Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 16
16 MORCVHBLAÐIÐ Föstudagur 17. okt. 1958 lem orðnar voru belgfullar af blóði, höfðu dottið niður af sjálfu sér og skilið eftir litlar storknað- ar blóðlifrar. Aðrar, sem enn höfðu ekki fengið nægju sína, héldu áfram að kvelja fórnardýr sitt, sem stríðið hafði fæit þeim inn í frumskóga Síams. Þrútnir og úttroðnir skrokkar þeirra hlykkjuðust og skorpnuðu undir glóð logandi vindlingsins og féllu loks til jarðar, þar sem Joyce flýtti sér að kremja þá í súndur milli tveggja steina. Því næst lagðist hann flatur og sofnaði nær samstundis, en maurarnir gáfu honum ekki iangan svefn- frið. Lokkaðir af hinum storkn- uðu blóðlifrum, komu þeir í löng um svörtum og rauðum fylking- um. Hann lærði að þekkja þess- ar tvær tegundir í sundur, jafn- skjótt og þær gerðu vart við sig, án þess að hann þyrfti að opna augun, hvað þá meira. Gegn þeim rauðu var ekkert hægt að gera. Stunga þeirra var líkust því sem kiipið væri með eldheitri töng í hörundið. Einn slíkur vágestur var óbærilegur og þeir komu í heil um herskörum. Hann neyddist til að fiýja af hólmi og finna sér annan stað, þar sem hann gat leg iö og hvílzt óáreittur, þangað til þeir fundu hann aftur og hófu nýja árás. Svörtu maurarnir — einkum þeir stóru — voru ekki eins slæm- ir viðureignar. Þeir stungu ekki og fiðringurinn af snertingu þeirra vakti hann ekki íyrr en all ur líkami hans var þakinn af einni svartri iðandi kös. Samt tókst honum að fá nægan svefn, sem gerði honum kleift að hefja förina að nýju, þegar kvöld aði og klifa fjöll sem voru tíu sinn um hærri og hundrað sinnum brattari en hæðir Síams. Hann fann til takmarkalausrar gleði yf- ir því að vera sjálfs sins hús- bóndi í þessari rannsóknarför. — Það var komið undir hans eigin orku, hans-eigin dómgreind og hans eigin ákvörðunum hver árangurinn af framkvæmdunum yrði. Þetta var honum fyililega ljóst og þess vegna tókst honum að halda kröftunum óskertum. — Hann hafði ekki augun af hinni ímynduðu brú, hinni óljósu mynd, sem var jafnan óaðskiljanlegur þáttur í draumum hans. Aðeins hugsunin um hana veitti öllu hans látbragði takmarkalausan töfra- mátt, sem jók sigurmöguleika hans. Hin raunverulega brú — brúin yfir Kwai-fljótið — hafði skyndi- lega komið í ijós, þegar þeir komu upp á hæðai’brúnina, sem gnæfði yfir allan dalinn, eftir siðasta spölinn og jafnframt þann bratt- asta, sem þeir höfðu lagt undir fót, fram að þessu. Þeir höfðu haldið ferðinni lengur áfram, en næturnar á undan og sólin var , komin á loft, þegar þeir náðu til varðbergsins, sem Síamsbúarnir höfðu nefnt í skýrslum sínum. — Hann horfði niður til brúarinnar, eins og úr flugvél. Nokkur hundr- uð fetum fyrir neðan hann lá Ijós- leitt band þvert yfir fljótið, milli tveggja skógarræma. Mjótt skarð, eða gil, til hægri gerði honum kleift að athuga hið geometidska net af staurum og brúarpalli. 