Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 8
I MORGV TS BL AÐIÐ Föstudagur 19. sept. 1958 Æ FRA S. U. S. T í Í3IN RITSTJORAR: ÓLAFUR B. THORS OG SIGMUNDUR BÖÐVARSSON Fornar hetjur og Sælingsdalslaug í nýjar að Dalasýslu Rifjað upp um Guðrúnu Ósvifursdóttúr Tungustapa o. fl. HVAMMSSVEIT í Dalasýslu er íræg sveit úr íslendingasögum okkar. Að Hvammi í Hvamms- sveit reisti Auður djúpúðga bæ sinn og má segja, að staðurinn hafi borið það nafn allt frá þeim tíma. Hvammur hefur verið byggður allt frá því á landnáms- öld, og hafa fjölmörg örnefni og bæjanöfn geymzt frá landnáms- öld í Hvammssveitinni. Ennþá eru t.d. til Erpsstaðir, Hundadal- ir, o.fl. staðir bera nöfn, er Lax- dæla getur um. Hvammur liggur nú orðið nokkuð úr alfaraleið, ef haldið er vestur á bóginn, enda hefur annar og hentugri staður, Búðardalur tekið við af Hvammi sem höfuðból Hvammssveitar. Búðardalur er mjög í vexti, og mun staðurinn eflaust verða mjög mikilvægur í framtíðinni, ef frumvarp Friðjóns sýslumanns Þórðarsonar, alþm., nær fram að ganga. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir, að komið verði upp leirverksmiðju nálægt Búðardal (á nánar tilteknum stað), og sér þá hver í hendi sér, hver lyfti- stöng það verður fyrir Búðardal. Eins og kunnugt er situr sýslu- maður Dalamanna í Búðardal. ir draga nöfn sín af, öðru frem- ur, er drangi mikill eða stapi, sem stendur svo til í miðjum daln um. Þetta er Tungustapi, sem frægur er úr samnefndri þjóð- sögu. Svo að rifjuð sé upp saga þessi í aðalatriðum, segir þar, að í Sælingsdalstungu, sem stendur gagnvart Laugum sunnan megin í dalnum, hafi einhvern tíma búið ónafngreindur bóndi með tveim- ur sonum sínum þeim Arnóri og Sveini. Sveinn á að hafa verið í makki við álfa í Tungustapa. Svo mikið er víst, að iiann hvarf alltaf um nýárið og vissi enginn, hvað um hann varð. Arnór kunni þessum tiltektum broður síns ílla og fer eina nýársnótt, er Sveinn hafði horfið að vanda, að leita hans. Finnur hann Svein við Tungustapa, þar sem hann hlýðir á messu með álfum. Kall- ar Arnór til Sveins, víst á mjög örlagarikri stund og hvetur hann að forða sér, líf hans liggi við. Tekur Arnór síðan sjálfur til fót anna í áttina heim að Tungu, en álfaflokkurinn kemst milli hans og bæjarins og ríður á hann ofan, þar sem heita Banabrekkur. Liggur Arnór þarna um nóttina gamla skólaúsið Einnig búa þar tveir læknar, ann- ar fyrir menn, en hinn fyrir aðrar skepnur. Þar hefur Kaupfélag Hvammsfjarðar og samastað sinn. En svo við höldum okkur við sögufræga staði í Hvammssveit- inni, skulum við staldra við þann fornfræga stað, Sælingsdalslaug. Sælingsdalslaug er um það bil 25 km. vestur af Búðardal. Að Sæl- ingsdalslaug bjó fyrrum ekki ómerkari persóna en Guðrún Ósvífursdóttir (auk þess sem greinarhöfundur var þarna á barnaheimili, þegar hann var sex ára). Laxdæla greinir frá fyrri atburðinum: Fáir morgnar munu hafa verið örlagaríkari að Laug- um en morgunn sá, er Guðrún hvatti Bolla, mann sinn, ásamt fleirum að fremja það ódæðis- verk að vega Kjartan. Hafði kven skörungur þessi hin háðslegustu orð um heimamenn en hótaði bónda sínum hinni mestu sví- virðu.Og svo fór, að Guðrún hafði sitt fram, en afreksmaður- inn Kjartan féll fyrir Laugabónd anum, vígmóður en ósár. Graf- skrift þessa dags eru orð Guð- rúmar, er hún lét sér um munn fara að Helgafelli, þegar hún var orðin nunna: „Þeim var ek verst, er ek unna mest“. Það, sem einkennir Sælings- dalinn, sem Laugar og fleiri stað Sælingsdalslaug í Dalasýslu. nær dauða en lífi, unz bóndinn á Laugum gengur fram á hann, er hann fór til söngs að Tungu. Dó Arnór í örmum Laugabónd- ans. — Þessar tvær sögur, sem ég hef nú rifjað nokkuð upp, munu vera þjóðfrægar um þá Lauga- bændur. Ólíkar urðu ferðir þeirra. Annar fór með vígahug að morgni og hafði vegið mann um kvöldið. Hinn gekk út með kristilegu hugarfari til bæna- halds um morguninn og hafði veitt deyjandi manni nábjargir um kvöldið. En sleppum nú „fornaldarinn- ar ímynduðu farsæld“ og skyggn umst um