Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAD1D Fostudagur 17. okt. 1958 Bréf: Meðferð hesta ábótavant HINU mikla móti Landssam- bands hestamanna lauk 20. júlí sl. Um það er að vísu ekki annað en gott að segja, að hestamanna- íélög hafi með sér Landssam- band. En öll hestamannafélög og þá einnig samband þeirra, ættu og þyrftu einnig að vera hesta- vinafélög. Á því virðist mér nokk ur vafi leika, hvert sem er, eítir þeim anda, sem fram kemur í ræðum og ritum sumra þeirra manna, sem framarlega stanaa í þeim félagsskap. Efalaust hefur það verið óblandið gleðiefni öli- um hestavinum, þegar vélaaflið var tekið í notkun og leysti „þarfasta þjóninn" undan þeim píslum, er hann hafði um alda- raðir orðið að þola í þarfir mann- anna, oft að vísu af því, að ekki varð hjá því komizt, en einnig stundum vegna hugsunar- eða skeytingarleysis þeirra manna, sem hlut áttu að máli, ef ekki beinlínis fyrir fantaskap og fúl- mennsku. Ég er uppalinn 1 Öxnadal, þar sem aðallandleiðin milli suður- og norðurlands hefur legið um í langan aldur, var ég í dalnum fyrstu 50 æviár mín að undan- skildum 6 árum, lengst að vest- anverðu í dalnum, þar sem þjóð- vegurinn blasir við á 10 km kafla þ. e. a. s. á svæðinu milli Bægis ár og Þerár, en einnig mörg ár að austan, þar sem þjóðvegurinn lá 10—20 metra frá bæjarveggn- A ungum aldri fór ég að taka eftir „mannaferðum um hérað- ið“ eins og haft var að orðtaki á þeim árum, og sá illa útlítandi hesta og illa meðfarna, bæði í þeim ferðum og eftir þær. Lengri eða skemmri tíma á hverju sumri brunuðu stórir og smáir hopar hesta og manna fram eða niður dalinn. Stóru hestahóparnir komu ætíð að vestan, þar voru venju- lega fjórir til sex menn sem með hundum og svipusmellum þeyttu á undan sér mörgum tugum ef ekki hundruðum hrossa — það voru sagðir vestanmenn að reka markaðshross, eða hross tii sölu austur í sýslur, aftur á móti voru litlu hóparnir annaðhvort rnenn, sem voru að ferðast erinda sinna eða skemmtiferðafólk, en undan- tekninga lítið fóru þessir hópar jafnt smáir sem stórir ahgeyst yfir og jafnt hvert þeir fóru upp eða niður dalinn. Þau ár, er ég var að austanverðu í dalnum hafði ég alveg sérstaklega góða aðstöðu til að athuga meðferð og útlit hesta í þessum ferðum og var því hvort tveggja oft all- mjög ábótavant (því miður) ættu raunar allir hugsandi menn að geta nærri um það, hvernig hungruðum, sveittum og þreytt- um hesti muni líða, ef honum er sleppt að kvöldi, — þó á góðan haga sé, þegar á eftir fer köld eða vot nótt, sem mjög oft getur komið fyrir og það jafnt í hvaða mánuði sumars sem er. Þegar svöngum og þreyttum hestum er sleppt lausum á sæmilega góðan haga, eru þeir búnir að fylla sig að nokkru eftir fáa klukkutíma og þurfa þá að liggja og hvíla sig, en hvíldin verður þeim ekki góð þegar kalt er, t. d. um eða neðan við frostmark, eða þá súld og svali. Þó er til annað enn verra, sem margar skráðar og óskráðar sagnir herma og henti oft í fjalla- og öræfaferðum, að ekki var annar kostur fyrir hendi, þegar nátt- staður var tekinn og tjaldað, en að binda hestana á streng og láta þá standa þannig af nóttina í hvaða illviðri sem