Morgunblaðið - 16.10.1958, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.10.1958, Qupperneq 11
Fimmtudagur 16. okt. 1958 MORGVTSBL4Ð1Ð 11 Frá „sjóstríði" íslendinga og Breta. Frsigátan Russel og varðskipið Óðinn. Furðulegt aBNATO skyldi ekki finna leiðir til að sætta íslendinga og Breta sagði Sylvain Mangeot fréttamaður News Chronicle i erindi i brezka útvarpinu BREZKI blaðamaðurinn Syl- vain Mangeot, utanríkismála- sérfræðingiur News Chronicle dvaldist hér á landi í s. 1. mánuði. Þann 7 okt. s. I. flutti hann erindi í brezka útvarpið, sem hann nefndi „Iceland Fisheries Dispute“. Birtist það hér á eftir í heild. Þegar sumarfríinu er lokið finnst mér það alltaf taka nokk- urn tíma að komast aftur inn í helztu málin sem eru á döfinni og það þótt maður hafi nú ekki sleppt alveg sjónum af þeim í viku eða hálfsmánaðar fríi. Að þessu sinni finnst mér þó sem þau séu mér enn fjarlægari en venjulega. í Frakklandi er allt á huldu, þar til við sjáum nánar útkom- una í þingkosningunum, sem haldnar verða í næsta mánuði, — og þar til við finnum einhverjar bitastæðar tillögur de Gaulle. hershöfðingja í Alsír-vandamál- j inu. Hvað Quemoy viðvíkur, er stefna Bandaríkjanna full af hin- um furðulegustu mótsögnum og má vera að þær séu einmitt fyrstu tákn þess að Bandaríkin ætli nú loksins að fara að viðurkenna þá staðreynd að kommúnista-Kína sé til. í nálægum Austurlöndum er ringulreiðin enn meiri heldur en þegar ég fór í fríið. Nú er Kýpur öll í loga og talsverðar umbylt- ingar á döfinni í Egyptalandi, bæði í Kaíró og Damaskus. Það væri auðvelt fyrir mig að ræða við ykkur um þessa at- burði af handahófi, en ég efast hins vegar um að þið yrðuð margs vísari af slíku rabbi, fyrr en mér hefur unnizt tími til að kynna mér málin vel að nýju. Þess í stað er ég að hugsa um, að vera á eftir tímanum og ræða við ykkur um ísland meðan end- urminningar mínar frá sumar- fríinu þar eru enn ferskar. Þegar ég hafði lokið við að annast fréttaþjónustu fyrir blað- ið mitt um ensk-íslenzku fisk- veiðideiluna, dvaldist ég enn um skeið á eynni til að kynnast henni betur. Það sem vakti at- hygli mína meira en deilan og bardaginn um 12 mílurnar, sem hægt er að rífast endalaust um, var sú gapandi gjá, sem hafði myndazt milli tveggja þátttöku- ríkja sama bandalagsins. Bretland hefur sennilega sterk- ari og sögulegri tengsl við ísland, en nokkurt annað þátttökuríki Atlantshafsbandalagsins. Danir höfðu að vísu tengsl sameigin- legs konungdæmis en þeir voru hernámsvald uppi á íslandi. Norðmenn eiga ásamt fslending- um að telja til hinna fornu vík- inga þótt sá íslenzki siður að herja á írland og úteyjar Skot- lands og ræna þar stúlkum hafi greinilega blandað kynstofn- inn keltnesku blóði. í Bandaríkj- unum og Kanada eru allstórir hópar landnema af íslenzkum ættum, sér í lagi ef miðað er við það að íbúatala eyjarinnar er aðeins 160 þúsund. En styrkustu verzlunarsam- böndin, sem venjulega mynda einnig bönd skilnings milli þjóð- anna, hafa verið við Bretland. íslendingar létu byggja togara sína í Bretlandi og enn i dag má heita að þeir kaupi nær öll veið- arfæri sín í Bretlandi. Þeir borga þetta, eins og allt annað sem þeir kaupa frá útlönd- um, með fiski, sem er eina út- flutningsvara þeirra. Og álitleg- ur hópur íslendinga hefur