Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 2
2 IMORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. okt. 1958 % Lagt til að skattheimta ríkisins sé lagfœrð Abending frá Jóhanni Hafstein Jóhann Hafstein kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi neðri deildar Alþingis í gær og gerði skattheimtu ríkisins að um- talsefni: £.agði hann til, að skattheimtan yrði nokkuð milduð frá þvi sem nú er, og um leið komið í hent- ugra form. Gerði þingmaðurinn grein fyr- ir því, að í fyrra hefði sá háttur verið upp tekinn hjá ríkinu, með reglugerð sem fjármálaráðherra hefði sett í júlí 1957 — að inn- heimta skattana á fleiri gjald- dögum og þá fyrri helming árs- ins miðað við skatta, síðastliðins árs, — en síðari helming ársins vaeri skattheimtan jöfnuð miðað við skattana, eins og þá lægi fyr ir, að þeir hefðu verið á lagðir. Áður voru gjalddagar ríkisskatta miðaðir við greiðslu á manntals- þingum. Ræðumaður gat þess að um lengri tíma hefðu útsvör í Reykja vík verið innheimt á fleiri gjald- dögum, þ.e. 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, miðað við helm- ing skatta síðasta árs. Síðan félli innheimtan niður í júlí. Þar næst i væri innheimt 1. ágúst, 1. sept., 1. okt. og 1. nóv. En eftirstöðvar í jan. og febrúar næsta árs. Með þessu væru útsvörin innheimt á 10 gjalddögum mánaðarlega — en úr félli desember (jólamán- uðurinn) og júlí, en um það leyti væru flestir í sumarfríum. Jóhann Hafstein taldi til bóta að innheimta útsvör og skatta í fleiri áföngum. Hins vegar taldi hann að ríkið gengi of hart að með því að innheimta allt á 8 mánuðum. Sérstaklega væri þetta áberandi nú, þegar verðlag færi svo mjög hækkandi — en launafólk fengi ekki hækkaða vísitöluuppbót fyrr en í desem- ber. Mjög nærri mörgum væri gengið og sumir launamenn fengju litla sem enga útborgun launa mánaðarlega, þegar allir skattar væru frá dregnir. Beindi ræðumaður því til hæstv. fjár- málaráðherra, að hann breytti reglugerðinni um innheimtu skatta þannig, að menn gætu lok ið skattgreiðslunum í janúar og febrúar næsta ár í stað 1. nóv- ember eins og nú væri að stefnt. Með þessu færðist skattheimtan almennt í hentugra form, að skattarnir eins og útsv. greidd- ust mánaðarlega á 10 mánuðum, en innheimta felli niður í desem- ber og júlí. Kvaðst Jóhann Hafstein treysta því, að fjármálaráðherra mundi fús til að framkvæma þessa leiðréttingu. Eysteinn Jónsson, fjármála- i ráðherra, tók næstur til máls. Hann viðurkenndi sjónarmið þau, sem fram höfðu komið. Áð- ur hefði gjalddagi skatta verið einn, eins og Jóhann Hafstein benti á. Til bóta væri að fjölga gjalddögum. En betur þyrfti að athugast hvort fært þætti að láta innheimtuna dragast fram á fyrstu mánuði næsta árs, eins og 5. þingmaður Reykvíkinga hefði lagt til. Áfengisverzlun opnuð á Keflavíkurflugvelli Tollfrjálsar vín- og tóbaksvörur KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 13. okt. — í gærkvöldi var opnuð áfengis- og tóbaksverzlun í Flug- stöðvarbyggingunni í Keíiavík. Eru þar seldar tollfrjálsar vín- og tóbaksvörur til flugfarþega, sem leið eiga inn völlinn. Fyrir- komulag mun vera svipað og á