Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 11
Föstudagur 17. okt. 1958 Jlf Ó R GVHBLAÐ1Ð 11 Stóru flugvélarnar „eru ekki fyrir flugmenn, aðeins ferBamenn' — segir Wolf Hirth, sem flaug i opinni flugvél til Islands fyrir 28 árum HINN 3. ágúst 1930 mátti lesa í Morg- unblaðinu: „Eins og getið var um í Mbl. um daginn, gerði Flugfélag ís- lands ýmsar ráðstafanir til þess að taka á móti þýzku flugmönnunum, er þeir kæmu til Kaldaðarness. Og í fyrramorgun þegar er fregnin barst um það, að þeir væru iagðir af stað frá Kirkwall í Orkneyjum, sendi félag- ið einn af starfsmönnum sínum, Alvin Moritz, austur þangað til þess að sjá um að allur undirbúningur væri í lagi..... Margt fólk var komið til Kaldaðarness og beið komu flugmann- anna með óþreyju, en skyggni var ekki gott og leið hver tíminn af öðr- um svo að ekki varð flugmannanna vart..... í>eir (flugmennirnir) voru alls ekki vissír um það hvar Kaldað- arnes væri, en þegar þeir komu fyrir Eyjafjallajökul tóku þeir stefnuna upp til Fljótshlíðar, norður fyrir hana og svo stefnuna á Ingólfsfjall. Komu þeir að Ölfusá nokkuð fyrir ofan brú og beygðu þá niður á við. í þann mund sást til þeirra frá Kaldaðarnesi og var nú flugeldum skotið sem óðast...... Flugan flaug mjög lágt og þegar hún kom að Ölfusárbrú hafði hún lækk- að flugið svo, að fólk, sem stóð þar úti, kallaði til flugmannanna og benti þeim hvert þeir skyldu stefna..... Flugu þeir eina tvo hringi umhverfis lendingarstaðinn og renndu sér svo til jarðar eins og fugl, sem ætlar að setjast, og lentu fallega og léttilega. ... Flugvélin var afar lítil og hjólin undir henni svo smá, að þau gætu hæglega komizt fyrir innan í um- gjörð á Ford-hjóli.. Tvö þröng sæti eru í henni hvort aftur af öðru, svip- uð sætum 1 ,,kajak“ — þannig, að þeir, sem 1 þeim sitja eru hálfir upp úr og ekkert er til að skýla þeim. Var því ekki að furða þótt flugmönnunum væri kalt eftir hið langa flug í kalsa- veðri. Þeir voru heldur ekki vel bún- ir — höfðu ekki viljað dúða sig til þess að þyngja ekki flugvélina ... Já, þetta var árið 1930 og flug- vélakomur voru meira en lítil nýlunda í þá daga. Flugstjórinn og eigandi flugvélarinnar var Þjóðverji, Wolf Hirth, þrítugur ofurhugi, sem ekkert lét sér fyrir brjósti brenna. Hann var þá á leið til Ameríku. Aftur var Hirth á leið til Ameríku fyrir nokkrum dögum, þá í flugvél Loftleiða. Nú lenti hann ekki í Kaldaðarnesi og flugeldum var ekki skotið, þeg- ar hann birtist úti við sjóndeild- arhringinn. Margt hefur breytzt en Hirth, sem nú er nær sextugu hefur lítið breytzt. Hann er sami flugkappinn og hann var og jafn áhugasamur og atkvæðamikill. Fréttamaður Mbl. rabbaði við hann stundarkorn meðan hann hafði viðdvöl hér. Talið barst að lö_.gu liðnum dögum, þegar hann tróð dagblaðapappír inn á sig til hlífðar fyrir íslandsflugið — og hve hann óttaðist mikið að finna ekki ísland. — Þá hafði ég bara tvo átta- vita. Þegar ég var kominn af stað bar þeim ekki saman, hvor var vitlaus — hvor var réttur? Ég treysti þeim, sem ég hélt að væri betri — og allt fór vel. Ég fann ísland, kom meira að segja að landi skammt frá þeim stað, sem ég hafði áætlað. En mikið var mér kalt á leiðinni. Ég var orð- inn nær félaus