Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNBL AÐIÐ Miðvilíudagur 26. nðv. 1958 Einbýlishús mjög vandað, 2 hæðir og kjallari í Hlíðunum til sölu. Flatarmál 80 ferm. Á 1. hæð eru 2 stórar stofur, eldhús, ytri og innri forstofa og WC. Á efri hæð 4 herbergi og bað, en í kjallara 2 herbergi, geymslur, þurrkherbergi og þvottahús. Laust til íbúðar nú þegar. STEINN JÓNSSON, hdl. lögfræðiskrifstofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951. plastplötur á húsgögn, eldhúsborð, skólaborfi skrifborð, veitingaborð, verzlunardiska jafnhentugar fyrir rannsóknarstofur og sjúkrahús og alls staðar þar sem reinlæti og þokki fara sam- an. ★ Forðizt eftirlíkingar, nafnið er á hverri plötu. Umhoðsmenn: G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H.F. Grótagötu 7, sími 2-4250. Formica er skrásett vörumerki fyrir samsettar plastplötur framleiddar af Formica Ltd. MARKAÐURINN Laugaveg 89. Roald Amundsen: Siglingin til segulskautsins (Norðvesturleiðin ) í ágætri þýðingu Jónsar Rafnar læknis, eftir norksa heimskautafarann Roald Amundsen, segir frá mesta afreki í sjó- ferðasögu heimsins, er Amundsen sigldi á 47 smál. skútu „Gjöa“ norð- ur fyrir Ameríku, alla leið til Kyrrahafs. Bráðskemmtileg ferða- saga á sjó og landi um heimskautalöndin unaðs- legu. Oskabók ferðamanna, sjó- manna og allra vaskra drengja. Kvöldvöku-útgáfan h.f. Hlustað á útvarp SIGURÐUR Benediktsson hefur tvisvar, síðan ég gat hans síðast átt viðtal við menn í þættinum Viðtal vikunnar. í fyrri viku tal- aði hann við mann að nafni Hjör- leifur Jónsson. Kvaðst Hjörleif- ur hafa margt stundað, verið verzlunarmaður, vörubílstjóri, fisksali, heimspekingur, en ekki alltaf léð alvörunni eyrun, verið nokkuð laus á kostunum. Þó kvaðst hann vera alvörumaður, hafa haft unun af að hlusta á úti- samkomur Hjálpræðishersins og stúdera kveðskap Einars Bene- diktssonar. Ekkert fanust honum unaðslegra en hlusta á músik. Viku síðar talaði Sigurður Benediktsson við elzta son Guð- mundar skálds Friðjónssonar, Bjartmar. Sagði Bjartmar frá æskuheimili sínu á Sandi og var sá þáttur ágætur. Guðmundur á Sandi var stórgáfaður maður, nokkuð sérkennilegur. Ég, sem þetta rita þekkti hann vel, hann bjó eitt sinn hjá okkur nokkrar vikur og eftir það kom hann oft til okkar, er hann var hér á ferð. Á Sandi áttu þau hjónin 12 börn og eru tíu þeirra á lífi og, raunar, enn á bezta aldri. Þvert á móti því, sem oft hefur verið sagt og margir trúað, sagði Bjartmar, að efnahagur Guðm. skálds hafi jafmv verið heldur góður og hafi hann verið meðal betur stæðra bænda þar í sveit. Sandur er mikil og góð jörð, en nokkuð erfið (langt á engjar). Sandur er ekki í þjóðbraut nú, en gestkvæmt var þar þó oft. Komu þang- að margir merkir menn, að heimsækja skáldið. Kvaðst Bjartmar bezt muna eftir Þorsteini Erlingssyni og Guð- rúnu konu hans, Jóhanni Sig- urjónssyni, Stephani G. — Rit- störfum sinnti Guðm. Friðj. helzt er veður hamlaði útivinnu, ekki vakti hann um nætur við skriftir. Orti kvæði við vinnu sína og raul aði þá oft og skrifaði þau svo síðar. Sögur og ritgerðir skrifaði hann. Skrifaði mjög hart og bærði til varirnar er hann skrif- aði, eins og hann talaði orðin. Sjaldan skrifaði hann nema einu sinni sögur né annað, lét það nægja. Gekk hann oft um gólf í rökkrinu og raulaði fyrir munni sér. Hann mat samtíðarskáld sín mikils, einkum Stephan G. Step- hansson, Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson. Þórhall bisk- up dáði hann fyrir ritsnilld og gáfur. Margir héldu Gúðmund Friðjónsson vera trúleysingja, en því fór fjarri að svo væri. Hann hafði þar sínar skoðanir og per- sónulegu viðhorf. Konu átti hann bráðduglega og ágæta, er á allan hátt studdi skáldið og reyndi að bæta aðstöðu hans til ritstarfa. Nágranna kvað Bjartmar hafa verið góða og gott á milli manna þar í sveit. — Þetta viðtal þeirra Sigurðar og Bjartmars var fróð- legt og með því betra er útvarpið hefur flutt. ★ Guðmundur prófessor Thorodd- sen sagði í erindi sínu nú í vik- unni að hann teldí það mjög mis- ráðið og illt, að unglingar er stunda ljósmyndagerð gætu varla eða ekki fengið efni til þessa heimadundurs. Hann gat Veggdúkur amerískur veggdúkur á baðherbergi o.fl. nýkominn. J. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11. Vélatvistur hvítur og mislitur. Gisli Jónsson & Co. Ægisgötu 10. Fiskhjallaspírur Fiskhjallaspírur í góðu ásigkomulagi til sölu strax. Upplýsingar gefur Matthías Guðmundsson, Helga- felli við Fífuhvammsveg, sími 2 28 94. Ford Zodiac '58 nýr, óskráður til sölu. Bílasalan Klapparstíg 37 — Sími 19032. SENDIBÍLL árg. 7956 CHEVROLET 1 tonn, ekið um 20 þús. km. Ástand sérlega gott. Aðal Bílasalan Aðalstræti 16 — Sími 15-0-14. þess réttilega, að unglingum væri hollt og gott að fást við siíkt og að það væri mjög misráðið af yfirvöldum að leyfa ekki inn- flutning á efni, — einnig að tolla það svo hátt að lítt væri viðráð- anlegt nema fyrir auðmenn. — Væri rétt að yfirvöld athuguðu þessi orð hins mæta manns. ★ Spurt og spjallað, þáttur Sig- urðar Magnússonar var beztur á fimmtudaginn, sem hann heíur verið á þessum vetri. Með honum voru nú Þórunn Elfa Magnús- dóttir, skáldkona, Pétur Bene- diktsson, bankastjóri, Broddi Jó- hannesson sálfræðingur og Sig- urður Ólason, lögfræðingur. Kom það í ljós, að þetta var ágætlega skemmtilegt og vel samsett fund- arfólk — um gáfur þess og hæfi- leika vissu allir fyrirfram. Fyrst spurði Sig. Mag*. (en hann bar nú upp spurningar, er fólk hafði sent honum) hvort æskilegt væri að ísland eignaðist sjónvarps- stöð. Þórunn var á móti, aðrir kváðust ætla að ekkert lægi á slíkri stöð. Ég held að þetta sé alveg rétt athugað. Næsta spurn- ing: Teljið þér, að við eigum lands réttindi á Grænlandi? Hófst nú skemmtilegt og fróðlegt samtal um þetta merkilega mál, og komst nokkur hiti í umræðu rnar. Sig. Ólason taldi að fslendingar hefðu átt landsréttindi á Græn- landi og að illa hefði verið hald- ið á málstað okkar í því máli. Pétur Benediktsson sagði að við hefðum glatað rélti til Gra:n- lands. Norðmenn hefðu ekki hald ið fram sögulegum rétti til lands ins fyrir Haagdómstólnum 1933. Danir héldu fram lagalegum rétti til landsins. Þeir unnu málið. Sig. Ólason vill ekki sleppa tilkalli íslands til Grænlands, Danir og Norðmenn byggja sínar kröfur til landsins á því, að þeir, með hirðu leysi sínu, drápu niður íslendinga þá er landið byggðu, óbeinlínis. Þórunn Elfa kom með margar at- hyglisverðar athugasemdir um þetta mál. — Loks skar Sig. Magn. niður umræður um málið. — Þannig fer ætíð um þetta hita- mál, það er þaggað niður. Aðrar spurningar voru m. a. Dans, sem skyldunámsgrein í skólum. Nei, svöruðu menn, en danskennsla er góð, þó ekki sem skyldunáms- grein. Alveg rétt að kenna börn- um dans. — Haldið þið, að her- seta Bandaríkjamanna hafi haft áhrif á fólkið hér? (eitthvað á þessa leið var spurt). Sig. Ólason heldur ekki. Margra ára kúgun Dana gat hvorki spillt tungu vorri né þjóð- erni. P. Ben. telur áhrif lítil eða engin á málið frá Bandaríkjun- um. „Dægurlögin eru óskapleg. Byrjað á þessum andskota á morgnana líka“. Vel sagt! Þórur.n Elfa hrædd um að einhverra ó- hollra áhrifa gæti. Bendir á rit- verk eftir Elías Mar máli sír.u til stuðnings. Broddi hyggur að áhrifin séu vonum minni. Ein- hver hjá yngsta fólki. Þá var spurt um hvers vegna menn keyptu sorprit. Broddi Jóh.: Erf- itt að svara þessu. Sorprit verka á frumhneigðir manna og mönn- um þykir gaman að þeim. P. Ben.: Krakkar hafa gaman af þessu, alveg eins og menn hafa gaman af að skrifa ljótar lýsingar. Benti á kafla úr bókum Þórbergs og þó einkum, Laxness. — Svo var far- ið að skilgreina hvað sorprit væri og komst fólk út fyrir tilefni spurningarinnar. — Bók má kalla sorprit og ekki sorprit eftir því ó hvern hátt hún er lesin. — Þá var spurt um skoðun á yfirnátt- úrlegum lækningum (Hvað er yf- irnóttúrlegt?) Hvort menn vilji frekar trúa konu eða karli fyrir leyndarmálum (Allt undir atvik- um komið) og hvort tímabært sé að íslendingar vopnist. (Alveg sjálfsagt að hafa öflugt og vel vopnað lögreglulið í sjálfstæðu landi). Ég hef ekki rúm til að rita meira um þetta. Þessi þáttur var mjög skemmtilegur og fróðlegur. Þorsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.