Morgunblaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagur 24. ágúst 1958 MORCVNBLAÐ1Ð 11 fyrir. Ræðuhöld á borð við af- sökun Hermanns við Efra-Sog vekja aðeins enn aukna athygii á þeirri staðreynd. En þörf Her- manns fyrir að koma afsökun- inni að, sýnir að honum er ekki rótt innanbrjósts. Hvort sinna- skiptin eru gagngerð, er annað mál. Það sýna þessi orð forsætis- ráðherra: „Vitanlega geta ríkisskuldir orðið svo háar að þær séu þjóð- inni hættulegar. En ríkisskuldir íslands eru naumast komnar á það stig“. Af þessu er sýnt, að Hermann telur skuldamælinn ekki full- an enn, enda tókst. að bæta í hann 50 milljónum króna í þess- ari viku. Og svo er að sjá, að lán- tökuloppan sé enn rétt út, ef ein- hver vill fé í hana leggja. Laiidbúnaðar- sýniiigiii Ein af fuglamyndum Magnúsar Jóhannssonar. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 23. ágúst Fullvirkjun Sogsins vel á veg komin Langt er síðan menn tóku að ræða um virkjun Sogsins. Á sín- um tíma var ágreiningur um það innan bæjarstjórnar Reykjavík- ur, hvort rafmagn fyrir bæinn skyldi fengið úr Elliðaánum eða Soginu. Benedikt Sveinsson sótti fast, að ráðizt yrði beint í Sogs- virkjun og taldi annað skort á stórhug. Hinir verkfróðu menn undir forystu Knuds Zimsens og Jóns Þorlókssonar töldu, að virkj un Elliðaánna yrði að fara á und- an, því að fólksfjöldi í Reykjavílc væri ekki nógu mikill til að standa undir virkjunarkostnaði Sogs og urðu þeir ofan á. Senni- lega er rétt, sem Haraldur Guð- mundsson eitt sinn sagði, áður en Sogið var virkjað, og þar með einnig áður en ísland varð lýð- veldi, að svipað væri með hvort tveggja. Virkjun Elliðaánna hefði verið óhjákvæmilegur undanfari og undirstaða virkjunar Sogsins, eins og Sambandslögin hlytu að verða undanfari og millistig þess, að íslendingar fengju fullt sjálf- stæði. Sjálfstæðismenn hófust og handa um virkjun Sogsins, jafn- skjótt og þeir töldu fært. Á árun- um kringum 1930, þegar fyrst reyndi alvarlega á um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, var þó við ramman reip að draga. Þá var veldi Framsóknar mest hér í landi og snerist hún af heiftúð gegn þessu framfaramáli. Hún notaði m. a. möguleika á samþykkt Alþingis fyrir ábyrgð ríkisins á lántöku í þessu skyni sem afsökun fyrir þingrofinu 1931. Fleiri og fleiri njóta góðs af framkvæmduimm Síðar tókst að eyða þeirri mót- spyrnu. Og eins og forseti íslands sagði. þegar hornsteinn stöðvar- húss við Efra-Sogs var lagður fyrra laugardag, má nú telja, að liðinn sé aldarfjórðungur síðan virkjun Sogsins hófst og sé nú hálfnaður síðasti áfanginn: n-----þegar þessari virkjun er lokið, sem vér minnumst í dag, munu ríki og bær eiga ver\n og orkuna til helminga, eitt hundrað þúsund kílóvatta orku fyrir eitt hundruð þúsund íbúa Suðvestur- landsins. Það er fagnaðarefni dagsins, að sjá fyrir endann á þessum áfanga,“ sagði forseti íslands. Hér hefur mikið áunnizt frá því, að Elliðaárnar fyrst voru virkjaðar. Þá nutu einungis um 20 þúsund manns góðs af því mannvirki og not hvers og eins voru aðeins smáræði af því, sem