Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Fðstudagur 17. okt. 1958 Republikanar eignast nýjan foringja Richard Nixon spyrnir á móti hruni flokksins 1>RJÁR vikur eru nú til kosn- inga í Bandaríkjunum, 4. nóv., og stendur stjórnmálabaráttan sem hæst. Hér er ekki um jafnmiklar allsherjarkosningar að ræða og þegar forseti er kjörinn, heldur er aðeins um að tefla hluta þjóð- þingsins og ríkisstjóra og embætt ismenn nokkurra sambandsríkja. Áhugi á slíkum „milli“- kosningum er að jafnaði talsvert minni en á forsetakosning- unum, og þess varla að vænta að þátttaka í þeim verði heldur eins mikil. Það eru helzt ríkisstjórakosn- ingarnar í einstaka sambandsríki sem fá á sig spennandi svip, svo sem nú er í stærstu sambandsríkj unum, New York og Kaliforniu. Á fyrri staðnum keppa tveir milljónamæringar Harriman og Rockefeller um lýðhyllina, en á hinum má ætla að hætt sé komið stjórnmálaframa eins helzta for- ingja Republikanaflokksins, Williams Knowlamds. Þrátt fyrir sinnuleysi og deyfð almennings í þessum millikosningum má vera, að þær verði meðal hinna mikil- vægustu í seinni tíma sögu Bandaríkjanna. í þeim er Republikanaflokkurinn að berjast fyrir lífi sínu, að reyna að klóra í bakkann eftir auðsætt fyigishrun síðasta ár- ið. Það eru ekki nema sex ár síðan Eisenhower forseti leiddi Repu- blikanaflokkinn með persónuleg- um vinsældum sínum úr „eyði- merkurgöngunni" með hinum mikla og skyndilega kosninga- sigri 1952. Þessi góðlátlegi hers- höfðingi ávann sér trúnaðar- traust bandarísku þjóðarinnar með brosi sínu og einlægum og sannfærandi orðum, um það að hann vildi skapa þjóð sinni frið, farsæld og hreinsa burt spillingu úr stjórnmálalífinu. Með eigin persónulegum sigri tókst honum líka, að minnsta kosti um stund- arsakir, að hefja Republikana- flokkinn upp úr sleni forneskju- legra skoðana og baráttumála. Nú er hins vegar ljóst, að aðstaðan er verulega breytt. Mikill hluti hinna gömlu að- dáenda Eisenhowers hefur nú ekki jafnmikið á honum og áður. Fyrir bragðið virtist R- flokkurinn líkt og stjórnlaust flak, sem hraktist um höfin. Flokkurinn hefur stöðugt ver- ið að tapa fylgi s.I. ár og nafn Eisenhowers hefur ekki leng- ur það aðdráttarafl gagnvart almennum kjósendum að slíkt geti bjargað í þessum nauð- um. Þeir hafa orðið fyrir von- brigðum. Áður fyrr var það siður fram- bjóðenda Republikanaflokksins á ýmsum stöðum, að kalla bara á Eisenhower forseta, ef þeir þurftu að hressa upp á kjörfylgi sitt. Þá var forsetinn vanur að koma, sjá og sigra með góðlát- legu brosi sínu á múgfundum miklum. Nú er aðstaðan öll önn- ur. Fáum frambjóðendum kemur lengur til hugar að leita ásjár hjá forsetanum. Þvert á móti finnst þeim hann nú vera eins og hálfgerður dragbítur, sem þeir vilja helzt ekki að sé að blanda sér 1 kosningabaráttuna. Helzta orsök þess, að „goðsögn in“ um Eisenhower er nú áhrifa- laus er e. t. v. sú, að sam- kvæmt bandarískum lögum má hann ekki bjóða sig fram við næstu forsetakosningar. Eftir því sem nálgast ár forsetakosn- inga, 1960, mátti því alltaf búast Richard Nixon talar á kosningafúndi í Bandaríkjunum. Tekst honum að snúa vörn upp í sókn? við, að áhrif hans færu dvínandi. En einnig hefur hér vafalaust sín áhrif það alvarlega atvinnu- leysi sem upp kom s.l. vetur en aðgerðarleysi