Morgunblaðið - 31.08.1958, Page 10

Morgunblaðið - 31.08.1958, Page 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 31. ágúst 1958 (Jtg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigíus Jónsson Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarm Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 AsKnftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. UTAN UR HEÍMI París hefir orðið: Boðorðtízkunnar1959 FISKIMIÐIN OG FRAMTIÐIN Á HVERJU hausti gefa tízkuhús- in í París út nýja dagskipun, og samstundis byrjar klæðaburður kvenna um allan heim að breyt- ast, jafnvel hér norður á Islandi. Er þess skemmst að minnast að pokatízkan fór sem eldur í sinu um klæðaskápa kvenþjóðarinn- SÚ staðreynd stendur óhögg uð í íslandssögunni, að hin mikla uppbygging íandsins á 20. öld rekur rætur sínar fyrst og fremst til þeirra auðæva, sem þjóðin hefur sótt í skaut Ægis á fiskimiðin við strendur þess. En meðan íslend- ingar áttu aðeins litla árabáta til þess að sækja á sjó. gátu þeir ekki hagnýtt fiskimiðin sín eins og skyldi. Þeir urðu hins vegar um langt skeið að horfa upp á það, að grlendar þjóðir sóttu á þessi mið á miklu stærri og full- komnari fiskiskipum en þeir sjálfir áttu. En um' leið og fs- lendingar geta farið að sækja á djúpmið sín, fyrst á litlum segi þilskipum, en síðan á togurum og vélskipum, heldur nýr tími innreið sína í þjóðlífið. Arðurinn af starfi þjóðarinnar eykst og fjármagn skapast til fjöimargra nauðsynlegra framkvæmda. Áhrif tækninnar En þótt íslenzk fiskimið hafi verið auðug, hlaut sú hætta þó að skapast, að þeim yrði ofboðið. Hin gífurlega ásókn stórvirkra veiðitækja á þessi mið fól í sér mikla hættu á eyðingu fiski- stofnana. Þetta vai ð íslendingum ljóst fyrstum manna. Þeir áttu mest undir því komið, að gull- kista þeirra yrði ekki tæmd á skömmum tíma. Þess vegna hófu þeir baráttuna gegn rányrkjunni. Þessa baráttu hafa íslendirigar háð á grundvellj raka og skyn- semi. Árið 1948 setti Alþingi lög um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins. í þeirri lög- gjöf voru stjórn landsins veittar heimildir til þess að færa fisk- veiðitakmörkin út í því skyni að vernda grunnmiðin. Enda þótt íslendingar eigi sjálf- ir togara og þeir séu eitt stór- virkasta og bezta framleiðslu- tæki þeirra, viðurkenna þeir hætt una sem stafar af ofveiði botn- vörpunnar á grunnmiðunum. Landgrunnslögin frá 1948 hafa verið hagnýtt til þess að færa fiskveiðitakmörkin út. Flóum og fjörðum var lokað árið 1952 fyr- ir botnvörpuveiðum og fjögurra mílna fiskveiðitakmörk sett. Enda þótt formælendur hinnar gömlu og úreltu þriggja mílna. landhelgi hafi barizt harðskeyttri baráttu gegn hinum íslenzku frið- unarráðstöfunum 1952, er nú svo komið að þriggja mílna reglan er úr sögunni. Enginn trúir leng- ur á hana sem alþjóðareglu um víðáttu landhelgi. 