Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ
NV og síðan N-gola. Léttir til.
TIZKUFRETTIR
Sjá bls. 8
236. tbl. — Fimmtudagur 16. október 1958
Banaslys á Snœfellsnesi
Bóndi hrapar í Djúpagil
Borg, Miklaholtshreppi, 15. okt.
SÁ HÖRMULEGI ATBURÐUR gerðist vestur á Snæfellsnesi sl.
nótt, að Þorsteinn Gunnla<ugsson, bóndi á Ölverskrossi í Hnappadal,
hrapaði í Djúpagil á Snæfellsnesi og beið bana. Þorsteinn var 73ja
ára að aldri.
Nánari tildrög slyssins eru þau
að þeir Þorsteinn Gunnlaugsson
og Olgeir sonur hans héldu af
stað í gær um kl. 9.00 frá Set-
bergi á Skógarströnd með hrossa-
rekstur, er átti að fara að Hamra-
endum í Breiðavíkurhreppi.
í fyrstu fylgdu þeir feðgar þjóð
vegi frá Setbergi og að sæluhús-
inu í Kerlingarskarði. Þaðan
héldu þeir síðan, sem leið liggur
að Efra-Hóli í Staðarsveit. Báðir
voru þeir feðgar ókunnugir þess-
ari leið en nú tók að dimma í
þann mund er þeir héldu á Lága-
fellsháls. Ætlun þeirra var að
halda niður með Djúpagili á Lága
fellshálsi austanverðum.
Lentu vestan Djúpagils
Sakir myrkurs og ókunnugleika
þeirra feðga lentu þeir niður vest-
an við gilið. Hins vegar liggja
gamlir götuslóðar, sem farnir
voru áður fyrri, austanvert við
gilið. Olgeir fór aðeins á undan
föður sínum niður með gilinu og
teymdi nú hest sinn. Taldi hann
sig vera á réttri leið unz hann
hrapaði fram af dálitlu kletta-
þrepi. Þá þegar kallaði hann til
föður síns í aðvörunarskyni, en
fékk ekkert svar.
Fann hestinn með tauminn
uppi
Snéri Olgeir nú við hið skjót-
asta og hélt upp með gilinu. Kall
aði hann margsinnis til föður
síns en án árangurs. Þegar hann
kom upp á gilbarminn sá hann
hvar hestur föður hans stóð með
tauminn uppi i makka. Virtist
honum þetta benda til þess að
Þorsteinn hefði fallið af hestin-
um.
Hélt Olgeir nú ofan eftir gilinu
á ný heima að Ytra-Lágafelli í
Miklaholtshreppi. Sagði hann þar
frá hversu komið var.
Þá þegar hélt hópur manna úr
hreppnum til að leita Þorsteins.
Klukkan mu* hafa verið um 22,30
um kvöldið er Olgeir kom að
Ytra-Lágafelli. Tveir leitarmann-
anna fundu Þorstein rétt fyrir
lega í bot»i Djúpagils. Virt-
ist þeim hann látinn og hefði
hann hrapað niður gilbarminn að
vestan eftir skriðum, um 30 m.
fall, en síðan skoraðst í kletta-
rauf skammt ofan við árfarveg-
inn. Siðar um nóttina voru hross
þau, er þeir feðgar voru með,
sótt og fundust þau meðfram
Djúgagili að vestan.
Þorsteinn heitinn Gunnlaugs-
son var 73 ára að aldri. Lætur
hann eftir sig ekkju, Þórdísi Ól-
afsdóttur, og 9 uppkomin börn.
— Páll.
Haíin prófkosning
til biskupskjörs
VIÐ biskupskosningu hefur það
jafnan tíðkazt, að stjórn Presta-
félags íslands hefur gengizt fyr-
ir prófkosningu innan stéttarinn-
ar til undirbúnings sjálfri kosn-
ingunni. í gær sendi stjórn
prestafélagsins kjörgögn til allra
atkvæðisbærra kennimanna að
eiga öll atkvæði að vera komin
í hendur stjórnar prestafélagsins
fyrir 16. nóvember nk. Niður-
staðan verður síðan send prest-
um sem trúnaðarmál jafnskjótt
og hún er kunn.
Listamaðurinn við eitt af málverkum sínum.
