Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. nóv. 1958 MORGUNBLAÐ1Ð 3 Vísitalan kemst í 250 stig á nœsta ári Rœtt um ýmsar leiðir til lausnar efnahagsvanda- málanna Frá setningu Alþýðusambandsþings í gcer ÞING Alþýðusambandsins í gær hófst með því, að forseti sam- bandsins tilnefndi þá Árna Ágústsson í Dagsbrún og Sverri Guðmundsson, í verkalýðsfé- laginu Baldri, til að gegna rit- arastörfum, þar til þingið hefði kosið ritara. Minnzt látinna Því næst hóf Hannibal Valdi- marsson, forseti ASÍ, setningar- ræðu sína með þvi að minnast nokkurra helztu forustumanna í verkalýðshreyfingunni, sem hnig ið hafa í valinn frá því síðasta ASÍ-þing Var haldið í nóvember 1956. Minntist hann eftirtalinna brautryðjenda: Karolina Siem- sen, stofnandi verkakvennafélags ins Framsóknar í Reykjavík, Sig- ríður Sigurðardóttir, hvatamaður að stofnun verkakvennafél. Ósk á Siglufirði, Sveinn Jónsson, einn af stofnendum Sjómannafélags Reykjavíkur, Gunnlaugur Hildi- brandsson og Jón Bergsteinn Pét ursson ,sem voru meðal stofnenda verkamananfél. Hlífar í Hafnar- firði, Guðm. Gissurarson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, Guðmund- ur Halldórsson, vélsetjari, er var í stjórn HÍP í áratugi og Magnús H. Jónsson, er var formaður HÍP í 18 ár. Af stofnendum Dagsbrúnar hafa þessir iátizt á kjörtímabil- inu: Ásbjörn Guðmundsson, Páll Árnason, Helgi Guðmundsson, Halldór Jónsson og Sigurður Guðmundsson og auk þess Pétur Hraunfjörð, sem mikið hefur starfað að félagsmálum í Dags- brún. Enn minntist forseti Gísla Guðmundssonar, bókbindara, Lár usar Thorarensen, er var einn af aðalhvatamönnum að stofnun verkalýðsfélags Akureyrar og eft irtalda 4 menn úr verkalýðsfélög um Vestfjarða: Sigurð Breið- fjörð, Sigurð Pétursson vélstjóra, Halldór Ólafsson múrara, og Jón Jónsson frá Þingeyri. Loks minnt ist hann Kristjáns Huseby, járn- smiðs í Reykjavík. Risu fundarmenn úr sætum til að heiðra minningu hinna látnu. Stefnuskrá ASÍ varS grund- völlur vinstri stjórnar. Því næst kvaðst Hannibal vilja líta yfir farinn veg, síðan síð- asta ASÍ-þing var haldið, hvort verkalýðurinn byggi við lakari lífskjör eða hvort athugun leiddi í Ijós, að lífskjör hefðu batnað og góðum málum verið siglt í höfn? Kvaðst hann í því sam- bar.di vilja minna á stefnuskrá Alþýðusambandsins, sem í fysrta skipti hefði verið sett fram fyrir þremur árum. Þá sögðu margir að þar væri um loftkastala að ræða. Og að vísu væri ýmislegt ógert, sem þar hefði verið minnzt á. — í upphafi þessarar stefnuskrár var sagt, að hún væri lögð fram sem umræðugrundvöllur að myndun nýrrar ríkisstjórnar vinstri flokkanna. Og ekki leið á löngu, þar til hún var orðin stefnugrundvöllur ríkisstjórnar- innnar. Hannibal sagði, að þar hefði m. a. verið ósk- að eftir sam- starfi ríkisvalds ins, verkalýðs- félaganna, sam- vinnufélaganna og bændasam- takanna og þetta samstarf hefði komizt á. Þar hefði einnig ver- ið krafizt stofn- unar Seðla- banka, sem og hefði verið gert. í stefnuskránni hefðu og verið kröfur um eflingu * vélbátaflota, kaup á 20 togurum, byggingu fiskvinnslustöðva, bætta hafnar- aðstöðu, stækkun landhelginnar í 16 sjómílur, eflingu landbúnað- ar og iðnaðar, raforkuver fyrir Austfirði og Vestfirði, virkjun Efra-Sogs og kröfur um aðgerð- ir í húsnæðismálum. Taldi ræðu- maður, að mjög mikið hefði á- unnizt á flestum þessum sviðum. Útlendra sjómanna ekki þörf lengur. Næst vék ræðumaður að þvi, livaða efndir