Morgunblaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. ágúst 1958 MORCVNBLAÐIÐ 3 Mr. Myron Gregory, til vinstri, afhendir Tarantino sigurverð- launin á heimsmótinu í Kiel í fyrra. „Kastklúbbur stanga- veiðimanna" fœr góða gesti í heimsókn Köst verða sýnd við Arbæjarstiflu Bandaríkjunum, ásamt heimsmeist aranum í köstum, Joan Tarant- ino. Hann varð hlutskarpastur af 120 keppendum á alþjóðlegu kast móti, sem fram fór í Kiel í fyrra- sumar. Albert Erlingsson var á þessu móti og sá Tarantino kasta þar mörg falleg köst, sem voru að sama skapi hárnákvæm. Hann hafði náð tæplega 49 m. kasti með silungastöng. Þeir fé- lagar koma hingað á vegum Al- þjóðlega kastsambandsins. Hér munu þeir gefa stanga- veiðimönnum kost á að hlýða á leiðbeiningar, sem Mr. Gregory gefur, en Mr. Tarantino mun sýna köst. Fer þessi kennsla fram við Árbæjarstífluna mið- vikudagskvöldið klukkan 8 og fimtudagskvöldið klukkan 6. Þeir munu veita þátttakendum tilsögn í köstum eftir því sem við verður komið. Þá mun Mr. Gregory halda fyrirlestur á fimmtudagskvöldið í Tjarnarkaffi, uppi, um kastíþi'ótt ina og einnig þangað er öllum stangaveiðimönnum heimill að- gangur. Það er tilgangurinn með því að fá þessa menn hingað til nokkurs konar kennslu, að auka áhuga stangaveiðimanna á kastíþrótt Sr. Jónas Gislason Hann vék afsíðis 12. sunnudagur eftir trini- tatis — Mark. 7. 31 — 37. JESÚS fer oft undarlega að. Það er eins og hann kunni ekki að nota tækifærið til þess að aug- lýsa sjálfan sig. Guðspjall dagsins segir okkur frá því, að- honum var færður sjúkur maður, sem hafði hvorki haft not heyrnar eða máls. Og Jesús er beðinn um að lækna þennan mann. Það var ekkert nýtt, að Jesús væri beðinn um að vinna slík verk. Oft komu menn með hina sjúku til hans, til þess að hann legði hendur yfir þá og læknaði þá. Við skyldum því ætla, að Jesús hefði notað tækifærið til þess að auglýsa mátt sinn og vald. svo að fólkið fyigdi honum Það hefði hver kænn stjórnmálarnaður gert. Þarna hefði hann eygt tækifærið til þess að komast til áhrifa og valda. Jesús fer þveröfugt að. Hann FULLVlST er að stangaveiði er sú sumaríþrótt sem einna mestra vinsælda á að fagna hér á landi. Áhugi fólks á öllum aldri á þessari hollu og skemmtilegu íþrótt hefur farið xnjög vaxajidi á undanföi'num árum. Um hverja helgi leggja hundruð manna leið sína út úr bænum með stöng, að einhverju fallegu vatni eða á og eyða þar sunnudeginum. Þá er það fastur liður í sumarleyfi mik- ils fjölda að x-enna eftir laxi eða silungi í fleiri eða færri daga, allt eftir efnum og ástæðum. Hér í Reykjavík hefur starfað, um nokkurra ára skeið, svonefnd ur „Kastklúbbur stangaveiði- manna“. Aðilar að honum eru nú um 40 stangaveiðimenn, sem vilja með starfsemi klúbhs þessa, stuðla að því að gera stangaveiðina að fallegri íþrótt, sem auki ánægjU veiðimannsins, er hann hefur lært hina réttu kastaðferð, hvort heldur hann er með 9 feta silungastöng eða 12—14 feta laxastöng. Heita má að þetta hafi verið kjarnmn í stuttu samtali, sem tíð indamaður Mbl. átti við tvo af forráðamönnum „Kastklúbbsins", þá Albert Ei'lingsson, kaupmann í „Veiðimanninum" og Sverri Elíasson bankai'itara. 