Morgunblaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ
A- og NA-gola. Léttskýjað
með köflum.
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 11.
191. tbl. — Sunnudagur 24. ágúst 1958
í sumar verður unnið við hafnir
utan R.víkur fyrir allt að 30 millj.
Lækjartorg, stjórnarráð, 1820. f efra horni Arnarhólstraðir
görnlu. — Líkan eftir Gunnar R. Hansen.
Stutt samtal við Aðalstein Júlíusson
vita- og hafnarmálastjóra
í VOR var áætlað, að unnið
myndi fyrir um 30 millj. kr. við
hafnargerðir utan Reykjavíkur á
þessu ári, sagði AÖalsteinn Júiíus
son vita- og hafnarmálastjóri t
samtali við fréttamann Mbl. í
gær. Sennilega verða fram-
kvæmdirnar ekki svo mikiar,
þótt erfitt sé aö gera sér full-
komna grein fyrir því nú. —
Stærstu framkvæmdirnar eru í
Bolungavík, á Siglufirði, í Ólafs-
vík og á Kópaskeri, en auk þess
Konur við þvott í Þvottalaugunum fyrir aldamót.
Myndasýningin
SÝNINGIN á gömlum Reykja-
víkurmyndum í minja- og skjala-
safninu við Skúiatún 2, hefur nú
verið opin í nokkra daga. Aðsókn®”
hefir verið góð að sýningunni
enda er hún hin merkasta. Sýn-
ingin er opin í dag frá kl. 2—10
e.h. Nánar er rætt um hana i
grein á bls. 8 í blaðinu í dag.
Landsliðið frá 1948 leik-
ur gegn unglingaúrvali
NÆSTKOMANDI þriðjudagskvöld fer fram kappleikur milli ís-
lenzka landsliðsins, sem sigraði Finna hér á Melavellinum 1948
naeð 2:0, og unglingaúrvals, sem unglinganefnd KSÍ hefur valið.
Landsliðið frá 1948:
^ Hermann Hermannsson
Hafsteinn Guðmundsson Karl Guðmundsson
Sigurður Ólafsson
Gunnlaugur Lárusson Sæmundur Gíslason
Ríkharður Jonsson Einar Halldórsson
Ólafur Hannesson Sveinn Heigason Ellert Sölvason
Varamenn: Adam Jóhannsson, Daníel Sigurðsson, Óli B. Jóns-
son og Halldór Halldórsson.
Unglingaúrval KSÍ:
Björgvin Hermannsson (Val)
Guðjón Jónsson (Fram) Þorsteinn Friðþjófsson (Val)
Ragnar Jóhanness. (F) Rúnar Guðmannss. (F) Elías Hergeirss. (V)
Örn Steinsen (KR) Ellert Schram (KR)
Grétar Sigurðsson (F) Þórólfur Beck (KR) Matthías Hjartarson (V)
Varamenn: Karl Karlsson (Fram), Theodór Karlsson (ÍBH),
Baldur Scheving (Fram) og Björgvin Daníelsson (Val).
Þetta er í annað sinn, sem slíkur leikur fer fram, en á unglinga-
dag KSÍ 1956 sigraði unglingaúi val naumlega, með 1:0, landsliðið
frá 1946.
Fyrirsjáanlegt er að tveir „öldunganna" verða fjarstaddir,
Ríkharður og Karl eru báðir í Noregi, en varamennirnir eru allir
i fullu fjöri og fylla skörð þeirra.
Frá Portoroz
PORTOROZ, 23. ágúst: — Leikar
fóru þannig í 11. umferð á al-
þjóðaskákmótinu hér, að Aver-
bach vann Sanguinetti, Tal vann
Benkö, Petrosjan vann Rossetto,
Sherwin vann Fúster og Paehman
vann Cardoso. Jafntefli varð hjá
Panno og Bronstein, de Greiff og
Neykirch, Szabo og Gligoríc og
Matanovic og Filip. Biðskák varð
hjá Friðrik og Fischer og á Frið-
rik betra tafl. — Larsen átti frí.
Verzlunarmenn
sernja
SÍÐDEGIS á föstudaginn tókust
samningar í kaup- og kjaradeilu
verzlunarmanna og vinnveitenda,
fyrir milligöngu sáttasemjara rík-
isins. Lauk síðasta samningafundi
fulltrúa deiluaðila með sáttasemj-
ara eftir 20 klst. setu.
Samkomulagið er í aðalatriðum
á þá leið að kaup hækkar um 5,5
prócent umfram hækkun þá sem
ákveðin var af Alþingi í vor við
setningu „bjargráðalaganna“. —
Auk þess voru gerðar smávegis
breytingar aðrar á almennum
ákvæðum samningsins. Samið var
til 1. júní 1959.
Á mánudagskvöidið mun Verzi-
unarmannafélag Reykjavíkur
halda fund þar sem samningsupp-
kastið vefður lagt fram.
er unnið að smærri verkefnum á
fjölda annarra staöa.
Bolungavík
í sumar hófust framkvæmdir
í Bolungavík, sem væntanlega
verða upphaf að gagngerðum end
urbótum á hafnarskilyrðum í
þorpinu. Þar hefur verið brim-
brjótur. Gert hefur verið við
hann í sumar og jafnframt gerð-
ar tilraunir til að dýpka höfnina.
Hafa þær gefizt vonum betur, og
má ætla, að skilyrði séu fyrir
hendi til að gera þarna góða höfn.
Reynt hefur verið að gera rá’ð-
stafanir til að land hlaðizt utan
á brimbrjótinn og hlífi honum.
Loks hefur verið tekið að vinna
við sandvarnargarð.