1 fyrstu tók hann ekki eftir neinu öðru á hinni víðáttumiklu fatn- eskju, sem .breiddi úr sér fyrir fótum hans, hvorki búðunum, sem stóðu beint gegnt honum, yfir á fjarlægari fljótsbakkanum, né fangahópnum, sem stritaði í nám unda við brúna. Þetta var hið á- kjósanlegasta varðberg og honum fannst hann algerlega öruggur — Japönsku verðirnir voru naumast liklegir til að hætta hálsliðum sin um i kjarrinu milli hans og fljóts ins. FERMINGARGJAFIR! Skrifborðslampar með spíral-armi. Kr: 295. — Jfekla Austurstræti 14 Sími 11687. „Ég sá hana eins greinilega og og ég sé yður núna, sir. Þeir síömsku hafa ekki fullyrt of mik- ið. Þetta er gríðarlegt mannvirki. Hún er mjög vel byggð. Hún er ekkert svipuð neinum öðrum jap- önskum brúm. Hérna eru nokicrar teikningar af henni“. Hann hafði þekkt hana undir eins. Hann hafði ekki fundið til undrunar yfir glæsibrag hennar, heldur vegna hins, hversu útlit hennar kom honum kunnuglega fyrir sjónir. Hún var nákvæmlega eins og hann hafði gert sér í hug- arlund að hún væri. Hann virti hana fyrir sér, áhyggjufullur í fyrstu, en svo fann hann til not-a legs hugarléttis. Baksviðið kom líka heim við þá fyrirmynd, sem ímyndanir hans og vonir höfðu skapað. Það var aðeins í ein- stöku smáatriðum, sem raunveru leikinn var frábrugðinn draumsýn um hans. Vatnið var ekki jafn- tært og hann hafði séð það fyrir hugskotssjónum sínum. Það var gruggugt og leðju blandið. —- 1 fyrstu þótti honum sem hann hefði verið gabbaður, en svo létti honum aftur í skapi við þá til- hugsun, að þessi galli myndi ein- mitt þjóna betur fyrirætlunum þeirra. 1 tvo daga Iá hann þarna i leyni, samanhnipraður í kjarrinu og skoðaði brúna í sjónaukanum sínum og athugaði sem nákvæm- ast alla staðhætti. Hann hafði gert uppdrátt af öllu umhverf- inu, götustígunum, herbúðunum, kofum Japananna, bugðunum á fljótinu og jafnvel stóru klettun um, sem risu hér og þar upp úr vatninu. „Straumurinn er ekki mjög harður, sir. Áin er þægileg yfir- ferðar, bæði fyrir lítinn bát og góðan sundmann. Vatnið er leir- ugt. Það liggur braut yfir brúna og fjórar raðir af stólpum. Ég sá þegar fangárnir voru að reka þá niður með fallhamri — brezku fangarnir. Þeir eru næstum komn ir yfir að hinum bakkanum, sir. Þar sem varðbergið er. — Aðrir vinnuflokkar koma á eftir þeim. Brúin verður fullgerð eftir einn mánuð, hugsa ég. Yfirbygging- in.. . .“ Joyce bjó nú yfir svo miklum og margháttuðum upplýsningum, að hann gat ekki lengur skýrt frá þeim á skipulegan hátt, heldur þaut úr einu í -annað. Shears leyfði honum að tala og tala, án þess að grípa fram í fyrir honum. Það yrði hvort sem var nægur timi á eftir til þess að spyrja hann nánar um einstök atriði. „Öll yfirbygging brúarinnar er eitt geometriskt net af krossbit- um, sem lítur út fyrir að nafa verið gert eftir iðjög nákvæmum uppdrætti. Stoðirnar eru allar höggnar ferstrendar og vandlega skeyttar saman. Ég sá samskeyt- in greinilega í sjónaukanum mín- um. Sannarlega vandað og vel unn ið verk, sir, brúin sú arna. Við neyðumst til að viðurkenna það. Það þarf meira til en að brjóta niður nokkra planka......Meðan ég var þarna, sir, reyndi ég að sjá hvaða aðferð myndi vera ör- uggst fyrir okkur og j-fnframt einföldust. .... Ég held að við verðum að ráðast á stólpana í vatninu, eða öllu heldur undir vatninu. Það er þykkt af leðju. Árásin yrði því ekki uppgötvuð. Með því móti myndi öll brúin eyði leggjast. .. .