hans í þeim vanda var harðlega gagnrýnt. Þó kastaði fyrst tólfunum, þegar grunur kom upp um það nýlega, að helzti ráðu- nautur Eisenhowers, Sherman Adams hefði þegið mútur. Hvort sem sá grunur er réttur eða rangur, neyddist Adams til að segja af sér. í augum margra var Eisenhower for- seti þar með sviptur hinni fögru blæju heiðarleika og hreinleika í stjórnarstörfum. Þannig verður því nú ekki á móti mælt að illa er komið fyrir Republikanaflokknum, og getur hann átt í vændum stórkostlegt áfall í kosningunum, sem lykti með því að andstæðingarnir, Demokratar ráði yfir öflugum meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. Flestir for- ustumenn flokksins eru undir það versta búnir og viðurkenna það jafnvel opinberlega. En á stund alvarlegra þreng- inga virðist sem Republikana- flokkurinn sé að eignast nýjan foringja, sem reynir að sameina flokkinn og efla hann aftur til gagnsóknar og nýrra dáða. Þessi nýi foringi er varafor- setinn Richard Nixon. Hann virð ist eini maðurinn sem ekki hefur misst móðin», heldur berst eins og ljón. Og máske tekst honum að hrífa einhverjar sálir með sínum eldlega áhuga. Nixon varaforseti ferðast nú um Bandaríkin þver og endilöng og heldur margar ræður daglega. Hann viður- kennir það i ræðum sínum, að hallað hafi undan fæti fyrir Republikanaflokknum. Hann játar meira að segja að al- mennt sé álitið að flokkur hans muni tapa í kosningun- um. En, — bætir hann við og réttir úr sér — almenn- ingsálitið hefur áður haft rangt fyrir sér. Og hann tekur sem dæmi hinn eftir- minnilega sigur Trumans for- seta í forsetakosningunum 1948. Sá sigur kom öllum á óvart. Á þessu hamrar Nixon stöðugt. Hann segir að ef Republikanar bara gefi ekki upp alla von, þá muni þeir sigra jafnóvænt og Truman sigraði 1948. Það þykir með mestu ólíkind- um að Nixon skuli þannig gera versta stjórnmálaandstæðing sinn, Truman fyrrum forseta, að leiðarljósi og fyrirmynd Repu- blikanaflokksins. Málefnalega kýs hann hins vegar ekki að taka Truman sér til fyrirmyndar. Nixon tekur upp einbeittar varnir fyrir stjórn Eisenhowers. Hann staðhæfir að Bandaríkin h*fi aldrei fyrr haft jafnvirka og lifandi stjórn sem hin síðustu sex ár. Hann ver Sherman Adams, segir að skjöld- ur hans hafi verið hreinn. Grun- ur sá sem upp hafi komið um óheiðarleik hans byggist ekki á neinu misferli, heldur aðeins á lygaáróðri pólitískra andstæð- inga hans. Hafi góðum og grand- vörum manni með því verið gert rangt til. Hins vegar segir hann að fyrri stjórnir Demókrata, svo sem stjórn Trumans hafi verið alsettar spillingarkaunum. Bjartsýni Richards Nixons ásamt einarðlegri baráttu hans og stefnu móti straumn- um vekur meðal almenn- ings nokkra aðdáun á mann- inum, sem þorir að segja þró- uninni stríð á hendur. En í rauninni hefur Nixon allt að vinna og engu að tapa. Ef Republikanaflokkurinn sigrar þrátt fyrir slæmar horfur, þá verður honum þakkaður sigurinn eftir þessa drengilegu baráttu. Ef flokkurinn tapar hins vegar, þá bíður Nixon persónulega ekki tjón. Þá verður sagt um hann að hann hafi barizt eins og hetja, en það hefði ekki dugað gegn ógæfu flokksins. Republikanaflokkurinn hefur eignazt nýjan foringja og myndu flestir nú telja öruggast að veðja á Richard Nixon sem næsta for- setaefni flokksins. Sturlaugur