1 þessu samtali bar á góma heimsókn for- seta Alþjóðlega kastsambandsins, Myron Gregory, sem hingað kem- ur á þriðjudaginn með flugvé frá inni og að þeir öðlist skilning á i víkur afsíðis, burt fi'á mannfjöld- gildi hennar við stangaveiðina, sem er fjölbreyttari en flestar aðr ar íþróttir. — Væntum við að stangaveiðimenn fjöimenni upp að Árbæjarstíflu á miðvikudags- og fimmtudagskvöldið, sögðu þeir Al- bex't og Sverrir að lokum. Abdel Khalek Hassuna, formaður Arababandalagsins, sem tal- inn er standa að baki miðlunartillögu Arabarikjnna, sem samþykkt var á Allsherjarþinginu á fimmtudagskvöldið. SKAK i 1 i Skák frá Portoroz Hvítt: Neykirch, Búlgaríu Svart: B. Larsen, Danmörk Hollenzk vörn 1. d4, f5; 2. g3, Rf6; 3. Bg2, e6; 4. c4, d6; 5. Rf3, Be7; 6. o-o, o-o; 7. Rc3, De8; 8. Hel, Dg6; 9. e4, fxe4; 10. Rxe4, Rxe4; 11. Hxe4, Rc6; Vitaskuld má svartur ekki leika 11. — Dxe4 vegna 12. Rh4 og vinnur drottninguna. 12. Hel, Rb4; 13. a3. Þessi staða mun hafa komið fyrst upp í skákinni Arin- björn—Miiring, Moskva 1956. 13. — Rc2; 14. Rh4, Bxh4; 15. honum á að takast að halda í horfinu. 23. dxc5, bxc5; 24. Da4(?) Eftir þennan leik eykur Larsen stöðuyfirburði sína að mun. Til álita kemur 24. b4 og skapa þannig Hal og Ddl opnar línur. 24. — a5; 25. Hcl Hvítur hefur gefizt upp á að finna sókn- arleið gegn svörtu stöðunni. T. d. 25. Dd7, Bc8!; 26. Dc7 (Dc6 Hb8) e5 og síðan Be6. 25. — Hf7; Kem- ur í veg fyrir Dd7. 26. Hc3, Rd4; 27. Be3, Bc6; 28. Ddl, e5; Snaran er stöðugt að herðast að hálsi Be4, Rxel!? Til þessa leiks skorti hvíts. 29. Dbl, Rf5; 30. b3, Hb8; Múring hugrekki. Aftur á móti kom þessi staða fram í skákinni E. Mendnis—Martine í Rvík 1957 og ku Larsen hafa hugmyndina þaðan. 16. Bxg6, Rf3f; 17. Kg2 Hæpið væri að leika 17. Khl þar sem hann gæti lent í mátneti. 17. — hxg6; 18. gxh4, Rxh4f; 19. Kg3, Rf5f 20. Kg2, b6! Hér tók Martine jafntefli með þráskák Rh4, f5, h4, en Larsen er ekki á sömu skoðun. Hvitur hefur drottningu gegn riddara, hrók og peði + hreyfanleika fyrir mennina. Svartur hlýtur því að hafa betri möguleika, þegar við bætist, að hvítur á ekki við- unanlegt framhald. 21. Bg5, Bb7; 22. Kfl, c5! Vel leikið. Hvitur verður að tefla mjög varlega, ef 31. Ddl, Hfb7; 32. a4, Kf7; 33. Hd3, Hb6; Hvítur hótaði Hxd6, en nú strandar Hxd6 á Rxd6 Dxd6 Bg2f. 34. Ke2, Be4; 35. Hc3, Hh8; Larsen hefur gjörsamlega „pakkað" andstæðing sínum sam- an, og virðist því aðeins tíma- spursmál hvenær bóka skal vinn- inginn. 36. Dgl, Rd4f; 37. Bxd4, cxd4; 38. Hg3, d3f; 39. Ke3, Bf5; 40. Del, Hbl; 41. Dhl, Hc8? Eftir snilldarlega taflmennsku verður Larsen skyndilega fóta- skortur. Betra var 41. — e4; t. d. 42. f3, Hxb3!; 43. fxe4, d2f; 44. a) Kxd2, Hxh2f; 45. Dxh2, Hb2f og vinnur. 44. b) Kf2, Be4!; 42. Dd5f Ke7; 43. f4! Hvítur hefur auðvit- að ekki tíma til þess að taka a-peðið, vegrja Hxb3. 43. — Hc5; ABCDEFGH Staðan eftir 20. — b6! 44. Dg8 Hvíta drottningin er að lokum leyst úr dróma. 