Morgunblaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1958, Blaðsíða 2
MORCVNBLAÐIL Sunnudagur 24. ágúst 1958 — LandhelgJsmálið Framh. af bls. 1 því að þaðan sé ekki styrks að vænta. Af því sýnist þá leiða, að hann væri þeim mun fúsari að ræða málið við þá, sem okkur eru sammála og líklegir til að veita okkur atbeina um fram- 'ang málsins. En það er eitthvað annað, því að hinn 20. ágúst segir í t»jóð- viljanum um samtal blaðsins við Lúðvík: „ — Víða hefur verið minnzt á, hvort þú hafir rætt iandhelgis- málið í Moskvu? •— Já, heyrt hefi ég það, en fyr ir því er enginn flugufótur. t»að ræddj ég ekki í Sovétríkjunum, enda er það mál ekkert vandamál milli íslands og Sovétríkjanna. Það liggur ljóst fyrir, hver af- staða Sovétríkjanna er til ákvörð unar okkar um stækkun íslenzku fiskveiðilandhelginnar, eins og kunnugt er. hefur ambassador þeirra hér á landi tilkynnt að Sovétríkin fallizt fyrir sitt leyti á 12 mílna fiskveiðilandhelgi við ísland." Með þessum orðum á að telja mönnum trú um, að hann hafi ekki minnzt á málið í Moskvu af því að það sé ekkert vandamál milli Islands og Hússa, en daginn áður hafði ráðherrann sagt, að hann vildi alls ekki ræða málið við þá, sem það er vandamál við! Um ósamræmið hér þarf ekki að fjölyrða. Skýringin er sú, að því i-niður er ekki af fullum heil- indum mælt, af ráðherranum. Trúj því hver sem trúa vill, að hann hafi ekki einu sinni þakkað Rússum stuðninginn. En hann segist alls ekki hafa á málið minnzt! Lúðvík þverneitar því, sem hinir játa í gær segir Þjóðviljinn eftir Lúðvík Jósefssyni: „íslendingar eiga ekki og munu ekki eiga í neinum samningum um málið og engin málamiðlun kemur til greina". Sama dag sagði Alþýðublaðið, málgagn utanríkisráðherra: „Leyniviðræðurnar hjá NATO í París, sem taldar eru eiga sér stað um landhelgismálið, ná senni lega hámarki sínu næstu daga, segir í fregn frá París í dag, og er hún höfð eftir góðum heim- ildum. Búist er við, að gefin verði út tilkynning um viðræð- urnar í byrjun næstu viku. Haft er eftir ábyrgum mönnum hjá NATO að ekki sé aætlað að Atl- antshafsráðið taki máiið til með- ferðar. Nokkrir sérfræðingar hafa setið á rökstólum og reynt að finna lausn í deilunni. Það er og haft eftir góðum heímildum, að góðar vonir séu taldar á því að leysa deilumálið fyrir 1. sept- ember. Það er útbreidd skoðun í París, að hér sé of mikið í húfi til að leyfa deilunni að þróast í þá átt, að meðlimalönd Atlants- hafsbandalagsins berjist innbyrð is.“ Hinn 20. ágúst birti Tíminn fregn sína um „viðræður innan Atlantshafsbandalagsins um mála miðlunarlausn deilunnar um fisk veiðimörk íslendinga" Hefur sú fregn blaðsins ekki verið borin til baka, þrátt fyrir ærið tilefni. Var sú fregn og mjög í samræmi við það, sem Tíminn skrifaði hinn 15. og aftur 17. ágúst, þegar hann þreifaði fyrir sér um samninga í landhelgismálinu og sagði: „Allt annað, ef að hinir erlendu aðilar bæðu ísland um slíkt leyfi“, sams konar og Rússar veittu Bretum. Ekki varð misskil ið, hvað Tíminn var að fara^með þessum skrifum. Það var alveg gagnstætt því, sem sjávarútvegs- máiaráðherrann síðast í gær full- yrðir um stefnu stjórnarinnar. Yfirlýsingar Lundúna-sendi- herrans gagnstæðar um- mælum tveggja ráðherra Hér bætast enn við yfirlýsing- ar dr. Kristins Guðmundssonar, sendiherra íslands í Lundúnum, er hann gaf hinn 22. ágúst. Þá ræddi hann „möguleika á því að leysa deiluna með inála- miðlun með þeim hætti, að Biet- ar viðurkendu 12 mílna íiskveiði- lögsögu við ísland, en fengju heimild til þess að stunda veiðar innan þeirra takmarka'*. Þessi yfirlýsing er alveg gagnstæð þeirri, sem sjávarútvegsmálaráð- herrann gaf samtímis í Reykja- vík og hefur Vísir það enn eftir honum í gær af þessu