Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 1
20 síður 45 árgangur 213. tbl. — Föstudagur 19. september 1958 Prentsmiðja Morgunblaðslns Bandaríkin vísa Formósumál- inu til Sameinuðu jbjóðanna ef enginn árangur næst i viðræðunum i Varsjá NEW YORK, 18. september — Framtíð Sameinuðu þjóðanna byggist á því hvernig við, sem þetta þing sitjum, bregðumst skyldum okkar — að viðhalda friði og vinna að betra lífi mannkynsins. — Þannig fórust Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, orð, er hann flutti fyrstu ræðu sína á Alls- berjarþinginu, sem nú er nýhafið. ember gætu hafizt viðræður í Genf með tæknilegum sérfræð - ingum á þessum sviðum. Kvafíst hann vona, að þjóðir hcims eygðu nú upphafið að skipulagðri afvopnun. Þessu yrði hins vegar aldrei komið í kring nema full einlægni ailra aðila til Dulles ræddi um vandamálin, sem nú eru efst á baugi. Drap hann fyrst á Formósumálið og tók fram, að í þau níu ár, sem kommúnistastjórnin kínverska, hefði setið að völdum hefði hún aldrei haft í höndum yfirstjórn hinna umdeildu eyja undan strönd meginlandsins. Nú ætluöu kommúnistar að taka sér völd á þessum eyjum — með ofbeldi. Benti hann á, að Sameinuðu þjóðirnar hefðu árið 1950 talið tilraunir kommúnista til að „sam- eina“ Kóreu vopnaða ofbeldis- árás. Á sama hátt væri ekki hægt að viðurkenna rétt kínverskra kommúnista til þess að brjóta undir sig eyjarnar umdeilau með vopnavaldi — einungis vegna þess, að þær væru „við hend- ina“, eins og hann orðaði það. ★ Dulles sagði, að kínverskir kommúnistar ógnuðu nú heimsfriðnum með framferði sínu. Þeir hefðu nú enn einu sinni sýnt „friðarvilja" sinn. Ef viðræðurnar í Varsjá bæru engan árangur, mundu Banda- ríkin leggja málið fyrir Sam- einuðu þjóðirnar. ★ Þá minntist Dulles á atburðina í Ungverjalandi, hvernig Ráð- stjórnin hefði virt að vettugi sam þykktir Sameinuðu þjóðanna — og hvernig gegndarlausu ofbeldi og kúgun væri haldið áfram í landinu. Ráðstjórnin hefur einn- ig staðið í veginum fyrir sam- einingu Þýzkalands, sagði hann. ★ Því næst ræddi Dulles um at- burðina fyrir botni Miðjarðar- hafsins og kvað það von sína, að þar færi að hægjast um. Viðræð- ur hæfust bráðlega við hinn nýja forseta Líbanons um brottflutn- ing Bandaríkjahers frá Líbanon. Útlitið væri betra, sagði hann — og Arabaþjóðirnar hefðu nú stað- ið saman að tillögu til úrbóta. Þær hefðu á þann hátt gerzt ábyrgari og miklar vonir væru bundnar við þá þróun. ★ 1 þessu sambandi gat hann hins gegndarlausa útvarpsáróð- urs, sem rekinn er af kommún- istum í Arabaríkjunum. Hann sagði æskilegt, að Sameinuðu þjóðirnar kæmu á eins konar könnun á þessum áróðri, áróðurs- útsendingar útvarpsstöðvanna yrðu hljóðritaðar — þá mundu viðkomandi aðilar e. t. v. draga úr. Síðan lagði Dulles til, að Sam- einuðu þjóðirnar stofnuðu eins konar „friðarsveitir", þ. e. her- sveitir, sem jafnan yrðu til taks til þess að gegna eftirlitshlut- verki í umboði SÞ í þeim hlut- um heims, sem þörf krefði. Dulles vék því næst að afvopn- unarmálunum. Sagði hann Bandaríkjastjórn mundu gera allt, sem í hennar valdi stæði til þess að draga úr hættunum á skyndiárás. Viðræður sérfræð- inganna í Genf hefði lofað góðu og