og hafði ekki ráð á að kaupa mér góð hlífðarföt. Svo vildi ég ekki þyngja flugvél- ina um of. Tók því það ráð, að troða dagblaðapappír inn undir þunnu kápuna mína. Það nægði samt ekki. En þetta var svo sem ekki fyrsta dírfskuför Hirth. Liðlega tvítugur gerðist hann bifhjóls- Wolf Hirth — „þegar flug var — flug, en ekki tækni“ kappakstursmaður. — Það var hættulegt, það hættulegasta, sem ég hef tekið mér fyrir hendur, enda fór illa að lokum. Ég missti annan fótinn og fékk tréfót. Ég keppti samt nokkrum sinnum eft- ir það, en svo sá ég, að flugvélin hæfði mér betur úr því sem kom- ið var. Þá var hún á frumstigi sínu — og ég lærði að fljúga, sparaði saman fyrir lítilli flug- vél, sýndi oft og lagði svo upp í Ameríkuferð. Óhætt er að fullyrða, að Wolf Hirth var frægastur flugmanna Þjóðverja á árunum fyrir stríð. Hann hafði þá flogið um allan heim, farið um allar heimsálfur að Ástralíu einni undanskilinni, sýnt fluglistir sínar, kennt og ftlotið mikið lof. Hann var jafn snjall svifflugmaður og vélflug- maður og í vesturför sinni 1930 varð hann fyrstur manna til þess að fljúga svifflugu í New York. Eftir þriggja mánaða stöðuga málaleitun við yfirvöld New York borgar fékk Hirth að hefja sig til flugs í svifflugu, sem hann hafði komizt yfir vestra, á Eastriver Drive, einni af aðal- götum New York. Var stél flug- unnar bundið í bíl, síðan settur gúmmístrengur í nef hennar. Hlupu menn síðan með streng inn þar til hann var nægilega strengdur. Þá losaði Hirth um stélið — og skauzt á loft. Flug hans vakti mikla athygli um öll Bandaríkin. Hann komst hátt yfir skýjakljúfana, notaði upp- streymið með hliðum þeirra — og átti í miklu meiri erfiðleik- um með að komast til jarðar en fara á loft, þegar allt kom til alls. Flug hans hafði, eins og borgaryfirvöldin óttuðust alltaf, mjög truflandi áhrif á samgöngu- kerfi borgarinnar. Fólk stóð bara og starði, alls staðar voru um- ferðarhnútar — og 70 manna aukalögreglulið á Eastriver Drive hafði lítið að segja. Upp úr 1930 v»rð Hirth einn frægasti listflugmaður Evrópu. Hann fór víða um lönd á litlu flugvélinni sinni — og það- var í þá daga, „þegar flug var — í stórum dráttum er þetta nýja flugvélin, sem Hirth hefur á prjónunum. Hreyflarnir eru tveir, en skrúfan aðeins ein — aftan við stélið. Sparneytin, hraðfleyg og þægileg, segir hann. Þetta er flugvélin, sem Hlrth flýgur nú mest. Hann setti hana saman úr tveimur gömlum — og endurbætti mjög. Flugeigin- leikarnir eru miklir og hægt er að fljúga henni með 80—300 kílómetra hraða á klst. flug, en ekki tækni". Átti hann ýmis flugmet, eitt sinn heims- met í langflugi, sem hann setti í Rio de Janero. En árið 1936 munaði litlu, að Hirth yrði að segja skilið við flugið. Á flugsýningu í Búda- pest mistókst honum, flugvélin fór í mjel og hann hryggbrotn- aði auk annarra stórmeiðsla, sem hann hlaut — og var ekki hug- að líf. Flugvél var þegar send eftir honum frá Berlín — og tveimur árum síðar var Hirth enn á flúgi. Nú á Hirth litla sviffluguverk- smiðju í Stuttgart. Hann flýgur mikið í frístundum og tekur ár- lega þátt í alþjóðakeppnum lítilla flugvéla. í fyrra vann hann eina slíka keppni í Sviss þar sem þátt- takendur voru frá meira en 20 löndum. Enda