Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 19
MiðviEudagur 26. nóv. 1958 MORGUNBl'AÐIB 19 Kýpurdeilan stofnar heimsfriðinum I hættu, segir Averoff NEW YORK, 25. nóv. — í dag hófust umræður um Kýpurmáliff í stjórnmálanefnd Allsherjar- þingsins. Fyrir fundinum lágu þrjár ályktunartillögur — frá Bretum, Grikkjum og Tyrkjum. Gríski utanríkisráðherrann, Averoff, var fyrsti ræðumaður Og réðist hann harkalega á Breta fyrir framferði þeirra á Kýpur, sagði jafnframt, að áiyktunar- tillaga þeirra miðaði að því að koma í veg fyrir að S. þ. gætu látið til skarar skríða í Kýpur- málinu svo að Bretar gætu í friði framkvæmt áætlun sína um fram tíðarstjórn Kýpur í samráði við Tyrki. Brezka tillagan er þess efnis, aff stjómmálanelndin og Alls- herjarþingiff styffji Breta í viff- leitninni til þess aff finna lausn Kýpurdeilunnar, skori á Tyrki og Grikki aff sýna samvinnuvilja — og skori á hlutaffeigandi aðila aff binda endi á hermdarverkin á Kýpur. Grikkir krefjast þess, aff eyjan hljóti þegar sjálfstjórn, hlutleysi — og fimm velda nefnd skuli reyna aff finna happasæla lausn deilunnar. Síffan leggi nefndin niffurstöffu sína fyrir Allsherjar- þingið. Tyrkneska tillagan er þess efn- is, aff stjórnir Brðtlands, Grikk- lands og TyrklanctJ taki upp sam- vinnu sín í milli um framtíffar- lausn Kýpurdeilunnar og fullt * KVIKMYNDIR + tillit verffi tekiff til beggja þjóffa- brotanna á eyjunni — og sjálfs- ákvörðunarréttur þeirra lagður að jöfnu. ★ Averoff sagði ennfremur í ræðu sinni, að Kýpurdeilan stofnaði heimsfriðinum nú í hættu, síðustu vonir um að Bret- ar ætluðu að taka málið skynsam legum tökum hefðu brostið. Kvað hann EOKA hafa hætt öll- um hryðjuverkum í fyrra, er Állsherjarþingið gerði ályktun þess efnis, að setzt skyldi að samningaborðinu og deilurnar jafnaðar. En hermdarverkin hófust á ný, sagði Averoff, þegar sýnt var, að Bretar sátu enn við sinn keip. Allan Noble, aðstoðarutanríkis ráðherra Breta, sagði, að sjö ára áætlunin um framtíðarstjórn Kýp ur yrði framkvæmd hvað sem tautaði, en Bretar væru samt ætíð reiðubúnir til þess að setjast að samningaborðinu með hlutað- eigandi aðilum og ræða málið. Eins og ástandið væri nú teldu Bretar bezt að fara varlega í sak- irnar, þeir væru bundnir í báða skó. Hann hvatti Grikki og Tyrki svo og þjóðarbrotin á Kýpur til samvinnu um lausn málsins, sem allir aðilar gætu sætt sig við. ★ Allsherjarverkfall skall á á Kýpur í dag og mun það standa sólarhring. Er það gert í sam- bandi við umræðurnar í stjórn- málanefndinni. Brezkir hermenn skutu einn grískan eyjarskeggja og annan tyrkneskan í dag. Voru hermennirnir að elta þann gríska, sem var á flótta, og skutu þeir þann tyrkneska af slysni, er þeir felldu þann gríska. Vesturveldin yfirgefa aldrei Berlín — segja Frakkar Ef ágreiningur kœmi upp gœtuð þið talað við okkur, segir Ulbricht Hafnarfjarðarbíó: Fjöl skyldufl ækjur ENSKUR „humor" getur oft ver- ið mjög skemmtilegur og í þess- ari mynd sem segir frá sambýli tveggja hjóna og öllum þeim flækjum og vandræðum, sem þar gerast, er kímni Bretans afbragðs góð. Barnsöskur, hurðaskellir, brenndur matur og þvottur upp um alla veggi, að ekki sé talað um sjálfar fjölskylduflækjurnar með tilheyrandi hneykslun og afbrýðisemi, fara svo hastar- lega í taugarnar á ungu hjónun- um og barnfóstrunni, að heita má að allt og allir séu í uppnámi. En sem betur fer jafnast allt að lokum og öll vandamálin leys- ast, nema það að fá nýja barn- fóstru, enda er það þyngsta þraut in. — Þetta er bráðskemmtileg mynd og vel leikin, enda fer Joan Greenwood með aðalhlutverkið. Þess má geta að í myndinni leikur Audrey Hepburn, — þá ekki orð- in sú stjarna sem hún síðar varð. Ego. Nýja bíó: Síðasti valsinn ÞETTA er þýzk mynd með mús- ik eftir Oscar Strauss. Leika að- alhlutverkin Cur,d Júrgens og Eva Bartok. Myndin gerist í Rússlandi og í París og segir frá ástum liðsforingja í rússneska hernum á tímum keisarans og ungrar og fagurrar aðalsmeyjar. — En hann er hnepptur í fang- eisi vegna þess að hann hafði frelsað ungu stúlkuna úr klóm Pauls prins, frænda keisarans, — og svo skellur fyrri heims- styrjöldin á og þau verða við- skila, liðsforinginn og unga stúlk an. Hún hefur leitað hans í mörg ár en árangurslaust, en loksins í París, hittast þau af tilviljun, og er þá ekki að sökum að spyrja. Mynd þessi er ekki mikis virði en músikin dágóð og sum atriði hennar ekki óskemmtileg, — einkum dansinn, sem er töluvert atriði ' mvndinni. — Ego. Bonn, Berlín, París, 25. nóv. VON BRENTANO, utanríkisráff- herra V-Þýzkalands, ræddi í dag viff sendiherra landsins í Wash- ington, Moskvu, London, París og Róm um Berlínarvandamáliff. Aff fundinum loknum var gefin út yfirlýsing þar sem sagði, aff sendiherrarnir og utanrikisráð- herrann hefffu veriff á einu máli um aff stefna v-þýzku stjórnar- innar væri rétt og V-Þjóffverjar stæffu einhuga meff Vesturveld- unum í afstöffunni til Berlínar- málsins. I Berlín bar talsmaður banda- rísku herstjórnarinnar til baka flugufregnir um það, að nýjar reglugerðir hefðu verið settar um flugsamgöngur frá V-Þýzka- landi til Berlínar. Kvað hann tvö ár síðan síðustu reglur voru gefn ar út og þar áskildi Ráðstjórnin sér rétt til þess að hafa hönd í bagga með flugumferðarstjórn- inni til V.-Berlínar. Ulbricht, ritari a-þýzka komm únistaflokksins, lét svo ummælt í dag, að a-þýzka stjórnin hefði ekki í hyggju að stöðva samgöng ur við V-Berlín, þegar Rússar hefðu fengið þeim í hendur stjóm A-Berlínar. Og ef einhver ágreiningur kæmi upp, sagffi Ulbricht, þá er Vesturveldunum í lófa lagiff aff jafna deilurnar í viðræðum við a-þýzk stjórnarvöld. Sem kunnugt er hafa Vestur- veldin ekki viffurkennt a-þýzku stjórnina og telja þau hana þar af Ieiffandi ekki viffræffuhæfa. Talsmaffur frönsku stjórnar- innar sagði og í dag, að þríveld- in væru einhuga um aff yfirgefa aldrei V-Berlín, á þriffju milljón Berlínarbúa yrffi ekki varpaff í fangiff á stjórn, sem Iýffræffis- þjóðirnar vilja hvorki né geta viðurkennt, sagði hann. Sprengjuórós AMMAN 25. nóv. — Hernaðar- yfirvöld í Jórdaníu staðhæfa, að ísraelskar herflugvélar hefðu í dag varpað nokkrum sprengjum yfir þrjá smábæi í Jórdaníu. Ekkert tjón hlauzt af, og héldu flugvélarnar þegar aftur inn yfir ísrael. f dag var 10 orrustuþotum flog ið til Amman frá Kýpur. Fær jórdanski flugherinn á leið til Jórdaníu. Vandamál Evrópu BONN, 25. nóv. — Margir af fremstu stórnmálamönnum Ev- rópu hafa verið boðnir til funda? í Bonn, sem Iualdinn verður 5. —7. des. n. k. — og verður þar rætt um ýmis sameiginleg vanda- mál Evrópu, sérstaklega hlut- leysisstefnuna, segir í Reuters- frétt. Forseti ráðgjafanefndar Ev rópuráðsins, Fernand Dehousse, prófessor í alþjóðalögum, hefur haft forgöngu um fundarboðun- ina. VANTAR Verkamann í byggingarvinnu. — BÍLAIÐJAN Þverholti 15. — Sími 10213. Mafráðskona óskast í sjúkrahúsið Sólheima. Upp- lýsingar í síma 12040, 13776 og á staðnum. — Plymouth '48 í sérstaklega góðu standi. — Hefur alltaf verið í einkaeign og er því lítið ekinn. BlLASALAN Klapparstíg 37. Sími 19032. PILTAR, ef þid olqfí tmmisfuna. p3 » éq hrinqana / áStrfan Prentori MiðstÖðvaroínar nýkomnir, þeir sem eiga ofna í pöntun hjá oss, eru vinsamlegast beðnir að vitja þeirra sem allra fyrst. J. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30. Sendiferðir Heildverzlun óskar eftir unglingspiltf eða stölku tll léttra sendiferða hálfan eða allan daginn. Tilboð merkt: „Sendiferðir — 7357“ leggist á afgr. blaðsins fyrir 29. þ.m. Röskur og ábyggilegur sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn, frá 1. des., HARALD FAABERG H.F., Hafnarstræti 5 — Sími 1-11-50. Loghento slúlku vantar í saumaskap. Fatagerd Ara & Co ht. Laugaveg 37. Innilega þakka ég ykkur öllum sem glöddu mig á 80 ára afmælinu mínu 13. nóvember síðastliðinn, með heim- sóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Sólveig J. Hansdóttir, Hregnesa 5 Hnífsdcd. EINAR JÓNSSON Miðtúni 17, andaðist í Bæjarspítalanum 25. nóvember. Aðstandendur. Móðir okkar og tengdamóðir SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Blönduhlíð 12, þriðjudaginn 25. þ.m. Gíslína Þórðardóttir, Þórný Þórðardóttir, Jóhann Jóhannesson. Jarðarför konunnar minnar GUÐRÓNAR SIGURÐARDÓTTUR fer fram fimmtudaginn 27. nóvember kl. 2 frá Laugar- neskirkju. Blóm afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Hörður Jónsson, Njálsgötu 100. Eiginmaður minn KRISTJÁN GUÐMUNDSSON frá Fáskrúðsfirði,, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. þ.m. kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sigfríð Einarsdóttir. (pressumaður) óskast nú þegar. Umsóknir sendist afgr. Mbl. merkt: „Prentari — 7356“ fyrir 30. þ.m. Jarðarför systur minnar MÁLFRlÐAR TÓMASDÓTTUR fer fram fimmtudaginn 27. nóvember, kl. 2, frá Foss- vogskirkju. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Fyrir hönd systkinanna. Guðmundur Tómasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.