var, jafnvel stórhríðum með margra stiga írosti. Þeim, sem nú hafa uppi áróður fyrir því, að teknar séu upp að nýju fjalla- og öræfaferðir og aðrar langferðir á hestum; vildi ég mega benda á allt það sem látið hefur verið á þrykk út ganga um meðferð á hestum í því sambandi, og þá hættu, sem ávallt getur verið á að slíkt kæmi fyrir jafnvel þrátt fyrir góðan vilja til úrbóta af hendi hlutaðeigenda Þegar ég er að krifa þessar linur berst mér Morgunblaðið frá 3 ágúst sl. Rendj ég augum yfir blaðið og.sá fljótlega stóra feit letraða fyrirsögn: „Riðið norðan Kjöl“. Ég lagði frá mér pennann og fór að lesa, en þetta var ekki nema hluti ferðasögunnar, og ég varð að bíða, bíða allt til 8. ágúst eftir framhaldi sögunnar. Og hví lík sönnun, sem hún er, einmitt fyrir því, sem ég vildi benda á þ. e. a. s. hættunni á því að illa verði farið með hesta í fjalla- og öræfaferðum, jafnvel þrátt fyrir það, þótt þeir menn, sem í hlut eiga reyndu að gera sitt bezta, til að afstýra því. Þokan sem skall svo snögglega yfir þá félaga við Ströngukvísl gat eins verið undanfari slyddu og hriðar með frosti á eftir, sem er allþekkt á fjöllum uppi og kom einnig í þetta sinn, ekki alllöngu síðar. Ekki nefnir „vig.“ það, hvort hagi var fyrir hestana í girðingunni ef svo var ekki, má nærri geta hvernig þeim hefur liðið, að ’ standa þar um nóttina, svöngum, þreyttum og sveittum a. m. k. þeir sem báru menn eða annan burð. Mér þykir ekki ólíklegt, að eitthvað hafi flögrað að Vigni um líðan hestanna þessa nótt, þó hann nefni það ekki. En það var einmitt önnur mesta heppni hans í þessari ferð, að sú nótt va.-ð ekki margfalt verri, bæði honum og hestunum. Hin stærsta heppni hans eða þeirra félaga var, að ekki varð stórslys á hestum og jafnvel mönnum kvöldið í Haukadal, það er eitthvað það alvarlegasta, sem fyrir getur kom ið í svona ferðum, ef fælni kemur að hestum, sem margir eru saman komnir, þá æsir hver annan og hafa af slíku hlotizt slys, ekki sízt ef sú fælni orsakazt af því, að einhverjir lausir hlutir, vír- flækur eða annað slíkt festast í töglum hesta, eða um fætur þeirra. Eitt með því ljótasta, sem ég hefi séð af því tagi, var að hestur, sem festi afturfótinn í vír, að vísu gaddavír, sem dróst til framan á fætinum móts við konungsnef, hljóp ekki langt áð- ur en fóturinn aðeins hékk á taug og var hesturinn að sjálfsögðu skotinn nær því samstundis og nokkrum sinnum hef ég séð hesta slasast á gaddavír þannig, að tví- sýnt hefur verið um lækningu þótt dýralæknir hafi komið til. Að ekki tókst verr til í þetta sinn getur að einhverju leyti hafa ver ið því að þakka að hestarnir hafa verið orðnir slæptir og sljóir og mennirnir liðgóðir, og brugðið fljótt við. Víst er um það, að við flesta noktun hesta þarf bæði ná- kvæmni, tillitssemi og aðgæzlu og jafn víst er hitt, að á það hefur mjög oft mikið skort. Ekki er líklegt að sú kynslóð, sem nú er alin upp á þessari öld.hraðans myndi sýna hestinum meiri vægð eða tillitssemi, ef nú væri al- mennt farið að taka upp lang- ferðir á hestum, þungan drátt, svo sem: plóg, herfi, kerrur eða vagna hlaðna þungavöru og ann- að þ. u. 1. Nei. En þökk og heiður sé