þeim alþjóða-flugvöllum, svo sem Shannon á írlandi, þar sem verzlun með tollfrjálsar vörur hefur verið rekin um árabil og skilað góðum hagnaði. Áfengisverzlunin mun hafa á boðstólum um 50 tegundir á- fengra drykkja, svo sem koníak, kampavín, viskí, létt vín. að ó- gleymdri hinni íslenzku fram- leiðslu, ákavíti og „svarta dauða“. Verðlagi virðist mjög stiiit í hóf, samkvæmt verðlista verzlunar- innar, kostar ein flaska af „Icelandic Acrobat Sr>aps“ $1,50, sii það er hið íslc a bitter- brennivín, sem hlotið hefur þetta einkennilega heiti. Flestar tegundir af „Skota“ kosta $2,75, Aquavit $1,75, Gin $2,00 og lengj- an af amerískum vindlingum frá $1,40 til 1,75. Sé verðlisti Áfengis- verzlunarinnar borinn saman við verðlista frá Shannon, kemur í ljós að mjög lítill munur er á verðlagi á þessum tveimur stöð- um. | Fyrsta flugvélin, sem lenti í | Keflavík, eftir að verzlunm var ' opnuð, var frá Capitol Airways, en skömmu síðar komu flugvélar frá Pan American og Lufthansa. Virtust farþegar og áhafnir vera hinir ánægðustu yfir þessari ný- breytni og var talsverð sala strax fyrstu nóttina. Forstjóri hinnar nýju verzlun- ar er Ólafur Tordersen, en alls mun starfslið vera 5 manns. — B. Þ. Vegalög opnuð í efri deild í gœr FUNDIR voru settir í báðum deildum Alþingis kl. 1,30 í gær. Á dagskrá neðri deildar var eitt mál, frumvarp til laga um heim- ild fyrir ríkisstjórnina að inn- heimta ýmis gjöld 1959 með við- auka. Fylgdi fjármálaráðherra frumvarpinu úr hlaði með nokkr um orðum, en aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Var samþykkt með samhljóða atkvæðum að vísa mál inu til annarrar umræðu og fjár- hagsnefndar. Eitt mál var á dagskrá efri deildar. Var það frumvarp um breytingu á vegalögum, flutt af Sigurði Bjarnasyni, þar sem lagt er til að 3 vegir i Lorðuv- ísafjarðarsýslu verði teknir í þjóð vegatölu. Gerði flutniag-ma" ur grein fyrir frumv. með stuttri ræðu. Sagði hann að það væri flutt samkvæmt ósk hreppsnefnd ar í ýmsum hreppum sýsiunnar og enn vantaði mikið á að allar sveitir héraðsins væru komnar í vegasamband. Væri það til ó- hagræðis, bæði fyrir bændur og eins fyrir markaðssvæði þeirra í sjávarþorpunum við ísafjarðar- djúp, en greiðar samgöngur væru hyrningarsteinn atvinnulífsins, ekki sízt í sveitunum. Þá sagði Sigurður Bjarnason að þetta frum varp væri nú flutt í þriðja skipti á Alþingi. Kvaðst hann vænta þess fastlega að það yrði sam- þykkt og taldi ástæðu til að opna vegalög. Er Sigurður hafði lokið máli sínu tók til máls 1. þing- maður Norð-Mýlinga Páll Zophón íasson. Óskaði hann eftir því, að samgöngumálanefnd færi þess á leit við vegamálastjóra, að hún gæfi yfirlit yfir einstaka vegi í hinum dreifðu byggðum landsins. 