Morgunblaðið - 02.09.1958, Side 8
B
MORCUNBLAÐtB
Þriðjudagur 2. septemb'er 1908
Utanríkisráðherrc hefur mótmœlf ofbeldss•
aðgerðum brezkra herskipa
Ræða Guðmundar í. Guðmundssonar
i ríkisútvarpinu i gærkveldi
HINN 2. júní sl. gaf ríkisstjórnin
út yfirlýsingu um að hún hefði
ákveðið að gefa út nýja reglu-
gerð um fiskveiðilögsögu við ís-
land. Skyldi reglugerðin gefin út
30. júní og koma til framkvæmda
1. september. Með hinni nýju
reglugerð skyldi fiskveiðilögsag-
an færð út í 12 mílur frá grunn-
línum og öllum erlendum skip-
um skyldu öannaðar veiðar inn-
an þeirra marka. Jafnframt var
því lýst yfir, að timinn fram til
1. september yrði notaður til þess
að kynna erlendum þjóðum nauð
syn ákvarðana ríkisstjórnarinnar
og afla viðurkenningar á þeim.
Reglugerðin var gefin út á til-
settum tíma og hún kom til fram
kvæmda á miðnætti sl. nótt.
Unnið hefir verið að því, sam-
kvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar, að kynna málið á erlend-
um vettvangi og afla því viður-
kenningar. Þykir mér rétt að
gefa nokkurt yfirlit yfir gang
málsins og þá einkum um það,
sem fram hefir komið seinustu
mánuðina um afstöðu annarra
þjóða til þessa lífshagsmuna-
máls þjóðarinnar.
Öllum íslendingum er vel um
það kunnugt með hverjum hætti
núverándi og fyrrverandi ríkis-
stjórnir hafa að því unnið að fá
settar reglur á alþjóðavettvangi
til verndunar fiskimiða við ís-
land og fiskistofna úthafsins.
Þeir fengu því til vegar komið
á þingi Sameinuðu þjóðanna
árið 1949, að Alþjóðalaganefnd-
inni var falið að gera heildar-
rannsókn á öllum reglum, er
gilda skyldu á hafinu, þ. e. bæði
í landhelgi og úthafinu, og gerðu
sér vonir um að störf nefndarinn
ar myndu bera þann árangur, að
frá henni kæmu fullnægjandi til-
lögur. Reynslan varð þó önnur.
Nefndin skilaði skýrslu sinni til
Sameinuðu þjóðanna árið 1956
án beinna tillagna um stærð fisk
veiðilögsögunnar og lagði til, að
málið yrði tekið fyrir á alþjóða-
ráðstefnu. Bíkisstjórn íslands
hafði gert sér vonir um eða rétt-
ara sagt treyst því, að Allsherjar-
þingið 1956 myndi komast að end
anlegrl niðurstöðu í málinu, enda
hafði ríkisst-jórnin nokkru áður
lýst yfir, að hún myndi ekki
færa út fiskveiðitakmörkin um-
hverfis ísland fyrr en Allsherjar-
þingið hefði fjallað um skýrslu
Alþjóðalaganefndarinnar og tæki
færi gæfist til að taka ákvörðun
í Ijósi þess, sem þar kynni að
koma fram. Svo sem kunnugt er
vildi Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna ekki taka afstöðu til
skýrslunnar og taldi málið of
flókið og ákvað því, gegn at-
kvæði íslands einu, að kveðja
saman ráðstefnu í Genf.
Það var tilætlun rikisstjórnar-
innar í fyrstu að bíða ekki með
útfærslu fiskveiðilögsögunnar
lengur en þangað til þing Sam-
einuðu þjóðanna 1956 hefði fjall-
að um málið. Samkvæmt ein-
róma tillögu allra þeirra sérfræð-
inga ríkisstjórnarinnar, sem um
málið höfðu fjallað og í samráði
við þær þjóðir, sem sömu hags-
muna höfðu að gæta og íslend-
ingar í málinu, ákvað ríkisstjórn-
in þó að bíða árangurs Genfar-
fundarins. Rikisstjórnin lýsti því
hins vegar yfir að þegar Genfar-
fundinum væri lokið myndi ekki
verða frekari dráttur á útfærslu
fiskveiðilögsögunnar. Kom þetta
meðal annars fram í ræðu, sem
ég flutti í ríkisútvarpinu 10. marz
s. 1., þar sem segir: „Það hefur
komið skýrt fram af íslands
hálfu á ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna f Genf, að íslendingar
muni gera ráðstafanir til frekari
útvíkkunar fiskveiðilandhelginn-
ar þegar lokið er þessari ráð-
stefnu“. Af íslands hálfu var því
berum orðum lýst yfir á Genf-
arfundinum, að ríkisstjórn ís-
lands væri þeirrar skoðunar, að
eigi væri unnt að bíða lengur
og frekari frestur því útilokað-
ur.
