Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 6
I MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 19. sept. 1958 Séð yfír fundarsal Allsherjarþingsins. ssjr Þrettánda þing S. Þ. ÞRETTÁNDA allsherjarþing Sam einuðu þjóðanna er hafið í bæki- stöðvum samtakanna við Austur- á í New York. Mikil óvissa er í ýmsum alþjóðamálum, sem það mun taka til meðferðar. Menn tala því um að þetta þing kunni að verða örlagaríkt. Víst c að stormasamt verður á því og harð- vítugar deilur háðar. Með hverju ári sem líður fer að bera meira á samtökum Afríku og Asíu-þjóða í alþjóðamálum. Þessum samtökum er fyrst og fremst beint gegn hvítu þjóðun- um, gegn Evrópu og Ameríku. Þrátt fyrir það að þessar þjóðir þurfa á samvinnu og hjálp hvítu þjóðanna að halda, liggja að því mörg rök að þær verða frá- hverfar og fjandsamlegar þeim. Meginrót þeirrar óheppi- legu þróunar eru hin gömlu ný- lendusamskipti. Það er vart nema hálf öld síðan þessar heimsálfur, Asía og Afríka, voru nýlendu svæði Evrópu. Frá þeim tímum stafar mesta beiskjan, þegar þær urðu að lúta hinum evrópsku herrum. En enn í dag verða þær þess varar, að menn af þeirra eigin litarhætti sæta ofsóknum og verða að þola fyrirlitningu í löndum hvítu mannanna. Eru menn óþyrmilega minntir á þetta í fréttum sem berast frá báðum hliðum Atlantshafsins, hvort sem er frá Little Rock í Arkansas eða Notting Hill í Lundúnum. Andstaðan milli hvítu þjóðanna annars vegar og hinna hörunds- dökku þjóða Afríku og Asíu hins vegar mun væntanlega koma enn skýrar fram á þessu allsherjar- þingi en nokkru sinni fyrr. Rúss- ar kunna líka mætavel að færa sér sundrungina í nyt til þess að ala á kommúnískri byltingu. Það sást þegar af fyrsta þing- degi, að ekki muni verða mjög kyrrlátt í bækistöðvum Samein- uðu þjóðanna. Fyrstu harðvít- ugu deilurnar hófust þegar við kjör forseta þingsins. Þar voru þrír menn í framboði, Charles Malik, utanríkisráðherra Liban- on, Mohammed Maghoub, utan- ríkisráðherra Súdan og Jiri No- sek, fulltrúi Tékkóslóvakíu. Nokkrum leiðindum olli það þegar, að fleiri frambjóðendur en Malik skyldu koma fram. Það var margra álit að hann ætti fullan rétt til sætisins. Síðastliðið haust 1957 var hann fyrst í framboði til forseta allsherjarþingsins móti Sir Leslie Munro fulltrúa Nýja Sjálands. Var þá gert það sam- komulag meirihluta þátttöku- ríkja S.Þ., að ef Malik drægi fram boð sitt til baka, skyldi honum tryggt forsetasætið næsta ár. Það hefði líka þótt sjálfsagt að efna þetta loforð, ef ekki hefðu gerzt þeir atburðir á árinu, sem ýmsir töldu að gerbreyttu að- stöðu Maliks. Borgarastyr j öld hefur geisað í heimalandi hans, með miklu vægðarleysi og hörku. Engin launung er á því að stjórn Nassers studdi uppreisnarmenn af ráðum og dáð og hún hefur margsinnis úthrópað Chamoun forseta Libanons og Malik utan- ríkisráðherra sem landráðamenn eg útsendara Ameríku. Araba- blökkin, sem styður Nasser vildi því alls ekki una því að Malik yrði kjörinn forseti. Hún kom fram með súdanska utanríkisráð- herrann og var reynt að safna saman um hann öllu liðinu frá Afríku og Asíu. Feikilegt bak- tjaldamakk og hrossakaup stóðu því yfir í sölum Sameinuðu þjóð- anna sðustu dagana áður en þing- ið kom saman. Afríku-Asíu-blökk in lét í veðri vaka, að hún héfðl öruggan meirihluta fyrir