Morgunblaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 16
16 MOKCVISHLAÐIÐ Sunnudagur 24. ágúst 1958 502IE WONCr ^kALPí»-AC-A EPTlft RlCHARO HA»OIS| af stað til fyrsta veitingahússins á listanum í fylgd með Lulu, sem hafði fullyrt, að mér tækist aldrei að finna húsið upp á eigin spýtur. Hún fylgdi mér að dyrunum, kvaddi mig á gangstéttinni og sagði flissandi: „Mánudags-Lulu!“ og tók fyrir munninn á sér og trítlaði burt. Ég fór á sex eða sjö staði. Á einum staðnum beið ég hálfa klukkustund, meðan verið var að sækja stúlku, sem hét Suzie, og von bráðar stóð ég andspænis þeirri stærstu og gildustu kín- versku stúlku, sem ég hafði séð. Hún var alveg hnöttótt af spiki og sýnilega komin yfir fertugt. Hún var einnig mjög geðstirð og lét óspart í Ijós gremju sína yfir að vera ónáðuð í erindisleysu. Þegar ég kom þaðan út, var ég orðinn Svo þreyttur af göngunni, að ég náði mér í kerru — og svo var það á næsta veitingastað, sem leit inni lauk. Veitingastaðurinn hét The Happy Room og leit einna skást út af þeim, sem ég hafði heimsótt. 1) „Ég trúi því ekki að regn geti eyðilagt bjórslýflur, Tommi. Einhver hefur gert þetta. Það er víst bezt að ég reyni að hafa uppi Hann minnti á lítinn næturklúbb, var með dansgólfi, og borðum, sem stóðu í básum, og lýstur með deyfðum ljósum. Það var ekki set ið við nema tvö til þrjú borð og þar af sátu stúlkur við eitt þeirra. Ég settist niður og stúlka kom að borðinu til mín. Þegar ég lagði fyrir hana hina venjulegu spurn- ingu mína, svaraði hún: „Já, hér er stúlka, sem heitir Suzie“. „Suzie Wong?“ sagði ég, þar sem mér voru enn í fersku minni ófarirnar á næsta stað á undan. „Já, Wong Mee-ling. Hún er hérna í hliðarherberginu að spila Mahjong við hinar stelpurnar — það er svo hræðilega lítið að gera í kvöld. Ég skal sækja hana“ Húmsmeygði sér milli dyratjald anna. Rétt á eftir heyrði ég, að vei'ið var að leika á grammófóninn lagið, „Seven Lonely Hays", hið sígilda eftirlætislag allra fasta- gesta á Nam Kok, sem við Suzie höfðum jafnan talið eins konar einkennislag okkar, og ég hafði aldrei getað heyrt síðan, án þess að endurminningarnar næðu tök- á Markúsi. Þetta er alvarlegt mál“. 2) „Ég verð því miður að fara með þig heim aftur, Tommi, það getur verið að ég verði lengi um á mér. Það var of ósennilegt, að tilviljun ein réði því, að þetta lag var leikið og ég þóttist viss um, að Suzie hefði beðið um það. Ég varð því mjög glaður, þar sem ég taldi það, að hún hefði gert það, benda til þess, að hún hefði glaðzt yfir komu minni. Allt í einu birtist hún. Hún hik aði andartak í dyrunum, stóð og hélt uppi dyratjaldinu öðrum meg in. Þótt ekki sæist nema skugga- mynd hennar, sem bar við gx-áan múrvegginn; mjúkar línur vaxtar lagsins og sitt hárið, sem féll nið ur um herðarnar; höfðu endux-- fundii-nir svo djúpstæð áhrif á mig, að það var næstum eins og hún hvíldi í faðmi mínum. Hún kom inn í herbergið og dyratjaldið féll niður að baki hennar. Deyfð Ijósin ollu því, að hún kom ekki þegar í stað auga á mig. Hún nam aftur staðar og litaðist um. Ég stóð upp til þess að hún tæki eftir mér. Hún gekk hægt í áttina til mín yfir dansgólfið. „Komdu sæl, Suzie". Hún stóð teinrétt fyrir framan mig, án þess að taka undir kveðju mína, og ég fór að efast um, að ég hefði haft á réttu að standa með tilliti til hugarfars hennar og þess, að hún hefði óskað eftir „Seven ijonely Days“. Til þess að ganga úr skugga um það sagði ég: „Hlust- aðu — það er verið að spila ein- kennislagið okkai'". Hún hallaði örítið undir flatt og lagði við hlustir. Hún hafði auð heyrilega ekki einu sinni tekið eftir því. Og auðséð var, að það snart hana ekki hið minnsta. Það hafði þá verið um tilviljun að ræða. „Hvers vegna kemur þú hing- að?