Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 19
Föstudagur 19. sept. 1955 UORCVNBLAÐID 19 Mjög hefur dregizt úthlutun og út- borgun á A- og B-lánum til Gnoðarvogshúsanna Borgarsfjóri leiðréttir málflufning Inga R. á bœjarstjórnarfundi í gœr Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær bar Ingi R. Helgason fram tillögu um lánveitingar út á bæj- arbyggingar við Gnoðarvog. í til- lögunni var lagt til að bæjar- stjórnin leitaði eftir þvi hjá hús- næðismálastjórn að lán út á íbúð- ir í Gnoðarvogshúsunum eftir 4. kafla húsnæðismálalaganna yrði hækkuð úr 50 þús. kr. í 60 þús. kr. fyrir 2ja herbergja íbúðir og úr 50 þús. kr. í 70 þús. kr. fyrir 3ja herbergja íbúðir, gegn jafn- háu láni frá Reykjavíkurbæ. Flutningsmaður fylgdi tillögu sinni úr hlaði með nokkrum orð- um, gat þess að hann hefði flutt hana fyrir nokkrum mánuðum og þá hefði henni verið vísað til bæjarráðs, en það hefði ekki tek- ið tillöguna á dagskrá. Þá ræddi flutningsmaður um hve lánin samkvæmt 4. kafla húsnæðismála laganna væru miklu hagstæðari en A- og B-lán og taldi nauðsyn- legt að samhengi væri milli framlags hins opinbera og kostn- aðarverðs húsanna á hverjum tíma en framlagið ekki ákveðið í eitt skipti fyrir öll. Sagðist hann ekki sjá rökin fyrir því að bæjarstjórn samþykkti ekki þessa hækkun ef ekki stæði á húsnæðis málastjórn að gera það. Lauk hann máli sínu með áskorun til bæjarstjórnarinnar um að hún samþykkti að kaupendur Gnoð- arvogshúsanna fengju 140 þús. kr. til 50 ára í stað 100 þúsunda. — Formósa Framh. af bls. 1 komast að safnkomulagi um að friðsamlegar aðgerðir einar yrðu viðhafðar í geimnum. Mannkyn- inu í heild væri það mjög mikil- vægt. Sagði hann, að ekki mætti dragast á langinn að gera þetta samkomulag eins og dregizt hefði á langinn að gera samkomulag um kjarnorkuná. „Sigurinn" yf- ir himingeimnum væri e.t.v. enn merkari en beizlun kjarnorkunn- ar. Lagði hann áherzlu á það, að mennirnir yrðu að vera einhuga, sundurlyndi okkar hér á jörðinni mætti ekki einnig verða ráðandi með okkur, þegar út í geiminn væri komið. Lagði Dulles til, að Allsherjar- þingið kæmi á fót nefnd, sem hæfi rannsókn á því hverhig mál- in standa í dag — og hvaða sam- vinnuform væri heppilegast* og aðgengilegast fyrir allar þjóðir á þessu sviði. Að lokum vék Dulles sérstak- lega að kommúnistaríkjunum og framferði þeirra á alþjóðavett- vangi. Sagði hann kommúnista aldrei hafa barizt fyrir neinu innan sameinuðu þjóðanna öðru en eigin hagsmunum. Ráðstjórn- in hefði nú notað neitunarvaldið í Öryggisráðinu 85 sinnum og væri það eitt talandi tákn um vilja kommúnista til þess að vmna í anda stofnskrár samtak- anna mannkyninu til friðar og blessunar. Takmark þeirra væri einungis að bæta stjórnmálaleg- an hag sinn, öllu öðru skelltu þeir skollaeyrum við Hér væri um að ræða ógnun v'-ð tilveru samtak- anna. Þjóðir heims ættu að hafa lært mikið af sögunni, en ef sá lærdómur væri að gleymast, eins og oft virtist, ef leiðtogar þjóða heims gleymdu lærdómi sögunnar — gleymdu hlutverki sínu og skyldum, þá markaði það upphafið að falli samtaka Sam- einuðu þjóðanna. En það er ósk mín, sagði Dull- es, að leiðtogarnir vinni í fram- tíðinni að bættum heimi, bættum kjörum þjóða sinna, járntjaldið verfi smám saman — og „kalda stríðið“ verði einn góðan veður- dag fortíðarinnar. Stöndum sara an um frið og framfarir. Þá tók til máls Gunnar Thor- oddsen, borgarstjóri. Sagði hann að misskilnings gætti hjá Inga R. Helgasyni um málsmeðferð til lögu þeirrar, er hann hefði flutt í bæjarstjórninni 19. júní. Hefði tillagan verið tekin fyrir á fyrsta fundi, sem bæjarráð hélt eftir þann tíma, en það var 24. júní, og vísaði borgarstjóri til fundargerðar þess fundar. Borg- arritara hafði verið falið að