Morgunblaðið - 19.09.1958, Side 13

Morgunblaðið - 19.09.1958, Side 13
Föstudagur 19. sept. 1958 M O R G V N fí L 4 fí 1 Ð 13 Kirkjuhátíð að Reykhólum ÞAÐ er næsta sjaldgæft nú orðið að svo margt fólk sæki afskekkta sveitakirkju, að helmingur þess verði að standa utan dyra, en slíkt skeði vestur í Reykhólasveit sunnudaginn 31. ágúst síðastlið- inn. Mannfjöldinn við kirkjuna þennan bjarta síðsumardag minnti einna helzt á, þegar fermt var þar á hvítasunnunni í mínu ungdæmi. — Fyrir ári átti gamla timburkirkjan á Reykhól- um 100 ára afmæli, sem þá var hátíðlegt haldið við allmikið fjöl- menni. En 100 ára timburkirkja er öldungur, sem þegar er kom- in að fótum fram. í sumar var því hafin bygging á nýrri kirkju að Reykhólum, er taka skyldi við af gömlu timburkirkjunni, og ekki einungis af Reykhólakirkju heldur einnig af Staðarkirkju, er lögð var niður fyrir nokkrum árum, er Staðarsókn var samein- uð Reykhólasókn, enda þá búið að færa prestssetrið að Reykhól- um. Eins og flestum mun kunnugt er þjóðskáldið og sálmaskáldið ágæta, Matthías Jochumsson, fætt í Reykhólasveit. Bjuggu foreldr- ar þess allan sinn búskap í Skóg- um í Þorskafirði, og þar lifði skáldið sín bernskuár. Nú er það bæði forn og nýr siður hjá ýmsum þjóðum að kenna kirkjur við nafn og minn- ingu góðra og áhrifaríkra manna innan kirkju og kristni, svo sem er þeir í Danmörku kenna kirkju við Gruntvig og við hér við Hall- grím Pétursson að ógleymdum öll um dýrlinga- og Guðsmóður- kirkjum þeirra kaþólsku. í sam- ræmi við þennan gamla og mjög svo merkilega sið hafa Reykhóla sveitungar orðið ásáttir um að kenna hina nýju kirkju sína við nafn og minningu mæðginanna frá Skógum — Matthíasar, þjóð- skáldsins, sem sveitin okkar eitt sinn ól við brjóst sitt, þjóðskálds- ins, sem gaf okkur „Ó, guð vors lands“ og sálmana, sem hækka hverja kirkjuhvelfingu, sem þeir óma undir, og lyfta sálum mann- anna í himininn inn flestum söngvum fremur, — og við Þoru — fátæku móðurina, er var þó svo rík og gjöful, að við hennar hné drakk hið unga, verðandi skáld í sig frumatriði þess lífs- vísdóms og samúðarríka viðfeðrn- is, er síðar einkenndi ljóð þess og sálma. Jafnframt getur minn- ing þessarar óbreyttu alþýðu- konu verið eins og sígilt tákn allra annarra gjöfugra og góðra mæðra. Nú er líka svo komið, að um þessa minningarkirkju hafa ekki einungis skipað sér sókn- armenn heima fyrir heldur einnig fjölmargir aðrir Breiðfirðingar heima og heiman. Meðal annars hafa átthagafélög þeirra í Reykja vík — Barðstrendingafélagið og Breiðfirðingafélagið — tekið höndum saman um þetta málefni og var það ekki sízt þeim að þakka, að helgin 30. og 31. ágúst var gjörð að kirkjulegrj hátiðar- helgi í fæðingarsveit skáldsins. Þessi kirkjuhelgi hófst með samkomu að Bjarkarlundi á laug ardagskvöldið, og skyldi ágóði af henni renna til hinnar nýju kirkju. Voru þar þá saman komn ir 60—70 reykvískir Breiðfirð- ingar úr átthagafélögunum báð- um auk fjölmargra innanhéraðs manna. Sr. Árelíus Níelsson prest ur Langholtssafnaðar í Reykja- vík setti samkomuna með snjallri ræðu og hyllti sérstaklega og hauð velkominn heiðursgest sam- komunnar, frú Þóru Matthías- dóttur, sem félögin höfðu boðið á þessa hátíð. En frú Þóra er yngsta dóttir þjóðskáidsins frá Skógum. Með í förinni voru einnig þrjár dætur hennar og nokkrir aðrir afkomendur gömlu Skógáhjónanna. Þarna var og tengdasonur frú Þóru, Steingr. J. Þorsteinsson prófessor og flutti hann erindi um þjóðskáldið og foreldra þess — og þó einkum móðurina. Var erindið með af- brigðum snjallt og hugðnæmt og varpaði skýru ljósi yfir hinn