1. þingmaður Eyfirðinga Bern- harð Stefánsson tók undir þessi orð Páls en auk þeirra tók til máls þingmaður Barðstrendinga, Sigurvin Einarsson. I grend viff St. Andreasber í Vestur-Þýzkalandi stunda þeir sem vilja skiffaferðir, jafnvel í hin- um mestu sumarhitum. Á 300 m kafla í brekku einni hefur verið borinn sandur og fingerff möl. OIíu er heilt ofan í sandinn og þegar svo er komiff er hægt aff ná næstum sömu ferff á skíff- um í þessari oliubornu brekku og á snæviþöktu landi. Guðmundur J. þagði um „sví- virðilegt athæfi" í tvær vikur Furðuleg vinnubrögð kommunista i bæjarstjórn Á BÆJARSTJÓRNARFUN»I í gær kvaddi Guðmundur J. Guð- mundsson sér hljóðs utan dag- skrár. Sagði hann, að um síðustu mánaðarmót hefði verið sagt upp milli 20 og 30 verkamönnum hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Kvað hann suma þeirra hafa unnið hjá Hitaveitunni allt að 13 ár. Flutti Guðmundur tillögu um, að þess- ar uppsagnir yrðu rannsakaðar. Forseti bæjarstjórnar leitaði af- brigða til að taka tillögu þessa til umræðu og var það samþykkt með öllum atkvæðum. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri tók fyrstur til máls um tillöguna og sagði, að bæjar- stjórn hefði ekki talið rétt að synja um afbrigði hennar vegna. Hins vegar kvað hann vinnu- brögð Guðmundar J. Guðmunds- sonar í sambandi við flutning þessarar tillögu mjög einkenni- leg. Hefði hann annað hvort átt að koma fram með málið það snemma að það kæmist inn á dagskrá þessa fundar eða þá að koma því inn í bæjarráð gegnum fulltrúa flokksins þar. Það eru verkstjórar og Ráðningastofa, er hafa með þessar uppsagnir að gera og ef Guðm. J. hefði minnst á málið í tæka tíð fyrir fund, hefði verið hægt að veita full- komnar upplýsingar um þetta mál hér á fundinum. Borgar- stjóri kvað ekki ná nokkurri átt, að krefjast þess að hafin yrði rannsðkn og gefa með því í skyn, að óreyndu, að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Þá taldi hann, að þeim sem sagt hefði verið upp, mundi einnig hafa verið tilkynnt að þeir mundu teknir í vinnu hjá Hitaveitunni aftur, strax þegar meiri verkefni lægju fyrir. Að lokum lagði borgarstjóri til að þessari tillögu yrði vísað til bæj- arráðs. Þá tók til máls Þórður Björns- son, sem nú var aftur mættur til starfa í bæjarstjórninni eftir 2i» mánaða sumarfrí. Flutti hann langt erindi um Hitaveituna og varpaði að lokum fram þeirri fyr irspurn, hvort nokkur bæjarfull- trúi vissi til þess að Hitaveitan væri að draga saman starfsemi sína. Þá flutti Þórður einnig langt mál um fundarsköp bæjar- stjórnar, sem hann taldi ýmislegt til foráttu. Þá stóð Guðmundur J. aftur upp, velti hann vöngum og sagði, að það hefði auðvitað verið æski- legra að koma þessari tillögu fram fyrir mánudag, en fólk hefði nú haft í ýmsu að snúast um síðustu helgi. Næstur tók til máls Ingi R. Helgason og þakkaði hann Þórði Björnssyni fyrir að minnast á fundarsköp bæjarstjórnar. Þá kvaddi Geir Hallgrímsson sér hljóðs. Vék hann að tillögu Guð- mundar J. Guðmundssonar um rannsókn á uppsögn Hitaveitunn- ar Vitnaði hann til ummæla borgarstjóra, að það væri ein- kennilegt að Guðmundur skyldi ekki hafa komið þessari tillögu fram fyrir mánudagskvöld. Nú hefði Guðmundur gefið skýringu á því í síðari ræðu sinni. Hann hefði átt svo annríkt í kosning- unum að annað hefði ekki komizt að. Þá sagði Geir, að mönnum mætti ljóst vera hve mikið alvöru mál þessari uppsagnir væru Guð- mundi. Hann hefði sagt í seinni ræðu sinni að hér væri um „sví- virðilegt athæfi“ að ræða af hálfu Hitaveitunnar en þó hefði hann ekkert gert í