Allur heimurinn vissi því á
meðan Genfarfundurinn stóð yfir,
að íslendingar myndu færa út
fiskveiðilögsögu sína strax að
fundinum loknum. Höfðu menn
gert sér vonir um, að svo afdrátt-
arlausar yfirlýsingar af íslands
hálfu myndu sannfæra þá, sem
verið hafa Islendingum mótsnún-
ir í málinu, um óhjákvæmilega
nauðsyn þess að leysa málið á
viðunandi hátt á fundinum. Svo
fór því miður ekki. Þrátt fyrir
fögur orð um skilning á þörfum
fslendinga náðist ekki fullgild
meirihluta samþykkt fyrir neinni
úrlausn.
Strax eftir Genfarfundinn fóru
ríkisstjórninni að berast formleg
og óformleg mótmæli annarra
þjóða gegn væntanlegri útfærslu
fiskveiðilögsögunnar. Komu þessi
andmæli frá þeim þjóðum, sem
mestra hagsmuna hafa að gæta í
sambandi við fiskveiðar við ís-
land. Beindust andmælin eink-
um að því að við hefðum ekki
rétt til einhliða útfærslu í 12
mílur þó að hins vegar væri á
því skilningur að vernda þyrfti
fiskimiðin við ísland sérstaklega
vegna þess, að þar væru uppeldis-
stöðvar fiskistofna auk þess sem
íslendingar ættu alla lífsafkomu
sína undir fiskveiðum.
Þjóðir þær, sem mestra hags-
muna hafa að gæta i sambandi
við fiskveiðar í Norðurhöfum og
mótmæltu fyrirætlunum íslend-
inga eru meðlimir í Atlantshafs-
bandalaginu. í reglum þess er
gert ráð fyrir því, að bandalags-
ríkin skuli snúa sér til banda-
lagsins áður en þau ráðast í fyr-
irætlanir, sem líklegar eru til að
valda alvarlegum ágreiningi
milli bandalagsríkja og fram-
kvæmdastjóra þess gefið vald til
að reyna að miðla málum og af-
stýra vandræðum. Eg ákvað því
áður en til nokkurra aðgerða
kom af íslands hálfu að fara eft-
ir þessum reglum bandalagsins
og taka málið upp innan þess.
Áður en ráðherrafundur Atlants
hafsbandalagsins, sem haldinn
var í Kaupmannahöfn 7.—9. maí,
hófst, óskaði ég eftir þvi við
framkv.stjóra þess, að skýra fyrir
bandalaginu viðhorf og fyrirætl-
anir Islands í landhelgismálinu.
Var þessari ósk fullnægt. Ég
rakti á fundinum, hverja þýðingu
fiskveiðar hefðu fyrir ísland, að
þjóðin ætti alla sína tilveru und-
ir fiskveiðum og verndun fiski-
miðanna og að íslendingar hefðu
barizt árangurslaust fyrir því í
meira en áratug að fá settar al-
þjóðlegar reglur til verndar fiski-
miðunum. Ég benti á, að allan
þennan tíma hefðu íslendingar
beðið úrlausnar með fiskimið sín
og fiskistofna í hættu og nú gætu
þeir ekki beðið lengur. Það væri
einungis vegna tillits þeirra til
grannþjóða sinna og einlægs vilja
til vinsamlegrar úrlausnar að
þeir hefðu beðið svo lengi. Ég
lýsti því yfir, að þegar ég kæmi
heim til íslands yrði gefin út ný
reglugerð um fiskveiðilögsöguna,
sem færði hana út í 12 mílur og
kæmi þegar til framkvæmda.
Auk mín tóku átta utanríkis-
ráðherrar til móls á fundinum og
mótmæltu þeir allir einhliða út-
færslu i 12 mílur. Fundinum lauk
með því, að framkvæmdastjóri
bandalagsins óskaði að athuga
málið nánar í nokkra daga í aðal-
stöðvum þess í París og freista
að finna á því lausn. Var á þetta
fallizt.