öllum þeim, bæði einstakling- um og félögum, sem gengist hafa fyrir því, að halda uppi ferðum á bifreiðum jafnt um fjöll sem flatlendi, og gefið þar með ölJ- um þeim, sem langar til að skoða landið sitt kost á góðum og þægi- legum fararskjóta, sem ekki þarf að óttast um ofþjökun eður iila meðferð á, þótt veður spillist og lítið sé um haglendi eða húsa- skjól. Ólafur Jónsson frá Skjaldarsioðum. Þessi mund var tekin nýlega á Quemoj og sýnir hún nokkra eyjaskeggja hjá vörubifreið, sem annast birgðaflutninga um eyjuna, en sem kunnugt er, varð mikill skortur á ýmiss konar vistum, á meðan skothríð kommúnista stóð sem hæst. Frumvarp um Ráðningarstofu Reykj- avíkur samþykkt í bœjarstjórn Cuðmundur J. hefur brugðizt trúnaði verkamanna Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær var til 2. umræðu frumvarp tíl breytinga á reglugerð nr. 180 frá 1952 og reglugerð nr. 174 frá 1954 fyrir Ráðningastofu Reykja víkurbæjar. Fyrstur tók til máls Ingi R. Helgason og endurtók hann það sem hann hafði sagt síðasta fundi og kom ekkert nýtt fram í ræðunni. Þá kvaddi Magnús Ástmarsson sér hljóðs og bar fram 3 breytingartillögur. Hann kvaðst ekki geta fallizt á athugasemdir þær sem Ingi hefði gert við frumvarpið og væru þær byggðar á misskilningi. Næstir töluðu Guðmundur J. Guðmunds son og Þórður Björnsson. En að loknu máli þeirra tók til máls Magnús Jóhannesson (S). Sagði hann að af málflutningi Guð- mundar J. Guðmundssonar mætti ætla að með þessu frum- varpi væri verið að taka af hon- um eitthvert vald. Raunin væri þó hið gagnstæða. Þar sem frum- varpið gerði ráð fyrir fulltrúa frá verkalýðsfélögunum í stjórn Ráðningarstofunnar, vildi G. J. G. aðeins hafa valdalausan ráðu- naut. Það væri eingöngu van- rækslu hans sjálfs að kenna, að hann hefði ekki látið sig mál Ráðningarstofunnar skipta síð- ustu tvö ár. Sagði Magnús það ljóst af málflutningi Guðmund- ar, að annað vekti fyrir honum en standa á rétti verkamanna. Vitnaði hann í því sambandi í málflutning Guðmundar fyrr á fundinum í sambandi við upp- sögn í Hitaveituvinnunni. Keppni UMF Snœfells og UMF Reykdœla HIN árlega keppni í frjálsíþrótt- um milli Umf. Snæfells í Stykkis- hólmi og Umf. Reykdæla í Borg- arfirði fór fram í Stykkishólmi Snæfell sigraði með tveggja stiga mun eftir jafna og skemmtilega keppni. 100 m hlaup Karl Torfason, S, 11,6 Kristján Torfason, S, 12,0 Hinrik Guðmundsson, R, 12,1 Magnús Jakobsson, R, 12,2 400 m hlaup Karl Torfason, S, 54,9 Hannes Gunnarsson, S, 57,3 Hinrik Guðmundsson, R, 57,5 Haukur Engilbertsson, R, 58,9 1500 m hlaup Haukur Engilbertsson, R, 4:16,6 Vigfús Pétursson, R, 4:42,6 Hannes Gunnarssen, S, 4:56,0 Hermann Guðmuudsson, S, 5:10,0 4x100 m boðhlaup Sveit Reykdæla 48,2 Sveit Snæfells 48,8 Langstökk Jón Blöndal, R, 6,42 Magnús Jakobsson, R, 6,16 Kristján Torfason, S, 6,13 Jón Lárusson, S, 5,69 Hástökk Þorbergur Þórðarson, R, 1,69 Karl Torfason, S, 1,64 Jón Þórisson, R, 1,59 Hildim. Björnsson, S, 1,54 Þrístökk Jón Blöndal, R, 12,99 Bjarni Guðráðsson, R, 12,86 Kristján Torfason, S, 12,65 Hildim. Björnsson, S, 12,34 Kúluvarp Bjarni Guðráðsson, R, 12,54 Sigurður Helgason, S, 12,28 Jenni