málinu í hálfan mán uð. Nú kæmi hann hins vegar fram með málið til þess að slá | því nnp í blaði sínu að fundinurn loknum en exki vegna umnyggju fyrir þeim mönnum sem sagt hefði verið upp. Ef hann hefði haft þrek til að ranka við sér, hefði verið auðvelt fyrir hann að koma tillögu sinni á framfæri fyrir mánudagskvöld eða fyrr en bíða ekki í tvær vikur. Með að- gerðarleysi sínu hefði Guðmund- ur dregið málið á langinn. Geir kvað Þórð Björnsson hafa notað þessa tillögu Guðmundar til að koma að fyrirspurnum sínum um Hitaveituna og fundarsköp. Minnt ist hann á að fyrir nokkrum ár- um hefði verið komin ringulreið á fundarhætti bæjarstjórnar og vitnaði í því sambandi í ummæli tyrrverandi bæjarfulltrúa Sig- urðar Sigurðssonar og Jóhanns Hafsteins. Kvað hann svo langt hafa gengið, að bæjarfulltrúar minni hlutans hefðu hripað niður tillögur á fundum og hent þeim fram í mesta flýti til þess eins að slá þeim upp daginn eftir. Hefði því verið nauðsyn að endur skoða fundarsköp og væri nú unnið að því en jafnframt hafði þá fyrir einu ári verið gerð bráða birgðabreyting á fundarsköpum, sem hefði gefizt vel hingað til. Þá svaraði Geir fyrirspurn Þórðar Björnssonar um fram- kvæmdir Hitaveitunnar. Sagði hann nú svo langt komið hita- veitu í Hlíðunum og Túnunum að mönnum væri einfaldlega sagt upp af þeim orsökum. Að lokum sagði Geir, að ekki virtist fylgja hugur máli hjá kommúnistum og Þórði, þegar þeir bæru fram tillögur um end- urskoðun fundarskapa, en virtu engin fundarsköp, eins og glöggt hefði komið fram í málflutningi þeirra á þessum fundi. Þórður talaði aftur, en að máli hans loknu kvaddi borgarstjóri sér hljóðs. Kvað hann bæjarfull- trúa meirihlutans hafa undrast það, hvað orðið væri af Þórði Björnssyni, en þeir hefðu saknað hans í síðustu tvo mánuði. Hefðu menn verið farnir að velta því fyrir sér, hvort hann væri fallinn í ónáð hjá sínum flokki, en öllum til mikillar gleði væri hann nú kominn aftur. Borgarstjóri sagði, að hann og fleiri myndu hafa óskað þess að ýmsar framkvæmdir Hitaveit- unnar hefðu gengið hraðar en raun hefur orðið á. í Hitaveitu- málum hefði nú skapazt ýmis ný viðhorf. Boranir hér í bæjarland- inu og í Hveragerði hefðu leitt i ljós orku, sem gæfi mikla mögu- leika um stórfellda stækkun Hitaveitunriar á næstu árum.. — Gufuborinn kemur hingað aftur eftir nokkrar vikur, sagði borg- arstjórinn og verður þá ákveðið, hvar hann verður látinn bora. Hann er svo mikið tæki og dýr í rekstri, að hann verður ekki látinn bora nema þar sem fær- ustu sérfræðingar leggja til. Þá vék borgarstjóri að fundar- sköpum bæjarstjórnar. Sagði hann að nú væri unnið að end- urskoðun á margháttaðri starf- semi bæjarins á vegum Hagsýslu Stofunnar, og varðandi æðstu stjórn bæjarmálanna hefði margt verið athugað að undanförnu. — Hann kvaðst verða að viður- kenna, að hann hefði ekki talið breytingar á fundarsköpum bæj- arstjórnar mest aðkallandi þess- ara mála, en að þeim kæmi þó áður langt liði. Var nú gengið til atkvæða um tillögu Guðmúndar J. Guðmunús sonar og samþykkt með 10 atkv. gegn 4 að vísa henni til bæjar- ráðs. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.