hefðu orðið á kröf- um og samþykktum síðasta þings ASÍ, sem haldið var fyrir rétt- um tveimur árum. Af fjölmörg- um ályktunum þingsins nefndi hann aðeins örfáar, svo sem álykt un um að auka launatekjur fiski- manna. Laun þeirra hefðu verið bætt svo verulega á síðustu tveimur árum að við gætum nú losað við okkur við á 3ja þús- und erlendra sjómanna og þó mannað fleiri skip en áður. Þá minntist hann á ályktun þess eðlis, að tryggja yrði öllum fulla atvinnu við þjóðhagsleg nytjastörf. Hún hefði rætzt í fram kvæmd með því að 1953 hefðum við haft 370 millj. kr. tekjur af Keflavíkurflugvelli en nú aðeins 130 milljón kr., svo að Kefla- víkurflugvöllur verkaði ekki truflandi á atvinnulíf lands- manna. Einnig taldi hann nokk- uð hafa áunnizt til útrýmingar landlægu atvinnuleysi á vestur-, norður- og austurlandi. Hannibal sagði að atvinnutekj- ur manna væru þær mestu, sem þær hefðu nokkru sinni verið og kaupmáttur launanna hefði hald- izt óskertur. Hann taldi að síð- ustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum hefðu reynzt góð blóðgjöf fyrir atvinnulífið. Þó væri sá galli á gjöf Njarðar, að þær hefðu haft í för með sér nýja verðhækkunaröldu. Stöðva verSur vísitölu og verðbólgu Hannibal sagði, að um næstu mánaðamót myndi kaupgjalds- vísitalan hækka um 17 stig, úr 185 í 202 stig, og það væri álit hagfræðinga að vísitalan gæti farið upp í 250 stig, ef ekkert væri gert til að stöðva hana. Taldi hann þetta ekki hagkvæma þróun, heldur hreinan voða fyrir launþegana. Síðan bætti hann við: — Það er víst, að á þessu þingi 30 þúsund launþega lands- ins hvílir mikil ábyrgð um þátt- töku í aðgerðum til að stöðva verðbólguna. Og kem ég ekki auga á neinn annan aðila sem líklegri væri til að leggja þar eitthvað af mörkum. Þó er nauð- synlegt að bændasamtökin leggi einnig mikið af mörkum. Hannibal Vaidimarsson gaf í ræðu sinni engar ákveðnar upp- lýsingar um, hvernig leysa ætti efnahagsvandamálin, en benti á ýmsar hugsanlegar leiðir, sem „ýmsir ræddu um“. 1) Vilja verkamenn ekki gefa eftir 10—15 stig af kaupi sínu, svo hægt sé að halda vísitöl- unni í 185 stigum? 2) Vilja bændur þá ekki líka gefa eftir álíka upphæð? 3) Myndi ríkisvaldið ekki geta lækkað húsaleigu með lög- gjöf, eins og fasteignaeigend- ur hafa grætt mikið að undan- förnu? 4) Væri ekki hægt að lækka heildsöluálagningu? 5) Væri ekki hægt að lögbinda verðlag og kaupgjald? Það gæfi svigrúm til lagfæringar á efnahagsmálunum. 6) Hætta nú þegar að mæla allt kaup með vísitölu. 7) Enn aðrir vilja hefta kaup- gjald fyrst í stað þar til vísi- tala hefur náð ákveðnu stigi, en ef hún fer yfir það, þá taki kaupgjald að hækka. Forseti ASÍ tók ekki fram, hverjar þessara leiða hann teldi vænlégasta, en það væri víst, að verðbólguhjólið yrði að stöðva og að verkalýðsstéttin og verkalýð- urinn væri líklegastur til þess að leggja eitthvað af mörkum til að stöðva hina óheillavænlegu þró- un. Að því loknu lýsti hann 26. þing ASÍ sett. Næst fluttu ávörp og kveðjur fulltrúar nokkurra annarra sam- taka, sem boðið hafði verið að vera viðstaddir setningu þings ASÍ. Kveðja frá bændum Fyrstur talaði Sæmundur Frið- riksson. Hann sagði að sú regla væri að komast á, að stéttarsam- tök verkalýðsins og bænda skipt- ust á að senda gesti til að vera viðstaddir þing hvors annars. En samstarfið þyrfti að vera meira en það er. Hann sagði, að íslend- ingar væru betur settir en aðrar þjóðir, að þurfa ekki að eiga í ýmsum