þótt hann sé kominn und- ir sextugt er hann enn sami flug- maðurinn og stundar sina íþrótt „til þess að fljúga", eins og hann orðar það. Hann er ekkert hrif- inn af stórum flugvélum, „þær eru ekki fyrir flugmenn, aðeins ferðamenn“, segir hann. Enda þótt hann hafi lagt bifhjólið alveg á hilluna lætur hann stund- um eftir sér að spretta úr spori á jörðu niðri. Til þess hefur hann Volkswagen, sem hann hefur sett stóran hreyfil í — og unir sér aldrei betur í honum en þegar hraðamælirinn sýnir 150 km. Wolf Hirth hefur nú margt á prjónunum. Hann er nú á vestur- leið með uppdrætti að nýrri flug- vél í vasanum — og ætlar að fá bandaríska flugvélaframleiðend- ur í lið með sér. Hann hefur um dagana gert uppdrætti að mörg- um flugvélum og svifflugum, sem eru heimsþekktar fyrir góða flugeiginleíka. Og þessi nýja á ekki að verða síðri hinum, segir hann. h. j. h. Varúð — hætta! Almenn samtök á Suðurnesjum i slysa- og umferðarmálum UMFERÐARSLYSIN má telja til vágesta vaxandi menningar og aukinnar tækni hér á okkar litla landi. Oft er það þannig tímun- um saman, að við opnum naum- ast dagblað án þess að lesa þar um eitt eða fleiri slys á vegum úti, allt frá minni háttar meiðsl- um til dauðaslysa. Það læðist hrollur um okkur — það er eins og þrálát rödd hvísli hið innra: Þetta hefði alveg eins getað ver- ið þú, eða einhver þinna nán- ustu. Og við látum þung orð falla í garð þess, sem slysavaldur er talinn. Ekki eru slysin jafntíð hvar sem er á landinu. Flest þeirra verða, eins og að líkum lætur, þar sem umferðin er mest, bæði úti á landsbyggðinni og eins í þéttbýlinu. Á þjóðvegum úti virðast þeir staðir vera hættu- legastir, þar sem þannig hagar til, að á tiltölulega beinum og greiðfærum vegi er blind hæð. Hvorugum megin við hana eru sjáanleg hættu- eða viðvörunar- merki. Og bifreiðarstjórinn, sem ógjarnan vill draga úr hraðanum á beinum, góðum vegi, geysist áfram upp hæðina sín megin, en gætir þess ekki, að slíkt hið sama gerir einnig bifreiðarstjórinn, sem kemur hinum megin frá Og svo — á háhæðinni verður harður árekstur, sem engin leið er að forðast. Bifreiðarnar eyði- lagðar, og þeir, sem í þeim eru, stórslasaðir. Stundum lágu einn eða fleiri liðnir þegar á staðn- um, — stundum eftir nokkurra daga þjáningar og kvalir í sjúkra húsi. Orsök slyssins: Of hraður akstur. Eina leiðin til þess að gera þá staði, þar sem þannig hagar til, hættulausa, er að breikka vegina á umræddum stöðum og gera þar einstefnuakstur með greinilegri skiptingu vegarins. En borgar það sig ekki þegar með því er hægt að koma í veg fyrir gífur- legt tjón á dýrum farartækjum — og þá ekki siður hörmuleg ör- lög fleiri eða færri vegfarenda? Um ágalla umferðarmerkingar- innar sjálfrar úti-á landsbyggð- inni mætti skrifa langa grein, þótt það verði látið kyrrt liggja að þessu sinni. Frá því nýju umferðarlögin gengu í gildi, hefur í Reykjavík verið háð hin skeleggasta bar- átta til þess að koma í veg fyrir slysahættuna, að svo miklu leyti sem mögulegt er. Og það er þeg- ar komið í ljós, að sú barátta hefur ekki verið án árangurs. Á sama tíma og umferðarslysum hefur fjölgað víðs vegar á land- inu, hefur slysatalan í Reykja- vík stórlega lækkað. Þetta bend- ir ótvírætt