Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 20
V EÐRIO SA hvassviðri og rigning Stóru flugvélarnar Sjá grein á bls. 11. 237. tbl. — Föstudagur 17. október 1958 Biskup megi sitja í embætti til 75 ára aldurs Frumvarp þess efnis lagt fram á Alþingi i gœr í GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 21 27. júní 1921, um biskupskosningu. — Flutnings- menn eru þeir Bjarni Benedikts- son og Ólafur Thors. 1. gr. Á eftir 4. gr. laganna bætist ný gr., sem verður 5. gr., svo hljóðandi: Nú verður biskup fslands sjötiu ára að aldri, og skal hann þá, ef aðrar ástæður valda ekki, halda embætti sínu, þar til hann verð- ur 75 ára, ef % þeirra, sem at- kvæðisrétt hafa við biskupskjör, bera fram ósk um það. 2. gr. Lög þessi öðtast þegar gildi og ná til núverandi biskups fslands. f greinargerð segir svo: Úrskurðað hefur verið, að biskup íslands megi ekki vegna ákvæða 13. gr. laga nr. 38 14. apríl 1954, um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins, og 1. gr. laga nr. 27 9. jan. 1935, utn aldurs hámark opinberra embættis- og starfsmanna, sitja lengur í em- bætti en til sjötugs. Um þá túlk- un skal ekki deilt, þó að hún brjóti í bága við það, sem gert var um hinn eina biskup, sem þar til nú hefur náð sjötugsaldri, eftir að lögin frá 1935 tóku gildi, en engin efnisbreyting hefur'orð- ið að þessu leyti frá því, sem í þeim lögum var ákveðið. Ef réttur skilmingur laganna er sá, sem nú hefur verið úr- skurðað, er rík istæða til að breyta þessu lagaboði. Sízt eru minni rök til, áð maður haldi embætti biskups fram til 75 ára aldurs, en þeir, sem til starfs eru kosnir almennri kosningu, eins og sóknarprestar, ef kjósendur æskja þess. Prestastéttinni er fulltreystandi til þess að óska ekki eftir því, að maður verði áfram biskup, neima hann sé að öllu leyti fær um a# gegna starf- inu. í frv. er lagt til, að % hlutar kjósenda biskups, þ. e. þjónandi prestar og prófastar þjóðkirkj- unnar sem og guðfræðikennarar háskólans, þurfi að bera fram ósk um, að biskup haldi embætti sínu. Er það himn sami meiri hluti og áskilinm er til þess, að biskup sé í upphafi rétt kjörinn. Óráðlegt er af ríkisvaldinu að ganga gegn jafn-eindregnUm ósk- um prestastéttarinnar. Hitt er sjálfsagt, að biskup verði að láta af embætti eins og aðrir, ef sér- stakar ástæður, svo sem elliglöp, koma til. Um það haggar nýmæli frv. engu frá því, sem nú er. Mestu máli skiptir, að maður, sem fullfær er til að gegna hinu vandasama og virðulega embætti biskups, sé ekki skyldaður til að láta af störfum, í meðan svo er. Munu þeir fáir, sem ekki .viður- kenna sérstöðu biskupsembættis- ins einmitt að því er aldurshá- mark varðar. En einnig má á það minna, að safnast þegar saman kemur í útgjöldum ríkisins, og ef stöðugt er haldið áfram að bæta við þau að óþörfu, verður ekki hjá því komizt, að bagginn verði býsna þungur að lokum. Hjónavígslum fækkar Fæðingarhlutfallið /957 sama og Héraðsmót Þor- steins Ingólfssonar HÉRAÐSMÓT Þorsteins Ingólfs- sonar verður haldið í Hlégarði laugardaginn 1. nóvember kl. 9 eftir hádegi. Verður það með svipuðu sniði og venjulega, vandað mjög til skemmtikrafta og reynt að gera bæði eldri og yngri til hæfis. Héraðsmótin eru með vinsælustu og fjölmennustu skemmtunum, sem haldnar eru í sýslunni. á metárinu í NÝJUM Hagtíðindum er að finna ýmsan fróleik varðandi hjónavígslur, fæðingar og mann- dauða hér á landi árið 1957. Þar segir um hjónavígslurnar að þær hafi