Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 16
16 MORCVlSfíLAÐIÐ Föstudagur 19. sept. 1958 SU2tE.\WONCr EF'TlR RICHARP borðið og hefði stegið henni gull- hamra og reynt að fá hana til stefnumóts við sig. Hún kvaðst hafa ætlað að segja mér frá því, en hana hefði brostið kjark til þess, er hún fann, í hve slæmu skapi ég var. Og það hafði einnig verið óttinn við að koma mér úr jafnvægi og eyðileggja með því síðasta kvöld okkar, sem olli því, að hún lézt ekki þekkja manninn, er við sáum hann hjá lyftunni. Þjónninn hafði vitanlega síðan (komið að undirlagi mannsins og •boðið henni fimm hundruð dali fyr ir nóttina. Hann hafði stungið upp á, að ég kynni að vera fús til að gefa samþykki mitt gegn helming þ>óknunarinnar — þar sem slíkir samningar voru laglegt brauð í Macao. Ég hló og fyrirgaf henni og sagði um leið: „Drottinn minn dýri, hvílík horg! Það er eins gott að við hypjum okkur héðan, áður en sP'llingin nær tökum á okkur — og áður en ég sný Ah Ng úr háls- liðnum“. „Mér þykir leitt, að ég skyldi skrökva að þér“, sagði Suzie, sem var enn ekki hætt að gráta. „Ég var svo hrædd". „Hrædd?“ „Já, hrædd við að missa þig. Ó, Kobert, ég er alltaf hrædd“. Ég smeygði mér upp í rúmið við thlið hennar, og hún hjúfraði sig fast upp að mér, en án nokkurr- ar ástríðu, og hún sagðist skamm ast sín fyrir að vera svo þreytt 'þetta síðasta kvöld okkar, að hún yrði að bregðast mér. „Það skiptir engu máli“, sagði ég. „Ég er einnig mjög þreyttur". Ég slökkti Ijósið. Ég var í raun og sannleika dauðþreyttur, og mér fór samstundir, að renna í brjóst. Ég skynjaði óljóst, að Suzie lá Vakandi við hlið mér. Mér flaug í hug, að hún kynni að vera áhyggju full vegna þess, að hún hefði akrökvað að r'ér, og ég sneri mér því að henni í svefnrofunum, kyssti hana innilega og hvíslaði að henni, að hún væri mín mesta hamingja í lífinu. Síðan vissi ég *ekki af mér, fyrr en ég rumskaði við eitthvert þrusk í herberginu og þreifaði eftir Suzie, en fann hana ekiki og komst að raun um, að ég væri einn í rúminu. Við Iþað vaknaði ég til fulls, opnaði augun og sá í daufri skímunni frá glugganum, að Suzie stóð við snyrtiborðið, grafkyrr og teinrétt, og ég þóttist sjá á henni, að hún væri að hlusta eftir, hvort ég myndi hafa vaknað við þruskið, sem hún hefði valdið. Ég opnaði munninn í því skyni að spyrja hana, hvað hún væri að gera, en orðin dóu á vörum mér, er ég tók eftir, að hún var komin í kín- verska kjólinn sinn. Hún var alklædd. Nei, hugsaði ég. Hún getur ekki verið að fara til hans. Nei, það er óhugsandi. Líkami minn var sem lamaður af þeirri grunsemd minni. Ég gat ekki komið upp nokkru orði. Ég horfði á hana, er hún hreyfði sig gætilega. Hún beygði sig niður til þess að smeygja sér í skóna. Skyndilega, mér til mikils hug- arléttis, rann upp ljós fyrir mér. Hún var auðvitað á leið fram í ibaðherbergið. Hún klæddist kjóln um í stað sloppsins, sem hún var vön að nota, sennilega hafði hún ekki haft hann við hendina í ■myrkrinu, og hún hafði viljað forð ast það að kveikja ljós, til þess að 'hún vekti mig ekki. Þess vegna ■klæddist hún kjólnum. Hún opnaði dyrnar gætilega. — 'Hún hikaði, um leið og bjarta Ijós rák frá ganginum lagði inn í her- bergið. Hún leit snöggt í áttina til rúmsins. Síðan opnaði hún dyrnar til fulls, flýtti