“ sagði hún kuldalega. „Seztu niðui-, Suzie, svo að við getum talað rólega saman". Hún hikaði, tyllti' sér síðan hægt og gætilega á yztu brún stól- setunnar. Ég gat tæpast greint andfitsdi-ætti hennar í daufri birt- unni, en ég gat mér þess tii eftii' skapi hennar að dæma, að svipur hennar væri tómlátlegur og óræð- ur, og augnai'áðið í senn tor- tryggnislegt og dulmagnað. Þjónn inn kom til okkar og spurði hvað við vildum drekka. Suzie hristi höfuðið, en ég bað um eitt glas af í burtu“. „Það gerir ekkert til. Leyfðu mér bara að ná í mynda- vélina mína, Siggi. Sjáðu! Peran er notuð. Það hefur verið smellt af“. vínblöndu handa henni og bjór handa mér. „Hvers vegna kemur þú hing- að?“ endurtók hún. „Vegna þess að ég saknaði þín, Suzie. Þig órar ekki fyrir því, hve mjög ég hef saknað þín“. „Hvers vegna skrökvar þú að mér? Þú átt vinkonu til að skemmta þér með, er ekki svo?“ „Áttu við Betty Lau?“ „Ég veit það ekki“, sagði hún þóttalega, „ég frétti aðeins að þú værir með einhverri stúlku. Mér var ekki sagt, hvað hún hét. Mér stóð líka alveg á sama. Þú mátt eiga vinstúlku fyrir mér“. „Það er tómur þvættingur, sem þú heyi-ðir nm mig og Betty“. „Það sem ég heyrði var ekki þvættingur. Og mig minnir, að það hafi einmitt verið um hana — já, ég man það núna, ég heyrði ein- mitt kantonsku-stelpuna nefnda. Mér var sagt, að hún væri föst vinstúlka þín“. „Hún er það alls ekki. Að vísu kom hún einu sinni upp til mín, vegna þess að ég var svo hræði- lega einmana og leiður eftir að þú fórst, að ég gat ekkert unnið. Ég vissi líka, að hún var sú eina stúlknanna, sem ekki myndi neita öllum afskiptum af mér vegna til_ litsemi við þig. Ég sá eftir því síð ar, og hún hefur ekki stigið fæti inn í hei'bergið mitt síðan“. „Hvers vegna skrökvarðu svona að mér?“ „Ég er ekki að skrökva að þér, Suzie“. „Jú, eintónji skrök! Þú varst alltaf hrifinn af Canton-stelpunni. Ég man að þú sagðir einu sinni við mig: „Canton-stelpan hefur mjög mikinn kynþokka. Göngulag hennar hefur mjög æsandi áhxif á mig!“ „Ég komst alls ekki þannig að orði“, sagði ég. „Hvað sem því annars líður, hef ég andstyggð á henni núna. Ég get ekki einu sinni horft á göngulag hennar“. „Hvers vegna hefurðu hana þá sem vinstúlku þína?“ „Ég geri það ekki, Suzie". „Jú, allir segja mér það“. „Þetta er þá. skýringin á því, hvers vegna þú komst ekki aftur til Nam Kok?“ Hún hikaði andartak. Síðan leit hún beint í augu mín. „Já, það er þess vegna. Ég skammaðist mín ingu. Ég var með sjálfum mér of mikið til þess að geta farið þangað aftur. Ég mundi lítillækka mig með því. Ég myndi heldur vilja deyja en fara aftur til Nam Kok“. Þjónninn kom með glösin og iét þau á borðið fyrir fxaman okkur. „Hlustaðu nú á mig, Suzie“, sagði ég. Ég sagði henni nákvæm- lega frá því, sem okkur Betty hafði farið á milli og útskýrði 3) Þegar Tommi er kominn heim til sín fer hann að kynna sér hvernig eigi að framkalla myndir. fyrir henni, að Betty reyndi af fremsta megni að telja öðrum trú um, að vinátta okkar stæði enn í fullum blóma. Ég hætti ekki, fyrr en mér hafði nokkurn veginn tek- izt að sannfæra hana. En það virt ist ekki skipta miklu máli. „Jæja, ég trúi þér“, sagði hún, en rödd hennar var jafnkuldaleg og áðux'. „Ertu þá ánægður?“ „Nei, það er ég ekki, Suzie, meðan þú ex't svona afundin við mig. Ég er heldur ekki ánægður með, að þú vinnir hérna, þar sem þú virðist tæpast geta haft mikl- ar tekjur". „1 dag er föstudagu’-. Það er svona lítið að gera vegna þess“. „Er eitthvað betra á öðrum dög- um?