verið 1326 það árið. Segja Hagtíðindin að miðað við áætlaðán mannfjölda á miðju ári 1957, sem var 164.766 hat'i komið 8 hjónavígslur á hvert þúsund landsmanna. Hafi þetta hlutfall farið lækkandi síðan 1954, en þá hefur það orðið hæst, og voru hjónavígslurnar 1417 eða 9,2 af þúsundi. Asíðastliðnu ári var 115 hjóna- böndum slitið við lögskilnað, eða 0,7 af þúsundi. Þá segja Hagtíðindin frá því að tala lifandi fæddra barna 1957 hafi verið 4726, eða 28,7 á hvert þúsund landsmanna og síðan segja Hagtíðindi um þetta orðrétt á þessa leið: „Er það sama fæð- ingarhlutfall og á árinu 1950, og hefur það ekki orðið hærra neitt ár síðan um aldamót." Geta má þess að hlutfallstalan var árið 1956 28,3 af þúsundi. Tala andvana fæddra barna 1957 var 65, eða 1,4 af hundraði. Enn fjalla Hagtiðindin um fæðingarnar og skiptingu milli skilgetinna og óskilgetinna barna. Árið 1957 fæddust 1192 óskilgetin börn, eða 24,9% . Er það lægri hundraðshluti en verið hefur um nokkur undanfarin ár. Hér á landi dóu árið 1957 1157 hanns, eða 7 af hverju þús- undi landsmanna, segja Haglíð- indin og er það álíka manndauða- hlutfall og verið hefur undan- gengin ár. Tíðindin geta þess að innan 1 árs aldurs hafi dáið 80 börn síðasta ár. Um mannfjölgunina segja Hag- tíðindin að tala fæddra umfram dána hafi orðið 3569. En á árinu 1957 hafa flutzt til landsins 562 umfram þá sem flutzt hafa frá því. Aðsókn er mikil að hinni amerísku bókasýningu í Liverpools- húsinu við Laugaveginn. Þessi mynd var tekin þar á sýn- ingunni um daginn, er biskupinn yfir íslandi, dr. Ásmundur Guðmundsson, kom þangað, en með honum var prófessor Sig- urbjörn Einarsson. Tala íbúa í sveitum lækkar enn og er nú tæpl. 34,000 Fleiri konur en karlar eru i Reykjavik 4 herskip yfir 9 veiðiþjófura í GÆRKVÖLDI voru 9 brezkir togarar að veiðum innan fisk- veiðitakwiarkanna út af Vest- fjörðum og gættu þeirra 4 brezk herskip, freigáturnar Russel, Palliser, Blackwood og Hardy. — Ennfremur var birgðaskip þeirra, Waverule, á svipuðum slóðum. Skip þessi voru fremur dreifð og á allstóru svæði. Þá voru og 12 brezkir togarar að veiðum ut- an fiskveiðitakmarkanna á þess- um slóðum, flestir langt utan markanna. Hefur erlendum tog- urum við Vesturland því fækk- að heldur síðustu dagana. Af öðrum fiskislcðum um- hverfis landið er það að segja, að ekki er annars staðar kunn- ugt um togara að veiðum innan 12 sjómílna markanna. — (Erá landhelgisgæzlunni). HAGTÍÐINDI skýra frá því að hinn 1. desember 1957 hafi íbúar kaupstaðanna í landinu verið 110,130, en landsmenn allir voru þá 166,831, þannig að í sýslum landsins búa 56,701. Hagtíðindin gera enn nánari grein fyrir mannfjöldanum, er þau upplýsa að konur séu nú 82,678 á móti 84,153 körlum. I Reykjavík eru konur þó nokkru fleiri en karlar, en þær eru 34,819 á móti 32,770 körlum. Birt er tala íbúa kaupstaðanna og sýslnanna og hljóðar hún svo: Kaupstaðir 1957 Reykjavík .............. 67,589 Kópavogur .............. 4,827 Hafnarfjörður ........... 6,400 Keflavík ................ 4,128 Akranes ................. 3,577 ísafjörður ............. 2,708 Sauðárkrókur ........... 1,125 Siglufjörður ........... 2,758 Ólafsfjörður ............. 885 Akureyri ................ 8,302 Húsavík ................ 1,397 Seyðisfjörður ............ 730 Neskaupstaður ........... 1,372 Vestmannaeyjar ......... 