Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 17. okt. 1958 TÍÐIN FRA S. U. S. RITSTJORAR: HORÐUR EINARSSON OG STYRMIR GUNNARSSON ... en spíri -þoð er óhœfa! Rætt við ungan farmann um vatnsbusl undir vopnavernd, spirasmygl og fleira ÍSLENZKIR farmenn hafa tals- vert komið við sögu í fréttum blaða og útvarps að undanförnu vegna hins stórkostlega áfengis- smygls nokkurra skipverja á Tungufossi. Það hefur lengi verið vitað, að talsverð smyglstarfsemi færi fram á kaupskipaflotanum, en fáir hafa orðið uppnæmir yfir, enda fslendingar umburðarlyndir þegar um er að ræða slík lögbrot, og má raunar segja, að ríkisvald- ið eigi meginsök á, að landsmenn eru ekki löghlýðnari en raun ber vitni. Nokkuð öðru máli gegnir um hið stórkostlega spírasmygl þeirra Tungufossmanna. í því máli hefur almenningsálitið snú- ist gegn lögbrjótunum, enda get- ur hér verið um lífshættulegan vökva að ræða. Af þessum sökum hafa farmenn verið gagnrýndir harðlega og þeir taldir misnota freklega aðstöðu sína, þar sem þeir fá hluta launa Sinna greiddan í erlendri mynt. Fréttamenn síðunnar brugðu sér því um borð í hið fræga skip Tungufoss í því skyni að ná þar tali af einhverjum skipverja, og forvitnast nokkuð um hagi og störf skipverja á kaupskipum okkar. Við hittum þar að máli ungan háseta, Eggert Þorsteins- son að nafni, og biðjumst viðtals. Eggert þvertekur í fyrstu fyrir slíkt en lætur þó tilleiðast, er við sverjum og sárt við leggjum, að spíri og smygl verði ekki nefnt á nafn. — Hvenær fórstu í fyrsta skipti á sjó, Eggert? — Það var fyrir um það bil þrem árum, fyrst sem 2. kokkur, en nú hef ég hækkað talsvert í- tign, er semsé orðinn fullgúdur háseti. — Og hefurðu alltaf verið á Tungufossi? — Já, ég hef verið á Tungufossi þessi þrjú ár, að undanskildum stuttum tíma, sem ég var í landi. — Hvernig fellur þér far- mennskan? — Prýðilega, starfið er skemmtilegt, ég kann ágætlega við mig á sjónum. Manni gefst gott tækifæri til þess að sjá sig um í veröldinni, kynnast öðrum löndum og þjóðum. — Til hvaða landa hafið þið aðallega siglt? — Við höfum einkum siglt til Norðurlanda, Þýzkalands og annarra Vestur-Evrópulanda. Nú í sumar komum við ennfremur til Gdynia í Póllandi. Okkur fýsir mjög að heyra meira um þá för, enda þykir mönnum vestan járntjalds alltaf forvitnilegt að hafa fregnir sjón- arvotta af ástandi mála austur þar. Við biðjum Eggert því að segja lesendum síðunnar nánar frá komu Tungufoss til Gdynia. — Það, -sem vakti sérstaka at- hygli okkar í Gdynia, segir Egg- ert, var hið stranga eftirlit, sem haft var á öllu og öllum. Meðan skipið lá í höfn voru þrír voprað- ir verðir um borð, einn frammi í stafni, annar aftur í skut og sá þriðji í brúnni. Allt hafnar- svæðið var afgirt með hárri girð- ingu, og við hliðin voru varðturn- ar, þar sem verðir, vopnaðir vél- byssum, stóðu og grandskoðuðu landgöngupassa hvers og eins, en við þurftum að fá sérstaka land- gö'ngupassa til þess að komast í land. — Hvernig leizt þér á þig í borg inni? — Ég sá heldur lítið af henni, enda var staðið stutt við. En það, sem ég sá af henni þótti mér heldur tilkomulítið. Jafnvel helztu götur borgarinnar voru myrkar og drungalegar, er skyggja tók, og húsakostur al- mennings virtist ekki góður, menn