Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. sept. 1958 MORGVNBLAÐIÐ Við verðum að hefja nýsköpun á nýjan hátt Úr rœðu Cunnars Cuðjónssonar tor- manns V.f. á aðalfundi þess Gunnar Guðjónsson flytur ræðu sína. Til vinstri situr Árni Árnason, fundarstjóri HÉR fer á eftir ávarp for- manns Verzlunarráðs ís- lands, Gunnars Guðjónsson- ar, flutt á aðalfundi ráðsins í gær: Engum þátttakanda í atvinnu- lífi þjóðarinnar, sem hugleíðir hina efnahagslegu þróun mála hér-á landi, getur verið það ann- að en áhyggjuefni, hve skuldir þjóðarinnar við útlönd eru orðn- ar miklar, og hafa verið hrað- vaxandi á undanförnum árum. Eins og getið er um í skýrslu stjórnarinnar, sem lesin verður hér á eftir, námu heildarskuld- bindingar vorar í föstum erlend- um lánum sem næst 829 millj. króna í árslok 1957. Afborganir af erlendum lánum námu 46 millj. króna og vaxtagreiðslur 17 millj. króna. Mörg þessara lána hafa verið tekin til stutts tíma og má því áætla helmingi hærri upphæð til afborgana á þessu ári, og enn hærri upphæð næstu ár. Árlegar vaxtagreiðslur munu einnig stór- hækka vegna þessara skuldbind- inga, þar sem samanlögð skulda- upphæð hefir hækkað mikið á árinu. Auk framangreindrar upp- hæðar hafa á þessu ári verið tek- in opinber föst lán, að upphæð um 130 millj. króna, svo vitað sé. Eins og öllum er kunnugt, áttu íslendingar í stríðslok digra sjóði í erlendum gjaldeyri, en á rúm- um 2 fyrstu árunum að stríðinu loknu, voru þessir sjóðir uppurn- ir, og síðan höfum vér, að stuttu tímabili frátöldu, búið við gjald- eyrisskömmtun, þar sem erlend- ar tekjur þjóðarinnar hafa hvergi nærri nægt til þess að standa straum af gjaldeyrisnotkuninni, og vér höfum orðið að brúa bilið með sífelldum erlendum lántök- um. Nú væri fáránlegt að halda því fram, að erl. lántökur hafi ekki verið nauðsynlegar í ýmsu augna miði. Hér á landi hefir átt sér stað stórfelld og nauðsynleg upp- bygging í öllum greinum atvinnu lífsins, sem eðlilega hefir verið mjög fjái'frek og gert kröfur til erlends gjaldeyris. Hitt er annað mál, að allt er kapp bezt með forsjá, og óneitanlega hefði verið æskilegra, ef vér hefðum borið gæfu til þess að hafa í frammi meiri búmennsku, er vér vorum að þurrausa gjaldeyrissjóði vora og stofna til mikilla erlendra skulda. Lönd sem svipað er ástatt um og ísland, eru talin þurfa að eiga að staðaldri gjaldeyrisforða, sem svari til 4—5 mánaða innflutn- ings, en hér á landi verðum vér jafnan að hafa hugfast, að auk venjulegs efnahagslegs mótbyrs, sem jafnan verður að gera ráð fyrir, svo sem aflabrests, slæmu árferði, og óhagstæðum viðskipta kjörum við erlendar þjóðir, verð- um vér einnig að vera þess albúin að ýmsar sérstakar náttúruham- farir auki öðru hverju á venju- lega erfiðleika. f stað þess, að slíkur eða nokk- ur gjaldeyrisforði sé fyrir hendi, nema lausagjaldeyrisskuldir bank anna nú nálægt 150 millj, króna, og vér fleytum oss áfram frá degi til dags á erlendum gjaldeyris- Íánum. Hlýtur óumflýjanlega fyrr en varir að koma sá dagur, að slík lán verði ekki fáanleg. Nýsköpun og uppbygging at- vinnuveganna ásamt margvísleg- um öðrum fjárfestingarfram- kvæmdum, hefir á undanförnum árum verið afar vinsælt stefnu- mál stjórnmálamanna, og enginn sá, sem hefir af nógum móði að- hyllzt slíka