Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 18
18 MORCVNBL 4Ð1Ð Fðstudagur 19. sept. 1958 Kristleifur og Þórir náöu góðum árangri í Búkarest Þing Landssambands fram- haldsskólakennara hefst í dag AÐ venju fékk Frjálsíþróttasam- band íslands boð frá rúmenska sambandinu, að senda tvo kepp- endur á meistaramót Rúmeníu í frjálsíþróttum. Fyrir valinu urðu Kristleifur Guðbjörnsson, KR, og I>órir Þorsteinsson, Á. Héldu þeir suður eftir strax eftir landskeppn ina við Dani. Náðu þeir allgóðum árangri þar syðra. Þórir Þorsteinsson keppti í 400 og 800 m hlaupi. í 400 m hlaupi vann hann fyrst einn þriggja riðla í undanrásum á 49,5 sek. í úrslitum varð hann 5. af sex keppendum, en náði þó mjög góð um tíma, eða 48,5 sek. í 800 m hlaupi varð Þórir í undanrásum nr. 3 í sínum riðli (riðlarnir voru 3 og komust 3 menn upp úr hverjum þeirra í úrslti). Tími Þóris þá varð 1:52,0 mín. í úrslitunum varð hann 6. (af 9) á 1:55,7 mín. Kristleifur keppti í 5000 m og 3000 m hindrunarhlaupi. í 5 km hlaupinu varð hann 5. í röðinni á 14:57,2 mín., eða að- eins um rúma sekúndu frá ís- lenzka metinu. Er þetta langbezti tími sem Kristleifur hefur náð — Verzlunarráðið Frh af bls 3 skýrslu sinni um skattlagningu á Islandi: „í kafla B er getið þess sér- kennilega skatts, veltuútsvarsins, sem lagt er á veltu fyrirtækj- anna. Ókostir skattakerfis sveita- félaganna, sem drepið var á hér rétt áður, eiga sérstaklega við um þennan skatt. Mér virðist hann algjörlega ósamræmanleg- ur skattakerfi, sem byggir á þeirri meginreglu, að skattleggja hreinar tekjur. í kafla D er sýnt, að þetta veltuútsvar nemur í vissum atvinnugreinum verulega hærri upphæð en skattskyldar tekjur, en við ákvörðun þeirra má ekki draga frá veltuútsvarið. Það vekur undrun, að þetta skuli ekki hafa verið talið brjóta í bága við regluna um skatt „eft- ir efnum og ástæðum". Með því að. leggja á þennan veltuskatt geta útsvarstjórnirnar hamlað verulega þróun fyrirtækja og gert vissa-r atvinnugreinar alger- lega óarðbærar. Skattlagning á veltu virðist hafa slíkar efna- hagslegar afleiðingar, að sveita- félögum ætti ekki að vera heim- ilt að beita henni“. Það hlýtur því að vera ákveðin krafa atvinnuveganna að hætt verði þeirri fáránlegu og skamm- sýnu rányrkju, sem nú er beitt, og þeim verði án tafar, í fyrsta lagi tryggð skynsamleg með- höndlun, með lagasetningu eða í framkvæmd, í þá átt, að saman- lagðir skattar til ríkis og bæjar- félags fari aldrei fram úr hrein- um tekjum, enda mun annað óþekkt í nokkru vestrænu þjóð- félagi, sem er upp úr því vaxið að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. — Þetta mál verður ríki og bæjafélögin að leysa í sameiningu, og eru til þess ýms- ar leiðir, þó ekki skuli farið inn á þær að svo stöddu. í öðru lagi, af skynsemis- og sanngirnisástæðum, skuli engu félagsformi vera mismunað um skattlagningu, þ. e. a. s. sam- vinnufélögum, hlutafélögum, bæjar- og ríkisrekstri, beri að greiða sömu skatta og útsvör, þannig að greinilega megi koma í ljós, hvaða rekstrarfyrirkomu- lag sé hagkvæmast. Væri óskiljan legt, ef nokkur sá, er heldur vill hafa það er sannara reynist, gjör- ist til að andmæla því, að úr þessu yrði skorið í