bjuggu þarna í hálfgerðum timburkofum. Á hinn bóginn var mér sagt, að mun betur væri búið að hermönnunum, a. m. k. í þess- um efnum. — Ber mikið á hermönnum á götum borgarinnar? — Já, það úir og grúir allt af þeim, og þeir setja mikinn svip á borgarlífið. — Gátuð þið verzlað mikið? — Nei, vöruúrvalið í búðunum er mjög lítið, en það, sem til er, er bæði dýrt og stendur langt að baki Vestur-Evrópu að gæðum. Verzlanirnar eru líka mjög ó- vistlegar og minna helzt á kram- búðir. — Kynntust þið nokkuð borg- arbúum? — Nei, það var nú heldur lítið. Bæði var naumur tími til kynna, og svo eru menn ekkert fýsnir í að láta sjá sig á tali við útlend- inga, það er öruggast. — Maður heyrir svo oft eftir mönnum, sem ferðast hafa áustur fyrir tjald, að þeir hafi lítinn frið fyrir innfæddum, þeir vilji festa kaup á öllu, sem hönd á festir. Varðst þú mikið var við þetta? — Ðálítið varð ég var við þetta. 1 Einkum fannst mér þeir þó sækj - ast eftir sígarettum. Einnig er er- lendur gjaldeyrir mjög eftirsótt- ur. (Það er hann reyndar á ís- landi líka). Annars ræddum við talsvert við verkamennina, sem unnu á skipinu. Þegar þeir koma tii vinnu, verða þeir að afhenda varðmönnunum, sem ég minntist á áðan, sérstök skírteini, sem þeir fá svo aftur þegar þeir hverla frá vinnu. Mun þetta gert til þess að tryggja, að enginn verði eftir á skipinu og laumist úr landi. Það vakti líka sérstaka athygli okk- Við látum þetta nægja um Pólland og snúum okku.v að öðru. — Og hvert fóruð þið svo, þeg- ar þið fóruð frá Gdynia? — Við fórum beint til Þýzka- lands. Það voru mikil viðbrigði, eins og fara frá helvíti til himna- ríkis. — Þið skemmtið ykkur náttúr- lega mikið, þegar þið komið í er- lendar hafnir? — Eggert brosir og segir, að viljum við fræðast eitthvað um St. Pauli og Herbertsstrasse, þa skulum við saúa okkur til ein- hvers annars, hann ætli ekki að láta hafa neitt eftir sér á prenti um þá mætu staði. Hann slær því yfir í aðra sálma og segir: — Annars komumst við nokkrir á heimssýninguna í Briissel. Við komum í höfn í Rotterdam í Hollandi, ókum yfir til Belgíu og vörðum einum degi til þess að líta á sýningarhallir nokkurra stærstu þjóðanna, en okkur hefði sjálfsagt ekki veitt af þremur vikum til þess að geta skoðað sýninguna að einhverju gagni. — Hver sýningin fannst ykkur bezt? — Tja, af þeim, sem ég sá. fannst mér sú bandaríska skemmtilegust, en á hinn bóginn var ég ákaflega hrifinn af sjálfri sýningarhöll Rússanna, hún er stórkostleg — að utan. Eggert virðist hér nokkuð á annarri skoðun en flestir þeir, sem Brussel sækja um þessar mundir, því að sú skoðun virðist í sjógangi á hafi úti. ar, að flestir verkamannanna voru menn nokkuð við aldur. Við spurðum hvernig á þessu stæði og fengum þau svör, að mikill hluti hinna yngri manna værj í herþjónustu eða við önnur stórf líks eðlis. — Og hvernig virtust þér lífs- kjörin? — Ef dæma má eftir skrínu- kosti verkamannanna, húsakosti og klæðaburði fólksins, eru þau vægast sagt mjög bágborin. Verkamennirnir virust t. d. ekki borða nema brauð eitt og drekka eitthvert lap með. Þeir sögðu I okkur, að þeir brögðuðu t. d. aldrei smjör nema rétt um jólin. Og styngjum við að þeim ein- hverju matarkyns eða gæfum þeim þó ekki væri nema