44. — Hxb3; 45. Dxg7f, Kd8; 46. Hxg6! Neykirch notar hvert tækifæri- til sóknar. Hg3 er mun verð- minni maður, en Bf5, og því sjálfsagt að skipta.46. — Bxgö; 47. Dxg6, exf4f; 48. Kxf4, Kc7; 49. Dg7, Kb6; 50. Dd4, Kc6; De4f, Kd7; 52. Dh7f, Kc8; Dg8f, Kb7; 54. Df7f, Kb6; Dd7, Hxc4f; 56. Ke3, Kc5; Df5t, Kb4; 58. Db5f, Kc3; 59. Dd5 Ef 59. Dxa5f, þá Hbb4 og vinnur snarlega með He4 og d2. 59. — Hcb4; 60. Dg2, d5; 61. Dd2f, Kc4; 62 h4 Mótsókn, sem fæddist of seint. 62. — Hc3; 63. h5, Hbb3; 64. Kf3, d4; 65. Dh6, d2f; 66. Ke2, Hd3; 67. Dc6, Kb4; 68. Dd6f, Kxa4; 69. Dc6f, Ka3; 70. Dc5t, Kb2; 71. Kdl, a4; 72. h6, Kal; og hvítur gaf. Þessi skák ber öll einkenni skákstíls B. Larsens, einkenni sigurvilja, hugmynda- flugs og þreks. Ingi R. Jóh. 51. 53. 55. 57. anum. Þar vinnur hann undrið. Hann snertir við eyrum manns- ins og vætir tungu hans. Þá fær hann heyrn og mál. Og Jesús lætur sér þetta ekki nægja. Þegar líknarverkinu er lokið, leggur hann ríkt á við alla þá, er viðstaddir vo:u, að þeir hefðu þetta ekki í hávegum. Hann kærði sig ekki um, að mik- ið væri um þetta talað. Með mannlegum augum skoð- að má með sanni segja, að Jesús fari ekki kænlega að Og þetta er alls ekki í eina skiptið, sem hann breytir þannig. Hvers vegna fór Jesús þannig að? Hver er ástæðan til þess? Ef Jesús hefði ekki átt annað erindi inn í þennan heim er, það að lækna nokkra sjúka menn suð ur á Gyðingalandi, þá hef'ði þetta verið undarlegt. Þá hefði hann farið rangt að. Þá hefði verið rétt að auglýsa sig sem allra mest, svo að sem fiestir hefðu getað leitað til hans og fengið bata. Hið sama hefði gilt, ef hann hefði sótzt eftir veraldlegu valdi og mannaforráðum. En Jesús var hvorki undra- læknir eða stjórnmálamaður. Er- indi hans í mannheim var alls ekki það að lækna líkamsme:n eða verða þjóðarleiðtogi. Þess vegna vildi hann alls ekkj, að þessi lækningaundur væru í há- vegum höfð. Jesús Kristur var kominn inn í þennan heim til þess að verða fi'elsari mannanna. Hann var kominn til þess að fórna lífi sínu okkar vegna og leiða okkur heim til Guðs tcður á hirnnum. Þess vegua er boðsKapur hans ekki tímabundinn. Hann á erindi til allra manna á öllum öldutr Kæi ieikur nans er ætíð hinn sami og hann nær til aJlra mar.na. Og með þetta í huga getum við betur skilið, hvers vegna Jesús vildi sem minnst gera úr krafta- verkum sínum. Þau gátu orðið til þess að villa mönnum sýn. Menn gátu starblínt svo á hin ytri verk, sem hann vann. að þeim gat gleymzt aðalatriðið í boðskap hans og starfi. Og frá- sagnir guðspjallanna sýna okkur einmitt, að svo fór oft. Þeir voru margir, sem fylgdu honum aðeins til þess að sjá undur og stórmerki gerast. En þegar þejm svo fór loks að skiljast, hver var tilgang- urinn með komu hans til jarðar- innar, þá sneru þeir við honum baki. Og án alls efa, þá hafa ein- hverjir slíkir verið í mannfjöld- anum mikla á föstudaginn langa, sem hrópaði: Krossfestu! Kross- festu! Jesús vildi aldrei gera slík lækningaundur að aðalatriði starfs síns. En hann gat ekki neit- að hjálparbeiðnum