eitt skipti fyr- ir öll á þennan hátt, enda vafa- laust, að það mundi verða mjög lærdómsríkt. og athyglisverður fyrir það hversu ungur hann er, aðeins 20 ára. Sigurvegari varð Greces- cu, Rúmeníu, 14:24,8, 2. Salor- anda, Finnl., 14:25,0, og 3. Thöger sen, Danmörku, 14:25,3. Fjórði var Rúmeni á 14:47,0 mín. í hindrunarhlaupi varð Krist- leifur 9. af sextán keppendum. Tími hans þar var 9:26,0 eða nokkrum sekúndubrotum lakari en met hans sett í Randers. — Kristleifur sigraði m. a. Danann Haslund, sem sigraði í hindrun- arhlaupinu í Randers. Tími Has- lunds var 9:37,0 mín. Árangur þeirra tvímenning- anna er því góður og þeir hafá í þessari för fyllilega uppfyllt þær vonir sem við þá voru bundnar. Bikarkeppni í stað „Haustmóts“ SVO er að heyra á flestum, sem við koma knattspyrnumálum bæj arins, að mót það, sem nú stend- ur yfir í meistaraflokki, hið svo- kallaða Haustmót, sé engum til þægðar en öllum til leiðinda. Það er staðreynd, að undanfarin ár hefur mót þetta verið með af- brigðum rislítið og dauft. Virð- ist því sannarlega ástæða til að endurskoða skipulag knattspyrn- unnar í lok keppnistímabilsins. En svo getur farið, að erfitt verði að gera nokkuð í þessu máli um skeið, vegna þess að bikar sá, sem nú er keppt um, getur enn hangið í umferð næstu 3—5 árin. Fram hefur unnið hann tvö undanfarin ár, og mundi í ár vinna hann til eignar, ef félag- ið sigraði á mótinu, en eftir tap Fram gegn KR á sunnudag- inn, eru heldur litlir möguleikar á því. Mikið hefur verið rætt um að koma á svokallaðri „bikar- keppni“, eins og tíðkast í ná- grannalöndunum, þar sem lið fellur úr er það tapar leik. — Myndi þátttaka utanbæjarlið- anna gefa slíku móti aukið gildi, jáfnframt því, að hver leikur yrði leikinn sem úrslitaleikur af viðkomandi liðum. En því miður virðist þessi hugmynd eiga nokk- uð langt í land og kemur senni- lega ekki til framkvæmda næstu árin. LUNDÚNUM, 18. sept. — frá NTB — Enska knattspyrnufélagið Manchester United greiddi í dag 37.500 sterlingspund til annars félags, Sheffield Wednesday, fyr- ir hinn marglofaða 24 ára gamla miðframherja Albert Quixhall. Þessi fjárupphæð er sú næst hæsta sem nokkru sinni hefur MELBOURNE, 18. sept. (Reuter) Ástralski hlaupakóngurinn Her- bert Elliot, sem sýnt hefur öllum heiminum hver yfirburðamaður hann er á millivegalengdum, er hann æ ofan í æ hefur hlaupið Kristleifur Guðbjörnsson Frétfir úr Hornalirði Siáfrun að hefjasf — skemmdir á vegum HORN AFIRÐI, 18. sept. — Á Hornafirði hefst sauðfjárslátrun á morgun. Áætluð slátrun hjá Kaupfélaginu er 12—13 þúsund fjár. Er það um 2 þús. fleira en í fyrra. Miklir óþurrkar hafa verið í Hornafirði, allt frá 20. ágúst og eiga bændur yfirleitt mikið óheyjað ennþá. Há spratt lítið meðan þurrkarnir voru í sumar, en hefur nú verið í örum vexti. Upptaka á garðávöxtum er mjög lítið byrjuð ennþá. Hafa garðar verið í örum vexti allt til þessa og er útlit fyrir að ávöxtur verði víðast all-góður, bæði á rófum og kartöflum. í gær gerði hér mjög mikla rigningu og urðu flestar óbrúað- ar ár í Lóni ófærar bifreiðum, Miklar skemmdir urðu á vegum við brýrnar á Kolgrímu og Smyrlabjargará í Suðursveit. —Gunnar. verið greidd fyrir einstakan ensk