjö mán-
aða sár þjáning. Og enn stóð
þessi kvenhetja æðrulaus í bæn
og lofgjörð til drottins. Aldrei
mun ég gleyma þeirri Guðsdýrð
er ég sá í hugarfari Jenseyar þær
síðustu nætur sem við vorum
saman: Guði sé lof fyrir líf og
dauða slíkra barna sinna.
Kristín Sigfúsdóttir,
frá Syðri-Völlum.
GJÖGRI, 18. júlí. — Hér er víða
nýbyrjað að slá, en spretta er
fremur léleg. — Samningsupp-
sögn verkalýðsfélaganna hér
miðast eingöngu við Kaupfélag
Strandamanna. — oks er þess
að geta að byrjað er að gera við
Gjögurbryggju, sem skemmdist
á sl. hausti. Sölvi Friðriksson
stjórnar verkinu.