að Laugum eins og þar er umhorfs í dag. Laugar eru mjög vel í sveit settar. Hér nýtur sólar mestan hluta dagsins, ef henni þóknast á annað borð að láta sjá sig, og lognsælt er hér með afbrigðum. Eins og nafnið Laugar bendir til, er hér sundlaug, og er því fyrir að þakka, að uppi í fjallshlíðinni fossar heitt vatnið út úr kletta- berginu. Heita vatnið er notað bæði til upphitunar húsa hér á staðnum og svo auðvitað sund- laugarinnar. Sundlaugin er eins og nærri má geta mikið sótt af Dalamönnum a.m.k. um sumar- tímann og ferðamenn bregða alloft af alfaraleið til þess að fá sér bað. Sundnámskeið eru hald in hér ár hvert, og krakkarnir hér í nágrenninu eru ekki há í loft- inu, þegar þau eru orðin flug- synd, hvort sem er heldur á bringusundi, baksundi eða sínu eigin „hundasundi”, sem þau sum hver vilja ógjarnan láta af. Það mun nú vera alllangt síðan farandskóli var lagður niður í Hvammssveitinni eins og flestum sveitum landsins. í þeos stað hef- ui verið heimavistarskóli hér að Laugum og að Laugum býr skóla stjórinn, sem jafnframt er kenn- ari við skólann. Skólinn hefur verið til húsa í sundlaugabygg- ingunni, sem er fremur lítið hús á nútíma vísu, þótt hún hafi ver- ið mikil bygging á sínum tíma, en laugin var byggð árið 1930. Húsið er nú öldungis ófullnægjandi sem skólahús og því réðust Hvamms- sveitungar í það fyrir tveimur árum að hefja byggingu nýs skólahúss. í fyrstu stóðu Hvammssveitungar einir að byggingunni, en nú mun Fells- strandarhreppur hafa hlaupið undir bagga með Hvammssveit- ungum, enda gefur það áuga leið, að sh'k bygging sem þessi leggst þungt á útsvörin, enda þótt ríkið greiði nokkurn hluta kostn- aðarins við byggingaframkvæmd irnar. Ég hef heyrt, að fleiri hreppar ætli að leggja þeim, sem fyrir eru, lið, enda væri það eðlilegt, því að skólinn er fyrirhugaður sem heimavistarskóli a.m.k. að nokkru leyti og þá ekki einungis til handa Hvammssveitungum heldur og öðrum íbúum sýslunn- ar. Gert er ráð fyrir, að um 30 nemendur geti dvalið í skó'anum, meðan skólatíminn ster ur yfir. Til þess að gefa nokkra hugmynd um byggingu þessa, get ég upp- lýst, að búið er að reisa tvær hæð ir, og er hvor hæð um sig 169 fermetrar. Á neðri hæðinni er eldhús, borðsalur og búr öðrum megin gangs, er liggur eftir endi- löngu húsinu, en nemendaher- bergi hinum megin ásamt nokkr um W.C.s. Uppi yfir eru svo her- bergi fyrir kennara og ráðskonu (sitt í hvoru lagi þó) og sömu megin er einnig sjúkraherbergi. Hinum megin gangsins eru nem- endaherbergi. Allt kemur hús- næði þetta til með að verða eink- ar smekklegt. Auk þessa á að reisa viðbótarbyggingu, þar sem kennslustofur verða. Þá á einnig að reisa skólastjórabústað. Síðastliðin tvö sumur hefur sleitulaust verið unnið við bygg- inguna, og er hún nú langt kom- in. í sumar hafa unnið að Laug- um um og yfir tíu menn frá morgni til kvölds. Eins og geta má nærri er framkvæmdunum hraðað eftir megni, til þess að nota megi skólann til kennslu á vetri komanda. Við, sem dveljum hérna núna og vinnum við bygginguna, fleygjum því bæði í gamni og al- vöru að nota ætti skólann sem sumarhótel á sumrin, því annars lægi húsið ónotað hjá garði a.m.k. 4 mánuði ár hvert. Ekki veitir víst af að „bæta úr gistihúsa- skortinum“. Þegar skólabygging þessi er að fullu gerð, munu sennilega fáir hreppar á landinu eiga sér veg- legri barnaskóla en Dalamenn. Ég ætla ekki að hætta mér út á þann hála ís að fara að ræða skólamál yfirleitt. Slíkt yrði langt mál. En takmarkið hlýtur að vera, að sérhver hreppur á landinu eignist skóla á borð við skólann að Sælingsdalslaug. Það þarf stærri og hraðskreiðari skip Sagði Skúli Möller í samtali við síðuna í gær Á FUNDI Sjálfstæðisfélaganna um landhelgismálið hér á dögun- um var meðal ræðumanna Skúli Möller, sem verið hefur á varð- skipinu Ægi undanfarið. Vakti frásögn hans af viðskiptum Ægis við hina brezku landhelgisbrjóta verðuga athygli. Okkur lék hug- ur á að fræðast meir um starf- semi landhelgisgæzlunnar og tókum hann því tali. — Var ekki