vonir stæðu til þess, að í nóv- samkomulags væri fyrir hendi. Þá drap Dulles á efnahagsmál- in og hinni brýnu þörf á að bæta hag þeirra þjóða, sem skammt væru á veg komnar. Sagði hann Bandaríkin reiðubúin til þess að koma til hjálpar að svo miklu leyti sem þau gætu. Ógnunum fátæktar og sjúk- dóma verður einungis mætt með raunsæjum aðgerðum — og hvatti hann allar þjóðir til þess að sýna skilning á málefninu, þörfin væri brýn. Það mál, sem einna helzt þarfn aðist nú skjótrar lausnar væri „deilan“ um himingeiminn, sagði Dulles. Þjóðir heims yrðu að Framh. á bls. 19 Fyrsti loftbardaginn TAIPEI, 18. sept. — Kínverskum þjóðernissinnum tókst í dag að afferma tvö birgðaskip við Que- moy, en í gær vom þrjú skip affermd án þess að kommúnistar fengju rönd við reist. Strandvirki kommúnista hafa ekki verið ýkja hávaðasöm í dag og tókst þeim ekki að vinna neitt tjón á þessum fimm flutninga- skipum. Hins vegar hæfðu kommúnist- ar strandgæzlubát þjóðernissinna, sem var á siglingu 10 mílur und- an Quemoy. Dráttarbátar komú þegar á vettvang og drógu gæzlu- bátinn, sem var nokkuð laskaður, úr skotfæri strandvirkjanna. ★ Samkvæmt síðari fregnum tókst þjóðernissinnum að granda þrem rússneskum MIG-17 orr- urstuþotum, í dag. Voru MIG-þot- urnar 20 saman og sló í bardaga með þeim og 4 þotum þjóðernis- sinna, sem voru af bandarísku gerðinni F-86. Þetta átti sér stað í mikilli hæð um 20 mílur frá Qruemoy. Segjast þjóðernissinnar ekki hafa misst neina þotu í átök- unum. ★ Talsmaður kommúsistastjórn- arinnar sagði í dag, að Banda- ríkjamenn hefðu nú 6 sinnum farið inn í kínverska landhelgi — og Bandaríkjamenn væru nú aðvaraðir í sjöunda *inn. Samkv. heimildum á Formósu hafa 120 lestir matvæla og vopna verið fluttar sjóleiðis til Quemoy sðustu tvo dagana — *g 20 lestir flugleiðis. Óttazt er, að haust- stormarnir séu skammt undan og þá verður enn erfiðara að ann- ast flutningana. Á Quemoy eru nú 100 þús. hermenn og 50 þús. óbreyttir borgarar. Talsmaður bandarísku her- stjórnarinnar var spurður að því í dag hvort bandarískar orrustu- flugvélar mundu elta flugvélar kommúnista yfir meginlandið, ef hinar síðarnefndu gerðu árás á þær bandarísku. Ekki vildi tals- maðurinn gefa ákveðið svar, en sagði, að sennilega yrði ákvörð- unin um það tekin i loftinu — af yiðkomandi flugforingja, ef til slíkra átaka kæmi. Frú Georgia Björnsson fyrrum forsefafrú láfin RÉTT í þann mund er Morgun- Frú Georgía Björnsson hafði blaðið var fullbúið til prentunar fyrir nokkrum vikum verið flutt i gærkvöldi, barst því andláts- fregn frú Georgíu Björnsson, fyrr um forsetafrúar, ekkju Sveins Björnssonar, fyrsta forseta ís- lenzka lýðveldisins. Lögþingið kvattsaman Um Jbrennf að velja, segir Berlingur Ný láðstefna? FREGNIR frá New Yoirk herma, að á fundi dag- skrárnefndar Allsherjar- þingsins á miðvikudag- inn hafi verið ákveðið, að tillaga frá Dag Hamm arskjöld um, að efnt skyldi til nýirrar ráð- stefnu um réttarreglur á hafinu skuli tekin til um- ræðu á Allsherjarþing- inu. Kaupmannahöfn, 18. sept. Einkaskeyti til Mbl. LÖGÞINGIÐ hefur nú verið kvatt saman til þess að ræða brezku miðlunartillöguna um fisk veiðitakmörkin við Færeyjar. Danska stjórnin