Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 1
20 síður wáhUAib árgangni. 271. tbl. — Miðvikudagur 26. nóvember 1958 Prentsmiðja MorgunMaðsina Afstýra verður voðanum af ofbeldi Breta Ohyggilegt að Islend- ingar flytji tillögu um frestun ákvarðana í landhelgismálinu ÞESSA dagana er að því komið, að til úrslita dragi um meðferð land- helgismálsins á þingi Sameinuðu þjóðanna. í einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Þór Vil- hjálmssyni, sem birt var í blaðinu í gær segir: „íslenzka sendinefnd- in hefur lagt fyrir ríkis- stjórnina tiflögu um að málinu verði frestað til næsta allsherjarþings". Fullyrðing Þjóðviljans án stoðar í eigin skeyti Þjóðviljinn birtir af þessu nán- ari fregnir og stendur þar í gser: „Samkvæmt skeyti sem Þjóð- viljanum barst í gærkvöld frá aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New York eru nú allar líkur á þVí að tillaga Breta og Bandaríkjamanna á allsherjar- þinginu um að boðuð verði ný alþjóðaráðstefna um landhelgis- mál á næsta ári verði felld, en í þess stað samþykkt að málinu skuli vísað til riæsta allsherjar- þings, og yrði málið þá afgreitt í samræmi við vilja íslendinga. Magnús Kjartansson ritstjóri, sem nú fylgist með gangi máls- ins á þinginu sendi blaðinu svo- hljóðandi skeyti í gær: „Stuðningsriki 12 mílna land- helgi eru að bindast samtök- um um að fella tillögu Breta og Bandaríkjamanna um nýja ráðstefnu um landhelgismál. Þau munu leggja til að málinu verði vísað til næsta allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna. Ind- land og Mexíkó hafa undirbúið' tillögu þess efnis, og vitað er að hún nýtur stuðnings sósíalistísku rikjanna, Suður-Ameríkuríkj anna, Arabaríkja og margra Asíu ríkja og er þegar vitað um 36 stuðningsríki. íslenzka sendinefndin er sam- mála tillögu Indlands og Mexíkó og vill jafnvel flytja hana með þeim, en bíður fyrirmæla ríkis- stjórnarinnar. Afstaða íslands gæti ráðið úrslitum. Andstæð- ingar 12 mílna landhelgi hafa sig mikið í frammi að tjaldabaki til að „hindra samþykkt tillögunn- ar". Því miður hefur sú fullyrðing Þjóðviljans, „að málinu skuli vis- að til næsta allsherjarþings og yrði málið þá afgreitt í samræmi við vilja íslendinga", ekki stoð í því skeyti Magnúsar Kjartans- sonar, sem Þjóðviljinn vitnar til. Er og auðsætt, að ástæðan til frestunar á málinu nú er einmitt sú, að menn eru ekki reiðubúnir til þess að taka efnisákvörðun um málið. Ella myndu þeir hik- laust fallast á tillögu íslenzku ríkisstjórnarinnar *um að af- greiða málið efnislega nú þegar á þessu þingi. Veðrabrigði á Allsher jarþinginu En utanríkisráðherra sagði hinn 13. september sl. að stefna stjórnarinnar væri þessi: „Við munum berjast fyrir því á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, sem hefst í New York eftir helgina, að þingið setji ótvíræðar reglur fyrir allar þjóðir um 12 mílna fiskveiðitakmörk." „------- er það sjálfgert að landhelgismál íslands komi til umræðu. Höfum þykkt, þá er ákvörðun málsins skotið á frest a. m. k. um eitt ár. Vel má vera, að íslandi sé hag- kvæmara, að málið komi til úr- slita á Allsherjarþinginu en á sérstakri ráðstefnu. Hitt hefur aftur á móti, svo vitað sé, aldrei verið hugleitt til hlítar af stjórn- arvöldunum, hvort hyggilegt er, að láta úrslit málsíns eins og nú er komið vera háð valdatogstreitu og hrossakaupum, sem ráða úr- slitum mála hjá Sameinuðu þjóð- unum. Veðrabrigðin nú sýna, hversu