Umræður fóru síðan fram í
París til 23. maí og tók ráðu-
neytisstjóri Henrik Sv. Björnsson
þátt í þeim af hálfu utanríkis-
ráðuneytisins, þar eð fastafull-
trúi íslands hjá bandalaginu
dvaldist heima á íslandi um þess-
ar mundir til viðræðna við ríkis-
stjórnina.
Viðræðurnar í París leiddu
ekki til niðurstöðu. Af íslands
hálfu var haldið fast við, að ekki
væri hægt að leysa málið, nema
viðurkenning fengist á útfærsl-
unni í 12 mílur. Ef tillaga hefði
borizt á þeim grundvelli, hefði
hún verið lögð fyrir þingflokk-
ana. Til þess kom ekki. Þar eð
ríkisstjórnin ákvað um þessar
mundir að hin nýja fiskveiði-
reglugerð skyldi ekki koma til
framkvæmda fyrr en 1. septem-
ber og tíminn skyldi notaður til
að kynna ákvarðanir íslendinga
og freista að afla þeim viðurkenn
ingar, var umræðunum í París
frestað en ekki slitið.
í júnímánuði fór fastafulltrúi
íslands hjá Atlantshafsbandalag-
inu á ný til Parísar og hóf þá á
ný viðræður um málið. Beindust
allar umræður að því að fá við-
urkenningu á 12 mílna útfærsl-
unni. Þrátt fyrir ýtarlegar um-
ræður og mikla viðleitni báru
þessar tilraunir ekki árangur.
Það kom hins vegar fram, að ýms
ir töldu sig hafa aðrar tillögur
að gera, sem leystu málið á full-
nægjandi hátt. Af íslands hálfu
var því lýst yfir, að við værum
reiðubúnir að hlýða á þessar til-
lögur og gera grein fyrir afstöðu
okkar til þeirra. Þetta leiddi til
þess, að fram komu tvær hug-
myndir að lausn á málinu.
Fyrri hugmyndin gerði ráð fyr
ir því, að fallið yrði frá útfærsl-
unni í 12 mílur, en þess í stað
skyldu koma aðrar ráðstafanir.
Lagt var til að alfriða fyrir tog-
veiðum allt landgrunnið sunnan
Reykjaness frá Geirfuglaskeri að
austan og í Reykjanestá að vest-
an, svo og alfriða allt landgrunn-
ið fyrir Vestfjörðum frá Horni
og að Bjargtöngum. Ennfremur
skyldi taka upp skömmtun á
veiði í hafinu kringum ísland.
Var gert ráð fyrir, að takmarka
leyfilegt aflamagn við 1,1 milljón
tonna af djúpfiski á ári og hlutur
íslendinga vera 60%, annarra
40%. Það kom fram í umræðun-
um, að hugmynd þessi var af
hálfu ýmissa þjóða hugsuð sem
umræðugrundvöllur.
Síðari hugmyndin gerði ráð
fyrir því, að nokkrar breytingar
verði á grunnlínum til útfærslu,
að erlendar þjóðir skuldbindi sig
til þess að láta skip sín ekki
veiða á sex mílna svæði fró
grunnlínum, að íslendingar
hindri ekki veiðar erlendra skipa
fyrir utan þessi mörk ,að sam-
komulag þetta skuli gilda þar til
alþjóðareglur hafi verið settar,
en að endurskoða skuli samkomu
lagið, ef alþjóðareglur yrðu ekki
settar innan þriggja ára. Það kom
fram í umræðunum einnig um
þessa hugmynd, að hún var af
ýmissa hálfu hugsuð sem um-
ræðugrundvöllur.
Af íslands hálfu hefur báðum
þessum hugmyadum verið hafn-
að. Hvorug þeirra felur í sér full
nægjandi lausn fyrir ísland.
Fyrri hugmyndin felur að vísu í
sér mikla lausn fyrir viss lands
svæði, en veitir ekki aukna vernd
fyrir fiskimiðin sem heild, þvert
á móti beinir togurunum frá viss
um miðum og á önnur, sem þá
verða enn verr sett en þau voru
áður en útfærslan átti sér stað.