12 mílna fiskveiði- Iandhelgi fslenzka þjóðin fagnar því, hve giftusamlega tókst til með að afla viðurkenningar á friðunar- ráðstöfunum þeirra árið 1952. En síðan hefur verið unnið þrotlaust að því af hálfu fulltrúa okkar á alþj óðavettvangi að skapa skiln- ing á nauðsyn íslendinga á frek- ari útfærslu fiskveiðitakmark- anna. í þessari viðleitni hefur okkur mikið orðið ágengt. Kom það greinilega í ljós á Genfarráð- stefnunni sl. vetur, þegar meiri- hluti fékkst fyrir tillögu um 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Með henni fékkst að vísu ekki sá j meirihluti sem tilskilinn var til i þess að samþykkt ráðstefnunnar teldist bindandi. En atkvæða- greiðslan um hana sýndi greini- lega að 12 mílna landhelgin naut fylgi meirihluta þjóðanna. Að þessari staðreynd hlýtur okkur fslendingum að vera mikill sið- ferðislegur styrkur, þegar við færum fiskveiðitakmörk okkar nú út í 12 sjómílur. Forysta Sjálfstæðis- manna Sjálfstæðismenn fagna því, að flokkur þeirra hefur á undan- förnum árum borið gæfu til þess að hafa forystu um hinar raun- hæfu ráðstafanir til verndunar íslenzku fiskimiðunum. En þeir harma það, að núverandi ríkis- stjórn hefur ekki haldið eins vel og skyldi á málstað ísla.nds í þessu stóra máli. íslenzka þjóðin hefur verið sammála um þau skref, sem stigin hafa verið og einnig þau, sem nú á að stíga. En vinstristjórnin hefur logað að inn an af sundurlyndi í marga mán- uði í þessu stærsta utanríkismáli þjóðarinnar. Hún var nærri því klofnuð á þessu máli sl. vor. Sjálf málgögn ríkisstjórnarinnar lýstu því yfir, að hún mundi segja af sér á tilteknum degi vegna ágrein ings í landhelgismálinu. Forusta slíkrar ríkisstjórnar um þetta mikla mál hlaut að verða veik og haltrandi. Af því hefur svo leitt stórkostlega hættu á óþarfa hindr unum á framkvæmd 12 mílna fisk veiðitakmarkanna. íslendingar vona að þessum hindrunum verði rutt úr vegi og að áform þeirra um 12 mílna fiskveiðilandhelgi verið virt af öllum þeim þjóð- um, sem hingað sækja til fisk- veiða. Útrelt stefna Hótanir þær, sem Bretar hafa haft í frammi undanfarið, um beitingu vopnavalds til þess að brjóta á bak aftur friðunarráð- stafanir íslendinga, er greinileg- ur vottur þess, að hin gamla og úrelta yfirgangs- og nýlendu- ; stefna á ennþá formælendur í heiminum. En hún á áreiðanlega lítið fylgi. Jafnvel meðal brezku þjóðax-innar heyrast raddir, þar sem ofbeldisráðagerðir brezkra togaramanna og stjórnarvalda , eru harðlega fordæmdar. íslendingar líta á hótanir Breta sem bergmál frá liðnum tíma, þegar stórþjóðir töldu sér sæma að kúga smáþjóðir með vopnavaldi. En á slíkum aðferð- um verða viðskipti þjóðanria ekki byggð í dag. í dag byggir heim- urinn von sína um frið og ör- yggi á alþjóðlegri samvinnu, virðingu þjóðanna fyrir sjálf- stæði og rétti hver annarra. íslenzka þjóðin vonar að hin stóra veröld byggi afstöðu sína til verndunar íslenzkra fiskimiða á þeim grundvelli. Framtíð íslands og þjóðar þess er fyrst og fremst undir því komin að okkur takist að Iiindra sókn rányrkjunnar og hagnýta þau náttúruauðæfi lands okkar, sem fólgin er í miðum þess. Kápa frá Lavin-Castillo með stórum kraga og háfsíðum ermum, eins og flestar tízku- kápurnar eru núna. Undanfarin ár virðist slagur- inn aðallega hafa staðið um mittið og pilsfaldinn. Upp hieð pilsfaldinn — niður með pilsfald- inn, upp með mittið — niður með mittið — ekkert mitti, þannig hafa skipanirnar hljóðað á víxl. Og þær sem hafa viljað teljast menn með