tilefni „að ekki kæmu til greina neinir samn ingar um þessi mál“. Önnur yfirlýsing dr. Kristins hefur þó vakið enn meiri atnygii. Hann sagði: „Já, ísland kynni að neyðast til þess að segja si„ úr Atlants- hafsbandalaginu", ef Bretar færu svo fram, sem manni skilst nú ráðgert. Óneitanlega er einkennilegt, ef sendiherra úti í löndum gefur slíka stórpólitíska yfirlýsingu. Enn merkilegra verður það þó, þegar haft er í huga, það, sem utanríkisráðherra sagði strax sama dag við Morgunblaðið, þeg- ar það spurði hann um þessa yfirlýsingu sendiherrans: „Kvaðst utanríkisráðherra ekki getað sagt annað um þessa yfirlýsingu en það, að hann hefði ekki heyrt minnzt á þetta fyrr og engum hér heima hefði komið slíkt til hugar“. Dr. Kristinn ber til baka Mun fátítt, að sendiherra verði að una því að fá svo greinilega ofanígjöf frá yfirmanni sínum, og er óhjákvæmilegt annað en þetta hafi frekari afleiðingar. Eftir hina skeleggu yfirlýsingu utanríkisráðherra hefur sendi- herrann lýst yfir því, að um- mælin séu rangt eftir sér höfð. Auðvitað getur slíkt komið fyrir. En ábyrgðarhlutur er að hafa sendiherra, sem ekki getur gert sig skiljanlegan, þegar hann ræð- ir þetta stórmál. Þvílík afneitun ummæla er og stundum kattar- þvottur. Vonandi er ekki svo hér. En ekki er hægt að komast hjá því að benda á, að dr. Kristinn Guðmundsson er sérstakur skjói- stæðingur og raunar málpípa Her manns Jónassonar. Hefur hann ætíð skilið hlutverk sitt í utan- ríkismálum svo, að hann segði það eitt, sem Hermann mælti fyrir um. Að óreyndu skal þó ekki gert ráð fyrir, að svo sé í þessu tilfelli, enda er engin regla án undantekninga. Hitt verður að segja eins og er, að Þjóðviljinn hefur hvað eftir annað skrifað um málið á þann veg, að ekki hefur dulizt, að ætl- unin er að nota það til að gera erfiðara um sambúð okkar við önnur aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins og helzt neyða okk- ur til að hverfa úr bandalaginu. Utanríkisráðherra sýnist því hafa tekið of sterklega til orða, er hann sagði, „að hann hefði ekki heyrt minnzt á þetta fyrr og engum hér heima hefði komið slíkt til hugar“. Þetta er áreið- anlega ekki hans vilji, en er víst að aðrir í ríkisstjórninni stefni ekki markvisst að þessu, sem haft var eftir sendiherranum? Allir íslendingar eru sammá'.a um meginefni landhelgismálsins. En meirihluti þeirra vill áreiðan- lega ekki láta blanda inn í það annarlegum sjónarmiðum, með þeim hætti sem ekki verður dul- izt, að sumir stjórnarliðar sækja mjög fast eftir. Það má ekki lengur dragast, að ríkisstjórnin komi sér saman um meðferð málsins og gefi út um það tæmandi skýislu svo, að al- menningur geti sannfærzt um, að með málið sé farið af fullum heilindum á þann veg að þjóðin öll megi vel við una. Myndin hér er af nýju frí- merki, sem gefið verður út í næsta mánuði. Halldór Pét- ursson hefur teiknað það. Greta Andersen sigr- aði glæsilega DOVER, 23. ágúst — í Reutersskeyti segir, að Greta Andersen hafi strax tekið forystuna í kappsundinu yfir Ermarsund — „og synt.i hún eins og selur“, segir í skeytinu. Sundið hófst frá Griz Nez í Erakklandi í morgun. í því taka þátt 30 sundmenn frá 13 löndum, j.ar af fjórar konur. í fyrra sigraði Greta, sem er dönsk, en býr nú í Bandaríkjun- um, og þótti hún synda alla leiðina með miklum glæsibrag. Vill vera hamingjusamur Skömmu eftir að keppnin hófst var tilkynnt, að 3 sund- menn hefðu gefizt upp. Einn þeirra, Erik Martin, 55 ára gam- Sleitulaus ótíÖ á Norður- og Austurlandi SÍÐUSTU sex til sjö vikurnar hafa verið sleitulausar rigningar á Norður- og Austurlandi og hefur varla náðst strá í hlöðu á þessum tíma. Jafnframt hefur verið versta kuldatíð og er háar- spretta því mjög léleg víða í þess um