Morgunblaðið - 02.09.1958, Síða 1
20 síðuK
Á þessari mynd sést greinlega, hvernig brezku herskipin hindiuðu islenzku varðskipin í að taka landhelgisbr jótana fyrir Vestfjörðum í gær. — Myndin sýnir t. v.
brezkan togara en fremst til hægri varðbátinn Albert, sem er á hlið við hann. Brezka herskipið H. M. S. Russel siglir á fullri ferð á milli Alberts og brezka togarans.
Sýnir myndin efst á næstu síðu, sem tekin er nokkrum mínútum seinna að íslenzki skipherrann hefur neyðzt til þess að hætta við þá fyrirætlun að nálgast togar-
ann og beygir snögglega af leið. — Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon tók allar myndirnar, sem fylgja frásögnum af landhelgismálinu.
Hindio oðgerðir landkelgisgæzlnntfnr
gegn Inndhelgisbrióinnum
Hópur brezkra togara íiskar innan
12 mílna fiskveiðitakmarkanna
undir fallbyssuvernd
IJM LEIÐ og reglugerðin um 12 mílna fiskveiðilandhelgi
við strendur íslands tók gildi kl. 12 á miðnætti s. 1. sunnu-
dag sigldi hópur brezkra togara inn á hið friðaða svæði
úti fyrir Dýrafirði og hóf þar veiðar. Höfðu brezk herskip,
sem fylgja togurunum undirbúið og skipulagt þessa för
þeirra inn fyrir fiskveiðitakmörkin. Jafnhliða höfðu her-
skipin skipulagt för togara inn í fiskveiðilandhelgina á tveim-
ur öðrum stöðum, fyrir norðan Horn og fyrir sunnan Suð-
austurland. Voru það samtals 11 togarar, sem vitað er
um að tekið hafi þátt í hinum skipulögðu landhelgisbrotum
undir stjórn brezkra herskipa. Voru 9 þeirra út af Dýrafirði
og 2 út af Horni.
Þegar íslenzka landhelgisgæzl-
an hóf aSgerðir gegn hinum
hrezku togurum úti fyrir Vest-
fjörðum í gærmorgun beitti eitt
hinna brezku herskipa valdi til
þess að hindra löggæzlustarf
varðskipsins. Sigldi það milli
landhelgisbrjótains og hina ís-
lenzka varðskips. En varðskip
íslendinga skráði nöfn og
númer togaranna og mun freist-
að að koma lögum yfir þá síðar.
í allan gærdag voru brezkir tog-
arar að veiðum innan fiskveiði-
takmarkanna og höfðu hin litlu
íslenzku varðskip ekki bolmagn
til að hindra það.
Ríkisstjórn Bretlands hefur
með því að beita flota sinum
gegn íslenzku þjóðinni framið
hið argasta ofbeldi, sem vekja
mun þjóðarreiði á íslandi. Meðal
allra frjálsra þjóða hlýtur hinn
kaldrifjaði yfirgangur Breta að
vekja ríka andúð. Þess skal get-
ið að allar Norðurlandaþjóðirn-
ar, sem hagsmuna eiga að gæta
á íslandsmiðum hafa ráðiagt skip
um sínum að virða 12 mílna
fiskveiðitakmörkin. Ennfremur
hafa Belgir og Vestur-Þjóðverjar
látið sín skip sigla út af hinu
nýja friðunarsvæði.
MBL. sendi fréttamenn og ljós-
myndara í flugvél vestur fyrir
Vestfirði á sunnudagskvöld og
mánudagsmorgun til þess að
fylgjast með atburðum þar. Birt-
ir blaðið í dag frásögn og mynd-
ir af því, sem þar gerðist.
Yfirlýsing landhelgis-
gæzlunnnar
Hér fer fyrst á eftir fréttatil-
kynning, sem yfirstjórn íslenzku
landhelgisgæzlunnar gaf út um
hádegií gærdag:
„Eftir þeim upplýsingum, sem
landhelgisgæzlan nefur, er í dag
mjög svipaður fjöldi erlendra
togara á grunnslóðum við lsland
og algengt er um þennan tíma
árs. Við breytinguna á fiskveiði-
takmörkunum úr fjórum í tólf
sjómílur síðastliðna nótt varð
Framh. á bls. 2.
Varir flotaverndin
aðeins 3 daga?
MJÖG er nú um það rætt hve lengi veiðar brezku togaranna
í íslenzkri landlielgi undir vernd brezkra herskipa muni
standa, og jafnframt það hve lengi brezka flotantálaráðu-
neytið muni veita' brezku togurunum vopnavernd innan 12
mílna línunnar.
Sú fregn hefúr borizt frá fréttastofu Reuters að formæl-
endur brezkra togarautgerðarmanna hafi Iýst því yfir að
togararnir muni væntanlega aðeins stunda veiðar 3 daga
innan landhelginnar. Kemur þar vafalaust tvennt til. Annars
vegar það að afli er nú mjög lítill á þeim slóðum sem tog-
ararnir stunda nú veiðar í landhelginni og einnig hitt að
illfært er að veiða undir vernd herskipanna, þar sem togar-
arnir verða þá að halda sig í þéttum hóp.
í gær fregnaði Mbl. eftir mjög áreiðanlegum heimildum
að togurunum muni aðeins verða veitt flotaverndin í þrjá
daga. Má því ætla að aðfaranótt 4. september hverfi brezku
togararnir út úr landhelginni, og brezku herskipin til sinna
venjulegu eftirlitsstarfa.