deilum, svo sem landa- mæradeilum, trúarbragða- og kynþáttadeilum, og stéttaskipt- ing væri svo lítil að talað væri um íslenzka þjóðfélagið sem stéttlaust þjóðfélag. Með því væri átt við að engar stéttir hefðu sérréttindi og hér væru engar öreigastéttir, hin jafna skipting á launum manna hér væri fyrst og fremst að þakka stéttafélögum. En Sæmundur hélt áfram: — Jafnvel þótt hér sé stéttlaust þjóðfélag, þá er ekki því að neita, að tölu- verð barátta er milli ýmissa starfshópa, aðal- lega um það, hvernig skipta skuli þjóðartekj unum. Stundum kemst þessi bar- átta út í öfgar, þegar ein stétt reynir að komast fram fyrir aðra og hefur það leitt af sér verð- bólgu, sem er að verða mesta vandamál þjóðarinnar. En verð- bólgan skaðar þá sem sízt mega við því. Sæmundur Friðriksson sagði, að það ætti að mega skipta þjóð- artekjunum sanngjarnlega milli starfshópanna, alveg eins og hlutaskipti væru framkvæmd á bátunum, en æskilegast væri að slíkum hlutaskiptum á þjóðar- tekjunum yrði komið á með nánu samstarfi og samið fyrir ákveðið tímabil í einu. Að lokum færði hann ASÍ árnaðaróskir frá Stéttarsambandi bænda. Kveðja frá BSRB Baldur Möller, varaforseti B.S.B.R. flutti kveðjur frá þeim samtökum. Hann sagði, að samtök starfs- manna ríkis og bæja myndu halda sitt þing eftir nokkra daga og lét í ljósi von um, að bæði þessi þing mættu leita að þeim leiðum, sem sameina þau um hag hins íslenzka þjóðfélags, sem væri þeim öllum fyrir beztu. Kveffjur frá iffnnemum Gunnlaugur Gíslason flutti kveðjur frá Iðnnemasambandi Is- lands. Hann minnti á það í stuttu ávarpi, að barátta iðn- nema gengi illa þar sem þeir hefðu hvorki verkfallsrétt né samningsrétt, og kvað hann þá heita á ASÍ sér til stuðnings. Óskaði hann að vegur og gengi ASÍ mætti aukast. Kveffjur frá verzlunarmönnum Að lokum tók til máls Sverrir Hermannsson forseti Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna. Kvað hann landssamtök verzlun- armanna vera ung að árum og myndu á ýmsan hátt hafa gagn af að kynna sér sögu Alþýðusam bandsins á fyrstu skrefum sínum. Flutti hann ASÍ kveðj ur og árnaðar- óskir í þeirri von og trú að störf þess mættu vera til blessun- ar land og lýð. Forseti ASÍ lýsti því yfir, að hann hefði skipað í þrjár nefnd- ir, kjörbréfanefnd, dagskrár- nefnd og nefndanefnd eftirtalda menn: I kjörbréfanefnd: Snorri Jóns- son, Sigurður Stefánsson, og Jón Sigurðsson. í dagskrárnefnd: Björn Jóns- son, Ragnar Guðleifsson og Hannibal Valdimarsson. í nefndanefnd. Edvarð Sigurðs son, Tryggvi Helgason, Hálfdán Sveinsson, Garðar Jónsson og Hannbal Valdimarsson. Kjörbréf 320 fulltrúa samþykkt fyrir kvöldmat Því næst lýsti Hannibal yfir, að þegar í stað yrði gengið til kosninga á forseta þingsins. En jafnskjótt risu upp 2 meðlimir kjörbréfanefndarinnar, Snorri Jónsson og Jón Sigurðsson, og mótmæltu, þar sem enn væri ekki búið að samþykkja neitt kjörbréf og þingið því ekki búið að löggilda sjálft sig. Hannibal viðurkenndi að sér hefði orðið á í messunni og varð það úr að Snorri Jónsson framsögumaður kjörbréfanefndar skýrði heldur frá störfum hennar. Framsögumaður kjörbréfa- nefndar greindi frá því, að nefnd in hefði orðið sammála um kjör- bréf 316 fulltrúa, en kærur væru á nokkur félög og ekki væru komin kjörbréf nokkurra full- trúa, sem ekki væru komnir til bæjarins. Þingið samþykkti samhljóða kjörbréf þeirra 316 fulltrúa, sem enginn ágreiningur er um, og jafnframt samþykkti það inn- göngu