súd- anska utanríkisráðherrann. Hvíta blökkin varð um sinn uggandi um að Malik væri ekki öruggur að ná kosningu og voru haldnir margir skyndifundir um þetta vandamál. Þegar kosning hófst tilkynnti tékkneski frambjóðandinn Jiri Nosek, að hann drægi framboð sitt til baka. Sú tilkynning kom mönnum ekki á óvart, það var búizt við því að kommúnista- blökkin myndi sem endranær standa með Afríku og Asíu-mönn um gegn Evrópu. En keppnin varð enn meira spennandi vegna þess, að nú höfðu andstæðingar ef svo má segja safnað öllu liði sínu saman. Þrátt fyrir það náði Malik kosn ingu. Hann hlaut 45 atkvæði en Mahgoub utanríkisráðherra Súd- an hlaut 31 atkv. 4 sátu hjá, en fulltrúi ísraels var fjarverandi. Þessi úrslit virðast sýna, að hinn vestræni heimur sé ekki enn bú- inn að missa meirihluta sinn hjá Sameinuðu þjóðunum. En ekki er víst að takist að safna atkvæð- unum svo vel saman í öllum deilumálunum. Er það þess vert að íhuga nokkuð hver verða helztu viðfangsefni Allsherjar- þings S. Þ. og hvernig liðið muni skiptast í þeim. Stærsta mál þingsins verður e. t. v. tillaga Indlands um það að Peking-stjórnin taki sæti Kína hjá S. Þ. í þessu máli hafa skoð- anir verið mjög skiptar meðai tveggja aðalforustuþjóða hins vestræna heims. Bretar eru hlynntir því að Peking-stjórnin fái sæti Kína hjá S. Þ. Banda- ríkjamenn hafa verið því alger- lega andvígir, því að þeir óttast að það yrði aðeins upphafið að enn meiri yfirgangi kínverskra kommúnista og að þeir muni taka OFT hefur verið um það rætt, hvílíkur aumingjaskapur það væri af okkur íslendingum að verða alltaf kartöflulausir, þeg- ar líða tekur á sumarið og vera upp á innflutning á kartöflum komnir. Kartöflur vaxa flestu betur hér hjá okkur og eru ekki vandmeð- farnar. En vinnukraftur er dýr hér á landi. Ef mikill vinnukostn- aður leggst á kartöflurnar, borg- ar sig alls ekki að rækta þær. Fólki finnst ekki einu sinni borga sig að rækta kartöflur til heim- ilisins, þar sem þeim er með niðurgreiðslum haldið í svo lágu verði í búðum. Þetta er allt gömul og marg- umtöluð saga. En nú hefur gerzt nokkuð nýtt í kartöflumálunum. í fyrradag voru birtar hér í biað- inu myndir af nýrri karötfluupp- tökuvél, sem Þykkvbæingar nota í fyrsta skipti á þessu hausti. Er vél þessi svo stórvirk, að hún tekur upp úr allt að hálfum öðr- í sínar hendur forustu Asíuþjóða. Bandaríkjamenn eru þessu enn mótfallnir og ekki sízt núna vegna fallbyssuskothríðar komm- únista á Quemoy. Þeir munu leggja fram þá grundvallarspurn- ingu á Allsherjarþinginu: Eigum við að hleypa kínversku komm- únistunum inn, aðeins vegna þess að þeir hafa skotið tugþúsundum fallyssukúlna á friðsama eyju? Það er talið líklegt að meirihluti sé enn á móti inngöngu Peking- stjórnarinnar í S. Þ. Saman við þetta mál mun bland ast ákæra Rússa á hendur Banda- ríkjunum vegna liðssamdráttar þeirra við Formósa. Saka þeir Bandaríkin um stríðshótanir við Kína. Þannig ógni þeir heims- f.iðnum. Það hefur vakið nokkra furðu, að Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna ber fram tillögu um stöðvun kjarnorkutilrauna. Mörgum finnst þessi tillaga ótíma bær,- þar sem stórveldin hafa nú samið um eins árs stöðvun kjarn- orkutilrauna frá og með 1. nóv. Það getur verið að tilgangur Rússa með því að taka málið á dagskrá sé