Gjöf Ásgríms til ríkisins
- 659 listaverk auk húss
EINS og kunnugt er gaf Ás-
grímur Jónsson, listmálari, ís-
lenzka ríkinu mestan hluta eigna
sinna eftir sinn dag þar á meðal
húseign sína við Bergstaðastræti í
Reykjavík og listaverk þau, er
haon lét eftir sig. Hefur nú farið
Stuttir fundir á Alþingi í gœr
Fjáriagaumrœða á
mánudagskvöld
fram skrásetning og könnun
þessarar miklu gjafar. Lætur Ás-
grímur eftir sig 225 vatnslita-
myndir og 198 olíumálverk. Þar
að auki eru 203 ófullgerð olíu-
málverk og 33 ófullgerðar vatns-
litamyndir Auk þessa eru mjög
margar teikningar.
í ráði er að efna til sýningar
á listaverkum þeim, er Ásgrím-
ur Jónsson gaf íslenzka ríkinu og
verður sýningin væntanlega
haldin næsta vor. Gefst mönnum
þá kostur á að.sjá hina dýrmætu
gjöf þessa höfuðsnillings.
(Frá menntamálaráðuneytinu).
Fé fennir í kaf
í Bárðardal
ÁRNESI, S-þing 15. okt. — í
norðanstórvirðrinu s.l. föstudag
varð svo mikil stórhríð í Bárðar-
dal að fé fennti í kaf. Hjá Víði-
keri í Bárðardal fundust 12 kind-
ur í fönn, allar lifandi, og vitað
er um 9 kindur, sem hrakizt hafa
í krap og læki og drepizt. Fleira
fé getur hafa farið í fönn, en
það er enn ekki rannsakað.
í þessu stórviðri urðu miklar
bilanir á símalínum, brotnuðu
staurar og línur slitnuðu. Var
þetta eitt með allra verstu veðr-
um, sem komið hafa,
Hér er enn allt hvítt af snjó,
einkum til heiða. — H.G.
Tyeggja akreina-
kerfi á Laugavegi
og Snorrabraut
BÆJARRÁÐ hefur nú mælt með
því að tekin verði upp tveggja
akreina braut á Laugavegi inn-
anverðum og eftir Snorrabraut
allri.
Akreinakerfi verður sett á
Laugaveginn milli Snorrabraut-
ar og Hlemmtorgs og verða þá
bílastöður bannaðar við Lauga-
veginn á fyrrnefndu svæði, þó
með þeim undantekningum að
leyfð verða tvö stæði við Hlemm.
Þá verða takmarkaðar bílastöð-
ur á „eyjunni“ milli akbrauta
Snorrabrautar, Laugavegs og
Grettisgötu og verða þar settir
upp stöðumælar fyrir hálftíma
stöðu í senn, milli kl. 9 og 19
virka daga.
BÁÐAR deildir Alþingis komu
saman til fundar kl. 1.30 í gær. Á
dagskrá efri deildar var eitt mál,
frumvarp til laga um tollskrá o.fl.
Var frumvarp þetta til fyrstu um-
ræðu og vísað til annarrar um-
ræðu samhljóða og til fjárhags-
nefndar. Á dagskrá neðri deildar
var frumvarp um breytingu á
vegalögunum (flm.: Eiríkur Þor-
steinsson) til fyrstu umræðu og
tiu
miðnætti þar sem hann lá ofar-! vísað samhljóða til annarrar um-
&<■■■■ ■
Hér sjáum við matgírugan svartbak, þar sem hann hefur náð
til sín vænum bita af karfa á togarabryggjunni hér í Reykja-
Vik. Svartbakurinn var þarna svo gæfur að ekki reyndist erfitt
fyrn Ijósmyndarann að fá hann til þess „að sitja fyrir“.
Ljósmynd vig.
ræðu. Stóðu þingfundir tæpai
mínútur.
Á mánudagskvöldið verður
fyrsta umræða um fjárlagafrum-
varpið. Hefst umræðufundurinn
kl. 20.15 og verður honum út-
varpað.
í gær var útbýtt sjö nýjum
þingskjölum og voru það allt
breytingartillögur við vegalög,
þar sem lagt er til að nýir vegir
verði teknir í þjóðvegatölu. —
Eru það tillaga frá Jóni Kjartans-
syni um Péturseyjarveg, Meðal-
landsveg syðri og Holtsveg á
Síðu. Frá Páli Zóphóníassyni og
Björgvin Jónssyni um Selárdais-
veg, Sunnudalsveg í Vopnafirði,
Jökuldalsveg eystri og Loðmund-
arfjarðarveg. Frá Sigurði Ó Ól-
afssyni um Sólheimaveg, Skarðs-
veg og Laxárdalsveg. Frá Pétri
Ottesen um Botnsdalsveg, Grafar
dalsveg, Vatnshamraveg, Sarps-
veg, Katanesveg, Reynisveg,
Hvítanesveg, Eyrarveg, Bæjar-
veg, Stórakroppsveg, Hálsasveit-
árveg og Skáneyjarveg. Frá Jóni
Sigurðssyni og Steingrími Stein-
Þórssyni um Sæmundarhlíðarveg,
Héraðsdalsveg, Austurdalsveg,
Kjálkaveg, Norðurárdalsveg,
Hegranesveg vestri, Hjaltadals-
veg, Sléttuhlíðarveg og Sléttuveg.