fjögurra nýrra félaga: Flugfreyjufélags íslands, Verka- kvennafélagsins Orku á Raufar- höfn, Verkakvennafélag Prest- hólahrepps, Kópaskeri og Félag járniðnaðarmanna, ísafirði. Var innganga þessara félaga sam- þykkt í einu hljóði og sömuleiðis kjörbréf fjögurra fulltrúa þeirra. Var þá búið að samþykkja kjör- bréf 320 fulltrúa og var þá á- kveðið að fresta fundi, meðan þingfulltrúar snæddu kvöldverð. En kvöldfundur skyldi hefjast aftur klukkan 9. STAKSTEINAR , ,Lágmarksskily r ði verkalýðshreyfing- airinnar“ Fyrir réttum tveimur árum var háð 25. þing Alþýffusambands ís- lands hér í Reykjavík. Affalmál þingsins voru efnahagsmálin. Um þau gerði Alþýðusambandsþing m. a. svohljóðandi ályktun: „Þingið lýsir yfir því, aff viff affgerffir þær í efnahagsmálum, er nú standa fyrir dyrum er þaS algert lágmarksskilyrffi verka- lýffshreyfingarinnar, aff ekkert verffi gert, er hafi í för meff sér skerðingu á kaupmætti vinnu- larunanna og aff ekki komi tU mála að auknum kröfum útflutn- ingsframleiðslunnar verffi mætt meff nýjum álögum á alþýðuna* Þetta var kjarni stefnuyfirlýs- ingar síffasta þings Alþýffusam- bandsins um efnahagsmál. Allir vita hvernig vinstri stjórn in hefur framfylgt henni. Hún hefur lagt hvorki meira né minna en 11—1200 millj. kr. í nýjum sköttum og tollum „á al- þýffuna“. Hún hefur rýrt kaup- mátt launa stórkostlega. Undir forystu hennar hefur taumlausri dýrtíff og verffbólgu veriff steypt yfir þjóðina. Hermann biður um traust Á þessum rústum fyrirheita sinna stendur nú Hermann Jónas son og biður 26. þing Alþýðaisam. bands íslands um traust og stuffn ing viff stefnu sína og Hannibals. Enn sem fyrr segjast þessir herr- ar vilja hafa „samráff viff verka- lýffssamtökin“. En sem fyrr eru þeir alráðnir í aff hafa yfirlýsing- ar þeirra aff engu. f hinum stóra hópi fulltrúa á þingi Alþýffusam- bandsins nú eru áreiffanlega margir, sem hafa fullan skilning á nauðsyn ábyrgra og skynsam- legTa ráðstafana til viffreisnar fjárhag íslenzku þjóffarinnar. En þeir gera sér jafnframt Ijóst, aff Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson standa nú uppi gersam- lega úrræðalausir og ófærir um aff hafa forystu um lausn nokk- urs vanda. Þeir hafa hlaupiff frá öllum sínum glæstu loforffum um „varanleg úrræffi“. Hin taum- lausa verffbólga, dýrtíff og gengis felling er átakanlegur minnis- varffi yfir forystu þessara manna og samstarfsmanna þeirra í vinstri stjórninni. Togarakaupum hraðað Síffasta þing Alþýffusambands- ins gerffi einnig svohljóffandi yfir lýsingu um togarakaup: „Þingiff fagnar þeirri ákvörffun ríkisstjórnarinnar, aff kaupa inn í iandið 15 togara, en leggur jafn framt áherzlu á aff framkvæmd- um verffi hraffað svo sem frekast er kostur á“ Síffan þessi samþykkt var gerff er liffiff á þriðja ár. Enginn nýr togari er kominn til landsins samkvæmt fyrirheiti stjórnarinn ar. Ekkert lán hefur fengizt til togarakaupa og enginn samning- ur hefiur veriff gerffur um smíffi á hinum 15 fyrirheitnu togurum. Þaff hefur ekki einu siniti veriff samiff um smíði á einum einasta togara. Þannig hefur þá gengiff framkvæmdin á þessari sam- þykkt 25. þings Alþýffusambands ins. Alþýffusambandiff beindi þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar aff stuffningur viff íbúðabyggingar yrði aukinn. Ekki hefur það ver- iff gert. Þvert á móti hefur veriff dregiff úr lánastarfsemi til íbúða- bygginga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.