Morgunblaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 1
20 siðut
45 árgangur
191. tbl. — Sunnudagur 24. ágúst 1958
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hinum gagnsfæðu yfirlýsing-
um í landhelgismál-
inu verður að Ijúka
Rikisstjórninni ber tafarlaust að gefa
bjóðinni skýrslu um málið
MEÐ hverjum degi verður
erfiðara að átta sig á því, sem
er að gerast í landhelgismál-
inu. Kemur þar tvennt til:
Annars vegar eindreginn vilji
stjórnarvaldanna að halda
jafnvel augljósum staðreynd-
um leyndum fyrir almenn-
ingi hér á landi, og hins veg-
ar gersamlega gagnstæðar
yfirlýsingar um það, sem þó
er sagt frá eða í skyn gefið.
Af hverju þagað um Moskvu-
för Lúðvíks?
Dæmi hins fyrra er þögn stjórn
arblaðanna og ríkisútvarpsins
um ferð Lúðvíks Jósefssonar,
sjávarútvegsmálaráðherra til
Moskvu. Þessi ferð hefur vakið
athygli, hvarvetna erlendis, þar
sem menn hafa áhuga á mál-
efnum íslands eða landhelgis-
málinu, og alls staðar verið sett
í samband við það. Hér kepptust
öll stjórnarblöðin og ríkisútvarp-
ið við að þegja um þessa opin-
beru heimsókn hins íslenzka ráð-
herra til Moskvu.
Það var ekki fyrr en Lúðvík
Jósefsson var kominn aftur til
íslands, að Þjóðviljinn sagði frá
Moskvuferð hans og enn hafa
Alþýðublaðið og Tíminn ekki á
hana minnzt. Fréttaflutningur
Tímans um, að drottningarsonur-
inn í Englandi skyldi hafa týnt
bolta sínum samtímis því, sem
blaðið þagði um Moskvuferð ís-
lenzka sjávarútvegsmálaráðherr
ans, sýnir, hvernig málgagn for-
sætisráðherra íslands skilur
skyldur sínar við lesendur um
fréttaþjónustu.
Þögnin um Moskvuför Lúðvíks
Jósefssonar er aðeins eitt dæmi
um þá huliðsblæju, sem reynt er
að breiða yfir margháttaðar
stjórnarathafnir og þá ekki sízt
meðferð landhelgismálsins. Ein
af skýringunum á þeim feluleik,
er, hversu stjórnarliðið er sjálfu
sér sundurþykkt. Þar er þó ekki
aðeins um að ræða ólíkar skoð-
anir flokka og forystumanna,
heldur stangast yfirlýsingar sama
mannsins oft óþyrmilega. Svo er
t.d. um synjun Lúðvíks Jósefsson
ar á því, af hverju hann vilji
ekki tala við aðra um útfærslu
fiskveiðitakmarkanna.
Vel reyndist 1952 að ræða málið
Þjóðviljinn hefur eftir Lúðvík
hinn 19. ágúst, að hann hafi í
Kaupmannahöfn sagt:
„Lúðvík sagði, að íslendingar
hefðu ekki getað fallizt á tillög-
ur um viðræður við þau ríki
Vestur-Bvrópu, sem eiga beinan
hlut að máli, þar eð þeir hefðu
ekki getað átt von á nokkrum
stuðningi við sjónarmið sín á
slíkri ráðstefnu".
Nú mundu flestir ætla, að ein-
mitt væri sérstök ástæða til að
ræða við þær vinveittar stjórn-
ir, sem eru á annarri skoðun, til
að koma í veg fyrir að skoðana-
ágreiningurinn magnist svo, að
skaðsamlegt verði. Slíkt er skyn-
samlegt í öllum mannlegum við-
skiptum og þá ekki síður þjóða
á milli.
Af viðræðum þarf ekki að
leiða undanhald, ef málstaðurinn
er nógu sterkur, enda stóð aldrei
á íslendingum til viðræðna um
málið 1952, þegar við komum því
fram, sem ákveðið hafði verið. Þá
fór t.d. Ólafur Thors sérstaklega
til Lundúna til að skýra málið og
ræða það við stjórnarvöld í Bret-
landi. Að vísu tókst þá ekki strax
að eyða ágreiningnum en hag-
kvæmt reyndist að geta vitnað til
þess, að aldrei stóð á íslending-
um að ræða um málið.
