Morgunblaðið - 16.10.1958, Page 3

Morgunblaðið - 16.10.1958, Page 3
FJmmtudagur 16. okt. 1958 MORCVNBL 4ÐID 3 STAKSTEINAR Bragð er að þú barnið finnur „Þjóðviljinn", málgagn vftrð- lagsmálaráðherrans og viðskipta- málaráðherrans birti frétt undir stórri fyrirsögn á forsiðu sinni í gær um hækkunr framfærslu- vísitölunnar. Kemst blaðið þar m. a. að orði á þessa leið: „Vísitala framfærslukostnaðar er nú komin upp í 217 stig og hefur hækkað um hvorki meira né minna en 13 stig á einum mán- uði. Frá því í maí í vor þegar nýju efnahagslögin voru sett, rtemur hækkun vísitölunnar 25 stigum. Gerpir er gott sjóskip Kom hingað með fyrsta fullfermið af isfiski GÍFURLEGAR annir voru í gær- dag niðri á Faxagarði, en þar var verið að losa karfaafla úr þrem togurum, sem allir komu um svipað leyti af veiðum af hin- um fengusælu JSTýja-Fylkismið- umviðNýfundnaland. Voru þetta togararnir Neptúnus, Fylkir og Gerpir frá Neskaupstað. Voru togararnir alls með um 1000 tonn af karfa og var fiskurinn yfir- leitt fallegur. ★ í stuttu samtali við 1. stýri- mann á Gerpi, Birgi Sigurðsson, skýrði hann svo frá, að þetta væri fyrsta veiðiferðin „áís“, sem togarinn kæmi með fullfermi. Það urðu okkur vissulega mikil vonbrigði að geta ekki landað heima í Neskaupstað, sagði Birg- ir, en þar hefði ekki verið hægt að landa aflanum, einkum nú þegar skólarnir'eru byrjaðir og mjög hefur fækkað starfsfólki í hraðfrystihúsunum. ★ Birgir kvað þessa veiðiför hafa gengið vel, að öðru leyti en því, að einn skipverjanna, Herbert Benjamínsson, bátsmaður, hafði fengið vír í annað augað er hann var að höggva vír. Uruðum við að fara með hann í land í hafnar- bænum San Antoni á Nýfundna- landi, en það er smáþorp, og þar er ekki einu s.nni sími á spítal- anum, en eigi að síður sérfræð- ingar, svo að ákveðið var að þar skyldi Herbert ganga upp undir augnuppskurð, fyrir um það bil viku. Hann átti svo að koma flug leiðis heim. A þeim slóðum, sem Gerpir var að veiðum, voru nokkur rússnesk verksmiðjuskip. Mér virtist Rússunum ekki ganga jafnvel og okkur, sagði Birgir. Þar voru ekki skip annarra þjóða á karfa. Birgir stýrimaður kvað Gerpi mundu láta úr höfn í dag og sigla á karfamiðin aftur. Birgir Sigurðsson stýrimaður skýrði aðspurður frá því, að Gerpir væri sérlega gott sjóskip og tæknilegir gallar, sem fram hefðu komið, virtust nú úr sög- unni. Ekki kvaðst Birgir þó vera þess hvetjandi að íslendingar láti smíða togara af þessari gerð, „heldur eigum við að taka þá skutbyggðu", sagði hann. Hann sagði þá Gerpis-menn hafa kom- ið um borð í tvo skutbyggða tog- ara við Grænland í sumar. Kvaðst Birgir hafa orðið mjög hrifinn af því að sjá togara þessa að veiðum, og væri hann þess full viss, að við íslendingar ættum að kynna okkur til hlítar hvort ekki myndi henta að fá slík veiði skip, sem eru ekkert annað en fljótandi verksmiðjur og gjör- nýta allan þann fisk, er um borð kemur, sagði Birgir. Áður en þessu stutta samtali við Birgi lauk, skýrði hann frá því, að Gerpir hefði náð 13 míl'na hraða á heimferðinni og myndi það teljast góður gangur undir fullfermi. Óvíst er, sagði Birgir, hvar við ' löndum næsta farmi, og mig lang ! ar til þess að biðja Mbl. að færa ! ættingjum og vinum okkar skips manna, sem heima eiga í Nes- | kaupstað, kveðjur og árnaðar- óskir. Kvikmvnd af sr. Friðrik Friðriks- svni sýnd á Ferðafélagsfundi í kvöld FERÐAFELAG Islands byrjar vetrarstarfsemi sína með kvöld- vöku í Sjálfstæðishúsinu í kvöld (16. október). Á kvöldvökunni verða sýndar tvær stuttar lit- kvikmyndir, sem Ósvaldur Knud- sen