“ „Fjórar raðir af stólpum", tautaði Shears fyrir munni sér. „Það er mikið verk, megið þér vita.....Hvers vegna í fjandan- um gátu þeir ekki byggt þessa brú eins og allar aðrar?" „Hvað er langt á milli stólp- anna í hverri röð?“ spurði War- den, sem vildi fá sem nákvæmast yfirlit yfir aðstæðurnar í þessu vandasama viðfangsefni. „Tíu fet“. Shears og Warden fóru báðir að reikna í huganum. „Við verðum að gera ráð fyrir lengd, sem næst sextíu fetum, til þess að vera alveg öruggir", sagði Warden að lokum. „Það .gerir sex stólpa í hverri röð — með öðrum orðum, tuttugu og fjórir, sem við þurfum að „undirbúa". Það tek- ur talsvert langan tíma“. „Við gætum lokið við það á einni nóttu, sir. Ég er alveg viss um það. Þegar við verðum á ann- að borð komnir undir brúna þurf- um við ekki að hafa áhyggjur út af neinu. Hún er nógu breið til þess að skýla okkur alveg. Vatnið, sem gnauðar við stólpana, yfir- gnæfir öll önnur hljóð. Ég veit með vissu að . .. .“ „Hvernig vitið þér svona örugg lega, hvernig umhorfs er undir brúnni?" spurði Shears og leit á hann með auknum áhuga. „Hlustið þér nú á, sir. Ég er ekki enn búinn að segja alla sög- una. Ég fór sjálfur þangað og lit- aðist um“. „Fóruð þér niður undir brúna?“ „Ég mátti til, sir. Þér sögðuð mér að fara ekki of nærri, en með þessu eina móti gat ég aflað mér upplýsinga sem ég vildi fá. Ég skreið niður af varðberginu, þeim megin hlíðarinnar sem sneri frá brúnni. Mér fannst ég ekki geta sleppt tækifærinu svona ónotuðu úr greipum mér, sir. Síömsku leið sögumennirnir mínir fylgdu mér eftir gömlum villigaltartroðning- um......Við uiðum að skríða á fjórum fótum". „Hvað tók það ykkur langan tíma?“ „Svona á að gizlca þrjár klukku stundir, sir. Við lögðum af stað um kvöldið. Ég vildi vara alveg tilbúinn um dagsetur. Það var auðvitað talsverð áhætta, en ég vildi sjá staðinn með eigin aug- um“. „Það er stundum alls ekki svo slæm hugmynd að leggja eigin skilning í þær fyrirskipanir, sem manni eru gefnar", sagði Númer Eitt, um leið og hann gaut aug- unum til Wardens. —- „Þér kom- ust þangað, hvað sem öðru Iíður. Það er aðalatriðið". „Það sá mig enginn, sir. Við komum að fljótinu svona einni fjórðungsmílu fyrir ofan brúna. Til allrar bölvunar er lítið þorp þar mjög skammt frá, en allir þorpsbúar voi'U í fasta svefni. — Ég sendi leiðsögumennina til baka / ú 6 VOUR WRETCHED DOG HAS ENTERED THE FORBIDDEN DOOR- WAY OF THE SACRED LODGE... ANDY WAS ONLV CURIOUS, BIG yy, WALKER/ , •J BIG WALKER, VOU K, LEAD OUR PEOFLE BV SUPERSTITION AND BLACK MAGIC... THE DOG HAS . DONE NO HARM/ ^ ... AND NOW MV PEOPLE WILL LIVE UNDER A CURSE ... 1 WARN VOU...KEEP THE DOG AWAV FROM OUR CAMP/ 1) „Þetta hundræksni þitt hef- •r farið inn í helga kofann, þar aem bannaður er aðgangur____ 2) . . . og nú hvílir bölvun yfir fólki mínu . . . Ég aðvaraði þig og sagði þér að láta ekki hund- inn koma nálægt búðumnn okk- ar“. 3) IrAndi var aðeins forvitinn, Göngugarpur“, segir Markús. „Göngugarpur, þú stjórnar ætt- flokkj okkar með hjátrú og töfi a- brögðum . . . Hundurinn hefur ekki gert neitt af sér“, segir Monti. aftur.....