stefnu, hefir þurft að óttast um gengi sitt meðal kjós- enda. Engu siður er það stað- reynd, sem flestum þeirra er ljós, eigi síður en miklum hluta almennings, að fjárfesting síðari ára hefir verið alltof ör, og geng- ið út fyrir þau takmörk, sem heil- brigt megi teljast. Vegna þess hefir hún reynt of mikið á gjald- eyrisþol þjóðarinnar, verið ein meginorsök verðbólgunnar, og þannig grafið undan jafnvægi og heilbrigði í efnahagslífinu. Milli stjórnmálaflokka landsins eiga sér stað þær undarlegu deil- ur, að 'samtímis því sem þeir álasa hver öðrum fyrir eyðslu- stefnu í fjármálum, keppast þeir um að tileinka sér heiðurinn af því að hafa haft forgöngu um ýmsar stórtækar ráðstafanir á fé landsmánna, nauðsynlegar eða miður aðkallandi, og það jafnvel þótt þeir hafi staðið saman að slíkum framkvæmdum. Sl'kar deilur eru vissulega ekki til þess fallnar að auðvelda almenningi sjálfstætt mat á því hvert stefna beri. Hvort sem flokkarnir nú vilja eigna sér krógann eða afneita hon um, þá er meginatriðið, að við- horf þjóðarinnar til efnahagsmál- anna verður að gjörbreytast, og þetta verður að gera þjóðinni Ijóst. Væri nú ekki kominn timi til að allir landsbúar skipuðu sér um þá aðra nýsköpun, sem fælist í því, að hafizt væri þegar handa um uppbyggingu nauðsynlegs gjaldeyrisforða, en á slíkan hátt gæti skapazt öryggi og festa í atvinnulífinu, og möguleikar til þess að losa um höft, sem valda misrétti, draga úr afköstum fram leiðslunnar og lama atorku ein- staklinga. Ekkert annað dugar, ef vér eigum að bægja þeirri yfir- vofandi hættu frá dyrum, að efna hagskerfið hrynji yfir oss, og vér skilum afkomendum vorum í hendur þjóðarbúinu í því ásig- komulagi, að vér munum sízt verðskulda þakkir þeirra. Veigamikið skilyrði fyrir frjálsu, blómlegu atvinnulífi og frjálsum viðskiptum, ásamt ör- yggi fyrir afkomu morgundags- ins þótt eitthvað blási á móti, er ríflegur gjaldeyrisvarasjóður.. — Hví ekki einbeita oss að þeirri nýsköpun á sama hátt og vér framkvæmdum nýsköpun at- vinnuveganna? Það er engu minna eða ómerkilegra hlutverk, þótt óneitanlega verði það van- þakklátara. En almenningur skyldi slá hendinni við öllum fulltrúum til löggjafarþings þjóð- arinnar, sem ekki aðhylltust fram kvæmd slíkrar stefnu. Augljóst er, að þessi nýsköpun útheimtir nokkrar fórnir. Þar eru fyrst og fremst, að vér neitum oss í bráð um ýmsar framkvæmd- ir og fjárfestingu, jafnvel þótt þær séu æskilegar og til lang- frama bráðnauðsynlegar. Vér verðum að gera oss ljóst, að ekki er hægt að gera allt í einu, og haga oss eftir því. Á þessu sviði verða ríki og bæjarfélög að ríða á vaðið. í þessu sambandi mættu þessir aðilar gjarnan taka upp þann hátt, að fyrst sé athugað hve miklum tekjum sé úr að spila án þess að gengið sé að skatt- þegnunum lömuðum, áður en gjaldaliðir eru ákveðnir alveg án tillits til gjaldþols þeirra. Engum blöðum er um það al fletta, að fram að þessu hafa ríki og bæjarfélög riðið í fararbroddi um gáleysislega fjárfestingu, sem ekki hefir verið í neinu sam- ræmi við getu þjóðarinnar. Á- sókn kjósenda á þessa aðila um alla óraunhæfa aukningu fram- kvæmda, verður að hætta, og borgararnir verða að líta með fyllstu efasemd á hvern þann fulltrúa sinn eða vonbiðil, sem flíkar fyrirheitum um að því sé hægt að eyða, sem