nú er. I upphafi var rafmagnið mestmegnis notað til ljósa, lítil- lega til suðu og smávegis til iðn- aðar. Nú eru notin orðin svo margvisleg, bæði á heimiium og í flestum atvinnurekstri, að erfitt er að gera sér grein fyrir, hvílík- um búsifjum menn yrðu fyrir, ef þeir misstu rafmagnið til lang frama. Og alltaf eykst þörfin, bæði vegna þess að fólkir.u fjölg- ar, sem rafmagnsins nýtur, og notin verða margháttaðri en áður. Þess vegna er það rétt, sem Gunn ar Thoroddsen boi'garstjóri sagði í ræðu sinni: „Næsta stórvirkjun á eftir Sogi þarf að hefjast sem fyrst og ljúka henni á nokkrum árum. í sam- eignarsamningi ríkis og Reykja- víkur um Sogsvirkjunina segir svo: „Áður en Sogið er orðið full- notað, skulu samningsaðilar at- huga möguleikana á samstarfi um öflun viðbótarafls á grund- velli þess samnings." í samræmi við þetta ákvæði óskar Reykjavíkurbær eftir sam- starfi við ríkið um undirbúning og framkvæmd næstu stórvirkj- unar, sem væntanlega yrði í Þjórsá." Þrír fyrirmenn - þrjár ræður Hermann Jónasson raforku málaráðherra tók undir það, sem borgarstjóri hafði sagt, að nú þegar yrði að hefja undirbúning að því, hvernig á að ieysa orku- mál þjóðarinnar á þessu svæði á næstu árum. En hann svaraði ekki tilboði borgarstjóra um sam vinnu ríkis og bæjar um það stórvirki, sem þá þarf að vinna, heldur sagði hann: „Slík aflstöð kostar mikið fé og verður varla reist nema stofn- að sé til stóriðnaðar samhliða til að standa undir kostnaði. Er þá um tvær leiðir að velja, að ríkið stofni til stóriðnaðar sjálft og reki, eða að það byggi aflstöðv- arnar, leigi aflið ákveðinn ára- fjölda erlendum aðilum til stór- iðju og standi þannig straum af lánurn". Þögnin um samvinnu rík'sins við Reykjavíkurbæ og hugmynd- in um leigu afls ákveðinn ára- fjölda til erlendra aðila mun vekja marga til umhugsunar. Það er rétt, sem forsætisráðherrann sagði: „Allt þetta verður að at- huga hleypidómalaust otg sem allra fyrst“. Samanburður á þeim þremur ræðum, er haldnar voru við há- tíð þessa, er athyglisverður um fleira en það, sem að framan getur. Þarna komu fram þrír menn, sem lengi hafa gegnt trún- aðarstörfum með þjóðinni, og eru þaulæfðir í störfum og hafa sann arlega kunnáttu „hins æfða stjórnmálamanns“. Því eftir- tektarverðari var munurinn á ræðunum. Ásgeir Ásgeirsson og Gunnar Thoroddsen sögðu skýrt og skorinort það sem segja þurfti á látlausan hátt. Hermann Jónas- son talaði með allt öðrum brag. Það er út af fyrir sig ekki vegr.a þess, að Hermann kunni ekki að koma fram, þegar hann ræður við verkefnið, t. d. hafði hann haldið ágæta ræðu á hrossasýn- ingunni við Ármannsfell í sumar. Ekki sá Eysteinn, sem kvað Lilju Hermann hóf umræður um það, hverjum verkið væri að þakka, og sagði að allir vildum við Lilju kveðið hafa. En allur landslýður veit, að það var a.m.k. ekki sá Eysteinn, sem Hermann hefur á snærum sínum, sem kvað Lilju. Mestu athyglina í ræðu Her- manns vakti afsökun hans a aukn ingu ríkisskuldanna. Hún hefur aldrei í sögu þjóðarinnar orðið jafnmikil á skömmum tíma sem á tveggja ára valdaferli