mönnum, eða réttara sagt, konur með konum, hafa 1 samstundis nlýtt, Á þessu hausti kvað mittið eiga að færast upp, jafnvel alla leið upp undir brjósin. Munið þið eft- ir myndunum af Jósefínu keis- arafrú, konu Napoleons, í fínu, flegnu kjólunum sínum með mittinu upp undir bringspölum? Það er eitthvað svipað því sem tízkudömurnar eiga að klæðast í framtiðinni. En eiginlega er ekkert gaman að því að uppvekja þennan gamla stíl, nema karl- mennirnir klæði sig líka til sam- ræmis við það. Ef þeir vilja vera svo nærgætnir, þurfa þeir aðeins að fá sér gulleitar buxur með mjóum skálmum, himinbláan „sjakket“-jakka, stutt flosvesti og skó, sem eru opnir langt fram á ristina. Mittið á sem sagt að færast upp, og oft eru notuð breið belti. Aftur á móti stendur talsverður styrr um pilsfaldinn. St.-Laur- ent, ungi maðurinn, sem tók við tízkuhúsi Diors, hefur síkkað pilsin frá í fyrra um 13 sm, allir aðrir tízkufrömuðir hafa pils- faldinn rétt neðan við hnéskel- ina, eins og í fyrra. Og nú er eftir að vita hvort tízkuhús Diors hef- ur eins mikil áhrif undir stjórn St-Laurents eins og þegar gamli maðurinn var þar sjálfur við völd og síkkaði og stytti pils tízkukvenna um allan heim að Svört og hvít tweeddragt með minkaskinnkraga frá Dior. — Fyrirferðarmiklir kragar á káp um og útidrögtum eru nú mik- ið í tízku. Síður kjóll í empirestíl með rós frá Pierre Cardin. vild sinni. Þær, sem ekki eru búnar að sytta kjólana sína, ættu að hinkra við. Það gæti svo farið að þær spöruðu sér heilmikla vinnu með því. 1 drögtum hefur kómið fram nýjung, sem vekur athygli. Pils- in eru slétt niður, en þó með ein- hvers konar ópressuðum felling- um, og með þeim eru notaðir stuttir bolerojakkar, víðir í bak- ið og hnepptir að framan með einum hnapp upp undir brjóst- um. Allir jakkar erU heldur síð- ari, en ná þó sjaldan niður fyrir mittið. Auðvitað voru haustsýningar tízkuhúsanna að ýmsu leyti ólík- ar. Hjá Dior voru t. d. gífurlega skrautlegir kvöldkjólar, með glit saumi og paljetum. Patou vildi draga athygli að svokallaðri K- línu, og hugsaði sér þá konuna séða frá hlið, þannig að beina línan væri að framan, víkkandi pils að aftan myndi neðri álm- una í K-inu og vítt bak ofan við beltið þá efri. Cardin, sem yfir- leitt hefur verið talinn hættuleg- asti keppinautur St.-Laurents um yfirráðin í tízkuheiminum, hafði orð á því að tízkudömurn- ar skyldu héðan í frá líkjast svömpum, ekki þó venjulegum baðsvömpum — guði sé lof, held- ur hattsveppum, mjóar uppeftir og með gríðarmikla yfirbygg- ingu. Kjóll í empirestíl frá Laroche. En allir komu þeir sér víst saman um að árið 1959 skyldu konur klæðast kjólum í empire- stíl, með flegnu hálsmáli og háu mitti, stuttum dragtarjök.kum og kápum með gríðarlega fyrir- ferðarmiklum krögum. Fréttaritari Reuters í Paris og fréttaritarar flestra Norðurlanda blaðanna, sem sáu sýningar stóru tízkuhúsanna, sögðu hiklaust: Skyrtukjólarnir, trapezekjólarn- ir og pokakjólarnir eru nú alveg úr sögunni, en empirestíllinn er að taka við. Á þessari mynd sést vei hvern- ig bolerojakkar eru notaöir með kjólum. Síðdegiskjóll frá Manguin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.