hefur nú rætt tillöguna, en ekki er búizt við því að afstaða Lögþingsins verði kunngerð fyrr en eftir noltkra daga — og þá fyrst verður séð hvort grundvöllur er fyrir áfram- haldandi viðræður Dana og Breta um málið. Dönsku blöðin eru sammála um það, að tillagan um „ytri 6 mil una“ sé mjög óljós — en í brezku tillögunni er gert ráð fyrir að Færeyingar fái 6 mílna fiskveiði- landhelgi, en eigi að hafa eftirlit með veiðum á 6 mílna belti þar fyrir utan. Auðvitað er spurt hver megi fiska þar — og hve mikið og virðast allir ekki á einu máli um hvernig túlka á þau ákvæði í til- lögunni. Berlingur segir, að Danir hafi um þrennt að velja, ef Færeying- ar haldi fast við 12 mílna fisk- veiðitakmörk — ekkert af þessu þrennu sé árennilegt. 1. Ganga að brezku tillögunni og efla andstöðuflokka Dana í Færeyjum — rétt fyrir kosning- ar. 2. Lýsa yfir 12 mílna fiskveiði- landhelgi til að friða Færeyinga, en jafnframt að brjóta gerða samninga við Breta — og fá í höfuðið stefnu frá þeim fyrir Haag-dómstólinn. Danir mundu tapa málinu fyrir Haag-dómstóln um, nema þá að það dagaði uppi vegna þess að S. þ. hefðu þá gert einhverja allsherjarsamþykkt í þessu efni. Þar að auki gætu Bretar sett fótinn fyrir danska útflutninginn til Bretlands til þess að mótmæla samningsbrot- inu. 3. Danska stjórnin getur dregið viðræðurnar við Breta á langinn fram yfir kosningar í Færeyjum — og beðið þess þannig, að fær- eysku stjórnmálamennirnir verði Framh. á bls. 19 í Landsspítalann, frá hinu vist- lega heimili sínu í Þingholts- stræti 30, en þangað flutti hún á sl. vori. Forsetafrúin átti eigi afturkvæmt af sjúkrahúsinu. Heilsu hennar fór ört hnignandi eftir að hún kom þangað. Síðasta sólarhringinn hafði hún verið mjög þungt haldin. 1 gærmorgun var hún orðin meðvitundarlaus. Eftir því sem á daginn leið þvarr lífsþróttur hennar smám saman og lézt frú Georgía seint 1 gær- kvöldi. Frú Georgía Björnsson var fædd 18. janúar 1884. Hinn 2. september síðastliðinn voru liðin 50 ár frá því að hún, ung að ár- • um, gekk að eiga Svein Björns- son forseta, sem þá var mála- færslumaður hér í Reykjavík. GÆZLULIÐ S. Þ. í Líbanon verð- ur nú aukið. 285 menn hafa hing- að til starfað í því. SOUSTELLE, upplýsingamálaráð herra Frakka fer til Alsír á morgun. Lýst hefur verið stofnun ríkisstjórnar í Alsír ísland sagt meðal þeirra ríkja, sem munu viðurkenna hana KAIRÓ, 18. sept. — Ferhat Abbas, leiðtogi þjóðfrelsishreyfingarinn- ar í Alsír lýsti því yfir í dag, að á morgun mundi stofnsett óháð ríkisstjórn í Alsír, stjórn þjóð- frelsishreyfingarinnar — og nvundi þessi stjórn leita stuð'nings annarra ríkja. Talsmaður þjóð- frelsishreyfingarinnar í Túnis skýrði jafnframt svo frá, að meira en 30 ríki hefðu þegar heitið því að viðurkenna stjórn Alsírbúa. Sagði hann, að á meðal þessara ríkja væru Arabaríkin, Rússland og Austur-Evrópuríkin, komm- úniska Kína, Júgóslavía, Ísland, Indland, Noregur og þrjú Suður- Amerikuríki. Meðal ráðherra í nýju stjórn- inni eru nokkrir uppreisnar- mannaleiðtogar, sem sitja í fengelsum Frakka. Þá er stað- hæft í Kairó, að Ferhat Abbas verði forsætisráðherra nýju stjórnarinnar. y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.