Lúðvík ósamkvæmur
sjálfum sér.
Lúðvík Jósefsson telur sem
sagt, að ekki eigi að ræða málið
við þá, sem okkur séu ósammála,
Framh. á bls. 2
Fœreyingar óánœgðir
með afstöðu Dana
ÞÓRSHÖFN, 23. ágúst — í skeyti frá Þórsöfn, sem birt er í dönsku
blöðunum, segir, að mcgn óánægja ríki á eyjunum vegna þess, að
áhrifamenn í sjávarútvegi Dana hafa sett sig á móti útvíkkun land-
helginnar við Færeyjar. Segir fréttamaðurinn, að þetta geti haft
hinar verstu afleiðingar í för með sér fyrir samband Færeyja og
Danmerkur og leitt til þess, að þær raddir sem krefjast algers að-
skilnaðar, fái hljómgrunn hjá þjóðinni.
Færeyingar benda á, að engin
líkindi séu til þess, að útvíkkun
landhelginnar mundi hafa í för
með sér sölubann á dönskum
vörum í Englandi. Ekkert hafi
komið fram, sem bendi til þess.
Ekki hægt
Yfirmaður landhelgisgæzlunn-
ar við Færeyjar hefur sagt í
samtali við „Dagblaðið", að ekki
sé unnt að verja 12 sjómílna
landhelgi við eyjarnar með þeim
skipakosti, sem sjóherinn hefur
yfir að ráða. Til þess þyrfti að
bæta mörgum eftirlitsskipum við.
Vill gleyma
AMMAN, 23. ágúst. — Rifai, for-
sætisráðherra Jórdaníu, sagði í
dag, að stjórn sín óskaði þess af
heilum hug, að Arabaþjóðirnar
byndust nú vináttuböndum aftur
og gleymdu fornum væringum.
Hann kvað stjórn sína ekki
mundu hafa frumkvæðið að því
að bæta sambandið milli Jórdaníu
annars vegar og íraks og Ara-
bíska sambandslýðveldisins hins
vegar, en hvert það spor sem
þessi ríki stigi í þá átt að treysta
vináttuböndin við Jórdaníu yrði
kærkomið, sagði ráðherrann.
Hann bætti þvi loks við, að Jór-
daníustjórn vildi ekki fá herlið
S. þ. tii lands síns. I*að væri
óþarfi, þar eð hættan væri liðin
hjá.
Kosningar fara fram í Færeyj-
um í nóvember nk. og má þá bú-
ast við, að landhelgismálið verði
efst á baugi. Danir gera ráð fyrir
því, að Þjóðveldisflokkurmn
krefjist algers skilnaðar og einn-
ig-má búast við, að Fólkaflokk-
urinn krefjist þess, að breytingar
verði gerðar á sambandi ríkj-
anna, a. m. k. hvað snertir með-
ferð utanríkismála.
Blaðamcnn boða
komu sína hingað
AÐ ÞVÍ er Jón Magnússon, hótel-
stjóri á Hótel Borg, skýrði Mbl.
frá í gær, hefur „Borginni"
undanfarna daga borizt allmikið
af herbergispöntunum símleiðis
frá Bretlandi eg eru það brezkir
blaðamenn, sem boða komu sína,
flestir um miðja næstu viku.
Koma blaðamenn þessir í sam-
bandi við landhelgismálið og eru
á meðal þeirra blaðamenn frá
Reuter og frá brezka útvarpinu,
svo dæmi séu nefnd.
Eins og kunnugt er, er nú byrjað að bora eftir heitu vatnl i
HengilssvæSinu með stóra gufubornum. Eru miklar vonir
tengdar við góðan árangur þar. Hér á myndinni sést hvar born-
um hefur verið komið fyrir. Ljósm.: Guðm. Ag.