ekki er til. Önnur forsenda fyrir því, að koma megi í kring slíkum áform- um, sem áður var getið, er vita- skuld sú, að allar ákvarðanir og samningar um kaupgjald og verð lag innanlands, miðist algjörlega við það, að slíkar ákvarðanir hafi ekki í för með sér verðbólgu- þróun. Hér komum vér hint' vegar að atriði, sem stjórnarvöld á hverjum tíma fá ekki við ráðið nema að litlu leyti, og er algjör- lega komið undir þroska fólks- ins í landinu, ásamt þroska, heið- arleika og samvizkusemi þeirra manna, sem eiga að vera því til leiðbeiningar og ráðuneytis. Því miður virðist vanta allmikið á haldgæði þeirrar forustu, en vér trúum þó ekki öðru, en að margir eigi eftir að bætast í þann hóp, sem gerir sér grein fyrir að brýn þörf er algjörrar hugarfarsbreyt- ingar, þar sem ekki aðeins efna- hagslíf vort, heldur og sjálfstæði og lýðræði eru í hættu, ef ekki er að gert. Ég hef við önnur tækifæri lát- ið í ljós þá sannfæringu mína, að hyrningarsteinninn undir far- sælu þjóðfélagi væri frjálst at- vinnulíf, grundvallað á framtaki einstaklinganna, og jafnframt minnt á, að hér á landi búum vér að forminu til við slíkt skipu- lag, þó að vér hins vegar illu heilli höfum leiðzt inn á þá glap- stigu að hefta og gera óvirka, ýmsa aflvekjandi kosti þess, án þess að nokkuð hafi komið í stað- inn. Eitt ömurlegasta dæmi um skemmdarstarfsemina gagnvart grundvallaratriðum skipulagsins, birtist í hinni algjörlega tæki- færissinnuðu skattlagningu á at- vinnufyrirtæki landsmanna í einkaeign, en þau eru býsna stór þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar. Það er upplýst, að á árinu 1957, námu heildarskattar fyrirtækja í helztu atvinnugreinum í Reykja- vík frá 58—1766% af hreinum tekjum þeirra. Já, það hefir eng- um misheyrzt, enda hafið þið allir séð þetta á prenti. Nú mundi enginn verða hlessa, ef þetta hefði verið í einhverju landinu austan járntjalds. Þá væri þetta aðeins kurteisleg en ákveðin bending um, að ætlast væri til að menn gæfu upp önd- ina og aðrir tækju við. En þann- ig mun þessu þó ekki vera varið, því meiri hluti landsbúa aðhyll- ast frjálst efnahagsskipulag, og þó að þær aðfarir, sem hér er beitt gagnvart einkaatvinnu- rekstrinum, jafngildir í einu og öllu slíkri þjóðfélagslegri úthýs- ingu, teljum vér, að hér sé miklu fremur um að ræða það hugar- far, sem birtist í því, að gamall og góður klár er í hugsunarleysi barinn áfram þar til hann gefst upp. Á síðasta Alþingi voru sam- þykkt lög, sem takmarka tekju- skatt félaga við 25% af hreinum tekjum. Þrátt fyrir þá staðreynd, að vér lítum svo á, að félaga- formunum sé mismunað á kostn- að einkarekstursins, teljum vér, að með því að skapa meginreglu til verndar atvinnuvegunum, hafi hér verið stigið merkilegt spor, svo langt sem það nær. Þetta er þó engan veginn nokkur lausn á skattavandamál- I um atvinnufyrirtækjanna, þvi að j á meðan bæjarfélögin, sem með þessari lagasetningu hafa misst spón úr aski, hafa frjálsar hend- ur til þess að framkvæma raun- verulegt eignanám hjá fyrirtækj- um, með því að innheimta marg- faldar hreinar tekjur þeirra, án þess svo mikið sem að veltuút- svarið sé frádráttarbært, geta menn gert sér í hugarlund hve lengi slíkt getur haldið áfram. Um veltuútsvarið segir hinn kunni, sænski skattasérfræðing- ur, prófessor