til þess, að þar sem vilji, samtök og framtak fara saman, má velta björgum úr vegi á þessum vettvangi. Vegir eru mismunandi hættu- legir. Á undanförnum árum hef- ur það sýnt sig, að einn hættu- legasti vegarkafli landsins er leiðin frá afleggjaranum, sem liggur upp á Keflavíkurflugvöll af svonefndum Fitjum — út í gegnum Ytri-Njarðvík til Kefla- víkur. Hér er ekki um langan kafla að ræða. Vegalengdin er aðeins tveir km og 400 metrar. Vegurinn er breiður, nokkurn veginn beinn og hæðalaus. En þrátt fyrir það hafa orðið þarna á síðastliðnum fjórum árum hvorki meira né minna en 26 — tuttug'u og sex — stærri og smærri slys á vegfarendum, sem skráð eru hjá læknum og lög- reglu. Og vafalaust er tala smærri slysa, sem aldrei ‘hafa verið skráð, einnig all-há. Af þessum 26 slysum eru 4 — fjögur — dauðaslys. Tveir ungir dreng- ir, annar einkabarn foreldra sinna — einn uppkominn piltur og einn miðaldra heimilisfaðir. Hinn síðastnefndi hafði fyrir þungu heimili að sjá. Meginorsök þessa geigvænlega slysafjölda á svo stuttum vegar- spotta sem hér er um að ræða, er hin látlausa umferð stærri og smærri bifreiða frá því snemma á morgnana og þangað til seint á kvöldin - eða jafnvel allan sól-, arhringinn. Það er ekki óalgengt, að þessi leið sé ekin með ofsa- hraða, enda þótt meiri hluti veg- arins liggi í gegnum Ytri-Njarð- vík. Þar við bætist svo óaðgætni gangandi vegfarenda og hjól- reiðamanna. Fleiri orsakir mætti nefna, en umferðin er tvímæla- laust aðalatriðið. Af þessu lauslega yfirliti má greinilega sjá, að hér er alvara á ferðum. Það leynir sér ekki, að ástandið er í hæsta máta ískyggi- legt — og hin brýnasta þörf til bráðra úrbóta. — Þetta hefir mönnum hér syðra lengi verið ljóst — og tilraunir hafa verið gerðar af hreppsnefnd Njarðvík- urhrepps til þess að fá voðanum bægt í burtu að einhverju leyti, en þær tilraunir hafa engan sýni legan árangur borið fram til þessa. Seint í september, eða skömmu eftir að síðasta dauðaslysið varð á þessum slóðum, þá tóku nokkr- ir Njarðvíkingar sig saman um það, að efna til almennra sam- taka borgaranna í því skyni að styðja þau öfl, sem þegar hafa verið að verki, og knýja fram nauðsynlegar úrbætur á þessu alvarlega máli. Fyrsta skrefið var að safna undirskriftum allra Njarðvíkinga 16 ára og eldri — undir kröfu á hendur hlutaðeig- andi ábyrgra aðila — ásamt eftir- farandi úrbótatillögum: 1. Götulýsing vegarins: Kefla vík — Ytri-Njarðvík — Keflavik- urflugvöllur — Innri-Njarðvík, svipað og er milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar. 2. Göngu- og hjólreiðabraut til hliðar við þjóðveginn. 3. Stór og glögg viðvörunar- merki og hámarkshraðamerki. 4. Hin svonefndi „Turner**- vegur verði lagfærður og vega- bréfaafgreiðslu komið á í „Turn- er“-hliði. 5. Fullkomið lögreglu- og um- ferðareftirlit á þjóðveginum. 6. Malbikun eða önnur full- nægjandi rykbinding ofangreinds vegarkafla. 7. Sérstök raflýsing við bið- skýlin í Innri-Njarðvík. 8. Flýtt verði framkvæmdum við hinn fyrirhugaða veg frá hringtorgi við Landshafnarhús að Hringbraut í Keflavík. Undirskriftum þessum er nú því sem nc.ú lokið, og vöknuð er sterk hreyfing meðal hrepps- Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.