valt er að treysta því, sem þar gerist. Úr því sem komið er um máls- meðferð af hálfu íslenzku stjórn- arinnar, verður e. t. v. að taka þvi, að málið komi undir ákvörð- un Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. En ekki virðist hyggi- legt, að íslendingar gerist sjálfir meðflutningsmenn þess, að þeirri ákvörðun verði frestað um heilt ár. A. m. k. ekki á meðan engar ráðagerðir eru til um það, hvernig afstýra eigi þangað til þeim voða, sem nú ríkir á fiski- miðunum hér við land. Afstýra verður voðaiMim Jóhann Hafstein tók sízt of sterklega til orða, þegar hann sagði á Parísarfundi þingmanna við búið okkur undir það og þeg ar skýrt frá þeirri stefnu okkar, Atlantshafsríkjanna: að Allsherjarþingið eigi nú að „Hver dagur hefur geigvæn- setja almennar reglur fyrir allar þjóðir fyrir almenna fiskveiði- landhelgi og önnur atriði, sem Genfarfundurinn ekki gat af- greitt, en fresta þessu ekki enn eða vísa til nýrrar ráðstefnu." Frá undirtektum við þessa til- lögu sagði utanríkisráðherra hins vegar svo í útvarpsræðu 23. okt. sl.: „Hugmyndin um að AUsherjar þingið finni efnislega lausn á mál inu fær ekki undirtektir, næst- um allar þjóðir vilja nýja ráð- stefnu og treysta henni betur en þinginu. Tvímælalaust er því að það eitt gerist að ný ráðstefna verður ákveðin. Spurningin er, hvenær hún verður og hvar hún verður." Nú er svo að sjá, sem enn hafi orðið veðrabrigði vestra. Um or- sök þeirra er ókunnugt hér á landi. Af upptalningu Þjóðviljans á þeim rikjum, sem nú vilja láta fresta málinu í eitt ár og taka það ekki fyrir fyrr, er þó ljóst, að þar vantar eitt allra skelegg- asta bandalagsríki okkar um 12 milna fiskveiðilandhelgi, sem sé Kanada. Sitthvað er því enn ó- ljóst um hvað hér er á ferðum. Frestun Hins vegar er það ótvírætt, að ef hin nýja tillaga verður sam- lega hættu í för með sér". Ólafur Thors benti nú fyrir nær hálfum mánuði á, að rétt væri að kæra Breta fyrir Atlants hafsráðinu vegna síðasta ofbeldis þeirra. Ríkisstjórnin hefur enn ekki fengist til að taka afstöðu til þeirrar tillögu né gera neina aðra. Afleiðing þess geigvænlega voða, sem nú vofir yfir íslenzkum mannslífum vegna ofbeldis Breta við strendur landsins, er mest aðkallandi verkefnið í land- helgismálinu nú. íslendingar mega ekki samþykkja neitt, sem dragi hugi manna frá þeirri hættu eða kann að leiða til, að hún framlengist um ófyrirsjáan- legan tíma. Camla sagan NEW YORK, 25. nóv. — Zorín, aðstoðarutanríkisráð- herra Rússa, sagði við blaða- menn í dag, að Rússar mundu ekki taka þátt í störfum nefndar þeirrar, sem stjórn- málanefndin setti á fót til þess að skipuleggja rani sóknir í geimnum. Þetta er mb. Reynir héðan frá Reykjavík, sem stórskemmdist og naerri hafði farizt á laugardagskvöldið, er hann Ienti í árekstri við vélbátinn Sæmund frá Sandgerði.. Sjópróf hafa stáðið yfir í gær og í fyrradag, hér í Reykjavík. Skipstjórar bátanna, Halldór Halldórsson á Reyni, og Hilmar Sæberg á Sæmundi, hafa báðir komið fyrir rétt. Þeim ber allmjög á milli um aðdraganda þess að áreksturinn varð. Isleifur Árna- son, fulltrúi borgardómara, f jallar um málið ásamt meðdóm- endunum, skipstj. Jónasi Jónassyni og Halldóri Gíslasyni. Við munum aldrei hopa — sagbi Nixon LONDON, 25. nÓT. — Nixon, varaforseti Bandaríkjanna, og frú hans, komu í fjögurra daga opinbera heimsókn til Lundúna í dag. Seinkaði komu þeirra ör- lítið vegna þoku. Af flugvellin- um héldu hjónin