Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. okt. 1958 MORGVNBLAÐIÐ 3 Selur fisk, svíður hausa og sér allar sýningar íÞjóðleikhúsinu 1 GÆR hittu tíðindamenn blaðs- ins tvo menn að vinnu inni í l«ai»ganesiw Vinnustaður þeirra var í lágreistum húsakynnum, en frá þeim lagði allmikinn reyk og lykt, sem aðeins finnst á haust- daginn. Þessir menn voru að svíða hausa, en þeir munu nú næsta fáir orðnir, sem þá vinnu stunda, jafnvel þótt í sláturtíð- inni sé: Ekki er því að leyna að þrátt fyrir að sviðin væru hin sömu og í gamla daga og smiðja lítt reisulegri en þá var, virtist okk- ur miklar tæknilegar fram- farir að ræða við verkið. Þeir starfsfélagar náðu sýnilega ótrú- legum hraða við verk sitt, svo að við vorum furðu lostnir. Oft höfum við séð sviðið í smiðju og Hér sjáum við Gissur Kristjáns son þar sem hann klippir haus- ana jafnvel áður séð rafmagnsblás- ara notaða í stað físibelgsins gamla, en aldrei afköst sem þessi. Fisksalar að atvinnu Báðir eru þeir félagar fisksal- ar að aðalstarfi, en auk þess eiga þeir ofurlítið af skepnum, sem þeir hafa sér til frístundagam- ans, enda þótt ekki verði í skjótu bragði séð að frístundirnar séu mikiar; að minnsta kosti ekki á meðan á þessari „sviðavertíð“ stendur. Þeir þurfa að fara a fætur klukkan fimm á morgn- ana til þess að kaupa fiskinn í búðirnar og gera að honum, en um kl. 9 byrja þeir svo að svíða. A kvöldin fer svo annar til að hugsa um skepnurnar en hinn heldur niður í Þjóðleikhús, því að þar annast hann brunavörzlu á hverri sýningu. Loftur Jónsson stendur fyrir framan eldhólfið á allmiklum ofni. Hann er einna líkastur mið stöðvarkatli sem liggur á hlið- inni. Ofninn er kyntur með olíu og er rafmagnsblásari til að lífga eldinn. Gífurlega mikill hiti myndast í ofninum svo að hver haus er ekki nema um mínútu að sviðna* en þá er eftir að bera glóandi járn að þeim blettum á hausnum, sem minnst eru sviðn- ir. Þegar bezt gengur er hægt að ljúka hverjum haus á u.þ.b. fjór- um mínútum. Opið á ofninum er nokkurn veginn máttilegt til þess að hægt sé að smeygja inn um það kindarhaus. Svíða lappir og selja. Skammt frá situr Gissur Krist- jánsson og klippir hvern haus- inn á fætur öðrum og kastar til Lofts. Auk þess að svíða hausana, svíða þeir félagar mikið af löpp- um og selja þær sviðnar. Eins og kunnugt er, er það ákaflega sein- legt verk að svíða lappir og hef- ii um alllangt skeið ekki verið talið svara kostnaði að kaupa á þær sviðningu. En Loftur hefir fundið upp gott tæki, sem flýtir þessu verki mjög. Á löngum teini er komið fyrir plötu á end- anum. Er hún hringmynduð og sett 4—5 tommu nöglum með litlu millibili við brúnina. Er nú löppunum stungið upp á tind- ana og komast þá 8—10 lapp- ir á plötuna. Síðan er öllu stung- ið ínn í eldhafið og snúið þar í örskamma stund og eru þá allar lappirnar sviðnar. Klaufirnar eru síðan slegnar af með hamri og þarf til þess aðeins eitt högg ef rétt er að farið. Hitinn illþolandi Við horfðum á aðfarir þeirra félaga nokkra hríð og þótti stafl- inn af sviðnu hausunum hækka ótrúlega fljótt fyrir framan Loft. Þannig gengur verkið greitt og