Einarsson frá Múla — minning HANN andaðist í Sjúkrahúsi ísa- fjarðar 22. september sl. Það er orð að sönnu að skammt er milli lífs og dauða. Það er ekki ýkja langt síðan Sturlaugur í Tungu rétti fram hressilega höndina í kveðju-skyni með bros á vör, er hans var jafnan vandi, og fann þá ævinlega orð, er féllu vel við kveðjuna. Hann fluttist hingað til Skutulsfjarðar fyrir fáum árum og settist að í Efri-Tungu en áður bjó hann mjög myndarlegu búi að Múla í ísafirði. En Tunga mátti ekki vera svona, þar varð einnig að rækta og byggja, enda þótt nú væri mjög stakkur skorinn í þeim efnum. Sturlaugur var alveg sérstak- lega félagslyndur maður, er kom glöggt fram í því að hann tók strax mikinn þátt í öllu félags- lífi hér og það með miklum ágæt- um. Því er það svo, að við, sem eftir lifum, eigum honum marg- ar góðar endurminningar að þakka. Við höfðum vonað að samleiðin væri ekki á enda og enn mættum við um langt skeið njóta kímnigáfu og félagsanda Sturlaugs okkar í Tungu, en lögmál lífsins hefur sinn gang. En það verður jafnan skarð eftir er vinsælir menn hverfa af sjónarsviðinu, og í þessu tilfelli er það Skutulsfjörð ur, sem auða rúmið hlaut. Sturlaugur Einarsson var vel greindur maður og fylgdist af lífi og sál með öllum þeim fram- förum og tæknilegum umbótum, er nú hin síðari ár hafa rutt sér til rúms á landi hér og annars staðar. Var hann því mikill au- | fúsugestur, er hann bar að garði, og spjallið gat orðið fróðlegt og skemmtilegt. Að sjálfsögðu var það fyrst og fremst búskapurinn, sem heillaði hugann, því eins og fyrr getur, var hann myndar- og skrifar úr daglegq lífinu Meira af pilsonum og réttonum. Lesandi skrifar: NOKKUÐ er wmliðið síðan Velvakandi birti athuga- semd mína við þá leiðréttingar- tízku, sem nú herjar framburð unga fólksins og kemur m. a. fram í því að segja réttunum,' pilsunum, í stað réttonum og pils onum, sem er gamall og almenn- ur framburður. Tilefnið var smá grein í Morgunblaðinu um annað efni, en nú hefur höfundur henn- ar sent frá sér svar við athuga- semd minni. Það er eins og vænta mátti, hnekkir engu af því, sein ég sagði. En 1 því er skemmtileg eða öllu heldur óskemmtileg bending um, að rétt sé að kalla þessa skrumskælingu framburð- arins leiðréttingartízku. Hann segir: „Afa og ömmu blanda ég ekki í málið, enda á æskan og nútíðin hér meiri hlut að máli“. — Þarna höfum við það. Okkur varðar ekk ert um, hvaða rnál hefur verið talað í landinu síðustu aldir, kenjar unglinga skulu fremur ráða þróun tungunnar. Höfundur reynir að gera lítið úr því, sem ég skrifaði um ást á móðurmálinu, og segir: „Ástin er blind, satt er það. En gleym- um ekki virðingunni“. Hvað merkir þetta? Líklega, að „æskan og nútíðin“ megi ekld unna móðurmálinu svo heitt, að hénni láist að bera virðingu fyr- ir því — með því að skrumskæla það! En í alvöru að tala, það er mikilvægt hvað skólarnir gera í þessu máli. Reyna þeir að hindra þessa þróun? Eða leggja þeir blessun sína yfir hana með þögn- inni? Eða ýta þeir kannski undir hana? Hvað segja skólamenn?" Það væri fróðlegt að fleiri legðu hér orð í belg, og þá helzt skólamennirnir, sem bréfritari hvetur til að segja skoðun sína. Enn ein yfirhöf«in töpuð. KOMINN er þvílíkur stórborg- arbragur á bæinn okkar; að ekki er óhætt að leggja frá sér nokkurn