ræða málið við húsnæðismálastjórn, og hefði hann 30. júni átt við- ræður við formann húsnæðis- málastjórnar, sem ekki hafði tal- ið tímabært að taka málið til um- ræðu. Síðan hafði bæjarráð rætt málið á ný 3. júlí. Borgarstjóri benti á, að það væri einkum tvö atriði, sem þyrftu athugunar við í sambandi við þessa tillögu. í fyrstalagi væri hér um að ræða viðbótarlán til 50 ára, sem næmi 1,8 millj. kr. frá bæjarsjóði. í öðru lagi væru reglugerðafyrirmæli um það, að þeir lántakendur sem fengju meira en 100 þús. kr. til 50 ára, ættu ekki jafn greiðan aðgang að A- og B-lánum. Ef tillagan yrði samþykkt, mundu A- og B-lána- möguleikar lántakendanna skerð ast um 20 þúsund. Kvað hann málið hafa verið rætt ýtarlega í bæjarráði og væri síður en svo að því hefði ekki verið sinnt. Þá vék hann að því, að mál þetta væri yfirgripsmikið og þyrfti rækilegri athuganir í sambandi við aðrar byggingarframkvæmd- ir bæjarins áður en það fengi fullnaðarafgreiðslu. Þá minntist borgarstjóri á bréf, sem bæjarráði hafði borizt frá húsnæðismálastjórn þar sem þess er farið á leit, að þeir sem þegar hafa fengið loforð fyrir íbúðun- um í Gnoðarvogshúsunum, verði ekkí af þeim, þó þeir geti ekki greitt þær út. Kvað hann óvissu ríkja hjá húsnæðismálastjórn um það, hvenær kaupendur gætu fengið lán þar. Mjög hefði dreg- izt úthlutun og útborgun á A- og B-lánum. Taldi borgarstjóri því ekki fært að afgreiða tillögu Inga R. Helgasonar á þessu stigi málsins og lagði til að henni yrði frestað. Þá tók Ingi R. Helgason aftur til máls. Tók hann vel leiðrétting- um borgarstjóra, en saknaði þess að engin ákvörðun hefði verið tekin í málinu. Þá féllst hann á að tillögu sinni yrði frestað og var það samþykkt samhljóða. Lið K.A., Norðurlandsmeistarar í knattspyrnu 1958. Er það í ^ fimmta skipti í röð að K.A. verður Norðurlandsmeistari. (Ljósm.: Matth. Gests.) Fátt nýtt hjá Gromyko Erl. togari leitar hafnar Fór frjáls ferða sinna NORÐFIRÐI, 18. sept. — f morg-^ un kl. 8,30 kom hingað inn belg- íski togarinn Raphael Gabrielle frá Ostende. Togarinn leitaði hjálpar vegna þess að einn skip- verjinn hafði fótbrotnað illa. Þetta er fyrsti erlendi togarinn, sem leitar hafnar hér síðan land helgin var víkkuð. Ekki er kunn- ugt um að hann hafi veitt innan nýju fiskveiðitakmarkanna og fór hann því frjáls ferða sinna frá Norðfirði, en skildi hinn slas- aða skipverja eftir á fjórðungs- sjúkrahúsinu. Belgíski togarinn var mjög lít- ill, líklega um 150 smálestir. Á honum var aðeins 7 manna áhöfn. Litlir belgískir togarar af þessari gerð hafa stundað humarveiðar við Austurland. Viðureign í dyra- gæii sendiráðsins PARÍS, 18. sept. — f dag var maður nokkur fluttur í sjúkra- hús í París vegna skotsára, sem hann hafði hlotið í viðskiptum við starfsmenn ungverska sendi- ráðsins í borginni. Samkv. síðustu fregnum munu nánari atvik þau, að maður þessi, sem er ungversk- ur og áður var búsettur í Ung- verjalandi, en hefur hlotið ríkis- borgararétt í öðru landi, reyndi að komast inn í sendiráðið. Átti hann í höggi við sendiráðsmenn við dyr hússins, reyndi að þrengja sér inn um dymar — en þá skutu sendiráðsmenn á hann úr skammbyssum. Ekki er kunn- ugt hvað aðkomumaðurinn gerði sér til erindis, en sárin eru ekki alvarleg talin. — Lögþingið Framh. af bls. 1 samvinnuþýðari og óhræddari við að ganga að einhverri mála- miðlun. Blaðið bætir því við, að stjórn- arandstaðan í Danmörku hafi lýst því yfir, að stjórnin verði sjálf að ráða fram úr vandanum. Nú sé of seint að spyrja ráða úr því að það hafi ekki verið gert áður en H. C. Hansen lýsti því yfir í sumar, að Danir mundu styðja kröfu Færeyinga um 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Samkvæmt fregnum frá Þórs- höfn í kvöld ræddi Iandsstjúrnin í