Siglufjörður
í fyrra var rekið niður stálþil
í Siglufjarðarhöfn og skyldi það
fyllt upp til að gera nýja hafn-
arbryggju. Gamla hafnarbryggj-
an er frá því um 1930 og er talin
ónýt. í sumar hefur verið unnið
að því að fylla upp innan nýja
þilsins. Næsta sumar er ætlunin
að slá stálþili kringum gömlu
bryggjuna. Verður hún síðan
tengd nýju bryggjunni, og fæst
þar með stórt bryggjusvæði í
kaupstaðnum.
Ólafsvík
í Ólafsvík er unnið að því að
steypa ker, sem notuð verða til að
lengja hafnargarðinn. Ætlunin
var að steypa eitt ker og koma
því fyrir nokkru framan við garð
inn. Auk þess var ætlunin að
hlaða í bilið milli kersins og
garðsins. Af þess gat ekki orðið,
en horfið hefur verið að því ráði
að steypa tvö ker, sem sett verða
niður á næsta ári.
Kópasker
Fyrir tveimur árum var dýpk-
unarskipið Grettir sent til Kópa-
skers. Móhella er þar í botni, og
var álitið, að dýpkunartilraunir
væru þýðingarlausar. Þó tókst að
grafa rennu að bryggju er þar
var og í fyrra var sett niður ker
við hana. í sumar verður tveim-
ur bætt við, og fæst þá 30 m lang-
ur viðlegukantur með 14 feta
dýpi. Er það nægilegt til að litlu
strandferðaskipin og jafnvel
Jöklarnir geti athafnað sig. Við
þetta stórbatnar aðstaða til flutn
inga á sjó til og frá Axarfirði, en
uppskipun á Kópaskeri varð áður
að fara fram með uppskipunar-
bátum.
Þórshöfn og Vopnafjörður
Til þeirra framkvæmda, sem
nú hafa verið nefndar, er varið
i þessu ári frá 1 millj. kr. og allt
upp í 2 millj. kr. á hverjum stað.
Til hafnargerðar í Þórshöfn
mun einnig verða varið nálega 1
millj. kr. Þar var í fyrra unnið
að því að lengja hafnargarðinn,
og því verki er áfram haldið í ár.
Alls mun hann lengjast um 70 m
við þessa endurbætur í ár, og
batnar aðstaðan á staðnum til
muna við það.
Á Vopnafirði hófst bryggju-
smíði vegna síldarverksmiðjunn-
ar í fyrra og varð henni lokið í
sumar fyrir síldarvertíð. — Þá
verður í sumar unnið að lag-
færingum á hafnarskilyrðum á
Breiðdalsvík.
Ýmsar aðrar hafnir.
í Vestmannaeyjum er stöðugt
unnið við höfnina, og sjá heima-
menn um það sjálfir að mestu
leyti. í sumar er dælt upp sandi
og unnið að ýmsu öðru.
í Grindavík hefur verið unnið
að dælingu í fyrsta skipti með
þolanlegum árangri. Þar var gerð
bátabryggja í fyrra, og mun hún
nú nýtast til fulls. Kemur það
sér vel fyrir fleiri en Grindvík-
inga, því að Grindavík hefur ver-
ið notuð mikið sem uppskipunar-
höfn á vertíðinni, þegar sigling
til heimahafnar þykir kostnaðar-
söm um of.
í Höfnum hefur verið unnið að
lengingu á hafnargarði. Hann á
að lengjast um 50 m. Með því
móti eiga litlir bátar að komast
í Ósinn við flestar aðstæður, en
innsiglingin hefur verið mjög
erfið hingað til.
í Sandgerði átti að koma fyrir
keri, en af því gat ekki orðið.
Hins vegar verða 2 ker steypt í
Fossvogi og munu þau sett niður
á næsta ári.
Auk þessa má nefna fram-
kvæmdir á Skarðsströnd, við
Brjánslæk á Barðaströnd og við
Hjarðardal í Önundarfirði.
Á Patreksfirði hefur innsigl-
ingin verið bætt og á Sauðár-
króki er unnið að dýpkun svo og
endurbótum og viðgerðum.
Listkynning Mbl.
Karl Hugoson
í GÆR hófst sýning á málverk-
um eftir sænska málarann Karl
Hugoson á vegum listkynningar
Morgunhlaðsins. Þessi sænski
listamaður er rúmlega fertugur
að aldri. Hefur hann stundað
bæði málara- og höggmyndalist,
Hann hóf nám í listmálaraskóla
í Stokkhólmi árið 1940 og dvaldi
ist þar í 3 ár. Síðan stundaði hann
1 ár nám í Halmstad í Svíþjóð
Árið 1946—1947 stundaði hann
myndlistarnám í Frakklandi. Enn
fremur hefur hann farið í lang.
ferðalög til Uruguay, Brazilíu,
Spánar, Bretlands og Norður-
Afríku. Sérsýningar á málverk-
um og höggmyndum hefur hann
haft á nokkrum stöðum í Svíþjóð.
Hafa verk hans vakið þar tölu-
verða athygli, og hafa myr.dlislar
gagnrýnendur margra sænskra
biaða farið viðurkenningarorðum
um list hans. Sérstaklega hafa
pastelmyndir hans hlotið góða
dóma.
Karl Hugoson hefur dvalizt hér
á íslandi undanfarna mánuði og
hyggst vera hér eitthvað áfram.
Hann sýnir nú 7 pastelmálverk
á vegum listkynningar Morgun-
blaðsins. Eru þau öll til sölu hjá
afgreiðslu blaðsins eða listamann
inum sjálfum.