Dr. Kristinn neitar, að
rétt sé eftir sér haft
DR. KRISTINN Guðmundsson,
ambassador íslands í London,
hefur tjáð utanríkisráðuneytinu
að ranglega sé eftir honum haft,
að hann hafi gefið í skyn á blaða
mannafundi í gær (22. ágúst),
að íslendingar kynnu að sjá sig
tilneydda til að segja sig úr Atl-
antshafsbandalaginu ef Bretar
héldu fast við þá afstöðu að láta
brezk fiskiskip veiða innan hinn-
ar nýju fiskveiðilandhelgislínu.
Ráðuneytið vill taka það fram,
eð ékkert slíkt hefur komið Ll
tals.
Utanríkisráðuneytið,
Eftirlit með friðsamlegri
notkun kjarnorku
NTB
Reuter, 23. ágúst. —
Moskvuútvarpið hefur nú skýrt
frá orðsendingum ríkisstjórna
Bandaríkjamanna og Breta, þar
Barnavinna kommúnista
Vongóðir um, að sam-
komulag náist í París
KAUPMANNAHÖFN, 23. ág.
— Fréttaritari Berlings í
Lundúnum símar, að stjórn
málamenn í París búizt við
því, að samningaviðræðurn-
ar bar í borg um landhelgis-
málið muni bera árangur. Nú
sé rætt um það, að Bretar
viðurkenni 12 mílna land-
helgi Islendinga, en fái ein-
hver sérréttindi til fiskveiða
innan landhelginnar.
BERLÍN, 23. ágúst. — í Reuters-
fréttum frá Berlín segir, að aust-
ur-þýzka kommúnistastjórnin
hafi ákveðið þrátt fyrir mótmæli
kennara og foreldra, að eftir 1.
sept. nk. skuli öll börn ellefu
ára og eldri vinna einn dag í
viku hverri í verksmiðjum eða á
sveitabæjum. Hefur þessi barna-
vinna hlotið hið virðulega heiti
„fjöltæknimenntun".
Ulbricht, aðalritari kommún-
istaflokksins, hefur sagt, að
stjórnin hafi stigið þetta spor í
því skyni að kenna börnunum
„að elska vinnuna og verkamenn
landsins".
Neues Deutschland viðurkenn-
ir, að þessari ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar hafi mætt mikilli
mótspyrnu og sumir verksmiðju-
stjórar eru hræddir un, að börn-
in geri ekki annað en tefja fyrir.
Búið að jafna gas-
stoðma við jorðu
NÚ ER BÚIÐ að jafna við jörðu
gömlu gasstöðina við Hverfis-
götu. Ákveðið hefur verið að
þar verði reist aðalslökkvistöð
Reyk j a víkurbæ j ar.
Fyrir nokkru var húsameistara
bæjarins, Einari Sveinssyni, fal-
ið að teikna hina nýju stöð í
samráði við Jón Sigurösson,
slökkviliðsstjóra.
sem þeir segjast hætta tilraun-
unum með kjarnorkusprengjur,
svo fremi sem ráðstjórnarríkin
hefji ekki slíkar tilraunir að
nýju og taki þátt í viðræðum um
algert bann við tilraunum með
kjarnorkusprengjur. í banda-
rísku orðsendingunni er sagt að
einnig beri að hafa eftirlit með
kjarnorku, sem hagnýtt er í frið-
samlegum tilgangi. Segjast
Bandaríkjamenn munu bjóða séx
fræðingum frá SÞ að vera við-
staddir ef þeir noti kjarnorku-
sprengjur til hafnargerðar í Al-
aska.
Brezku blöðin fögnuðu í gær
orðeendingu Breta og Bandaríkja
manna. Þó létu sum þeirra jafn-
framt í ljós óánægju yfir því að
Bretar væru að hefja smávægi-
legar kjarnorkutilraunir, eins og
segir í orðsendingu brezku stjórn
arinnar.
Franska blaðið France Soir
skýrði frá því í gær, að Frakkar
muni sprengja fyrstu kjarnorku-
sprengju sína i september eða
snemma í október. Verður hún
sprengd á Saharaeyðimörkinni.
>