hefur gert. Er önnur af séra Friðrik Friðrikssyni og hans þjóð kunna og gagnmerka starfi sem æskulýðsleiðtoga. Hin kvikmynd- in er af fráfærum, tekin vestur á Kirkjubóli í Bjarnadal í Ön- undarfirði, en á þeim bæ munu fráfærur síðast hafa verið lagð- ar niður á íslandi, en þær eru nú alls staðar af lagðar. Má vænta þess, að ýmsum muni þykja fróð- legt að kynnast í kvikmynd Ós- valds þessum þýðingarmikla þætti íslenzks landbúnaðar, sem flestir þekkja nú aðeins af af- spurn, en þeim fer nú ört fækk- anöi, sem setið hafa yfir ám í uppvexti sínum. Að kvikmyndasýningunum lokn um er myndagetraun og verðiaun verða veitt. Að lokum verður dans stiginn til kl. 1. Húsið verð- ur opið til kl. 20,30 og samkoman hefst kl. 21. HEITA má að þetta sé og hafi verið dagleg sjón á Faxagarði frá því í júlí í sumar: Kranar að losa fisk úr togurum og stanzlaus straumur vörubila, sem flytja hinn rauða Ný- fundnalands-karfa, til vinnslu í hraðfrystihúsunum. Þar er karfinn frystur fyrir Banda- ríkja- og Rússlandsmarkað. Þessi mynd var tekin sáðdegis í gær er starfsmenn Togara- afgreiðslunnar, undir stjórn Hallgríms Guðmundssonar, voru að losa um 1000 lestir af karfa úr þremur togurum, sem komu nærri því sam- tímis, allir með fullfermi: Fylkir, sem lá hægra megin við bryggjuna, með um 305 lestir, Neptúnus, sem liggur vinstra megin, var með um 330 lestir og fyrir aftan hann lá Gerpir, sem var sennilega með um 400 lestir. — Verka- menn Togaraafgreiðslupnar hafa ekki átt einn einasta dag frí, frá því í júlímánuði, að einum sunnudegi undanskild- um, er fundur var í Dagsbrún. — Já það eru orðin feikiieg ósköp sem komin eru á land af karfa af Fylkis-miðum í sumar, sagði einn verkamann- anna í gær. (Ljósm. vig.) Skóli og heimili blindra í nýju húsi Blindravina- félagsins Merkjasöludagur félagsins á sunnudag NÆSTKOMANDI sunnudag er hinn árlegi merkjasöludagur Blindravinafélags íslands. Á sl. ári hefur félagið ráðizt í sinar mestu framkvæmdir til þessa og eru nú allir sjóðir þess þrotnir. Leitar félagið nú til þeirra, sem rétta vilja blindum hjálparhönd með því að styrkja starfsemi þessa, svo að hægt verði að gera blindraheimilið og blindraskól- ann sem bezt úr garði. í gær gafst fréttamönnum kost ur á að skoða hið nýja hús Blinöravinafélagsins við Bjarkar götu 8. Stendur húsið á einhverj- um fallegasta stað í bænum og er mjög ákjósanlegur staður fyr- ir blint fólk. Húsinu eru ætluð tvö hlutverk, annars vegar að vera skóli fyrir blind börn, með heimavist ef með þarf og hins vegar að vera bústaður blindra, sem ekki eiga annars staðar at- hvarf. Er húsið sjálft 1413 rúm- metrar að stærð, eða tvær hæðir, kjallari og ris. Auk þess fylgir því útihús og 682 ferm. lóð með smekklegum garði. Nú er verið að mála húsið og sníða það ofurlítið eftir þörfum þeirra, sem þar eiga að búa, en reynt verður að fara eftir óskum hvers eins um það, hvort hann vill vera að öllu leyti í heimilinu, eða hafa þar herbergi og ef tii vill lítinn eldunarkrók. Þegar hafa verið ákveðnir 6 blindir til dvalar í húsi þessu, og auk þess verða þar kennslustofur fyrir blind börn á vegum félagsins, en vitað er um einn 10 ára dreng á Akranesi og 3 aðra, sem rétt eru að komast á skólaaldur. 