vel allan daginn. En ekki getur maður sagt að það sé þrifalegt og þeim félögum kemur saman um að það sé illþolandi fyrir hit- anum. Skiptast þeir því á um að kiippa og svíða. Þótt ekki verði sagt að hér sé um stórvægilegan atvinnuveg að ræða sem komi til með að skipta þjóðarbúskapinn miklu, er gam- an að horfa á störf þessara dug- legu manna, störf sem áður fyrr voru unnin við einfaldari að- stæður á hverju heimili landsins. Það munu fáir velta því fyrir Loftur verkar hausinn fyrir framan eldhólfið sér, þegar þeir sneiða sviða- kjamma úr hnefa eða háma í sig sviðna sviðalöpp, að þessi matur sé að nokkru unninn af manni, sem er fisksali að atvinnu og missir ekki af einni einustu sýn- ingu í Þjóðleikhúsinu. Hagsýslusfjóri Oslóborg- ar er hér á ferð Arne Eriksen verkfrœðingur flutti í gœr erindi um hagsýslu í GÆR flutti Arne Eriksen, hag- sýslustjóri í Ósló, erindi hér á vegum hagsýsluskrifstofu Rvík- urbæjar. Allmargir starfsmenn bæjarins ásamt fleiri gestum hlýddu á erindi þetta, sem flutt var í kvikmyndasal Austurbæj- arbarnaskólans. Eins árs hagsýslustarf hér Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri kynnti Eriksen, sem er verkfræðingur að mennt og tal- inn einn færasti starfsmaður í sinni grein á Norðurlöndum, en hann hefir verið hagsýslustjóri Oslóborgar sl. sjö ár. Borgar- stjóri sagði að nú væri rúmt ár liðið frá því að stofnsett var hér hagsýsluskrifstofa á vegum Reykjavíkurbæjar vegna sam- þykktar bæjarstjórnar þar að lút andi. Hlutverk stofnunarinnar væri að gera tillögur um sparn- að, hagsýni og bætt vinnubrögð. Hjálmar Blöndal hefði í upphafi verið ráðinn hagsyslustjóri bæj- arins. Á þessu ári, sem síðan væri liðið hefðu ýmsar rannsóknir ver ið gerðar í allmörgum starfsgrein um bæjarins og m. a- verið fengn ir erlendir sérfræðingar til ráð- legginga og leiðbeininga. Enn- fremur hafði verið haft samráð við sams konar stofnanir á Norð- urlöndum. Nú hefði hagsýslu- stjóri Oslóborgar verið fenginn hingað til leiðbeiningar. Bauð borgarstjóri Arne Eriksen síðan velkominn og bað hann taka til máls. Hagsýsla krefst mikils starfs Arne Eriksen rakti ýmsar grein ar hagsýslu, hvernig sú starfsemi þyrfti að byggjast upp og tók í ræðu sinni ýmis dæmi úr heima- landi sínu. Til þess að hægt væri að bæta afkomu einhverrar at- vinnugreinar þyrfti mjög margt að athuga áður en hægt væri að hefjast handa um úrbætur. Starf þeirra er ynnu að hagsýslu væri því að mjög miklu leyti upplýs- ingasöfnun. Hagsýsla væri ekk- ert töfrabragð, sem hægt væri að beita atvinnugreinina í einni svip an henni til lagfæringar. Siðan rakti hann hinar fjölmörgu grein ar er til athugunar þyrftu að koma áður en hægt væri að leggja fram ráð er mættu verða til þess að bæta afkomu starfs- greinarinnar. Þá lagði Eriksen áherzlu á það að hagsýsla væri ekki starf þar sem hægt væri að anda léttar eftir að hafa lokið við það, því væri í rauninni aldrei lokið svo lengi sem framþróun héldist. Kvikmyardasýning Hr. Eriksen tók sér nokkra mál hvíld í miðri ræðu sinni og sýndi kvikmynd, er hann hafði haft með sér frá Osló og sem sýndi hver áhrif hagsýslan