Vasthagen, m. a. í Frh. á bls. 18. STAKSTEIIVAR „Undanhaldið í landhelgismálinu“ Undir þessari fyrirsögn birtl Þjóðviljinn i fyrradag grein eftir Elías Halldórsson, Hafnarfirði. Þar segir m. a.: „Ríkisstjórn islands tók ein- hliða ákvörðun um útvíkkun lgndhelginnar í 12 mílur, og for- sætisráðherrann Hermann Jón- asson hefur endurtekið, að fri þeirri ákvörðun verði ekki hvik- að. Sú frétt kemur þó eins og reiðarslag yfir fylgjendur ríkis- stjórnarinnar í landhelgismál- inu, að hún hafi brugðið á und- anhald í þessu mikilvæga málL í dagblaðinu Tímanum 13. þ. m. er frá því skýrt, að stjórnin hafi ákveðið að senda utanríkisráð- herra sinn á þing Sameinuðu þjóðanna til þess að leggja þar fram tillögur í landhelgismálinu, og þá að sjálfsögðu með umboð til þess að gangast undir þær ákvarðanir, sem þar verða tekn- ar. Þessi viðbrögð ríkisstjórnar- innar" eru því furðulegri sem engar líkur eru til þess að 12 mílna landhelgi fáist samþykkt á þingi Sameinuðu þjóðanna. Það mun verða þungt á metunum að nágrannaþjóðir vorar: Norð- menn, Svíar og Danir greiða at- kvæði gegn 12 mílna landhelgi, Norðmenn og Svíar vegna fisk- veiða sinna hér við land, og Danir vegna flesksölu sinnar í Bret- landi. Þá mun ákvörðun kín- versku ríkisstjórnarinnar verða vatn á myllu andstöðunnar gegn 12 mílna landhelgi. Ríkisstjórn íslands verður að hætta við að tefla landhelgismál- inu í opna tvísýnu með því að senda utanríkisráðherra sinn á þing Sameinuðu þjóðanna. Þar munu andstæðingar vorir benda á hann sem tákn undanhalds og eftirgjafar. Þá er skárra að semja við Breta um landhelgina til nokkurra ára heldur en að hlíta ályktun Sameinuðu þjóðanna um 6 mílna landhelgi um aldur og ævi“. „Óskýr að vanda“ Þjóðviljinn gerir athugasemd við grein Elíasar og segir þar m. a.: „Þjóðviljinn vill benda á að hinar upphaflegu fréttir um af- stöðu íslenzku ríkisstjórnarinn- ar voru rangar og villandi (enda yfirlýsing utanríkisráðherra ókýr að vanda). Eins og bent var á hér í blaðinu sl. laugardag, hafa þeir fulltrúar, sem af ís- lands hálfu mæta á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna enga heimild til nokkurs konar samn- inga eða viðræðna um landhelg- ismál íslendinga. Þar er um ís- lenzkt innanríkismál að ræða, sem Sameinuðu þjóðirnar geta ekki fjallað um samkvæmt stofn- skrá sinni.--------Hins vegar munu íslendingar að sjálfsögðu ekki skorast undan því að fjalla um alþjóðareglur, sem allar þjóð- ir hlíti, enda er augljóst mál að engar reglur, sem þrengri eru en 12 mílur, geta hlotið alþjóðlegt gildi, og íslendingar munu ekki sætta sig við minni hlut en þann, sem aðrar þjóðir hafa mestan. Hitt er eflaust rétt sem grein- arhöfundur segir um utanrikisráð herra að á allsherjarþinginu „munu andstæðingar vorir benda á hann sem tákn undanhalds og eftirgjafar“, enda sér þess þegar merki, eins og sagt var frá.hér í blaðinu í gær“. Athugasemdir Þjóðviljans við grein Elíasar Halldórssonar fá ekki staðizt. í framsetningu Þjóð- viljans sjálfs er alger mótsetn- ing. Eftir henni er einmitt ætl- unin að Iúta samningum á þingi Sameinuðu þjóðanna um „ís- ! lenzkt inanríkismál“. ef þeir ein- j ungis verða í almennu formi! Verzlunarráðsfélagar á aðalfundinum í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.