Ólason, S, 12,22 Þorbergur Þórðarson, R, 11,74 Krínglukast Sigurður Helgason, S, 38,20 Óskar Eiríksson, S, 36,24 Bjarni Guðráðsson, R, 32,13 Vigfús Péturssnn, R, 24,23 Spjótkast Hildim. Björnsson, S, 46,00 Óskar Eiríksson, S, 45,30 Þorbergur Þórðarson, R, 44,10 Jón Blöndal, *, 43,34 KONUR 80 m hlaup Þórhildur Magnúsdóttir, S, 11,4 Svala Lárusdóttir, S, 11,7 Elín Björnsdóttir, R, 11,7 Aðalheiður Helgadóttir, R, 11,9 Síðasta söngskemmtuii Stefáns Islandi STEFÁN ÍSLANDI hélt í gær- kvöldi söngskemmtun í Gamla Bíó og var söngvaranum vel tek- ið í kvöld heldur hann sína síð- ustu söngskemmtun að þessu sinni, því að hann fer utan á morgun. Verður það síðasta tækifærið til að heyra til þessa vinsæla söngvara að sinni. Ingi R. Helgason tók næstur til máls og bar fram tillögu þess efnis, að frumvarpinu og breyt- ingatillögunum yrði vísað til hag sýslustjóra. Þá kvaddi borgarstjóri sér hljóðs. Kvaðst hánn ekki hafa miklu við það að bæta, sem sagt hefði verið á fundinum og hann hefði sagt á síðasta fundi. Hann sagðist undrandi yfir málflutn- ingi kommúnista og mætti helzt ætla af ræðum þeirra, að verið _ væri að setja Ráðningastofunni nýja stjórn, en engar breytingar á stjórn hennar lægju fyrir. — Kvað hann erfitt að átta sig á, hvað kommúnistar væru að fara með málflutningi sínum og efa- mál, að þeir vissu það sjálfir. Fullyrðingar Inga R. um lögleys- ur í þessu sambandi eru gersam- lega út í loftið, sagði borgar- stjóri. Hins vegar er ágreiningur um það, hvort Ráðningarskrifstofan skuli hafa samskonar stjórn og verið hefur. Við- Sjálfstæðis- menn teljum rétt að hafa þessa stjórn áfram, en kommúnistar vilja hins vegar rýra þau ítök sem verkamenn hafa haft í stjórn Ráðningarstoíunnar. Þá sagði hann, að kommúnistar hefðu kvartað undan þvi, að þeir ráðu nautar, sem eru lögskipaðir, en ekki hafa neitt vald. hefðu ekki verið kvaddir til funda. Ekkert íyrirmæli væri í lögum um það, hversu oft þeir skyldu kallaðir. Hins vegar hefði verið í lófa lag- ið fyrir kommúnista að láta fé- lagsmálaráðherra setja inn í reglugerð ríkisins, ákvæði um hversu oft þessir menn skyldu kallaðir til fundar. Þá sagði borgarstjóri, að hinn kosni ráðunautur verkalýðsfélag- anna í stjórn Ráðningarstofunn- ar, Guðmundur J. Guðmundsson hefði undanfarin tvö ár algerlega brugðizt þeim trúnaði, sem hon- um hefði verið sýndar með þeirri kosningu. Hann hefði getað fylgzt með málum Ráðningar- stofunnar og mátt ganga í skjöl hennar, en ekki haft manndóm í sér til að gera neitt í þessum málum. Nú leyfði hann sér eftir þessa vanrækslu hans sjálfs að koma með ásakanir vegna þess að ekki hefði verið kallað á hann. Að ræðu borgarstjóra lokinni sagði G. J. G. nokkur orð en síð- an var gengið til atkvæða um frumvarpið. Var fyrst feld gegn 4 atkvæðum (Þórðar og komm- únista) tillaga Inga R. um að vísa frumvarpinu með breytingar tillögunum til hagsýslustjóra. Breytingartillögur Magnúsar Ást marssonar voru samþykktar og einnig breytingartillaga frá borg- arstjóra um að fella niður laun stjórnarmanna Ráðningarstofunn ar. Að öðru leyti var frumvarpið samþykkt óbreytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.