“ „Já, sum kvöld er mjög mikið að gera. Ég vinn mér stundum inn mikla peninga sem pi'ósentur af vínsölunni, án þess að þurfa að fara á hótel“. Hún áttaði sig allt í einu á, að mjög skorti á að rödd hennar væri sannfærandi'og bætti því við: „Auk þess safnaði ég miklum peningum, meðan ég var hjá „Mannf iðrildinu". Ég lagði þá fyrir nærri tvö þúsund dali“. „Hvers vegna kemurðu ekki aft ur til Nam Kok, Suzie?“ „Nei, ég kem þangað aldxei aft- ur. Ég verð kyrr hér“. Hún Sat fast við súm keip, hvern ig sem ég í-eyndi að hafa áhrif á hana, og þótt ég bæði hana að dansa við mig, í þeirrx von, að okkur tækist að endurheimta fyrri sameiningu, hafnaði hún því ein- dregið. Að lokum féllst hún þó á að leyfa mér að fylgja sér heim. Við fórum í strætisvagni til Jord- anstrætis og síðan með ferju til Wanchai, þar sem hún bjó enn í gamla hei'berginu sínu uppi yfir pappírsbúðinni. Hún hafði ekki þorað að sleppa því, er hún flutti burtu með Rodney, og hún hafði síðar sagt honum að hún væri flutt til Kowloon til þess að vera viss um að hann ónáðaði hana ekki. aiíltvarpiö Sunnudagur 24 ágúst. Fastir liðir eins og venjulega, 11,00 Messa í Hallgrímskirkju —« (Prestur: Séra Björn H. Jónsson, Oi’ganleikari: Páll Halldói’sson). 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16,00 Kaffitíminn: Létt lög af plötum. 16,30 Veðurfi'egnii'. — „Sunnudagslögin". 18,30 Barna- tími (Guðmxindur M. Þoi'láksson kennari). 19,30 Tónleikar: Cor de Groot leikur á píanó (plötur). —- 20.20 „Æskuslóðir"; IX: Laxár- dalur (Auðun Bragi Sveinsson kennari). 20,45 Tónleikar (plötur). 21.20 „1 stuttu máli“. — Umsjón- armaður: Loftur Guðmundsson rithöfundur. 22,05 Danslög (plöt- ur). 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 25. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Tónleikar: Lög úr kvik- nxyndum (plötur). 20,30 Um dag- inn og veginn (Séra Sveinn Vik- ingur). 20,50 Einsöngur: Paul Robeson syngur (plötur). — 21,10 „Að elska, byggja og treysta á landið“: Tvær í-æður fluttar við opnun landbúnaðarsýningar Bún- aðarsambands Suðurlands á Sel- fossi 16. þ.m. (Sigui'jón Sigurðs- son bóndi í Raftholti og Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu tala). 21,40 Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir, síldveiðiskýrsja og veðurfregnir. 22,25 Kammertón- leikar (plötur). 22,55 Dagskrárlok. Þriðjudagur 26. xigúst: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms um löndum (plötur). 20,30 Exindi: Suður í Súdan; síðari hluti (Ölaf ur Ólafsson kristniboði). — 20,55 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarps sagan: „Konan frá Andros“ eftir Thornton Wilder; II. (Magnús Á. Árnason listmálari). 22,10 Kvöld sagan: „Næturvörður" eftir John Dickson Carr; XXIII. (Sveinn Skorii Höskuldsson). 22,30 Hjör- dís Sævar og Haukur Hauksson I kynna lög unga fólksins. — 23,25 I Dagskrárlok. É HLJÖMPLAÍA - HARMOAIIKKUPLATA VIÐ SUNDIN HÚN BÍÐUR ÞÍN Sungið af ALFREÐ CLAUSEN við undirleik Jan Morávek og hljóm- sveilar. Tveir fjörugir valsar eftir Valsa„kónginn“ Svavar Bene- dikísson við texta Kriscjáns írá Djúpalæk. ^JJÍjác)f^cara 1/erztu.n Su^rJar ^JJelyaJóttur Vesturveri — Sími 1 13 15. * , Utsala á barnafatnaði meðal annars: Kakki- og poplin buxur á 2ja—7 ára. Kostuðu 70—90 krónur. Kosta nú 50 krónur. Danskar barnapeysur (á 1—6 ára) Kostuðu kr.; 74. — Kosta nú kr.: 35.00. I\s>@ Austurstræti 12. Stúlkur — Atvinna Viljum bæta við nokkrum duglegum og reglusöm- um stúlkum til framtíðarvinnu í verksmiðju okkar. Uppl. hjá verkstjóranum. Cudogler hf. Brautarholti 4. a r l U á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.