hefðu haft á nokkrar atvinnugreinar þar í borg. Síðan hélt hann áfram er- indi sínu sem var yfirgripsmikið og verður ekki rakið til hlítar í í stuttri frétt. Arne Eriksen hag- sýslustjóri lauk þessum fræðslu- fundi með því að sýna kvikmynd frá störfum borgarstjórnar Ósló- borgar. Samúðarkveðja frá forseta Islands í TILEFNI af andláti Hans Heil- agleika, Píusar páfa XII. 9. þ. m., sendi forseti íslands svo- hljóðandi samúðarskeyti til Mas- ella kardínála Camerlengo Páfa stóls. Skeytin hljóða á þessa leið í ís- lenzkri þýðingu: Kveðja frá forseta íslands: Æruverðugi herra kardínáli Benedetto Aloisi Masella Vatikanborg. Ég minnist hins göfuga mikil- hæfa páfa, Píusar XII, og þeirrar blessunar sem hann lýsti yfir ís- landi, og sendi innilegar samúð- arkveðjur í tilefni af andláti hans. Ásgeir Ásgeirsson, förseti íslands. Svar frá Camerlengo Páfastóls: Til hæstvirts forseta íslands herra Ásgeirs Ásgeirssonar Reykjavík. Yfirstandandi kardínálaráði er mikill heiður að hinni ástúðlegu velvild er þér hafið auðsýnt með virðingarfullum samúðarkveðj um í tilefni af andláti Píusar páfa XII. og færir yður og íslenzku þjóðinni alúðar þakkir. Aloisi Masella, kardínáli (Camerlengo) Verkfall vöni' bílstjóro ú Suðurnesjum í GÆR, 16. okt. hófst verkfall vörubifreiðastjórafélaganna Keflavík, Garði, Sandgerði og Grindavík hjá íslenzkum aðal- verktökum á Keflavíkurflug- velli. Jafnframt því hófst sam- uðarverkfall Vörubílstj órafélags ins Þróttar í Reykjavík hjá ísi. aðalverktökum þar.nig að Þrótt arbílar flytja ekki vörur frá Reykjavík til Keflavíkurflug vallar fyrir aðalverktaka. — Samningaumleitanir hafa staðið yfir á annað ár en engan árang ur borið. Aðalverktakar nota mjög mikið bifreiðar frá varnar liðnu til flutninga fyrir sig en nota sama sem ekkert innlenda bíla. Þessu vilja sjálfseignar- vörubifreiðastjóar á Suðurnesj um ekki una, enda eiga þeir við talsvert atvinnuleysi að búa. — Krefjast þeir hlutdeildar í þeim flutningum, sem herbílarnir ann- ast. Viðræður milli samningsaðila í’óru fram bæði í gær og í dag en ekki hafa þær leitt til neinnar r.iðurstöðu enn sem komið er. AÞENU, 16. okt. — Gert er ráð fyrir, að Aferoff, utanríkisráð- herra Grikkja, fari innan skamms til Parísar til viðræðna um Kýpurmálið. Kirkjuþing kemur saman á morgun KIRKJUÞING kemur saman í fyrsta sinn hinn 18. þ. m. kl. 2 e. h. í Templarahöllinni í Reykja vík. Forseti þess, dr. Ásmundur Guðmundsson, biskup, setur þingið. Auk hans og kirkjumála- ráðherra eiga 15 kjörnir fulltrú- ar sæti á þínginu, og eru þeir þessir: Séra Jón Auðuns, dómprófast- ur, Reykjavík; Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra, Rvík; próf. Magnús Már Lárusson, Reykja- vík; séra Þorgrímur V. Sigurðs- son, Staðastað; Steingrímur Bene diktsson, kennari, Vestmanna- eyjum; séra Jón Ólafsson, pró- fastur, Holti; Jónas Tómasson, tónskáld, ísafirði; séra Þorsteinn B. Gíslason, prófastur, Steinnesi; Jón Jónsson, bóndi, Hofi; séra Friðrik A. Friðriksson, prófastur, Húsavík; Sigurður Gunnarsson, skólastjóri, Húsavík; séra Þor- geir Jónsson, prófastur, Eski- firði; Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri, Eiðum; séra