Morgunblaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 24. ágúst 1958
MORG IJTSBLAÐIÐ
13
Fólk
Koberto Rossellini hefir harð-
neitað, að nokkur fótur sé fyrir
því, að frú Sonali das Gupta
fari huldu höfði í Frakklandi,
þar sem hún eigi von á barni.
Segir kvikmyndaleikstjórinn
hamingjusa»«ur
þetta vera
haugalygi, eins
og svo margt
annað, sem
skrifað hafi
verið um hann
og frú das
Gupta. Rossell-
ini hefir lýst
yfir því, að
hann sé mjög
með frú das
Gupta. „í Indlandi fann ég ham
ingjuna“. segir Rossellini, sem
kynntist frú das Gupta vorið
1957 í Indlandi, þar sem hann var
við kvikmyndatöku. Kynni Ross-
ellinis og indversku frúarinnar,
sem fæst við að skrifa kvik-
myndahandrit, urðu til þess, að
Rossellini skildi við Ingrid Berg-
man.
Hinn ungi Aga Khan IV
Karim prins, var nýlega staddur
í París og ætlaði að fara inn í
klúbb, sem talið er mjög „fínt“
að eiga aðgang- að. Allt í einu
rann það upp fyrir prinsinum, að
hann hafði gleymt aðgangskort-
inu heima. En dyravörðurinn var
alveg nýr af nálinni í starfinu og
þekkti hann ekki. Prinsinn
kynnti sig:
— Eg er Aga Khan.
— Ef þér eruð Aga Khan,
sagði dyravörðurinn. Þá er ég
Ali Khan!
Prinsinn skellihló: Gott kvöld,
pabbi, sagði hann. Þú getur
hreint ekki verið þekktur fyrir
að vísa syni þínum út í kuldann
og myrkrið.
Til allrar hamingju kom ritar-
inn í klúbbnum aðvífandi og
hleypti Aga Khan inn. Dyravórð
urinn stokkroðnaði, er Aga kink-
aði kolli til hans í kveðjuskyni og
sagði:
— Ég skal vera góður dreng-
ur, pabbi, og hegða mér vel!
Brezki kímnisagnahöfundurinn
P. G. Wodehouse er nú 76 ára að
yfir þvi, að nú séu ekki lengurl í hinni nýju kvikmynd Jacques
til í Englandi þær sjaldgæfu Beckers um listmáiarann Modig.
manntegundir, sem hann hefir I
gert ódauðlegar í bókum sínum. liani leikur Gérard Philipe aðal-
Það er mjög sjaldgæft, að á vegi I hlutverkið. Myndin til vinstri er
í fréttunum
aldri og býr á Long Island við
New York. Hann kvartar mikið
manns verði aðalsmenn, sem eru
eins og utan við sig og Emsworth
lávarður, lýtalausir einkaþjónar
á borð við hinn óviðjafnanlega
Jeeves, ungir slæpingjar og am-
lóðar eins og Bertie Wooster.
Eina huggun Wodehouse er ungi
hertoginn af Kent, enda sagði rit
höfundurinn nýlega við blaða-
mann nokkurn, að ekki væri
hann úrkula vonar um, að
skringilegar manntegundir fyrir-
fyndust enn í ættlandi hans:
— Hertoginn af Kent hegðar
sér t.d. jafnan eins og hann væri
ein af persónunum í bókum mín
um.
Hertoginn af Kent er náfrændi
Elízabetar Englandsdrottningar,
og er aðallega þekktur fyrir að
lifa eins og honum bezt líkar.
Því er fleygt, að hollenzka krón-
prinsessan Beatrix sé mjög hrif-
in af hertoganum og hafi grátið
söltum tárum, er hann kom ekki
í afmælisveizluna, sem haldin
var, er krónprinsessan varð
myndug.
Brezki kvikmyndaleikarinn
Alec Guinness þekkir landa sína.
Hann sagði fyrir skömmu:
— Ef þér þurf-
ið einhvern
tíma að fara
yfir götu í
brezkri borg
þar sem mikil
bílaumferð er
er það mjög
heppilegt að
hafa hund með
lér. Enginn
Breti gæti fengið það af sér að
aka yfir hund.
Gina Lollobrigida er aðeins
rúmlega þrítug, og það er ekki
hár aldur nú á dögum. Eigi að
síður er hún þegar farin að velta
því fyrir sér, hvernig hún eigi
að afla sér fjár þegar hún hættir
að leika í kvikmyndum. Nú er
hún byrjuð að
selja aðgang að
einbýlishúsi
sínu við Via
Appia Antica
í Rómaborg.
