Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. nóv. 1958 vika úr langri samveru eða um 20 ára skeið, en það yrði of langt mál að fara út í að nokkru ráði. Ég held ég verði þó að segja frá því að einu sinni snuðaði Gísli og skipsfélagar hans skipstjór- ann um eina nótt, en þar var ekki með því að draga af sér eða svíkjast um, heldur með því að afkasta svo ótrúlega miklu verki á svo miklu skemmri tíma en búizt var við, að þeir luku verkinu klukkan 11 að kvöldi, en áætlað var að það tæki alla nótt- ina eða til kl. 8 að morgni. Þá var Gísli hróðugur og það voru þeir allir og máttu vera. Sú skorpa var ein sú harðasta sem ég hefi séð. Ég læt hér staðar numið og óska afmælisbarninu hjartanlega til hamingju og áframhaldandi velfarnaðar. Sigurjón Einarsson, skipstjóri. 60 ára í dag Gísli Sigurðsson, Hafnarf. í DAG er Gísli Sigurðsson Jó- fríðarstaðaveg 9 í Hafnarfirði 60 ára. Hann er boririn og barn- fæddur Hafnfirðingur og hefir alið allan aldur sinn þar að svo miklu leyti sem segja má um mann, sem stundað hefir sjó mik inn hluta ævinnar, en Gisli var sjómaður í 38 ár. Eins og aðrir drengir í Hafnarfirði í þá daga sem hneigðust til sjómennsku byrjaði Gísli sjómenskuna á skútunum en skúturnar voru seldar og féllu úr sögunni og þá fór hann á togara, sem ekki var þá neinum heiglum hent. Gísli var á togurunum í 30 ár eða frá 1920—1950. Hann hafði ekki oft vistaskipti, var með Þorsteini frá Bakkabúð í 5 ár, önnur 5 ár með Tryggva Ófeigssyni og tuttugu ár með undirrituðum eða frá 1930—1950 en þá hætti hann sjó- mennsku og tók að stunda fisk- sölu og búskap sem hann að vísu hafði vísi að meðan hann var á sjónum. En Gísla nægir ekki að hafa eitt járn í eldinum og er sívinnandi. Ekki unni Gísli sér hvíldar þó að gild ástæða væri til, þegar að komið var heim af veiðum úr erfiðri veiðiferð, sem þær flestar voru í þá daga. Hann hafði þá nógu að sinna heima- fyrir, — en nauman tíma, — við búpening og jarðrækt sem hann hefir sérstakt yndi af, eins og þeir vita sem honum eru kunn- ugir. Oft hefir mér blöskrað hvað Gísli gengur nærri sér og þá sagt við hann „Þú drepur þig með þessu áframhaldi Gísli.“ og er mér þó ekki títt að draga úr mönnum eða ganga erinda freistarans sem sagði við bónd- ann hvíldu þig hvíld er góð. Gísli lætur ekki letjast, vinnan er honum andleg nauðsyn og þar við situr. Á sjónum var hann aldrei kátari en þegar að vel gekk og mikið var að gera, hann skildi mætavel að hagur útgerð- arinnar var jafnframt hagur skipshafnarinnar, og það skildu flestir aðrir samtíðarmenn hans enda ótrauðir og mikilvirkir þeg ar að á þurfti að halda. Það væri vissulega freistandi við þetta tækifæri að minnast at- Fyrir þá sem byggja útvegum vér: steypu-hrærivélar, afkastamiklar og sem auðvelt er að hreyfa til. Ýmsar gerðir og aflvæðing. Stærðir frá 75 til 250 lítrar. Vinsamlegast, látið oss vita hvers þér óskið. Deutscher Innen- und Aussenhandel MASCHINEN-EXPORT Mohrenstrasse 61 (M7) BERLIN W 8 Deutsche Demokratische Republik •uiiHisii'itPn"1 Smári Sigurjónsson rakaram. minning Göfuslcreyflngaff Valningagreinai.kmelraTffii Ofvegum Ijósaserlur kom í ljós. Smára sóttist námið mjög vel. Það vakti athygli mína strax hvað honum tókst fljótlega að viðhalda verkfærum viðkom- andi iðninni, enda reyndist hann prýðis fagmaður. Eftir að Smári lauk námi lágu leiðir okkar meira og minna saman og vin- skapur til dauðadags. Hann var handlaginn og hafði sérstakan áhuga fyrir vélum og sagði mér sjálfur að hann hefði kosið að verða vélstjóri, eins og faðir hans. Hann hafði næmt auga fyrir náttúrufegurð lands vors og gróðri jarðar, þá hneigðist hugur hans að auðlindum hafsins og í fyrrasumar var hann á síldarver- tíð fyrir Norðurlandi og undi vel hag sínum. Hann var ákveðinn að fara norður í sumar. Hann vissi sem var, að þessar höfuðatvinnu- greinar hafa verið undirstaða þjóðar vorrar um alda raðir. f þjóðmálum var hann í anda lýð- ræðis, frelsis og friðar, með ósk um velgengni öllum til handa. Smári var sérstaklega barngóður, í djúpri gleði barnanna fann hann frið, sem hljómaði eins og fuglasöngur við angan blóm- anna. Hann var frekar dulur maður og flíkaði ekki hugsunum sínum en þó var hann raunsæis- maður og drengur góður. Hóg- værð og prúðmennsku bar hann sem höfuðmerki til dauðadags. Það dregur ský fyrir sólu, þeg- ar menn á blómaskeiði lífsins eru kallaðir svo skyndilbga til annars lífs. Öll verðum við að hlýða kalli Drottins þegar stundin kemur, hvernig sem á stendur. Við trúum að þetta jarðlíf sé viðkomustaður á hinni löngu leið til hinna eilífu ljóssins landa. Við biðjum Guð. að láta ljós sitt skína á leiðum þeirra, sem hann heit- ast unni. Ég votta eiginkonu hans, dóttur og öðrum ástvinum mína fyllstu samúð. Við vorum samverkamenn, iðnbræður og vinir. Þá vináttu þakka ég af alhug. Við fráfall hans er ég góðum vini fátækari. Guð blessi sál hans og leiði hann til æðra starfs á nýrri þroskabraut. Vertu sæll vinur minn. — Guðm. Guögeirsson. f DAG fer fram í Hafnarfjarðar- kirkju minningarathöfn um Smára Sigurjónsson rakarameist ara í Hafnarfirði, sem lézt af slys förum 31. maí sl. 31 árs að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík 22. nóv. 1926 og ólst þar upp. Smári hafði verið búsettur í Hafnar- firði um 6 ára skeið og rekið þar rakarastofu ásamt Einari Sigur- jónssyni. Það var hinn 20. júní 1944, að okkar kynni hófust fyrst. Þann dag hóf hann nám í hárskeraiðn hjá mér undirrituðum, þá í Reykjavík ásamt þáverandi sam- eignarmanni mínum Orla Niel- sen. Mér er það alltaf minnisstæð stund þegar þessi gjörvilegi og myndarlegi 17 ára piltur, mætti ^ fyrsta morguninn til náms. Ég fann það þá þegar, er ég rétti honum höndina og bauð hann velkominn til starfsins, að frá honum stafaði ylur, sem síðar Reykjavíkurmótið í körfuknattleik heldur áfram að Hálogalandi kl. 8,30 í kvöld, Þá leika: Í.R.b gegn K.F.R. í meistaraflokki, Í.R.a gegn K.F.R. í 2. flokki Komið og sjáið hina ört vaxandi íþrótt, körfuknattleikinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.