Frá Ingólfi Jónssyni og Svein-
birni Högnasyni um Háfsósbraut,
Utkróksveg, Lækjarveg, Hvamms
veg, Bjallaveg, Keldnaveg,
Árgilsstaðaveg, Sigluvíkurveg,
Krossveg, Affallsveg, Fljóts-
hlíðarveg, Vatnsdalsveg, Markar-
fljótsveg, Hólmabæjarveg í
Vestur-Eyjafjallahreppi, og
Leirnaveg. Frá Halldóri E.
Sigurðssyni um Gufuár-
veg, Neðranesveg, Ásbjarnar-
staðaveg, Hlíðarveg, Veiðilækjar-
veg, Króksveg, Hreðavatnsveg,
Grímsstaðaveg, Seljaveg og Hítar
ai vcg.
Harrastaða-kindur voru
með þurramœði í lungum
BORGARNESI, 15. okt. — Á
mánudag og þriðjudag var slátr-
að fullorðnu fé frá þrem bæjum
í Dalasýslu, sem næst liggja
svæði því, sem mæðiveiki fannst
á í fyrrahaust.
Frásögn Guðmundar Gíslason-
ar dýralæknis um rannsóknir
hans á þessu fé fer hér á eftir:
Sýkt íungu
Frá Stóra-Skógi í Miðdölum
var slátrað 282 fullorðnum kind-
um. Óljós vottur af þurramæði
fannst í tvennum lungum. En áð-
ur hafði fundizt grunur um
skemmdir í éinum lungum. Veik-
in hefur því ekki verið staðfest
með vissu í Stóra-Skógi.
Frá Harrastöðum í Miðdöl-
um var slátrað 186 fullorðn-
um kindum. Þurramæði-
skemmdir fundust í 27 lung-
um eða um 13,5% af fénu á
mismunandi stigum. Sýking
hefur því verið komin á ali-
hátt stig í fénu. Þó sá ekki á
neinum lifandi kindum um
réttir í haust.
Frá Saursstöðum í Haukadal
var slátrað 210 fullorðnum kind-
um. Enginn vottur fannst af
þurramæði í neinni kindanna.
Líflömb að sunnan
Ráðgert hefur verið að bænd-
ur á þessum bæjum fái líflömb
á þessu hausti. Verða þau fengin
úr Álftaness- og Hraunhreppum
á Mýrum, en það er í sama fjár-
skiptahólfi og fyrrgreindir bæir.
Þetta fjárskiptahólf nær yfir
Mýrasýslu alla, nema hluta af
Hvítársíðu, auk þess Kolbeins-
staða-, Eyja- og Skógarstrandar-
hreppa í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu, ennfremur
Hörðudal, Miðdali og Haukadal
í Dalasýslu.
Síðastliðið vor vonu framgengin
um 60 þúsund fjár á fjárskipta-
svæðinu.
í flestum réttum í haust at-
huguðu skoðunarmenn féð og
tóku frá nokkrar kindur til
slátrunar og rannsóknar og
fannst ekkert grunsamlegt. Virð-
ist féð því heilbrigt að sjá á
fæti.
Fleiri
umferðarljós
Á FUNDI bæjarráðs er haldinn
var á þriðjudaginn, var samþykkt
að óska eftir kostnaðaráætlun
umferðarnefndar um upp-
setningu umferðarljósa á fimm
stöðum hér í bænum. Hafði nefnd
in ritað bæjarráði um nauðsyn
þessa. Leggur nefndin til að um-
ferðarljósin verði á þessum gatna
mótum:
Klapparstíg — Laugavegi
Hafnarstræti — Lækjartorgi
Hverfisgötu — Snorrabraut
Laugavegi — Nóatúni
Kalkofnsvegi — Tryggvagötu.
Geta má þess einnig hér að
umferðarnefnd mun nú láta rann
saka hvort rétt sé að setja upp
umferðarljós á gatnamótum
Hafnarstrætis — Pósthússtræti3,
Tryggvagötu — Pósthússtrætis og
Miklubraut — Lönguhlíð.