landshlutum. Fréttaritari Mbl. á Akureyri símaði í gær að þar um slóðir væri haust- veðrátta, kuldi og leiðindaveður. Kvað hann menn þar nyrðra orðna leiða og úrilla yfir tíðar- farinu sem vonlegt er. Síldar- skipin hafa verið að koma inn til Akureyrar undanfarið til að bú- ast til heimferðar. í gær var tog- arinn Þorsteinn þorskabítur þar staddur á heimleið af vertíðinni. Frá Húsavík var símað í gær, að í Þingeyjarsýslum hefði verið þurrkalaust og ömurlegt undan- farinn mánuð. Há sprettur þar ekki sakir kulda. í gær og fyrra- dag var mikið vatnsveður á Húsa vík og í grennd. Bændur í Þing- eyjarsýslum eru orðnir lang- þreyttir á því að fá aldrei sunnan átt, en þar hefur ekki blásið á sunnan síðan einhvern tíma í vet- ur. Útlit er sæmilegt með kartöflusprettu ef gras fellur ekki því fyrr. Einnig leit vel út með berjasprettu, en dregið hefur úr henni upp á síðkastið vegna sólarleysis. Ekkert þakjárn SELFOSSI, 23. ágúst. — Allvíða hér í sveitum hafa bændur reist nýjar hlöður í ár. Hafa margar þeirra verið teknar í notkun. En nú hafa bændur þessir miklar áhyggjur af því, að strax með haustrigningunum liggi heyið undir skemmdum. Það sem þessu veldur er að bænd unum hefur ékki tekizt að fá keypt járn á hlöður sínar, þvi landið hafi verið þakjárnslaust um langt skeið. Gafst upp eftir 22 klsf. LUNDÚNUM, 23. ágúst. — Bert Thomas, 33 ára gamall sjóliði, hefur undanfarnar klukkustund- ir gert tilraun til að verða fyrst- ur manna til að synda fram og aftur yfir Ermarsund í einum á- BONN, 22. ágúst — Reuter — Yfirvöldin í stærsta fylkinu í Vestur-Þýzkalandi, Nordrhein- Westfalen, kváðu hafa í hyggju að ákveða hámarkshraða í akstri á steyptum þjóðvegum. Um 36 ratsjárstöðvum vf rður komið upp til að fylgjast með meðalhraða a vegunum, og niðurstöður þeirra athugana verða hafðar til hiið- sjónar, ef ákveðinn verður há- markshraði. EM í bridgc í SJÖTTU umferð í opna flokkn- um á Evrópumeistaramótinu í Ósló sigraði íslenzka sveitin þá írsku með 64:40. Hefur íslenzka sveitin þá unnið einn leik, gert tvö jafntefli og tapað þrem leik- um. önnur úrslit úr þeirri um- ferð urðu að Ítalía vann Dan- mörk; Austurríki vann Spán; Eg yptaland vann Þýzkaland; Frakk land vann Svíþjóð; Hoiland gerði jafntefli við Finnland; Noregur, England og Belgía sátu hjá. í sjöundu umferð fóru leikar þannig, að Frakkland varin Belgíu; Svíþjóð vann Egyptaland; Danmörk vann Spán; Finnland vann írland; ítalia vann England; Austurríki og Þýzkaland gerðu jafntefli. ísland, Noregur og Hol- land sátu hjá. í fimmtu umferð í kvenna- flokki fóru leikar þannig, að Noregur vann Þýzkaland; Sví- þjóð vann Finnland; FrakJtland vann England; Danmörk vann Belgíu; Austurríki vann írlar.d; ísland sat hjá. Leikar standa nú þannig í opna flokknum að mestar líkur eru til að annaðhvort Frakk- land eða Ítalía sigri. Frakkland hefur ekki tapað leik, en hefur gert eitt jafntefli og hefur m.a. leikið við ítaliu og England. Ítalía tapaði fyrir Frakklandi, en hefur unnið aðra leiki. England hefur eitt tap og eitt jafntefli. í kvennaflokknum standa leik- ar þannig að Noregur og Svíþjóð ; hafa ekki tapað leik, en hafa Ibæði gert eitt jafntefli. fanga. 1 morgun var hanri tekinn upp í fyigdarbátinn með maga- krampa. Hafði hann þá verið 22 klst. í sjónum og var á leið yfir til Frakklands aftur. Hann hafði drukkið talsvert af sjó, þegar hann gafst upp. Þegar Bert kom til Bretlands- strandar, var margmenni þar til að fylgjast með ferðum hans. Hann gaf því lítinn gaum, fékk sér sígarettu, en hélt svo áfram með þeim ummælum, að hann gæti „því miður ekki dvalizt hér lengur". all Svíi, sem hætti fyrstur, sagði: „Ég vil vera hamingjusamur, en ekki óhamingjusamur, þegar ég syndi, en myrkrið gerði mig óhamingjusaman. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég hef synt í myrkri og sú er ástæðan til þess. að ég gafst upp“. Þegar Greta hafði verið á sundi í 7 klst., sagði aðstoðar- maður í báti hennar: „Eg hef aldrei séð neitt þessu líkt — húr. hefur nálgazt ensku ströndina á ótrúlega skömmum tíma“. Þegar sundmennirnir lögðu af stað, var afargott veður, en um fjórum klukkustundum síðar, tók að hvessa, og dimmviðri var mikið. Ekki alllöngu síðar höfðu 14 sundmannanna gefizt upp. ★ Síðustu fregnir herma, að Greta Anderson hafi orðið fyrst og munaði litlu, að hún hnekktí gamla Ermarsundsmetinu, sem er 10 klst. og 50 mín., sett fyrir átta árum af Egyptanum Hannas Abdel Rehim. — Skömmu áður en Greta kom til Englands, sagði maður hennar, sem var í fylgdar- bátnum, að hún gæti vel snúið við og synt aftur til Frakklands. Greta synti alla leiðina mjög rösklega, eins og sjá má af því, að hún tók að meðaltali 56—60 sundtök á minútu. Hún sló gamla kvennametið á þessari vegalengd um 1 klst. og 42 mín. Það átti brezka stúlkan Brenda Fisher. Greta Andersen fær nú fyrstu verðlaun, sem eru samtals £1500. Þess má geta, að Greta er þrjátíu ára gömul. Annar í Ermarsundskeppninni varð Haldun Ismen frá Tyrk- landi og Pakistansmaðurinn Bro- jan Das varð þriðji. Þegar Greta kom í land, datt hún á hálum klettunum. Hún gat þó staðið á fætur og féll í fangið á manni sínum, sagði: „Mér þykir leitt, elskan, að ég skuli hafa orðið af metinu“. Hann svar aði: „Það gerir ekkert“, og kyssti hana. „Kannski næst?“ og leit á hana spurnaraugum. „Ég hnekki metinu næsta ár“, sagði hún ákveðin, og bætti við: „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum, en mér tókst þó að slá kvennamet- ið“. Jón Jónsson boðvöiður sjötugui ÞANN 10. ágúst síðastliðinn átti Jón Jónsson, baðvörður í Sund- höllinni 70 ára afmæli. Jón er fæddur að Brekknakoti í Reykja- hverfi árið 1888. Hann aflaði sér meiri menntun ar, en þá var títt um unga menn. Var hann 3 verarparta í ungl- ingaskóla í Mývatnssveit. Einnig nam hann orgelleik einn vetur. Veturinn 1913—14 var hann óreglulegur nemandi í Kennara- skóla íslands. Hann gerðist síð- an barnakennari í Reykjahverfi og hafði þann starfa á hendi í nokkra vetur, en hóf þá búskap. Fyrst bjó hann að Saltvík í Reykjahverfi, en síðan að Kald- bak í sömu sveit, til ársins 1949. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og hefur starfað í Sundhöllinni síðan. — Auk þeirra starfa, sem nú hefur verið greint frá, vann Jón mörg störf fyrir sveit sína og samfélag. Hann var t. d. lengi organisti og söngstjóri í Nes- kirkju í Aðaldal. Jón var kvæntur Snjólaugu Egilsdóttur frá Laxamýri. Börn þeirra hjóna eru mörg og öll mannkostafólk. Eina dóttur sína misstu þau í flugslysinu mikla í Héðinsfirði. Snjólaug er nú látin fyrir 4 árum. Þjóðlíf okkar byggist á starfi margra manna og kvenna. Það er ekki svo mikið talað um þetta fólk, sem starfar og lifir — án þess • að birtast í sviðsljósum frægðar né frama, en trúmennsk an, hófsemin og lítillætið er að- all þess og auður. Jón Jónsson er traustur og trúr, en jafnframt glaður og reifur og á yngri árum var hann ágætur léttleika- og íþróttamaður. — Hann hefur yndi af söng og músik og vill jafnan vera þar í flokki sem gleðskapur ríkir. Ég óska Jóni heilla á þessum merku tímamótum. — Ég veit að hann klífur léttilega hvern hjalla, sem honum mætir. Ég vona að hann eigi eftir að starfa lengi enn og lifa vel. — Æskan í sál mannsins er ekki háð tölu þeirra ára sem hann hefur lifað. Sumir eru öld- ungar í hugsun strax á unga aldri, en aðrir njóta æskunnar til elliára. Jón Jónsson er einn af þeim mönnum, sem varðveitt hafa hana í hjarta sínu. — K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.