V-stjórn arinnar undir forystu Hermanns. Hermann finnur þetta og reynir því að nota hið hátíðlega tæki- tæri austur við Efra-Sog til að ( telja mönnum trú um að mest af fénu hafi farið í þá framkvæmd. Sú ræðumennska er fjarri sanni. Enginn íslendingur áfellist stjór i ina fyrir að hafa tekið lán til Sogsvirkjunar. En skuldaaukn- ingin er ekki nema að litlu leyti af þeim sökum. Hún er langsam- lega mest vegna halla á þjóðar- búinu, þess halla, sem Hermann Jónasson öðrum fremur ber ábyrgð á. Aldrei hefur sigið jafnt á ógæfuhlið eins og í þeirri sam vinnu, sem Hermann stendurj Landbúnaðarsýningin á Sel fossi er öllum þeim til sæmdar, sem að henni stóðu. Hin mikla aðsókn er glöggt vitni þess, hversu vel tókst til. Þegar þang- að var komið brá fyrir andlitum víðs vegar að. Þar voru stjórnar fulltrúar frá Rússlandi, búnaðar ráðunautur frá Hornafirði, merk- isbændur úr Stafholtstungum og fjöldi fólks af Suðurlandsundir- lendi og margir Reykvíkingar. — Allir höfðu hina beztu skemmt un og nytsaman fróðleik af því að sjá það, sem fyrir augu bar, en vant er að greina á milli hvað eftirtektarverðast hafi verið. Þeim, er þetta ritar, fannst sýningu sandgræðslunnar bezt fyrir komið. Er það og mjög að verðugu, því að fá verk eru nú merkilegri unnin hér á landi, en græðsla sandanna. Starf þeirra bræðra, Runólfs heitins og Páls Sveinssonar, sandgræðslustjóra, mun lengi verða í heiðri haft og þykja með ágætum. Þá var ánægjulegt að horfa á allan vélakostinn, en fákænn kaupstaðarbúi kann þar lítt að greina á milli og meta hvað hag- kvæmt er fyrir íslenzka stað- hætti. Óhætt er að segja, að jafnt ungum og gömlum hafi þótt bezta skemmtun að því að horfa á bless aðar skepnurnar. Var þar marga kostagripi að sjá, t. d. voru mjóik urkýrnar svo vænlegar, að eig- endum þeirra er til verulegs lofs að eiga slíka gripi. Reykjavíkur- s)' niiigin ' Þá má ekki gleyma myndasýn- ingunni úr sögu Reykjavíkur. — Enginn Reykvíkingur, sem hefur færi á, ætti að láta undan fallast að skoða þær myndir. Sam- vinna Reykvíkingafélagsins og Skjalasafns Reykjavíkur er lík- leg til góðs árangurs. Ánægju- legt er, þegar mikilhæfir menn komast á réttan vettvang, þar sem þeirra sérstöku hæfileikar fá notið sín. Svo er með Lárus Sigurbjörnsson. Hann er öllum öðrum hæfari til að safna göml- um minjum úr sögu Reykjavík- ur, og menn hljóta að komast við af ást hans á óhrjálegum skræð- um, er hann telur hafa þýðingu fyrir þroskasögu höfuðborgarinn- ar. Kvikmyndin af gömlum hús- um í Reykjavík, sem sýnd var við opnun myndasýningarinnar, er hins vegar misheppnuð. Mynd- in er tæknilega gölluð, ekki tekin af nógum kunnugleik og skýring- arnar voru sums staðar rangar og nær oftast ófullnægjandi. Fuglamynd Magiuisar Jóhaimssonar Þessa dagana hefur hins veg. sá, er þetta ritar, séð aðra kvii mynd, sem hann telur einhverja þá allra beztu sinnar tegundar, sem hann nokkru sinni hefur skoðað. Það er mynd Magnúsar Jóhannssonar, útvarpsvirkja, er hann nefnir: Fuglarnir okkar. Sýning hennar tekur tæpan hálf- tíma og þar er hverju audartaki vel