Ég vildi vera aleiim í þessari njósnarferð minni. Svo svamlaði ég út í vatnið og iét strauminn bera mig niður að brúnni". „Var nóttin björt?" spurði Warden. „Já, fremur það. Ekkert tungl- skin en heldur ekki þoka. Brúin er mjög há. Þeir geta ekki séð neitt. ..." „Við skulum taka atburðina í réttri röð“, sagði Shears. „Hvern- ig komust þér að brúnni?" „Ég flaut á bakinu niður eftir ánni, sir — allur i kafi nema blá broddurinn á nefinu. Fyrir ofan mig. .. .“ „Fjandinn hafi það allt saman, Shears", nöldraði Warden. „Þér ættuð að hugsa til mín, þegar næsta sendiför verður farin". „Ég mun sennilega hugsa til sjálfs mín fyrst, ef sú næsta verð ur þá nokkurn tíma farin", svar- aði Shears. Joyce iýsti staðnum svo ná- kvæmlega og öllu því sem þar hafði farið fram, að félagar hans hrifust með af eldmóði hans og sáu mest eftir því, að þeir skyldu ekki hafa farið með honum í þetta ævintýralega ferðalag. Það var einmitt daginn sem. Joyce komst á leiðarenda, eftir þriggja nátta þieytandi ferð, að hann hafði skyndilega ákveðið að fara í þennan könnunarleiðangur til brúarinnar. Hann hafði ekki getað beðið eitt augnablik leng- ur. Eftir að hann hafði séð brúna svona örskammt frá sér, fannst honum það beinlínis skylda sín að fara og snerta hana með hend- inni. Undir brúnni mátti heita alveg myrkur. Hann stanzaði þar nokkra stund og hélt sér við einn stólpann. Smátt og smátt vöndust augu hans myrkrinu og hann fór að greina hinn undarlega skóg af jöfnum sléttum trjástofnum, se.n virtust vaxa upp úr hringiðunni, umhverfis hann. Þetta varð hon- um ekki til neinnar undrunar. — Hann var alveg jafnkunnugur þessari mynd af brúnni. „Ég er viss um að þetta er vel framkvæmanlegt, sir. Bezt væri að fleyta sprengiefninu niður að brúnni á fleka. Það myndi ekki sjást. Við myndum sjálfir vera niðri í vatninu. Þegar við erum komnir undir brúna, þurfum við ekki að óttast neitt. Straumurinn er ekki svo mikill, að hann hindri okkur í að synda milli stólpanna. Við gætum líka bundið okkur fasta, ef þess gerðist þörf, svo að við bærumst ekki með straumn- um. Ég athugaði bitana, sir. Þeir eru ekki mjög þykkir. Mjög lítil hleðsla myndi duga — undir vatn- inu. Það er dökkt, gruggugt vatn, sir“. „Við yrðum að koma því fyrir mjög djúpt niðri“, sagði Warden. „Vatnið gæti vel orðið tært og gegnsætt á árásardaginn". aiíltvarpiö Föstudagur 17. október: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,00 Þingfréttir. ?0,30 Erindi: Minningar um Kötlugosið 1918 (séra Óskar J. Þorláksson). 20,55 Islenzk tónlist: Tónverk eftir Jón Leifs. 21,30 Útvarpssagan: „IJt- nesjamenn ‘, III. (Séra Jón Thor- arensen). 22,10 Kvöldsagan: — „Presturinn á Vökuvöllum" XXIV, sögulok (Þorsteinn Hannes son les). 22,30 Sinfónískir tónleik ar (plötur). 23,10 Dagskrárlok. Laugardagur 18. olktóber: ^ Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Ósbalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Umferðar- mál. 14,10 Laugardagslögin. 19,00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jóri Pálsson). 19,30 Tón- leikar (plötur). 20,30 Raddir skálda: „Hlátur", smásaga eftir Stefán Júlíusson (Höfundur flyt- ur). 21,00 Leikritr „Kamelljónið" eftir Jan Locher. Þýðandi Sveinn Skorri Höskuldsson. Leikstjóri: Haraldur Björasson. 2240 Da»»- lög (plötur). 24,00 Dagfikrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.