komið hingað, aðallega til Skotlands til að læra málið eða ávinna sér tæknilega kunnáttu. í mörg ár hefur brezki fiskveiðiflotinn sótt á íslandsmið. Þótt einstaka sinn- um hafi orðið árekstrar í sam- bandi við veiðiþjófnað hefur sam komulagið yfirleitt verið gott. Þrátt fyrir það eigum við nú í þrætu, sem virðist óleysanleg og sjónarmið okkar eru jafnólík og sjónarmið íbúanna á tveimur reikistjörnum. Hvað veldur þessu? Ekki er það vegna þess að þvermóðska og skapríki séu eig- inleikar þjóðanna. Ég stóð í hópi íslendinga á hafnarbakkanum í Reykjavík daginn áður en 12 mílna fiskveiðitakmörkin gengu í gildi. Einn fallbyssubáta ísl. landhelgisgæzlunnar var að koma inn í hðfnina með brezkan tog- ara, sem hafði verið tekinn fast- ur að veiðum innan 4 rnílna tak- markanna. Ekki varð ég var við neinn kurr eða fjandskap þegar togarinn var bundinn við bryggju, né heldur þegar skip- stjórinn var fluttur í land og hafði hann þó hreinskilnislega játað brot sitt. Ég dvaldist á íslandi, þegar deilan stóð sem hæst en aldrei varð ég fyrir minnstu persónulegri óvináttu, enda þótt fólk væri hneykslað á deilunni. Hvers vegna þarf þetta bil þá að vera milli þjóðanna? Ég hef komizt að raun um að til þess eru tvær ástæður. í fyrsta lagi það, að þegar Bretar og íslendingar tala um 12 mílna takmörk, þá tala þeir alveg um sitt hvað. Þegar kom- ið er út í stjórnmáladeilur eru báðir hálfgerðir þrákálfar. Þeg- ar íslendingur hugsar um tak- markalínuna, hugsar hann um fiskinn. Hann hugsar um bjarg- ræði sin og einu uppsprettu þjóð- arteknanna, gullnámuna sem hefur gert honum fært að stökkva i einu stökki frá torfkofunum til beztu lífskjara sem þekkjast í Evrópu. Það er engin furða, þótt hinn mikli guð þorskurinn, sé heilagur. Ég fór i þriggja daga ferðalag inn á hálendi íslands og 'varð það til þe^ að opna augu mín betur en nokkrar hagskýrslur, I fyrir því hvers vegna íslending- | ar horfa út á hafið, út á fiski- miðin, í stað þess að horfa inn í landið. Miðja landsins þeirra er eyðimörk. Maður ferðast mílu eftir mílu um auðn sem minnir á landslagið á tunglinu. Svart eldfjallahraun, jöklar, fjallatind- ar, fljót og fáeinir heitir hverir. Á víð og dreif eru nokkrir gras- toppar sem fæða fjallakindurnar og hinar fáu kýr, sem eru uppi- staðan í búrekstri hins íslenzka bónda. Þegar brezkur embættismaður hugsar um 12 mílna lándhelgi, þá er hann ekki fyrst og fremst að hugsa um ísland eða fisk- veiðar. Hann hugsar um það hve þýðingarmikið sé að viðhalda gildi alþjóðasamkomulags sem enn er til um þriggja mílna lög- sögulandhelgi. Ef Bretland aðhefðist eitthvað, sem túlka mætti sem undanhald eða viðurkenningu á víðari land- helgi en 3 mílum, þá myndi það veikja lagalega afstöðu þess á ótalmargan hátt. Það gæti leitt til þess, svo dæmi sé nefnt, að ekki væri hægt að lenda flug- vél á Gíbraltar, Hong Kong eða Singapore án þess að skerða loft- helgi annarra ríkja. Ef 12 mílna landhelgi yrði viðurkennd og styrjöld brytist út milli Breta og Rússa, en Noregur væri hlutlaus, þá gætu rússneskir kafbátar not- Skopteiknarar víða um heim hafa gert sér mat úr landhelgisdeilunni. Myndin hér að ofan er til dæmis úr „Rogaland Avis“. Yfir lienni stendur: „Orrustan við ísland“, en undirskriftin er: . . . „England væntir þess að hver maður geri