varið. Ótrúlegri þolinmæði og lagni hefur þurft á að halda til að ná þessari mynd. Hún lýs- ir í senn ágætlega útliti og lífi ýmissa fuglategunda um leið og þar bregður fyrir svipmyndum af íslenzku landslagi í sínum feg- ursta skrúða. Þessa mynd þarf að sýna í öll- um barna- og unglingaskólum landsins, þar sem því verður- mögulega við komið. Flestir eru fegnir að vera sloppnir af skóla- bekk, en það liggur við, að mað- ur öfundi þá unglinga, sem geta lært náttúrufræði með því að skoða slíkar myndir undir hand- leiðslu góðs kennara miðað við það sem áður var, þegar notazt var við þurrar lýsingar, teiknað- ar myndir eða misjafnar ljós- myndir og þegar bezt lét útstopp aða fugla. Allt annað er að sjá þá í sjálfri náttúrunni og því um- hverfi, sem þeir eiga heima. — Áhuginn á að kynnast þeim verður miklu meiri og þar með auðveldara að muna nafn og einkenni hvers um sig. Martin Larsen Llandar málum um handritin Martin Larsen lektor er mörg- um Islendingum að góðu kunnur vegna langvarandi starfa hér á landi og merkra þýðinga á ís- lenzkum bókmenntum á dönsku Engin ástæða er að draga í efa áhuga hans á góðu samstarfi ís- lendinga og Dana. Þvert á móti, hann hefur með verkum sínum sýnt, að hann vill heils- hugar að þessu stuðla. En um- mæli hans um handritamálið, þau er eftir honum voru höfð í Morgunblaðinu sl. miðvikudag, eru vægast sagt mjög villandi. Þar segir: „Þegar Alþingi þverneitaði fyrir fjórum árum að ganga til samninga í málinu, urðu margir Danir. sem hlynntir voru málstað íslands fyrir mjög miklum von- brigðum, — ekki hvað sízt þáverandi forsætisráðherra, Hans Hedtoft. Síðan hefur málið í rauninni ekki verið tekið upp aftur“. Synjun um samninga af hálfu íslendinga hefur aldrei átt sér stað, ennþá síður að Alþingi hafi þverneitað að ganga til samn- inga. Það, sem gerðist, var, að Alþingi gat ekki fallizt á laus- lega hugmynd, sem sett var fram af Bomholt, þáverandj mennta- málaráðherra, og Hans Hedtoft, þáverandi forsætisráðherra. Þeg- ar hugmyndin var sett fram við menntamálaráðherra íslands 1 óformlegum viðræðum, varaði hann þegar í stað sterklega við að hún yrði gerð heyrinkunn, fýrr en málið hefði verið mun betur kannað, lýsti vantrú á því, að hún mundi leysa málið, en lofaði að kynna málið hlutlaust réttum aðilum á ísiandi og þreifa fyrir sér um undirtektir. Jafnframt ráðlagði hann Bom- holt að koma til íslands og kynn- ast sjálfur aðstæðum þar og við- horíi áður en hann gerði endan- lega tillögu um lausn málsins. Danir sjálfir birtu síðan hug- myndina í miðjum klíðum þvert ofan í það, sem ráðgr-rt hafði ver- ið í hinum óformlegu viðræðum. Ef aðrir hefðu átt hlut að máli en hinir íslandi mjög velviljuðu menn, Hans heitinn Hedtoft og Bomholt, þá liefði mátt ætla, að hér væri leikur gerður að því að spiila málinu. íslendingar hafa þó alltaf viljað trúa því, að til- lagan hafi verið flutt af góðum hug, þó að þeir gætu ekki á hana fallizt. Ef Danir ætla nú að segja þessa sögu svo, að íslendingar liafi „þverneitað að ganga til í Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.