hlut, án þess að eiga það á hættu að hann hverfi. Á þessu vara krakkarnir sig ekki — og henda af sér utanyfirflík- dugnaðarbóndi að Múla, en því miður er sá er þetta ritar því lítt kunnugur nema af afspurn. Sturlaugur var mikill höfðingi heim að sækja, og hygg ég að við hér í Skutulsfirði höfum ekki farið varhluta af því. Það hefur þótt mjög góður eiginleiki, hin íslenzka gestrisni, og að taka fólki tveim höndum, eins og það er orðað, en ég ætla að ekki sé ofmælt að Sturlaugur og kona hans hafi haft einmitt þennan eiginleika í ríkum mæli, og mun- um við sannarlega minnast þess, er heimsóttu þau í Tungu. Það kom líka glöggt fram við útför hans, að börn hans og eftirlifandi eiginkona vildu halda uppi merki hans með mjög svo myndarlegri erfidrykkju á staðnum. Hér hefur verið stiklað á stóru með þessum fáu kveðjuorðum til Sturlaugs bónda frá Múla, enda aðeins lítið tímabil er þau grípa yfir, þ. e. dvöl hans hér í Skutuls- firði, en það mætti þó gefa til kynna, á hvern hátt samferða- menn hans hér, nutu viðkynning- ar við hann. Sturlaugur var giftur Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Múla, og varð þeim tveggja barna auðið. Eru þau Gerður, húsfreyja í Rvik og Kristján, sem er í þann veginn að Ijúka við háskólanám í Svíþjóð. Hér verður þá staðar numið, en minningin um Sturlaug frá Múla geymist vandlega meðal vina og vandamanna. I. J. unum, þegar þau eru að leik. 14 ára drengur var í knatt- spyrnu á Framnasvegsleikvellin- um sl. mánudag. Hallaði hann hjólinu sínu upp að markstöng- inni og lagði á það nýja „apa- skinnsúlpu", sem nýbúið var að kaupa á hann fyrir 650 krónur. í hita leiksins gleymdi hann svo að hafa vakandi auga á úlpunni, og hún hvarf. En einhver hefur hirt úlpuna, og foreldrar drengsins eiga erfitt með að trúa því, að nokkurt ann að barn geti allt í einu komið heim i svo dýrri flík, án þess að foreldrar þess spyrjist fyrir um hvaðan hún er komin. F.n því miður sanna allar þær úlpur, jakkar, og jafnvel reiðhjól, sem „hverfa" svo títt, það, að í bæn- um hljóta að vera til foreldrar, sem leggja blessun sína yfir hnupl barna sinna. Og þó ekki sé gott að gera börn of tortryggin gagnvart meðbræðr um sínum, verður ekki hjá því komizt að vara þau alvarlega við að leggja frá sér flíkur sínar þar sem hægt er að grípa þær svo lít- ið ber á. David Klemetz NÆSTKOMANDI laugardag, 18. þ.m., fær Fíladelfíusöfnuðurinn heimsókn af David Klemetz, for- stöðumanni hvítasunnusafnaðar- ins í Helsingfors í Finnlandi. Er hann á heimleið frá alheimsmóti Hvítasunnumanna í Kanada. Með honum er Olav Englund, sem er góður einsöngvari, og hefur oft sungið í finnska útvarpið. Vegna þess að þeir þurfa að flýta för, strax næsta morgun, verður þetta eina tækifærið, til að hlusta á báða þessa menn, laug- ardagskvöldið kl. 8,30. Næstkomandi sunnudag hefur Fíladelfíusöfnuðurinn útvarps- guðsþjónustu kl. 4,30. Að kvöld- inu, sama dag, hefur söfnuður- inn kristniboðssamkomu vegna kristniboðanna, Þórarins og Hertu Magnússon, sem fara senn til Tanganyka í Afríku. í sam- komunni verður tekin fórn til styrktar kristniboðunum. í sam- komu þessari taka margir til máls. Meðal annarra ungfrú Halla Backmann, en hún er sjálf á förum til Afríku, sem kristni- boði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.