kaffi- sopa urðu þeir mjög hræðir og táruðust jafnvel. — Og en'ginn ljós blettur? — Jú, þeir eiga þarna ágæta baðströnd, og þar má fá leigða báta til þess að sigla dálítið um víkina, en þar sem annars staðar eru vopnaðir varðmenn, sem sigla um í hraðbátum og gæta þess að menn fari ekki of langt frá landi. Mér finnst „ura- hyggjan“ fyrir öryggi þegnanna vera farin að ganga nokkuð langt, þegar þeir geta ekki einu sinni skólpað af sé skítinn nema undir vopnaðri „vernd". nokkuð almenn, að rússneska sýningarhöllin sé ljótt ferlíki, enda hefur hún hlotið viðurnefn- ið „ísskápurinn", en hins vegar sé rússneska sýningin mjög áhrifamikil. En látum Eggert halda áfram. — Það, sem ég hafði mest gam- an af sjá þar, var Spútnik-sýning Rússanna, en þar var sýnt iíkan af Spútnik þeim, sem flutti tíkina Laiku upp í háloftin. — Hvað fannst þér um aðrar sýningar? — Mér fannst enska sýningin mjög glæsileg, og sú þýzka var afbragðs vel skipulögð og skemmtilega komið fyrir. Nú viljum við vita, hvort Egg- ert hafi lent í sjávarháska eða öðrum svaðilförum á sjóferðum sínum. Eggert skellihlær. — Þið athugið ekki, segir hann, að ég er bölvaður landkrabbi enn þá. Reyndar lentum við í tals- verðum sjó við Vestmannaeyjar síðastliðinn vetur. Svo sýnir hann okkur myndir, sem honum tókst að ná í sjógang- inum. Við stingum þeim umsvifa laust á okkur til birtingar á síð- I unni. — Hvað viltu segja okkur um kjör ykkar farmanna, Eggert. Nú eru margir, sem telja ykkur búa við alltof góð kjör í samanburði við aðra launþega. — Frá mínum káetudyrum séð, þá er hásetakaupið nægilegt fyrir einhleypan maitn, en alls ekki meir. Sérstaklega fóru síðustu ráðstafanir stjórnarinnar illa með okkur, því að nú verðum við að borga 55% yfirfærslugjald af þeim hluta kaupsins, sem við fá- um greitt í erlendri mynt. Nú hafði okkur tekizt að hafa svo mikinn og margvíslegan fróð leik upp úr Eggert, að við tök- um í okkur kjark, brjótum öll okkar fyrri loforð og spyrjurn ósköp hæversklega, hvort hann fáist ekki til að segja eitthvað um smygl — svona almennt. Það lá við að okkur yrði fleygt á dyr. En þar sem við erum slíkir séntilmenn, þá látum við ekki koma til þess, heldur kveðjum með virktum og þökkum fyrir okkur. En um leið og við smjúg- um út úr káetudyrunum kallar Eggert til okkar: — Sko, sjáið þið til, strákar. í raun og veru er ósköp sakiaust að taka með sér í land dálítið af nælonsokkum, skóm og þess háttar, — ekki satt? — en spíri — það er óhæfa! Ritstjóraskipti Þ EIR Ólafur B. Thors stud. jur. og Sigmundur Böðvarsson stud. jur. láta nú af ritstjórn síðunnar, en þeir hafa annazt hana um skeið. Þeim eru hér með færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Til lesenda SUS-síðan er vettvangur ungra Sjálfstæðis- manna. Hér gefst þeim tækifæri til að koma á fram- færi skoðunum sínum og hugleiðingum. Reynslan hefur hins vegar orðið sú, að ritstjórar á hverjum tíma, hafa orðið að sjá um efni síðunnar að mestu leyti. Við viljum eindregið hvetja unga Sjálfstæðis- menn um land allt til þess að senda síðunni greinar um atvinnuiíí og þau mál, sem efst eru á baugi á hverjum stað. Ennfremur tökum við fegins hendi ljósmyndum til birtingar. Ritstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.