4,332 Sýslur Gullbringusýsla 5,003 Frá Albingi FUNDIR eru boðaðir í báðum deildum Alþingis í dag. Á fundi neðri deildar er eitt mál á dag- skrá, biskupskosning, og er það fyrsta umiæða um málið. Á fundi efri deildar er og eitt mál á dagskrá, bifreiðaskattur o. fl., einnig til 1. umræðu. Nœr 5700 laxar úr 7 lax- veiðiám i VEIÐIMAÐURINN, blað stanga- veiðimanna, er nýlega komið út. Hefst olaðið á grein eftir rit- stjórann: Að liðnu sumri. — 1 blaðinu er skýrt frá því hvernig veiðin hafi verið í sumar, í óm og vötnum, byggðum á upplýs- ingum frá veiðimálaskrifstof- unni. Segir Veiðimaðurinn m. a. að laxveióin í sumar hafi verið í góðu meðallagi og aðeins minni en í fyrra, en laxinn aftur á móti frekar vænn. Bezt hafði veiðin verið í Miðfjarðará, en blaðið birtir síðan yfirlit um veiðarnar og er svona: Elliðaárnar ......... 950 laxar Laxá í Kjós ......... 805 — Bugða ............... 173 — Meðalfellsvatn .... 9 — Laxá í Leirársveit .. 431 — Norðurá ............. 786 — Miðfjarðará ........ 1418 — Laxá í Aðaldal .... 1120 — Samkvæmt þessu yfirliti hafa komið á land úr þessum ám 5691 lax. Síðan er rætt stuttlega um veiöarnar og gagn þeirra. í Veiðimanninum eru ýmsar læsilegar greinar að vanda, inn- lendar og erlendar frásagnir af veiðiferðum. Kjósarsýsla .............. 2,123 Borgarfjarðarsýsla ....... 1,472 Mýrasýsla ................ 1,822 Snæfellsnessýsla ......... 3,471 Dalasýsla ................ 1,110 A-Barðastrandarsýsla .. 598 V-Barðastrandarsýsla .. 1,902 V-ísafjarðarsýsla ........ 1,817 N-ísafjarðarsýsla ........ 1,836 Strandasýsla ............. 1,639 V-Húnavatnssýsla ......... 1,369 A-Húnavatnssýsla ......... 2,275 Skagafjarðarsýsla ........ 2,721 Eyjafjarðarsýsla ......... 3,8i4 S-Þingeyjarsýsla ......... 2,773 N-Þingeyjarsýsla ........ 1,996 N-Múlasýsla .............. 2,492 S-Múlasýsla .............. 4,212 A-Skaftafellssýsla ....... 1,243 V-SkaftafeUssýsla ........ 1,425 Rangárvallasýsla ......... 3,088 Arnessýsla ............... 6,500 I eftirmála segja Hagtíðindi m. a. frá því að við útreikning- ana hafi komið í ljós að hin eig- inlega tala íbúa í sveitum hafi verið 33,901 1957 á móti 33,963 árið áður. Bœr brennur til ösku vestur við Djúp í gœr ÞÚFUM, N-ÍS, — Bærinn að Látrum í Reykjafjarðarhreppi, brann til kaldra kola í kvöld, og tókst engu út að bjarga af inn- anstokksmunum, en slys varð ekki á heimilisfólki. Brunatjón bóndans er mjög tilfinnanlegt. Það var um klukkan 5 síðdegis að eldur kom upp í hinu gamla bæjarhúsi. Sigmundur Sigmunds son, bóndi, var fyrir nokkru far- inn að heiman og ætlaði á næsta bæ. Kona hans var heima með þrjú börn þeirra hjóna og einnig var þar unglingspiltur, bróðir Sigmundar. Sími er á bænum og símaði húsmóðirin í skyndi eftir hjálp. Menn brugðu skjótt við og á leiðinni mættu þeir Sig- mundi og sögðu honum tíðindin. Þegar menn komu til hjálpar, var bæjarhúsið að mestu hrunið, enda búið að loga í húsinu í fulla klukkustund. Vindur, sem var hægur, stóð af fjósi og öðrum útihúsum, svo þau skemmdust ekki. En úr bæ Sigmundar tókst engu að bjarga. Innanstokksmunir ásamt húsi voru tryggðir. En fyrir Sigmund er tjónið mjög tilfinnanlegt, því hann er með gott bú, er sjálfur ungur, dugandi nóndi, sem þrátt fyrir þessa erfiðleika mun ekki láta hendur falla í skaut, heldur mun hann hafa íullan hug á að koma upp húsi yfir sig og sína hið fyrsta. Kona hans fór með börnin yfir fjörðinn að Skálavík til Ólafs Ólafssonar, en þar var hún í heimili áður en hún hóf búskapinn að Látrum. — P.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.