skyldu sína“. fært sér vernd landHelginnar og þyrftu ekki að óttast þar árásir Breta. Svo neita báðir aðilar að gefa hið minnsta eftir, aðrir hafa tek- ið ákvörðun byggða á fiskveið- um, hinir byggja á yfirráðum yfir landssvæðum. Þannig er deilan til komin. Önnur ástæðan til deilunnar er, að báðir eru fangár eigin innanríkisstjórnmála. Þótt efna- hagsmál fslands séu einföld og þjóðfélagið stéttlaust, þá komst ég að því að íslendingar eru eins ramm-pólitískir í sér og Grikkir eða írar. Þegar nú þar við bætist að tiltölulega sterkur kommúnistaflokkur hefur risið þar upp, þá skilur maður að stjórnmáladeilurnar hafi bæði harðnað og orðið flóknar. Þegar Bretland ákvað að fylgja skoð- unum sínum eftir með flota- valdi, þá virðist mér að því hafi sézt yfir hvernig íslenzku komm- únistarnir, sem ráða yfir hinu mikilvæga embætti sjávarútvegs málaráðherra, gátu með góðum árangri komið í veg fyrir hvers konar málamiðlunarlausn. Og þó þykist ég viss um að flestir íslendingar vilji mála- miðlun. Þeir eru nógu uggandi vegna þess hve þeir eru orðnir efnahagslega háðir Rússum, sem vilja kaupa allan þann fisk af fslendingum sem þeir geta selt. Og flestir íslendingar kysu að fá aftur brezku neyzluvörurnar. Það varpar ekki fögru ljósi yfir starf NATO, að ekki skyldi takast að hreinsa andrúmsloftið og laga þessar fjölskyldudeilur. í sjálfu sér er afstaða bæði fs- lendinga og Breta skiljanieg. En það sem ég skil ekki er að N-Atlantshafsbandalagið skuli ekki á þessum tíma, þegar ís- land verður sérstaklega þýðing- armikið hernaðarlega — við inn- reið Nautilus-aldar, — hafa fund- ið aðferðir til að sjá og setja niður slíkar deilur á byrjunarstigi eða að minnsta kosti áður en því marki er náð, að þeir einu sem geta hagnazt á deilunni eru Rúss- ar. Þrennir tón- leikar UNGFRÚ Elsa Sigfúss hélt tvo kirkjutónleika í s. 1. viku, ásamt dr. Páli ísólfssyni, hina fyrri í Eyrarbakkakirkju en hina síðari hér í Dómkirkjunni. Elsa Sig- fúss er fædd listakona. Rödd hennar er ekki sérlega mikil og söngurinn ekki magnaður áhrifa- mikilli ástríðu, en raddbönd hennar skila þýðum og silki- mjúkum tónum og tungutak hennar er fágað og yljað ákaf- lega mannlegri hlýju. f heild voru þetta dásamlegir hljómleik- ar og átti dr. Páll þar að sjálf- sögðu ríflegan hlut, en hann virt- ist njóta þess að vinna með þess- ari frænku sinni. Tónleikar Þórunnar Jóhanns- dóttur í Austurbæjarbiói á veg- um Tónlistarfélagsins, voru við- burður, fyrir margra hluta sak- ir. Þórunn er nú orðin 19 ára og furðu-þroskuð listakona. Hvernig sem á því stendur, virðist fólk oft slegið nokkrum ótta er börn finna upp á því að gerast full- orðin fyrir eðlilegan tíma, kunna allt áður en þeim er kennt það. Þórunn var eitt þessara barna. En nú hefir hún sjálf tekið af skarið, gerzt fulltíða á réttri stund, en nýtur þess að henni stóðu ýmsar leiðir opnar á und- an öðrum jafnöldrum sínum. Þessi 19 ára stúlka fer um hljóð- færið með myndugleika, öryggi og þrótti, sem minnir á þá sem eru áratug eldri, og nú dettur engum lengur * í hug að hún hreppi örlög þeirra „undrabarna“ sem hætta að þroskast. Þórunn flýgur áfram á þroskabraut sinni, og aldrei örar en nú. Þessi yndis- lega stúlka hlýtur að eiga mikla framtíð. Vikar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.