Sigurð- ur Pálsson, Selfossi, og Þórður Tómasson, fræðimaður, Vallna- túni. Þingið mun taka til meðferðar ýmis mál, sem kirkjuna varða og nú eru efst á baugi, þar á meðal skipun biskupa os frumvarp um kirkjugarð^ 8TAKSTEIHAR Ólíkir dómar ÝMSIR leikhúsgestir halda áfran að láta uppi undrun sína yfir dómi leiklistargagnrýnendanna um Haust, leikrit Kristjáns Al- bertssonar. Eins og lesendur Morgunblaðsins munu minnast, birtist í fyrri viku hér í blað- inu grein þessa efnis eftir Lárua Sigurbjörnsson, einn fjölfróðasta íslending um leiklistarmál. S.l. laugardag skrifaði Bjarnl Guðmundsson grein í Vísi, þar sem hann segir m. a.: „Ég spurði sjálfan mig: Er þetta sama verkið, og hlaut sv« hvatvíslega dóma eftir frumsýn- ingu? Það skal tekið fram, að ég kom ekki fyrr en á 4. sýningu. En hafi þessar sýningar verið svipaðar, þá hefur leikdómurun- um skotizt herfilega". „Magnþrungið ákæruskjal“ f gær skrifar Hannes á horn- inu í Alþýðublaðið um leikritið og dómana um það. Upphaf greinar hans hljóðar svo: „Það er deilt um Haust, leikrit Kristjáns Albertssonar. — Sumir leikdómaranna hafa fellt harða dóma um það, aðrir hafa lofað það. Einn leikdómurinn er skrif- aður af beinum fjandskap í pólit- ískum tilgangi einum, en aðrir ekki. Sumt af því, sem hinir síð- artöldu finnst leikritinu til for- áttu hefur við rök að styðjast, -------en annað er rangt. Leikritið er, ef svo má að orði komast, eitt mesta ákæruskjal, sem okkur íslendingum hefur verið birt um langan aldur“. Níðst á einræðisherrum eða íslenzkum höfundi? Síðar segir Hannes: „Eiim leikdómendanna heldur því fram, að höfundurinn níðist á einræðisherranum. Það er að mínu áliti rangt-----. Þeir,sem eru á sömu skoðun og leikdóm- andinn, koma ekki auga á hinn innri kjarna einræðisherrans. Hann er sjálfur orðinn fangi þess skiplags, sem hann hefur skap- að---------. Haust er vekjandi". Og hann bætir við: „Sagt er að sá þáttur Ieikrits- ins, sem gerist í fjallakofanum i Sviss, sé reyfarakenndur. Ekki finnst mér það-------. Mér leik- ur grunur á, að verið sé að tína svona Iagað til aðeins í þeim til- gangi að níðast á íslenzkum höf- undi“. Sami mælikvarði Hannes heldur áfram: „En það virðist keppikefli ým- issa leikdómenda. Þeir hafa yfir- leitt fordæmt öll ný íslenzk leik- rit, nema kómedíu Agirars Þórð- arsonar--------. Haust krefst hugsunar-------. Leikritið er vel byggt, stígandi þess jafn og hrað- ur, jafnvel í löngum samtölum tveggja er váboði um ókomna atburði. Það er kostur á leikriti, jafnvel dómur um gildi þess, — og rétt að benda á, þó að það ætti að vera óþarfi, að íslenzk leikrit krefjast sömu forsendu fyrir dómum og erlend leikrit. Ég sá Haust síðastliðið sunrnu- dagskvöld. Ég ræddi við margt manna í leikhúsinu í hléinu. All- ir sögðu: „Hvað er það, sem leik- dómendur finna að þessu leikriti? Er það alvara þess, krafa þess til okkar allra“. Aðalatriðið er, að mörgum finnst eins og Hannesi á horninru, að Ieiklistargagnrýnendurnir noti sitt hvern mælikvarðaim eftir því, hver í hlut á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.