glímuskjálfti í mönnum þá er leið að miðnætti þess 31. ag.? — Jú, ekki er var laust við það, þó einkum þegar við reyndum að taka fyrsta togarann. Við vissum ekki hvernig það myndi fara, trúðum því ekki að óreyndu eins og okkar forspáu stjórnar- völd, að Bretar myndu beita hörðu. — Datt ykkur ekki í hug, að brezkir myndu beita skotvopn- um? — Nei, varla, að minnsta kosti kom aldrei til mála að svara í sömu mynt, enda lítið þýtt. Við tókum aldrei seglið af fallbyss- unni. — Féll ykkur ekki þungt að þurfa að láta undan siga aðeins vegna lélegri útbúnaðar? — Sjáðu til, við hófum góða samvizku en þeir slæma, það virðist mér ætla að verða ofan á. — Hver er helztur munur á starfi á kaupskipi og varðskipi? — Vinnan er ólík og agian. — Finndist þér rétt að taka upp fullkominn heraga á varðskipun- um? — Já, fullkomlega, þetta ætti að vera eins og á herskipi, ef vel ætti að vera. Ekki svo að skilja, að á það hafi nokkuð reynt, en allur er varinn góður. Varðskips- menn skilja mæta vel þá ábyrgð, sem starfi þeirra fylgir, það er eins og það vanti bara hið opin- bera innsigli. — Og skipin? — Of fá, of smá, of hæggeng. Með þeim skipakosti, sem nú er, væri útilokað að gæta landhelg- innar, en flugvélin hefur stórum bætt ástandið. En þegar til lengd- ar lætur dugar landhelgisgæzl- unni ekki manngildi og einurð varðskipsmanna eitt saman, það þarf stærri og hraðskreiðari skip. Stærsta skip okkar, Þór gengur Skúli Möller um 18 mílur, en hinn allt niður fyrir 10 mílur og geta því ekki elt uppi togara af nýjustu gerð. Okkur vantaraðminnsta kosti tvo fallbyssubáta, sem ganga yfir tuttugu mílur. Það er aðeins ótt- inn við öfluga gæzlu, sem bægja mun landelgisbrjótunum frá. Verði þar einhvers staðar lát á munu þeir ganga á lagið, hér eftir sem hingað til. — Hvað varð ykkur helzt til hughreystingar í hinum ójafna leik, var það ef til vill trú Davíðs, er hann gekk gegn hinum grimma Filistea? — Trú okkar var einhugur þjóðarinnar, einhugur, sem því miður var ekki að finna innan ríkisstjórnarinnar, þess aðila, sem ganga skyldi undan með góðu fordæmi. — Já. Lúðvík treystir ekki Guð mundi í og Guðmundur ekki Her manni, við því er ekkert að gera, reyni ég að hughreysta Skúla, þeir eru alltaf að reyna að slá sér upp hver á annars kostnað. — Það er einhugur þjóðarinnar, sem unnið hefur fyrstu orrustu þessa „stríðs", segir Skúli, en ekki hina síðustu. Hótun stjórn- arblaðsins „Þjóðviljans" um elt- ingaleik þeirra Lúðvíks og utan- ríkisráðherra á Allsherjarþingið er sízt til þess fallinn að styrkja málstað okkar. Slík skrif gætu snúið vopnunum í höndum okk- ar, ef óvinirnir ganga á lagið. — Það er sagt um Breta, að þeir tapi orrustunum, en vinni • stríðið segi ég. Svo gæti farið, segir Skúli, ef stjórnmálaspekúlantar fara að varpa þessu fjöreggi þjóðar- innar á milli sín, eins og „Þjóð- viljinn" er að hóta. Við verðum að styrkja landhelgisgæzluna og efla og vona í lengstu lög að hægt sé að hemja Lúðvík hér við tún- fótinn, þá mun allt fara vel. Með einurð og festu og þraut- seigju, þeim góða lesti íslendinga munum við vinna fullnaðarsigur. Sá sigur er áreiðanlega ekki langt undan. J. Frá FUS i Dalasýslu STARFSEMI félags ungra Sjálf- stæðismanna í Dalasýslu hefur staðið með miklum blóma á þessu sumri og efndi félagið m.a. til hópferðar á hérðasmót Sjálfstæð- ismanna í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, sem haldið var í Ólafsvík hinn 17. ágúst s.l. Var farið í tveim stórum bifreiðum og voru þátttakendur í ferðinni alls 84. Veður var gott og heppn- aðist ferðin ágætlega. Var mikill mannfjöldi þarna saman kominn víðs vegar að úr sýslunni og undu menn sér hið bezt.a fram eftir nóttu. Tvö undanfarin sumur hafa ungir Sjálfstæðismenn í sýslunni efnt til slíkra ferða, sem báðar hafa tekizt með miklum ágætum. Ekki leikur vafi á, að slíkar hóp- ferðir eru vel til þess fallnar að efla samheldni félaganna og skapa heilbrigðan félagsanda. Núverandi farmaður félagsins er Elís Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.