aðeins að skapa sér betri aðstöðu í hinu al- menna afvopnunarmáli. Á síð- asta Allsherjarþingi varð enn ekkert samkomulag í afvopnun- armálunum. Þar strandar enn sem fyrr á því að Rússar vilja ekki fallast á nákvæmt vígbún- aðareftirlit. Málefni nálægra Austurlanda verða tekin til meðferðar. Rúss- ar kærðu Bandaríkin og Bretland fyrir vopnaða íhlutun á því svæði. Málið var afgreitt til bráðabirgða á aukafundi allsherjarþingsins með þeim hætti að kyrrð hefur komizt á, en þó lifir enn niðri í glæðunum. Þá ber að nefna Kýpurmálið og Alsírmálið. Bretar kveðast nú ekkert hafa á móti því að Kýpur- málið sé rætt. Þeir segjast ætla að snúa vörn upp í sókn. Mur.u þeir leggja fram áætlanir sinar um framtíð Kýpur, sem þeir segja um hektara á dag og skilar kart- öflunum í pokana. Fréttaritari blaðsins á staðnum skýrði svo frá, að bændur hefðu í hyggju að stækka garðlönd sín. ef leyfi fengist fyrir fleiri slíkum vélum. Þarna virðist fundin lausn á allri kartöfluvitleysunni. Þegar við höfum fengið svo stórvirk- ar upptökuvélar, hljótum við að geta framleitt nægilegar kartöfl- ur handa okkur til neyzlu allt árið og það mun ódýrari en áður. Skyldi annars vera nokkur hætta á að innflutningsyfirvöldin neiti um leyfi fyrir Slíkum vélum, en haldi í þess stað áfram að leggja blessun sína yfir innflutning á kartöflum? Búinn að tapa þríðja hjólinu. ÍTILL drengur kom til Vel- vakanda með tárin í aug- unum. Hafði hann skilið hjólið sitt eftir við Útvegsbankann, og það horfið. Velvakandi færðist í fyrstu undan að sinna erindi hans, þar sem svo margt tapast að sé eina lausnin á vandamál- inu. Jafnframt ætla þeir að ákæra grísku stjórnina fyrir að stuðla áfram að morðöld á eynni. Frakkar taka með allt öðrum hætti í Alsír-málið. Þeir mótmæla að það verði rætt á vettvangi S. Þ. Það sé innanríkismál Frakk- lands. Þeir benda á það að einnig sé mjög óheppilegt að ræða það um þessar mundir, þegar í deigl- unni séu nýjar reglur er bæti úr misrétti hinna innfæddu í Alsír. Þegar Alsír-málið verður tekið til meðferðar munu frónsku fulltrúarnir ganga úr fundarsal í mótmælaskyni. Það þykir víst að meirihluti þingsins samþykki harðorða ályktun sem fordæmi framferði Frakka í Alsír. ólík- legt er þó að gripið verði til nokkurra sérstakra aðgerða Sam- einuðu þjóðanna. Annað mál líkist mjög Alsír- málinu. Það er Suður-Afríkumál- ið. Stjórn Suður-Afríku sætir enn harðri gagnrýni fyrir ómannúð- legar aðgerðir gegn svertingjum, sem hún virðist vera að svipta öllum borgararéttí. Ungverjalandsmálið verður enn á dagskrá. Heimurinn mun seint gleyma hinum hræðilegu örlög- um ungversku þjóðarinnar, hinni JÓHANNESBURG, 13. sept. — Foringi stjórnarandstöðunnar í Suður-Afríku, Etienne Malan, lét þau orð falla í gærkvöidi, að kosning Hendriks Verwoerds í embætti forsætisráðherra væri afskaplegt slys, því hann væri óþjóðhollasti maður, sem nokk- urn tíma hefði komizt til valda í Suður-Afríku. daglega, en ólán drengsins virt- ist alveg hafa bugað hann. Þetta er nefnilega þriðja hjólið, sem tekið er frá honum. Tapið á hin- um hjólunum tveimur hafði hann auglýst og neytt allra ráða til að hafa upp á þeim, en án ár- angurs, og nú er hann alveg bú- inn að gefast upp á að reyna að leita. Og þetta hjól, „sem hafði verið grænt með bláu skftbretti og með svo miklu