hinna þjáðu, er þeir leituðu til hans. Hann hlaut að líkna og hjálpa þeim, sem hann náði tíl. Hann var þar knúinn þeim sama kærleika, sem fékk hann til þess að íklæðast mannlegu holdi og afsala sér dýrð himnanna til þess að frelsa okkur mennina. Jesús Kristur á enn í dag hið sama erindi við okkur mennina. Kærleikúr hans er hinn sami. Fórn hans á krossinum var einnig færð fyrir okkur. Og enn í dag þarf hann oft eins og að kalla okkur út úr ys og þys daglega lífsins, til þess að okkur gefist næði til þess að í- huga þau orð, sem hano hefur okkur að flytja Hinn mikli hraði og flýtir, sem í svo ríkum mæli einkennir okkur nútímamennina, kemur oft í veg fyrir, að við gefum okkur tíma til þess að staldra við og beina huganum til Guðs. Við erum svo önnum kafin við öflun hinna jarðnesku gæða, að við gefum okkur engan tíma til þess að hugsa um hin andlegu verðmætin. Það er mikil hætta á því, að við höfum engan tíma til þess að taka á móti þeim gjöfum og þeirri blessun, sem Guð vill geta okkur. Þá er illa farið. I guðspjalli dagsins vill Jesús minna okkur á nauðsyn þess, að við drögum okkur út úr skark- alanum og ysnum, víkjum afsíðis til fundar við hann. Hverjum kristnum manni er lífsnauðsyn að eiga slíkar stundir. Ella er hætt við, að lífssamfélag hans við Guð rofni. Við megum aldrei vera svo niðursokkin í ver aldarvafstur, að Guð gleymist, því að „hvað stoðar það manninn, þótt hann eignist allan lieimínn, ef hann bíður tjón á sáiu sinni“. Við verðum að eiga cltkar hljóðu stundir með Guði, þar sem við tölum við hann og leyfum honum að tala við okkur. Þar vill hann fá að vinna á okltur hið sama undur sem hann vann á hinum daufa og málhalta manni. Hann vill gefa okkur heyrn, svo að við heyrum hann tala til okkar og útskýra fyrir okkur þann boðskap, sem liann kom til þess að flytja okkur. Hann vill einnig fá að kenna okkur að tala við sig. Það hefur verið sagt, að „ein- veran væri anddyri Guðs“. Það hefur oft sannazt. Hversu margir eru þeir ekki, sem lærðu fyrst að leita Guðs og hlýða á hann í einverunni, ótruflaðir af ys og skarkala umheimsins? Látum guðspjall dagsins í dag minna okkur á og hvetja okkur til að ganga inn í þetta anddyri Guðs til fundar við frelsara okk- ar. Ráðlagt að liætta að kasta líkum í Jumnafljótið NÝJU DELHI, 22. ágúst — Reut- er — Indverjum var í dag ráð- lagt að leggja niður þann sið að kasta líkum barna sinna í Jumnafljótið, þar sem það gæti spillt drykkjarvatni borgarinnar. Indverski heilbrigðismálaráð- herrann, Karmarkar, komst svo að orði, að stjórnin hefði ekki ( hyggju að banna þessa venju Hindúanna, en gerðar hefðu ver- ið sérstakar varúðarráðstafanir til að hreinsa vatnið. Undanfarna daga hefur verið mikill vatns- skortur í Nýju Delhi, þar sem Jumnafljótið breytti nokkuð um farveg. Hefur nú að nokkru rætzt úr þessum vatnsskorti. KAIRÓ, 22. ágúst — Reuter — Olíulindir hafa fundizt í Hodeida í Jemen. Stjór/i Jemens hefir sent sérfræðinga á vettvang til að athuga möguleika á oliu- vinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.