an leikmann. Hæsta upphæð sem greidd hef- ur verið fyrir knattspyrnumann et greiðsla ítalska félagsins Ju- ventus til Leeds fyrir miðherjann heimsfræga John Charles. Fyrir hann voru greidd 65 þúsund sterlingspund. ast atvinnumaður. í dag hafnaði hann formlega hinu stærsta með- al tilboðanna. Það tilboð var frá Bandaríkjamanni Leo Leavitte og hljóðaði upp á 250 þús. doll- ara greiðslu til Elliots ef hann gerðist atvinnumaður hjá Leav- itte. Hann hefur viljað „kaupa“ beztu íþróttastjörnur SJÖUNDA fulltrúaþing Lands- sambands framhaldsskólakenn- ara verður sett í Gagnfræðaskól- anum við Vonarstræti kl, 4 í dag. Að þingsetningu lokinni flytur Magnús Gíslason, námsstjóri, er- indi, er hann nefnir „Nýjar leið- ir í skólamálum". Að loknu er- indinu og umræðum, sem af því leiða, mun Jón Emil Guðjónsson, íramkvæmdarstjóri, gera nokkra grein fyrir starfi Ríkisútgáfu námsbóka og svara fyrirspurnum, ef fram koma. Á kvöldfundi sama dag flytur Sigurður Ingimundarson, Verzl- unarskólakennari, erindi um skólamálanámskeið Evrópuráðs- ins, sem háð var í sumar í Sig- tuna í Svíþjóð, en hann var þar sem fulltrúi íslenzka mennta- málaráðuneytisins. Aðallega var fjallað þar um fyrstu ár fram- haldsnámsins með sérstöku til- liti til hins nýja skólakerfis Svía. Á laugardag og sunnudag verða þingfundir og nefndarstörf en höfuðverkefni þingsins verð- ur skólalöggjöf gagnfræðastigs- ins og ýmissa framhaldsskóla og framkvæmd hennar. Er þetta viðfangsefni valið með HINN 10. þ.m. héldu þeir Henry Hálfdánsson, skrifstofustjóri, Slysavarnafélags íslands og Árni Vilhjálmsson, erindreki á Seyðis- firði fund með stjórnum slysa- varnadeilda á Austurlandi til þess að koma á fót björgunarskútu- ráði og skipuleggja fjáröflun í björgunarskútusjóð fyrir Aust- firði. Skýrði Henry frá því, að þegar lægju hjá Slysavarnafélag- inu um 40 þús. kr. sem ýmist hefði verið safnað eða gefið í þessu skyni, ágóði af Sjómannadags- hátíðahöldum á Seyðisfirði hefði verið látinn renna í þennan sjóð og Árni Vilhjálmsson hefði gefið í hann myndarlega upphæð til minningar um konu sína Guð- rúnu Þorvarðardóttur, sem lézt á síðasta ári. Fundinum barst bréf frá slysavarnadeildinni Framtíðinni í Höfn í Hornafirði og fylgdi því 1000 króna áheit frá Jónínu Brunnan. Þá .var upp- lýst, að slysavarnadeild kvenna í Norðfirði hefði starfað að fjár- söfnun í björgunarskútusjóð í þrjú ár, og hefðu þegar safnazt 25.000.00 kr. Fundurinn kaus 5 manna fram- kvæmdarráð til bráðabirgða til að skipuleggja fjáröflun og hafa á hendi framkvæmdir. í ráðið voru kosnir þessir menn: Árni Stefánsson, Breiðdal, Árni Vil- hjálmsson, Seyðisfirði, Guðmund ur Auðbjörnsson, Eskifirði, Hjalti Gunnarsson, Reyðarfirði og Reyn ir Zoega, Neskaupstað. Formað- ur framkvæmdarráðs er Reynir Zoega. Á fundinum var borin upp og samþykkt í einu hljóði svohljóð- andi ályktun í landhelgismálinu: „Sameiginlegur fundur stjórna slysavarnadeilda á Austurlandi heims og hyggst ferðast um með þær og sýna fyrir offjár. Frá Sidney berast þær fréttir að frú Konrads, móðir systkin- anna frægu sem settu hvert heimsmetið af öðru í sundi á sl. keppnistímabili í Ástralíu, hafi sagt að þau systkinin hafi ekki fengið tilboð