sér út og lokaði á eftir sér. Hún sleppti snerlinum hægt og hljóðlega. Ég vissi, að brátt myndi óvissa mín taka enda (fflizaleth —^lrclen, 'tivö ruuorur Blue Grass Solid Cologne Eye Lotion Moisture Cream Ardena Covering Cream Ardena Masque Cleansing Cream Orange Skin Food Special Hormone Cream Velva Cream Ardena Varalitur Vitamin Cream Moisture Oil Ail Dáy Foundation Amoretta Cream Featherlight Foundation Protecta Cream Lotion Basic Sheen Ardena Powder Japonica Powder cfij^jalá Áin unn 1— hún hlyti að taka nokkur skref til vinstri og fara inn í baðher- bergið við hliðina á herbergi okk- ar. — Ég lagði við hlustir. Ég hélt niðri í mér andanum. Síðan heyrði ég fótatak hennar, sem var óreglu legt, vegna þess að hælinn vant- aði á skó hennar. Hún fór ekki til vinstri, heldur til hægri. Ekki í áttina til baðherbergisins, heldur í áttina til lyftunnar og stigans. 'Ég heyrði fótatak hennar fjarlægj ■ast eftir ganginum. Síðan varð alger þögn. Ég lá nokkra stund hreyfingar- 'laus, án þess að trúa fyllilega eig in eyrum. Síðan settist ég upp og kveikti ljósið. Ég kenndi stings, er ég sá autt rúmið við hlið mér, eins og ég hefði ósjálfrátt vonazt eftir að sjá hana þar. Allt í einu laust þeirri hugsun niður í huga mér, að sennilega hefði baðher- bergið verið í notkun. Ef til vill liafði hún komið að því læstu og 'þess vegna farið til baðherbergis ■á næstu hæð. Ef svo hefði verið, iværi einhver þar enn, þar sem ég ihafði ekki heyrt neinn fara. Ég stökk fram úr rúminu og hélt fram á ganginn, til þess að at- huga þetta nánar. En dyr baðher- bergisins voru opnar í hálfa gátt, og myrkur var þar inni. örvænt- ingin greip mig aftur. Ég fór aft- ur inn í herbergið, klæddi mig í buxur og skyrtu og hélt siðan fram ganginn í áttina til lyftunn- iar. Ah Ng svaf við borð sitt, höf- uð hans lá upp við lyklaspjaldið. Ég hallaði mér yfir hann og hristi Ihann til, annað augnalokið lyftist, en að baki þess var aðeins grátt slám. Síðan pírði hann á mig aeil- brigða auganu. „Hvar er hún?“ sagði ég. „Hvar er konan mín?“ „Ha?“ „Konan mín —hrert fór hún?“ Hann rétti áfjáður úr sér í sæt inu og hélt sýnilega, andartak, að ég væri til í eitthvert ráðabrugg. En al'lt í einu varð honum Ijóst, að ég væri honum f jandsamlegur og hann gerði sér upp syfju og sljóleika á ný. „Ég veit ekki neitt. Ég hef sofið“. Ég fór allt í einu að hugsa um handtösku hennar. Hefði hún far- ið á fund karlmanns, hefði hún tekið hana með sér. Hafði hún verið í herberginu? Ég gat ekki munað það. Ég flýtti mér aftur inn ganginn. Ég fór inn í herberg ið, en ég sá ekki töskuna. Hún var hvorki á snyrti'borðinu, stólnum né náttborðinu. Ég tók til að leita í herberginu, opnaði skúffur, rót- aði í rúmfötunum og hugsaði um leið: „Góði guð, láttu mig finna töskuna hérna, láttu hana vera hérna í herberginu". Þegar ég hafði umturnað öllu í herberginu, án þess að finna hana, varð mér ljóst, að hún hefði farið til kyn- blendingsspjátrungsins og hefði tekið töskuna með til þess að geta greitt sér og snyrt eftir á. Hún mundi einnig þurfa á töskunni að halda til þess að láta peningana í hana, eins og hún hafði gart, þegar sjómennirnir áttu í hlut. — Ég lét fallast niður á stólinn, ör- væntingin nísti hjarta mitt, og ég halliaði mér aftur á bak í stólnum og stundi þungan. Ég