Aðgangseyrir
er 250 lírur
á mann. Kon
ur, sem koma
1 heimsókn, fá
að sjá tízkuteikningar, sem Gina
er byrjuð að framleiða í stórum
stíl. Hún hefir í hyggju að nota
tízkuteikningar sínar í sambandi
við framleiðslu á kvenfatnaði og
mun hún þegar hafa hafið undir-
búning að því að stofna fyrir-
tæki, er sjái um dreifingu fatn
aðarins um allan heim. Tízku-
teikningunum og fatnaðinum
kváðu þó ekki fylgja neinar leíð
beiningar um, hvernig hægt sé
að afla sér vaxtarlags á borð við
það, sem Gina hefur orðið fræg
fyrir.
af sjálfsmynd Modiglianis, mynd
in til hægri af Philipe í hlutverki
Modiglianis. Þykir Philipe takast
vel að túlka þetta hlutverk.
— Reykjavikurbréf
Framh. af bls. 11
samninga", verður ekki komizt
hjá að mótmæla harðlega. Ekki
fær heldur staðizt, að málið hafi
í rauninni ekki verið tekið upp
aftur. Það hefur einmitt verið
tekið upp aftur af hálfu íslenzku
ríkisstjórnarinnar. — Núverandi
menntamálaráðherra, Gylfi Þ.
Gíslason, leitaði til dönsku stjórn
arinnar um nefndarskipun til að
greiða fyrir lausn málsins, Að
því er bezt verður vitað, hefur
hann ekki einu sinni fengið svar
við þeirri málaleitan, sem flutt
var fyrir nær tveimur árum.
Eiga að koma með
tillögur um gjöí
til sjálfra sín?
Þá er haft eftir Martin Lar-
sen:
„En íslendingar þurfa að
koma fram með ákveðnar tillög-
ur í málinu. Þeir þurfa að gera
nákvæma skrá yfir þau handrit,
sem þeir óska að fá Hteim. Þáð
þýðir ekki að gera kröfu til alls
Árnasafns. Þess vegna er það
alveg nauðsynlegt, að íslending-
ar taki fram skýrt og ákveðið,
hvað þeir vilja fá af handritun-
um. — Og sem gjöf verða þeir
að fá þau, að minnsta kosti að
forminu til. Þannig tel ég líkleg-
ast að sú lausn fáist, sem báðir
gætu við unað“.
Um þetta þarf ekki að segja
annað, en að nokkuð nýstárlegt
sé, að menn snúi sér til annars
með skrá yfir það sem þeir vilja
fá hann til að gefa sér! Slíkt
þætti ekki góð hæverska á ís
landi, hvað sem í Danmörku
kann að tíðkast. Gott er að fá
leiðbeiningar um, hvernig við
eigum að koma fram í handrita-
málinu, en þær verða að vera
gefnar af meiri þekkingu og
raunsæi en hinn ágæti maður
Martin Larsen gerir að þessu
sinni.
Framtíðaratvinna
fyrir duglegan afgreiðslumann. Upplýsingar á skrif-
stofu vorri kl. 4—6 mánudag og þriðjudag n.k.
Verzlun O. EIEingsen hf.
RAÐHUS TIL SOLU
Á mjög fallegum stað eru að hefjast byggingairframkvæmdir á rað-
húsum.
Grunnflötur hvers húss er ca. 70 ferm. og eru þau á tveimur hæðum.
Á efri hæðinni eru tvær samliggjandi stofuu*, eldhús með sér borðkrók,
W C., yítri- og innri forstofa og svalir móti suðri. Á neðri hæðinni eru tvö
barnaherb., svefnherb., bað, þvottahús og kynding, og tvær geymslur. —
Bílskúrsiréttindi fylgja hverju húsi.
Húsin verða afhent fokheld með járni á þaki, rennum, niðurföllum,
tvöföldu gleri í gluggum og bráðabirgðahuirðum (útihurðum j, ennfremur
verða húsin tengd vatni og klóaki og fyllt að því.
Kaupverðið er kr. 198.000,00 og greiðist í þrennu Iagi.
Teikningar og líkan af raðhúsunum eiru fyrirliggjandi á skrifstofunni
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Ingólfsstræti 9B
EIGNASA
• BEYKJAVÍk