frá Leavitte. En hún bætti því við, að sá góði maður gæti sparað sér ómakið. „Börn mín eru ekki til sölu“, sagði frúin. sérstöku tilliti til þss, að nefnd, skipuð af menntamálaráðherra, vjnnur nú að athugun á ýmsum þáttum skólalöggjafar okkar og framkvæmd hennar. Má því telja eðiilegt og heppilegt, að kennara- stéttin fjalli sérstaklega um þessi mál á þinginu. Engir þekkja bet- ur kosti og galla skólakerfis og löggjafar á hverjum tíma en starfandi kennarar. Þótt skólamálin skipi þannig höfuðsess á verkefnaskrá þings- ins eins og oftast áður, verður að sjálfsögðu einnig fjallað um ým- is kjara- og félagsmál framhalds skólakennara. Landssamband framhaldsskóla kennara er 10 ára, stofnað 17. júní 1948. Hefur það beitt sér fyrir ýmsum hagsbótum varð- andi framhaldsskólakennara, staðið að mörgum námskeiðum fyrir kennara og leitazt við að hafa bætandi áhrif á ýmsa þætti skólalöggjafar og framkvæmd hennar. Sambandið nær til héraðs- og gagnfræðaskólakennara, hús- mæðrakennara, iðnskólakennara, verzlunarskólakennara og kenn- ara ýmissa annarra sérskóla. Fé- lagar þess éru nú um 300. haldinn á Reyðarfirði 10. septem- ber 1958 fagnar útfærslu land- helginnar og því, að íslenzk björg unarskip skuli eiga hlutdeild í einarðlegri og hófstilltri fram- komu landhelgisgæzlunnar í við- skiptum hennar við brezka land- helgisbrjóta. Jafnframt harmar fundurinn það gengisleysi fornr- ar vina- og viðskiptaþjóðar, Stóra Bretlands, að vilja með smánar- legu ofbeldi meina smáþjóð sem Islendingum að lifa menningar- lífi í landi sínu, þar sem jafnvel er svo langt gengið, að brezk fiskiskip gera tilraunir til að sökkva íslenzkum björgunarskip um, að því er virðist með vitund og vilja brezkra yfirvalda. Þótt fundurinn viti mætavel, að fslendingar muni ekki láta brezk skip og skipshafnir gjalda þessa ódrengskapar, ef til þeirra verður leitað um aðstoð eða hjálp, vill hann minna á, að sterkustu vopn hverrar smáþjóð- ar, sem við ofurefli á að etja, er, auk rétts málstaðar, einbeitni og drengskapur í viðskiptum, seinlæti til óhæfuverka og við- bragðsflýtir til hjálpar ef á er kallað, hver sem í hlut á“. Fundurinn var haldinn í Félags lundi, hinu nýja félagsheimili Reyðfirðinga í boði slysavarna- deildarinnar Ársólar á Reyðar- firði. Meðan setið var að kaffi- drykkju, sýndi Henry Hálfdáns- son kvikmyndir úr sögu og starfi Slysavarnafélagsins, þar á meðal kvikmynd af björgun skipverja af síðustu brezku togurunum er strandað hafa hér við land á Meðallandsfjörum, en það voru togararnir King Sol og St. Crisp- in. Kaiser lætur af embælli KIEL, 18. sept. — J*kob Kaiser, lét í dag af varaforsetaembætti Kristilega demokrataflokksins, flokks Adenauers. Kaiser er heilsutæpur orðinn, sjötugur að aldri. Hann gegndi áður ráðherra embætti í stjórn Adenauers, fór þá með málefni sameiginleg öllu Þýzkalandi. Hann lét af því em- bætti á síðasta ári. 1500 m og míluvegalengd á betri tímum en gildandi heimsmet hef- ur fengið mörg tilboð til að ger- 1 ýmsar Enskur leikmaöur keyptur á 37500 sterlingspund Elliot hafnaði 250 þús. dölum fyrir að gerast atvinnumaður Björgunarskútusjóður Austurlands stofnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.