man ekki, hve lengi ég sat á stólnum. Ég man einungis eftir sársaukanum og sálarkvölinni, ekkert komst að annað en sárs- aukinn, ekki einu sinni hugsun um Suzie. Síðar var ég farinn að stara á málverkið, sem ég hafði málað af Suzie; og er ég sá hana liggja þarna í rúminu innan um bæld rúmfötin, fór ég að kalla hana öllum þeim nöfnum, sem slíkum konum eru oft gefin, en brátt flaug mér í hug, að begar Suzie ætti í hlut, yrði ég að veija önnur enn verri orð, því að þetta var eins og ég kallaði leikkonu leikkonu og búðarstúlku búðar- síúlku — það var ekki hægt að svivirða neinn með því að ne£:;a hann sínu rétta nafni. Ég braut heilann óljóst um, hvers vegna hún hefði gert þetta, og komst helzt að þeirri niðurstöðu, að um eins konar afturhvarf í samræmi við innsta eðli væri að ræða. Það var ekki hægl að búast við því af kvensnipt á borð við hana, að hún gæti setið á sér til lengdar. Um leið og spjátrungur með Wai- kiki hálsbindi varð á vegi henn- ar, brast hana mótstöðuþrekið. Ég sat enn á stólnum, þegar dyrnar voru opnaðar gætilega í hálfa gátt — Suzie hlaut að hafa séð ljósið og orðið þess áskynja, sér.til mikillar hrellingar, að ég hefði vaknað. En von bráðar opn- uðust þær þó til fulls, og hún birtist í dyrunum. Hún var föl og skefld og óttaðist sýnilega, hvað ég myndi taka til bragðs. Hún lokaði augunum andartak og studdi sig við snerilinn. Síðan gekk hún að rúminu, settist nið- ur, lokaði augunum aftur og sagði: „Ég var búin að segja þér, að ég væri ómöguleg. Ég sagði þér, að ég mundi aðeins verða þér til vandræða". Ég tók eftir, að dökkir baugar voru undir augum hennar. Það var sízt að undra, hugsaði ég. Ég stóð upp og kallaði hana öll- um þeim illu nöfnum, sem komu fram í huga mér, fór síðan út og lokaði á eftir mér. Ég reikaði um mannlaus stræt- in, án þess að skeyta um, hveit ég fór. Heitt og mollulegt var í veðri, og buxurnar límdust við fótleggina vegna svita. Ég tók eftir bryggjunni, þar sem við höfðum komið að landi, og ég sá stóra hvíta gufuskipið, sem við ætluðum með næsta dag. Síðar tók ég eftir framhlið gamallar dómkirkju með gapandi gluggum, og í gegnum þá sa í heiðan him- ininn. Það var ekkert eftir af kirkjunni, nema þessi eini vegg- ur. Allt annað hafði eyðzt í eldi. Það hefur sennilega verið sjálfs- íkveikja, hugsaði ég. Sennilegu hefur kirkjan gefizt upp í örvænt ingu og framið sjálfsmorð, því að ekki einu sinni dómkirkja fékk haldið velli í baráttunni við það illa í þessu bæli spillingar- innar. Síðan tók ég ekki eftír neinu í umhverfi mínu, fyrr en einhver varnaði mér þess að kom ast lengra. Það smávaxinn afrík- anskur hermaður með byssu og byssusting, og að baki hans var girðing yfir veginn og hinum megin þeirrar girðingar tók Rauða-Kína við. Rauða-Kína, þar sem knæpum hafði verið lok- að og stúlkum skipað í verk- smiðjur. Rauða-Kína átti heiður skilið fyrir það. Hefði Suzie ver- ið í Rauða-Kína, mundi hún nú vera að herða rær á dráttarvél- um í stað þess að selja líkama sinn spjátrungum í silkiskyrtum með Waikiki hálsbindi. Ég sneri aftur og gekk til baka sömu leið. Von bráðar var ég kom inn að dómkirkjunni með gap- andi gluggum, sem minntu á gap- andi augntóttir beinagrindar, dómkirkjunni, sem framið hafði „Hara kiri“, kviðristu, vegna þess, að hún mátti sín einskis