Færeyjum brezku tillöguna síð- degis í dag, en eklti komst stjóm- in aff neinni endanlegri niður- stöffu í málinu. Monlgomery lælur af sförfum LONDON, 18. sept. — Montgom- ery marskálkur lét í dag af störf- um annars æðsta yfirmanns her- afla Atlantshafsbandalagsins og jafnframt af hermennsku. Hann hefur verið í brezka hernum í 50 ár. Hann hélt frá aðalstöðvum bandalagsins í París heim til Lundúna og sagði m. a. við kom- una þangað, að hann ætlaði ekki að fá sér neitt ákveðið starf. Hann ætlaði að nota elliárin til þess að lesa og hugsa. Um ástand- ið á alþjóðavettvangi sagði hann, að styrj aldarhættan væri nú lítil í Evrópu, en aftur á móti kvaðst hann uggandi um ástandið í Afríku og Asíu. NEW YORK, 18. sept. — Að ræðu Dulless lokinni tók Gromyko, ut- anríkisráðherra Ráðstjórnarinn- ar til máls. Réðist hánn harka- lega á Bandaríkin og krafðist þess, að þau flyttu allan herafla, sem þau ættu utan heimalands- ins, heim. Sagði hann framkomu Bandaríkjahers við Formósu vera ógnun við Kína og friðinn í heim- inum. Kallaði hann þetta sýndar- mennsku, og tilgangurinn væri að hræða þjóðir heims til fylgis við Bandaríkin. Árásir rússneska utanríkisráðherrans voru af sama toga spunnar og árásir hans á síðustu þingum Sameinuðu þjóðanna. Lítið kom þar nýtt fram og engar raunhæfar úrbcta- tillögur flutti hann. Sagði hann Rússa mundu koma Kínverjum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn réðust á Kína. Kínverjar og .Rúss- ar væru færir um að hrinda hverri árás — hvaðan sem hún kæmi. Krefjast skaðabóla ÁLASUNDI, 18. sept. — Skip- stjórar norsku fiskiskipanna, sem urffu fyrir tjóni af völdum brezkra togara viff Island, hafa nú krafizt skaffabóta. — Mun norska sjávarútvegsmálaráffu- neytiff í samvinnu viff utanríkis- ráðuneytið reka erindi skipstjór- anna viff brezk stjórnarvöld. Innilega þcikka ég öllunv vinum og vandamönnum heimsóknir, gjafir og skeyti á áttræðis afmæli mínu. Guð farsæli ykkur og blessi. Þorleifur Eggertsson. Þakka hjartanlega vinum og vandamönnum mér auð- sýnda vináttu á fimmtugsafmæli mínu 5. þ.m. Gísli Gíslason. Okunnugt er um árangur Varsjáfundanna VARSJÁ, 18. sept. — Bandaríski og kínverski sendiherrann rædd- ust við í dag í tvær stundir fyrir luktum dyrum. Þetta var annar fundur þeirra Beam og Ping-Nan um Formósumálið. Jafnframt var þetta 75. fundurinn, sem sendi- fulltrúi Bandarikjastjómar og kínversku kommúnistastjórnar- innar eiga með sér síðan í ágúst 1955. Hvorugur sendiherranna vildi láta neitt uppi um árangur að fundi loknum í dag, en tilkynnt var, að annar fundur væri ákveð- inn kl. 10 f. h. á sunnudaginn. Að hverjum fundi loknum senda sendiherrarnir skýrslur til stjórna sinna og verða síðan að bíða nán- ari fyrirmæla. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem minntust mín á 85 ára afmælinu, með heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveðjum. Guð blessi ykkur öll. Guðný Ölafsdóttir, Ásgarði. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir ÁRNI J. í. ÁRNASON lézt í Landsspítalanum 18. þ.m. . Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Árnason, Árni Árnason, Halla Aðalsteinsdóttir, Guðrún Pálsdóttir. Maðurinn minn KRISTJÁN LINNET fyrrv, bæjarfógeti, sem andaðist 11. september verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju í dag föstudaginn 19. sept. kl. l>/2 e.h. Blóm og kransar afbeiðin, en þeim sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Jóhanna Linnet. Innilegar þakkir færi ég öllum nær og f jær, sem sýndu » samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns BJARNA EIRlKSSONAR kaupmanns í Bolungarvík. Fyrir mina hönd, sona minna og annarra vandamanna. Halldóra Benediktsdóttir. -alS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.