Síðari hugmyndin veitir okk-
ur aðeins vernd fyrir sex mílna
fiskveiðilögsögu í bili, en vísar
málinu að öðru leyti óafgerðu til
einnar alþjóðaráðstefnunnar
enn.
Það hefir ætíð verið ófrávikj-
anleg stefna ríkisstjórnarinnar
að vinna að viðurkenningu á 12
mílna fiskveiðilögsögu. Ef tillaga
hefði borizt á þeim grundvelli,
hefði hún verið lögð fyrir þing-
flokkana eins og ég gat um áðan
og má þá búast við, að útfærsla
á vissum grunnlínum og tímatak-
mörk um framkvæmdir hefðu
dregizt inn í þær umræður.
Fullnægjandi viðurkenning
hefir enn ekki fengizt á útfærslu
fiskveiðilandhelginnar, en hlé
hefir orðið á umræðum um málið
á erlendum vettvangi í bili. ís-
lendingar þakka þeim þjóðum,
sem strax viðurkenndu ráðstaf-
anir þessar og meta mikils fram
komu hinna ,sem halda skipum
sínum utan fiskveiðilandhelginn-
ar, þótt þær hafi mótmælt út»
færslunni.
í dag hafa hins vegar þeir at-
burðir gerzt, að brezk herskip
hafa hindrað varðskip íslenzku
landhelgisgæzlunnar í störfum
sínum, og þar með verndað með
valdi ólöglegar veiðar brezkra
togara innan hinnar nýju fisk-
veiðilandhelgi, en ekki er kunn-
ugt um, að aðrir togarar en
brezkir hafi verið að ólöglegum
veiðum í dag.
Ég hefi í dag afhent am-
bassador Breta harðorð mótmæli
gegn þessum aðgerðum brözkra
herskipa. Jafnframt hefi ég falið
ambassador íslands hjá Atlants-
hafsbandalaginu í París að skýra
framkvæmdastjórn bandalagsins
frá þessari valdbeitingu hinna
brezku herskipa.
Það hefir ávallt verið og er
enn von allra góðra íslendinga,
að máli þessu ljúki á farsælan
hátt og verði ekki til þess að
spilla vináttu þjóðarinnar við
nágrannaríki. Mun ríkisstjórnin
halda áfram að vinna að því á.
alþjóðavettvangi. íslendingar for
dæma það harðlega að ofbeldi og
ofríki skuli beitt gegn ráðstöfun-
um, sem hafa það eitt markmið
að tryggja það, að þjóðin megi
halda áfram að lifa frjálsu menn
ingarlífi í landi sínu.
Að síðustu beini ég því til allra
íslendinga, að þeir standi fast
saman um rétt og sæmd þjóðar-
innar í máli þessu.
Lélegasta síldar-
vertíð Kef lavíkur
báta
Varðbáturinn Óðinn siglir upp að hliðinni á togaranum York City frá Grimsby í gærmorgun, þar
sem togarinn er að veiðum í landhelgi út af Dýrafirði, Óðinn skráði nafn og einkennisstafi tog-
arans og gerði nákvæma staðarákvörðun.
KEFLAVÍK, 29. ágúst — Aðeins
einn bátur er enn ókominn af
þeim 20, er fóru norður
til síldveiða í sumar, en það er
Hilmir. Þegar athugað er afla-
magn þessara 20 báta, kemur í
ljós, að þessi síldarvertíð er ein-
hver sú lélegasta, sem bátar héð-
an hafa sótt.
Aðeins helmingur bátanna
náði að afla fyrir kauptryggingu.
Sá aflahæsti, og jafnframt sá
langhluthæsti, er Guðfinnur,
sem aflaði fyrir 941.000,00 kr.
Hásetahlutur þar gerði 36,700,00
kr. Næstur honum mun Hilmir
verða, en enn er ekki hægt að
segja um aflamagn hans, þar sem
hann er enn ókominn.
Nú er verið að búa flesta bát-
ana út á reknetjaveiðar, og munu
þeir hefja róðra nú um helgina.
Einn bátur hefur þegar byrjað
róðra. Er það Faxaborgin og
fékk hún 100 tn. af síld í nótt.
Gullborgin, sem hefur stundað
reknetjaveiðar í sumar, fékk 80
tn. Síldin er mjög slæm, og er
að sögn sumra kunnáttumanna,
vart vinnandi í nokkra samninga,
— Ingvar.