í barátt- unni við syndina. Það var tekið að birta af degi. Ég fann til þreytu og settist niður undir þess um eina vegg kirkjunnar, og 'g hreyfði mig ekki, fyrr en sólin var tekin að varpa skuggum, og klukkan var orðin hálf niu. Þá stóð ég upp og hélt í áttina til gistihússins. Ég fór upp í lyftunni og síðan inn ganginn til herbergisins. Suzie lá á rúminu. Hún hafði grátið, andlit hennar var rautt og grátbólgið, og augun sljó og tómlátleg, eins og lífinu veri lokið fyrir henni og hún óskaði að deyja. „Skipið fer klukkan hálfell- efu“, sagði ég. „Verðúrðu tilbú- in?“ Hún var í þann veginn að svara, en fór að gráta aftur, og orðin köfnuðu í hálsi hennar. Tár in streymdu jafnört úr augum hennar og skrúfað hefði verið frá krana. Ég minntist allt í einu Maríulíkneskis, sem ég hafði séð á Italíu. Presturinn hafði skrúfað frá leyndum krana, g um leið höfðu tárin streymt niður hvíta glerhúðaða vanga Maríulíknesk- isins. Um leið hafði presturinn sagt með nokkurri hreykni: „Hin grátandi jómfrú!" Grátandi jómfrú! Ekki nema það þó! „Ég ætla að fá mér steypibað“, sagði ég. Ég tók rakhníf minn og snyrti- áhöld og hélt út úr herberginu og skildi hana eftir grátandi á rúminu. Baðherbergið við hliðina á herbergi okkar var í notkun, og ég hélt því fram ganginn, fram hjá borði Ah Ng og upp á næstu hæð til baðherbergisins þar. Ég læsti dyrunum, afklæddist og skrúfaði frá vatninu — en þegar ég var að stíga yfir brúnina undir a r l ú 1) „Þú *rt með mynd þarna í I pabbi“. vasanum, drengur minn. Viltu 2) „Segðu réttinum hvernig •ýoa rétUnum hana?“ „Já, þessi raynd er Ul komin“. „É tók hana að næturlagi við bjórstýfl- urnar í Týndu skógum. 3) „Jæja, Tommi, segðu réttin- um hver hann er þessi sem held- ur á sprengiefninu". „Þa. . það ert þú, pabbi“. ailltvarpiö Föstudagur 19. sept. Fastir liöir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Tónleikar: Létt lög (plötur), 20.30 Erindi: Orrustur um Is- landsmið 1532 og sáttafundurinn í Segeberg; II. Grindavíkurstríð- ið (Björn Þorsteinsson sagnfræð- ingur). 20,55 Islenzk tónlist: Tón- verk eftir Björgvin Guðmunds- son (plötur). 21,30 Útvarpsaagan: „Einhyrningurinn" eftir Sigfrid Siwertz; III. (Guðmundur Frí- mann skáld). 22,00 Fréttir, íþrótta spjall og veðurfregnir. 22,15 Kvöldsagan: „Presturinn á Vöku- völlum“ eftir Oliver Goldsmith; VIII. (Þorsteinn Hannesson). — 22,35 Sinfónískir tónleikar (plöt- ur). 23,10 Dagskrárlok. Laugardagur 20. september Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn- dís Sigurjónsdóttir).,— 14.00 Um- ferðarmál: Þungaflutn. á þjóð- vegum (Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri). — 14.10 „Laugar dagslögin". — 19.00 Tómstunda- þáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). — 19.30 Samsöngur: Alpakórinn í Lombardo syngur (pl.) — 20.30 Raddir skálda: Tvær svipmyndir eftir Jónas Árnason (Höf. les). — 20,50 „Undir ítalskri sólhlíf“: Margs konar lög, sung- in og leikin (pl.). — 21.20 Leikrit: „Allt fyrir föðurlandið" eftir Ge- orge Bernard Shaw (áður útvarp- að í september 1956). Þýðandi: Árni Guðnason. — Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Rúrik Haraldsson, Herdís Þor- valdsdóttir og Gestur Pálsson. — 22.10 Danslög (pl.). — 24.00 Dag- skrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.