dóti á“I Það er annars furðulegt að svona skuli koma fyrir í ekki stærri bæ en Reykjavík er. Jafn vel þó glæsileg hjól „með dóti á“ kunni að reynast unglingi eða barni of mikil freisting, þá kemur tæplega til að það geti notað gripinn án þess að foreldrarnir verði þess varir. Ótrúlegt er að minnsta kosti að barn þurfi ekki að gera grein fyrir svo dýrum grip, ef það kemur með hann heim til sín. Vonandi áttar einhver, sem þessar línur les, sig á pví hvaðan græna hjólið með bláa aurbrett- inu er komið. rússnesku kúgun, sem enn er rifjuð upp við fregnirnar um að Rússar hafi látið skjóta Imre Nagy og nokkra félaga hans. Að lokum ber svo að nefna landhelgismálin, sem hafa mesta þýðingu fyrir okkur fslendinga. Ekki er vitað til þess að land- helgismál fslands verði sérstak- lega á dagskrá Allsherjarþings- ins, en fram er komin tillaga frá Hammarskjöld framkvæmda- stjóra S. Þ. um að efnt verði til nýrrar alþjóðaráðstefnu um stærð landhelgi og fiskihelgi almennt um víða veröld. fslenzka sendi- nefndin mun mótmæla þeim fresti og krefjast þess að málið verði afgreitt endanlega á þessu þingi. Ólíklegt er talið að sú til- laga íslendinga nái samþykki. Það er og mjög vafasamt talið aí stjórnmálafréttariturum hverja afgreiðslu þau mál myndu fá á sjálfu Allsherjarþinginu. En mjög er talað um það að Kín- verjar hafi gert íslendingum bjarnargreiða með hinni skyndi- legu útvíkkun sinnar landhelgi. Þær aðgerðir hafa það í för með sér, að stjórn Bandaríkjanna berst gegn 12 mílunum með hnúum og hnefum, en var nálægt því að vera hlutlaus gagnvart 12 mílna fiskveiðilandhelgi íslendinga. Malan var að tala á pólitískum fundi og sagði ennfremur, að Ver woerd hefði átt frumkvæðið að ýmsum grimmdarlegustu og fyr- irlitlegustu kynþáttalögum lands ins. Hann sagði að Verwoerd mundi herða baráttuna fyrir lýð- veldi í Suður-Afríku og skapa þar kreppu miklu fyrr en flestir gerðu sér ljóst nú. Hann benti á að meirihluti Verwoerds í kjör- dæmi hans í síðustu kosningum hefði verið 700 atkvæðum minni en fyrirrennara hans. „Þetta var stærsti siðferðilegi ósigurinn, sem nokkur frambjóðandi Þjóðerr.is- flokksins hlaut“, sagði Malan. Nýr prestur að Hvammi BÚÐARDAL, 16. sept. — Sunnu- daginn 14. þ. m. heilsaði nýr prest ur söfnuði sínum að Hvammi í Dölum. Það er séra Ásgeir Ingi- bergsson, ættaður úr Reykjavík. Hann brautskráðist vorið 1957 frá Háskóla íslands, en dvaldist í írlandi sl. vetur við framhalds- nám. Sr. Eggert Ólafsson, prófast ur að Kvennabrekku, setti hinn nýja prest inn í starfið. í Hvammi hefur verið prest- laust í nær tvö ár, eða síðan sr. Pétur Oddsson, prófastur, féll frá haustið 1956. Þann tíma hafa þeir sr. Eggert Ólafsson, prestur í Suð ur-Dalaþingum og sr. Þórir Stephensen, prestur í Staðarhóls- þingum, þjónað prestakallinu. Því er almennt fagnað, að aft- ur skuli vera kominn prestur að Hvammi, því að Hvammur er, auk fornrar helgi, eitt hlýlegasta og íegursta prestsetur á íslandL v o * skrifar ur daglegq lifimi ] Nú getum við ræktað nóg af kartöflum Verið var að flytja járnbita á vörubílum upp brekku við Efra- Sogs virkjunina. Bitarnir runnu til með þeim afleiðingum, að bíllinn „prjónaði“, eins og myndin sýnir. Ljósm.: Gunnar Pálsson. Verwoerd fœr það óþvegið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.