8 manns vinna nú á vegum Blindravina- félagsins, og munu vinnustofur þess vera áfram í húsi félagsins við Ingólfsstræti. Alls munu vera um 400—450 blindir á landinu Blindravinafélagið vár stofnað árið 1932 og byrjaði þá strax að starfrækja skóla fyrir blind börn og vinnustofu fyrir blinda. Jónas Jónasson lögregluþjónn arfleiddi I félagið að öllum eigum sínum, en hann lézt 1937. Sú gjöf gerði því kleift að eignast húsið við Ingólfsstræti 16. Skömmu seinna barst félaginu önnur dánargjöf, húseignin við Bárugötu 30, frá Þorsteini Jónssyni, bifreiðastjóra í Hafnarfirði. í blindraheimilis- sjóðinn bárust síðan stöðugt smá- ar og stórar gjafir og 1942 var kosin söfnunarnefnd og var Magnús Thorsteinsson, forstjóri, formaður hennar. Síðan hefur verið leitað eftir hentugum stað undir blindraheimili, fyrst utan við bæinn og síðan miðsvæðis inni í bænum og að lokum var horfið að því ráði að kaupa hús- eignina við Bjarkargötu. Merki þau, sem Blindravina- félagið selur á sunnudaginn, verða jafnframt happdrættismið ar og eru vinningar 10. Þeirra stærstir eru sófasett, sem metið er á kr. 8000, og flugfar til Kaup- mannahafnar. Happdrættislán rikissjóðs í GÆRKVÖLDI var dregið í A- flokki happdrættisláns ríkis- sjóðs og komu hæstu vinningar á þau númer sem hér segir: 75,000: — nr. 146201 40,000: — nr. 147736 15,000: — nr. 112227 10,000: — nr. 89414, 97483, 147076. Srá yfir aðra vinninga verður birt í blaðinu síðar. Þetta sagði Þjóðviljinn í gær. Málgagn verðlagsmálaráðherr- ans og viðskiptamálaráðherrans fer ekki í neina launkofa með hirra stórfelldu dýrtíð, sem vinstri stjórnin hefur leitt yfir almenn- ing. En það gleymir að geta þess, að „efnaliagsráðstafanirnar nýju“ voru bornar fram af allri vinstri stjórninni, ráðherrum kommún- ista líka. Það gleymir Iíka að segja frá því, að allir þingmenn kommúnista nema einn greiddu atkvæði með þessum ráðstöfun- um. Það er þess vegna ómögulegt fyrir kommúnista að sverja þær af sér. Þeir bera fulla ábyrgð á þeim og verða dregnir til ábyrgð ar fyrir þær á sínum tíma. Kaupgreiðslnvísitalan og launauppbæturnar Þá segist „Þjóðviljiim", mál- gagn forseta Alþýðusambandsins, vera ákaflega dapur yiir því, að kaupgreiðsluvísitalan er nú, sam kvæmt „bjargráðalögunum“ sælu, 185 stig á sama tíma sem framfærsluvísitalan er komin upp í 217 stig. Þetta bil er 32 stig. Hætt er við því, aö þotið hefði í tálknum kommúnista, ef það hefðu verið Sjálfstæðismenn, sem þannig bjuggu að launþegum. Kaupgreiðsluvísitalanr 185 stig, — framfærsluvísitalan 217 stig. — Húrra fyrir „alþýðu“-vináttu Hannibals og fjármálaspeki „Al- þýðubandalagsmanna“!! Eftirmæli stöðvunairstefnunnar Einn af hagfræðingum komm- únista ritar í gær grein í blað þeirra, nokkurskorrar eftirmála um hinra svo kölluðu „stöðvunar- stefnu“. Segir hagfræðingurinn társtokknum augum, að hún hafi fyrir löngu verið kvödd. Einkunn arorð greinar hans eru þessi: „Að hafa barizt og tapað, er betra en hafa ekki barizt“. Þetta er í sjálfu sér rétt. En ein alvarleg skekkja er í grcin hagfræðingsins. Vinstri stjórnin framkvæmdi aldrei neina „stöðv- unarstefnu" í dýrtíðarmálunum. Hún barðist aldrei. Verðbólgan og dýrtíðin hélt áfram að vaxa árið 1957. Vöxtur heimar varð aðeins miklu hraðari á árinu 1958, eftir að „bjargráðin" voru komin til sögunnar. Það þýðir ekki fyrir kommún- ista, að reyna að telja fólkj trú um það, að þeir hafi haft ein- hverja skynsamlega og þjóðholla stefnu í dýrtíðarmálunum, senx vondir menn hafi eyðilagt. Hvorki kommúnristar né aðrir flokkar vinstri stjórnarinnar hafa haft nokkra stefnu í efnahags- málunum. Þeir hafa staðið uppi gersamlega úrræðalausir og svik- ið öll sín glæstu fyrirheit um töframeðul, sem ekki krefðust neinna fórna af neinum. Þessar tölur gefa nokkuð til kynna, hversu stórfellda dýrtíð hefur leitt af efnahagsráðstöfun- unum nýju“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.