beint til snæð- ings á Savoy-hótelinu í boði Pílagrima-klúbbsins. í ræðu, er Nixon flutti við það tækifæri lagði hann áherzlu á samstöðu Bretlands og Banda- ríkjanna á sviði alþjóðamála. Kvað hann Bandaríkjamenn standa í eilífri þakkarskuld við Breta fyrir þann menningararf, sem bandaríska þjóðin hefði hlotið frá brezkum þegnum. Tal hans beindist síðan að síð- Verðfall LONDON, 25. nóv. — Mikið verð fall hefur verið á hlutabréfum í kauphöllum í London, New York og víðar síðustu tvo dag- ana. LandhelgismáliB rœtt á nœsta Allsherjarþingi S.Þ.? Aðalstövum S. þ. New York 25. nóv. Einkaskeyti til Mbl. FULLTRÚI Indónesíu var meðal þeirra, sem tóku til máls í laga- nefndinni í dag. Hann sagði að síðustu atburðir á Norður- Atlantshafi gæfu bezt til kynna hve fiskveiðilögsögu- málið væri viðkvæmt og afdrifa- ríkt. Kvaðst hann eindregið styðja 12 mílna lögsögulandhelgi. Ekki væri rétt, eins og sumir vildu halda fram, að þriggja mílna landhelgi hefði náð alþjóð- legri viðurkenningu. Kvað full- trúinn stjórn sína ekki geta fall- izt á það, að aðgerðir, sem ekki væru samkvæmt þriggja mílna reglunni, brytu í bága við al- þjóðalög. Bandaríski fulltrúinn tók og til máls og lagði áherzlu á það, að stjórn hans væri þvi fylgjandi, að önnur sjóréttarráðstefna, sem fjallaði um landhelgi og fiskveiði- lögsögu, yrði haldin á sumri kom- andi. Fyrir nefndinni liggur á- lyktunartillaga þess efnis, að ráð- stefnan verði kvödd saman í júlí eða ágúst nk. og styðja hana auk Bandarikjamanna, Bretar, Frakk- ar og átta önnur ríki. Þá var í dag og lögð fram önn- ur ályktunartillaga — studd af Chile, Equador, Salvador, Ind- landi, frak, Mexico og Venezuela — þess efnis, að málið yrði tekið fyrir á næsta Allsherjarþingi. Þá yrði reynt að ná samkomulagi um landhelgi, fiskveiðilögsögu — og efnishlið málsins yrði rædd. Ekkert Norðurlandanna er á lista flutningsríkja tilagnanna. Næsti fundur verður hldinn á morgun. Enn eru fulltrúar 39 ríkja á mæl- endaskrá. ustu atburðunum á aiþjóðavett- vangi, Berlínardeilunni. Sagði hann Krúsjeff reikna skakkt, ef hann héldi að ágreiningur i bandarískum stjórnmálum og ný- afstöðnum kosningum hefði ein- hver áhrif á stefnu Bandaríkj- anna út í frá. Nei, sagði Nixon, þar stöndum við sem einn mað- ur — og við munur aldrei hopa fyrir árásaraðgerðum kommún- ista. Þegar hinn frjálsi heimur er í hættu stendur hann allur sem einn, Berlín verður ekki yfirgef- in, við erum ákveðnir að vera í borginni þar til viðunandi lausn Þýzkalandsmálanna er fengin, sagði Nixon. í kvöld snæddi hann með Macmillan, en um 200 kommún- istar fóru fylktu liði um skemmtihverfi Lundúnaborgar og báru kommúnísk áróðurs- spjöld til þess að mótmæla komu Nixons og stefnu Bandaríkja- manna. Var fylkingu þessari harla lítil athygli veitt í London, Efni blaðsins er m.a. : Bls. 3 Vísitalan í 250 stig á næsta ári. (Frá setningu þings AI- þýðusambandsins). — C Munkurinn, sem fékk friðar- verðlaun Nobels og „Evrópu- þorpin" hans. — 8 Hlustað á útvarp. — 9 Kristmann Guðmundsson skrlt ar um bókmenntir. Bókaútgáfa Menningarsjóðs i Ar. — Hæstaréttardómur. — 10 Forystugreinin: Stór orð of litlar efndir. Eignast íranskeisari gon? (Ut- an úr heimi). — 11 Heimsókn í bifreiðaverkstæSHi Þðrshamar á Akureyrl. — 18 „Hinumegin við heiminn". — (Samtal við Guðmund I.. Ftið- finnsson). Borgarstjóri talar um fsland 4 fundi i Höfn. íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.