nána, andlega skyldleika og tengsl, sem í óvanalega rikutn mæli virðist hafa ríkt milli mæðg inanna. Því miður lítur oft út fyrir, að það sér orðin nokkuð almennt ríkjandi skoðun eða tízka að álíta að erindaflutningur eigi lengur ekkert erindi þangað inn, sem fólk er saman komið, það sé úrelt ur leiðindaþáttur, sem bezt sé að láta hafa runnið út sitt skeið, þegar komið sé á samkomustað- inn. Þeir, sem hafa látið glepj- ast af slíkri tízku þetta laugar- dagskvöld, hafa áreiðanlega iila svikið sjálfa sig. Þarna var lika alþekkt kvæði lesið upp og leikið um leið svo vel, að jafnskemmti- legt var á að horfa og á hlusta. Nokkrir unglingar sungu einnig og spiluðu á gítar og að síðustu var dansað. Allt fór þetta vel fram, þótt engin lögregla væri nálæg, enda annað ekki sæmandi slíkri samkomu. Þarna voru og ágætar kaffiveitingar seldar — og á hóflegu verði. En konur úr „Innsveit“ Reykhólasveitar veittu og gáfu til efni og alla vinnu. Daginn eftir (snd. 31. ág.) var guðsþjónusta að Reykhólakirkju. Voru þar viðstaddir allir Breið- firðingar að sunnan auk heima- sveitarmanna, sem mjög fjöl- menntu til kirkjunnar. Litla timburkirkjan var troðfull út úr dyrum og varð þó fjöldi frá að hverfa. Sóknarprestur, sr. Þór- arinn Þór, þjónaði fyrir altari, en sr. Árelíus flutti stólræðuna af sinni venjulegu mælsku og kirkjkór safnaðarins söng undir stjórn organleikara, frú Ólínu Jónsdóttur — og allt sálma eftir Matthías. Gjörði það sitt til að setja sérstakan blæ á athöfnina. Þó mun mörgum verða einna minnisstæðast, er heiðursgestur- inn, frú Þóra, þessi hvíthærða aldraða kona, var að lokinni messuathöfn leidd upp að alt- arinu og stóð þar milli prest- anna meðan kirkjukórinn söng hinn þekkta sálm Matth.: „Ó, þá náð að eiga Jesú“, og allur söfn- uðurinn reis úr sætum og tók undir. Að síðustu, áður en gengið var úr kirkju, skýrði sr. Árelíus frá nokkrum gjöfum, sem hinni nýju kirkju hafði þegar borizt eða verið heitið. Þar á meðal hafði kona ein heitið kirkjunni Guðbrandsbiblíu að gjöf í minn- ingu um fósturforeldra sína. Enn fremur skýrði Sigurður Hóim- steinn frá Flatey söfnuðinum frá því, að stofnaður hefði verið sjóð ur við kirkjuna henni til styrkt- ar, er nefndist Minningarsjóður breiðfirzkra mæðra, og gat um minningargjafir þær, er urðu upp haf hans. Til kaffidrykkju var svo öllum kirkjugestum boðið að gömlum og góðum sið í hí- býlum sóknarprestsins þar sr. Þórarins Þórs, og skólastjórans, Jens Guðmundssonar. Stóðu sókn arkonur á Reykjanesinu fyrir þeim veitingum. Veittu þær í tveim húsum samtímis, þar sem ekkert gott samkomuhús var til á staðnum. Gekk því öll fyrir- greiðsla mjög fljótt og greiðlega, sem kom sér vel fyrir kirkjugesti, ekkj sízt þá sunnanfarana. sem áttu langa leið fyrir höndum og þurftu að hafa. hraðann á. Degi var tekið að haila, þess- um óvanalega bjarta og milda degi, því að veðráttan, er vik- um saman hafði ekkert annað sýnt okkur en gráa og úfna nepju kalda ásýnd norðanáttarinnai, hafði skipt um ham og stefnu þegar á laugardagsmorgun og með hlýju og brosheiði lagt blessun sína yfir kirkjuhelgina svo að segja frá upphafi. Bílarnir með Breiðfirðingunum að sunnan voru runnir úr hlaði og aðrir kirkjugestir voru einnig á för- um eða farnir. Þessi óvenjulega kirkjuhelgi var þegar liðin, og höfðu margir lagt fram sinn góða skerf til þess, að hún mætti verða sem bezt og ná tilgangí sínum, ekki sízt átthagafélögin, og vildi ég hér með mega votta þeim og fararstjóranum, Snæbirm Jónssyni, beztu þakkir. Þá vil ég og flytja prófessor Steingrími J. Þorsteinssyni innilega þökk fyrir hið frábæra