Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 15
Föstudagur 19. sept. 1958 MORCVNBLAÐ1Ð 15 Húnvetningu- iélngið knupir húsnæði fyrir félngsheintili ★ HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík hélt nýlega aðalfund sinn. Fráfarandi formaður, Finn- bogi Júlíusson skýrði frá störfum félagsins á árinu. Gat hann þess m.a. í skýrslu sinni, að félagið hefði á árinu fest kaup á húseign hér í bænum til starfsemi sinnar, en það hefur lengi verið ætlun félagsins, að koma sér upp visi að félagsheimili fyrir starfsemi sína. Fjárhagur félagsins er allgóður, en þó verður að stofna til all- mikilla skulda vegna húsakaup- anna. í því sambandi hefur fé- lagsstjórnin boðið út skuldabréfa lán að upphæð kr. 50.000.00, sem endurgreiðist á næstu 10 árum með 7 % vöxtum, tryggt með veði í fasteign félagsins. Treyst- ir félagsstjórnin því, að félags- menn, sem eru um 300, bregðist fljótt og vel við, og kaupi þessi skuldabréf hið allra fyrsta. Verða þau til sölu hjá formanni og gjald kera félagsins. Eins og undanfarin ár, var far- in skógræktarferð norður í Þór- dísarlund, en þar á félagið land, sem Kristján bóndi Vigfússon í Vatnsdalshólum gaf því til skóg- ræktar. Skemmtisamkomur voru haldn ar nokkrar á síðastliðnum vetri, og árshátíð, sem jafnframt var sú tuttugasta, en félagið varð 20 ára á sl. vetri. Við það tækifæri, barst félaginu að gjöf, forkunnar- fögur fánastöng frá Borgfirðinga félaginu í Reykjavík. í tilefni af- mælisins, gaf félagið hinni nýju Hvammstangakirkju, Guðbrands- biblíu, og var gjöfin afhent á árshátíðinni. Á komandi vetri, er fyrirhugað að halda nokkur skemmtikvöld eða kvöldvökur fyrir félagsmenn, bg einnig verð- ur árshátíð. Núverandi stjórn fé- lagsins skipa: Friðrik Karlsson, formaður, Jón Sigurðsson, gjald- keri, Gyða Sigvaldadóttir, ritari, Kristmundur Sigurðsson, meðstj. og Jón Snæbjörnsson, meðstj. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS SKJALDBREIÐ tll Snæfellsnesshafna og Flateyj- ar hinn 23. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar, Stykkishólms og Flateyj- ar í dag (19. sept). — Farseðlar seldir árdegis á mánudag. Gulvanhúðaðnr saumur nýkominn H. Benediktsson hf. Lóugötu 2 — Sími 11233. TILBOÐ ÓSKAST í Verkstæðisskúr 50 ferm., sambyggður þykktarhefill og afréttari 16” Hulsubor, sög, blokkþvingur og handpússvél. Rétt- ur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Uppl. í síma 19044 eftir kl. 7 á kvöldin. Nýjustu tízkusnið frá París og New York, m.a. Empirekjólar, Chemisekjólar, Balloon- kjólar. MARKAÐURINN Laugaveg 89. SINFÓNlHLJÓMSVEIT ISL VNDS Í0? ÓPERAN CARMEN verður flutt á tónleikum í Austurbæjarbíói annað kvöld 20. þ.m. kl. 7. Stjórnandi: W. Briickner— Ruggeberg. EINSÖNGVARAR: Gioria Lane, Stefán Islandi, Ludmilla Schirmer, Árni Jónsson, Guðm. Jónsson, Ingibjörg Stein- grímsd., Jón Sigurbjörnsson, Kristinn Hailsson og Þuríð- ur Pálsdóttir, Þjóðleikhúskórinn. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói. Hvernig sem hár yðar er, þá gerir V/‘ shampooið það mjúkl og fallegt ...og svo meðfœrilegt Reynið White Rain í k.völd — á morgun munið þér sjá árangurinn. White Rain er eina shampooið, sem býður yður þetta úrval: Blátt fyrir þurrt hár Hvítt fyrir venjulegt hár Bleikt fyrir feitt hár Notið '0///tí/7£í/Í/1 ’ shampooið sem freyðir svo undursamlega HEILVERZLUNIN HEKLA HF., Hverfisgötu 103 — sími 11275 Smurstöðvarlyftur Tilboð óskast í tvær lítið notaðar Smurstöðvar- lyftur, sem lyfta 5 og 8 tonnum. Þeir, sem sinna vilja þessu, sendi nöfn sín á afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m. merkt: „Sumrstöð — 7691“. INGÓLFSCAFÉ INGÓLFSCAFÉ Eldri dansarnir í Ingólfseafé í kvöld kl. 9. Dansstjóri Þórir Sigurbjörnsson. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. Sími 12826. Silfurtunglið Cömlu dansarnir í kvöld kl. 9. Stjórnandi Helgi Eysteinsson Frítt fyrir 10 fyrstu pörin Blöðrudans — Verðlaun. SILFURTUN GLIÐ Sími 19611. Dansleikur að Þórscafé í kvnld klukkan 9 Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar leikur. Söngvari Þórir Roff. Sími 2-33-33 16710 JE"™* 16710 K. J. kvintettinn. V Dansleikur W Margrét Q hverjU kvÖldí kL 9 Gunnar Aðgöngumiðasala frá kl. 8. Söngvarar IVfargrét ólafsdóttir, Gunnar Ingólfsson og Haukur Gislason V etrargarðurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.