erindi hans, sem framar flestu öðru gaf hátíðinni gildi og reisn. Ennfremur vil ég votta frú hans og tengdamóður innilegustu þakkir svo og öllum öðrum afkomendum gömlu Skóga hjónanna, sem heiðruðu okk- ur með heimsókn sinni þessa helgi. Vegna komu þeirra varð hún okkur dýrmætari og minnis- stæðari en ella hefði orðið. Að síðustu vil ég svo færa okkar ágæta, fyrrverandi sóknarpresti sr. Árelíusi Níelssyni, alúðar þökk fyrir hans bjarta hugsjóna- eld og óeigingjörnu baráttu í þágu kirkjumálefnis okkar frá upphafi. Að lokum aðeins þetta: f dag- legu lífi nútímamannsins ber venjulega mest á áhuga hans og baráttu fyrir bættum efnahag eða alls konar skemmtanalifi. En þessi kirkjuhátíð í fámennri af- skekktri sveit hefur sýnt okkur, að enn geta menn fylkt sér um hugsjónamálefni, sem liggja utan og ofan við hið daglega brauðstrit og eru jafnvel reiðubúnir að færa því fórnir, þegar á þarf að halda, að enn eru mönnum nokkurs virði önnur verðmæti en aðeins þau, sem í askana verða látin. 1. Þ. Franski jafnaðarmanna- flokkurinn klofinn PARÍS, 15. september. — Franski jafnaðarmaðurinn Edouard Depa eux. sem var á öndverðum meiði við meirihluta flokksins, er stjórnarskrárbreytingar de Gaulle voru ræddar um helgina — og krafðist þess, að jafnaðarmenn lýstu yfir andstöðu við áætlanir de Gaulle, tilkynnti í dag, að stofnaður hefði verið óháður jafn aðarmannaflokkur — og fyrst um sinn væri hann sjálfur aðalritari þessa flokks. Sennilegt er talið, að flestir þeir jafnaðarmenn, sem greiddu atkvæði gegn stjórn- arskrárþreytingartillögum de Gaulle á flokksþingi jafnaðar- manna snúist á sveif með Depa- eux. Atkvæði á þinginu féllu 2786:1176. Þá hefur verið lýst yfir af hálfu þessa nýja flokksbrots, að leitað verði samvinnu við Mendes France og radikalaí’okk hans, sem einnig er á öndverðum meiði við de Gaulle. Hér hefur Frökkum bætzt enn einn stjórn- málaflokkurinn — og voru þeir þó ekki svo fáir fyrir. Auglýsingagildi blaða fer aðallega eítir les- endafjölda þeirra. Ekkert hérlent blaf kém þar i námunda við Málflutningsskrifstofa Eiiiar B. Guðniundsson Guðlaugur Þorláksson Guðinundur Péli. rsson Aðalstra*ti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. Húseign í miðbænnm kjallari, hæð og rishæð ásamt eignarlóð er til sölu. Útb. helzt um kr. 400 þús. Uppl. ekki í síma. IMýja fasteignasalan Bankastræti 7. IINGIIR M4ÐUR með verzlunarskólamenntun og reynslu að baki í verzlunarstjórn óskar eftir atvinnu. Algjör reglu- maður. Þeir, sem vildu sinna þessu leggi tilboð, er gefa til kynna í hverju starfið sé fólgið og einnig hugsanlegt kauptilboð, inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 24. þ.m. merkt: „Verzlunarstjóri" — „Skrif- '-tofustjóri — 7684“. POTTABLOM IJTSALA Seljum í dag og á morgun fjölbreyttar tegundir með lækkuðu verði. — SKREYTIÐ HEIMILIÐ. BLÓM & ÁVEXTIR. Staðo svælingolæknis við St. Jósepsspítala í Rvík er laus til umsóknar. Umsóknir sendist fyrir 20. okt. n.k. til yfirlæknis spítalans, er gefur allar nánari uppl. STJÓRN RÍKISSPÍTALANS. Skrifstofuhúsnœði er til sölu á einum bezta stað við Skólvörðustíg. Húsnæðið er efri hæð í steinhúsi 112 ferm. að stærð. Einnig getur komið til greina sala á rishæðinni. Upplýsingar í síma 14964. TIL LEIGU Höfum nokkrar 4ra herbergja íbúðir til leigu nú þegar. Húsnæðismið/unin Aðstoð Sími 15812. Hús tll sölu Húsið nr. 7 við Spítalastíg er til sölu í einu lagi eða einstökum íbúðum. Upplýsingar í síma 14964. Sendlsveinn óskast nú þegar eða 1. okt. Lárus C. Lúðvíksson skóverzlun Símar 13882 og 17645.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.