Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 16
UUU U i U»VíVúuú 16 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. nóv. 1958 ogsk eftir Maud Ekeberg „Mér fellur reglulega illa að heyra, þegar starfsfólkið er óá- nægt með sjúkrahúsið", sagði Súsanna. „Við höfum vissulega nóg af aðfinnslum frá vandfýsn- um sjúklingum". Hún kinkaði vin gjarnlega kolli til hans og hvarf í áttina til deildar sinnar. Hún furðaði sig á því, að mað- nr eins og dyravörðurinn, skyldi yfirleitt gefa sig að skáldskap. — Hvenær hafði hún sjálf haft tíma til að fást við annað en starf sitt? Hún fann skyndilega, að hana langaði óstjórnlega til að eiga frí eitt kvöld og sitja í djúpum hæg- indastól með reglulega góða bók. En svo kom hún inn í litlu einka- skrifstofuna sína og gleymdi slík- um léttúðugum hugsunum. Það var í dag, sem hún átti að gera aðgerðina á Tómasi. Hún hafði daginn áður talað við svæfingarlækninn, Stíg Jons- son, hafði sagt honum frá sjúkl- ingnum og beðið hann að vera eins vingjarnlegur og unnt var við litla, móðurlausa drenginn, áður en svæfingin byrjaði. Hinn hold- ugi, glaðlyndi Jonsson læknir hafði kinkað kolli til samþykkis. „Op á framhólfaveggnum? Þá verð ég heldur að nota tubarin. Þú getur verið alveg róleg, ég skal vera vingjarnlegur við litla snáð- j ann. Ég skal koma honum til að vera jafnglaður og hann var á sínum tíma, þegar hann fékk að eitja á hné föður síns og leika sér að úrinu hans.-----Og ég skal svæfa hann svo, að hann hafi ekki hugmynd um neitt“. Súsanná var fegin því, að það var Jonsson Iæknir, se átti að evæfa, því hann kom á blessunar- legri kyrrð og ró kringum sig og hafði ágæt áhrif á flesta sjúkl- inga. Það var í rauninni alls ekki Htils virði, þar sem svæfingar- læknirinn var síðasti maðurinn, sem sjúklingurinn hafði samband við, áður en hann missti meðvit- undina. Tómas myndi ekki vera hræddur, hann myndi vera feg- inn að hafa hinn góða lækni, sem lék við hann, svo að hann gleymdi nærri því, hvar hann var. Leif Redell myndi lika verða figætur aðstoðarmaður. Súsanna var búin að reyna það við mörg tækifæri, hve skjótur og árvakur hann var meðan á aðgerðum stóð, alltaf reiðubúinn að taka til hend inni, þegar nauðsyn krafðist. Þau myndu geta verið hvort öðru til stuðnings, því ef hann skyldi finna lítið eitt til kvíða, — sem reyndar ekki var mikil hætta á — þá myndi það undir eins róa hann að vita, að hún var nálægt. Súsanna var sjálf ekki alveg laus við kvíða, meðan hún stóð og var að fara í sloppinn. Það var ekki svo mjög við aðgerðin-a, öllu fremur vegna þessa tækifæris, sem hún hafði fengið, og henni nú fyrst var fyllilega Ijóst, hve mjög var mikilvægt. Það var ekki algengt, að kvenlæknar fengju tækifæri til að gera slíkar skurð- aðgerðir, og margir karlmennirn- ir meðal stéttarsystkina hennar efuðust áreiðanlega um, að hún væri viðfangsefninu vaxin. Hún hafði að vísu talsverða reynslu, hafði gert margar aðgerðir og var fljót og handlagin — en samt sem áður. Hún fann snöggvast til svima við tilhugsunina um það, sem hún var að ráðast í, — en svo yppti hún öxlum og hristi af sér kvíðann. Hákansson prófessor var talinn hafa heilbrigða dóm- greind og hún vonaði, að honum hefði ekki heldur skjátlazt við þetta tækifæri. Þegar hún var komin að skurðarborðinu, þá var hún skurðlæknir og allt annað gleymdist. Hún var allt í einu alveg róleg. Hún gekk út í anddyrið og gaf hjúkrunarkonunni síðustu fyrir- mælin varðandi aðgerðina og fór síðan inn í röntgendeildina. Hún gat yfirleitt ekki hugsað um ann- að en það, sem hún átti að fram- kvæm-a næsta klukkutímann. — Hjúkrunarkona kom til að kalla á hana í símann, en hún bað um að hafa sig afsakaða. Hjúkrunar- konan sagði, að það væri Agréus málafærslumaður, og Súsanna bað han-a að skila kveðju og segja honum, að það ætti að framkvæma aðgerðina um 12-leytið og mála- færslumaðurinn mætti hringja, þegar klukkan væri þrjú. Sús-anna skildi það, að honum var órótt. Það var um líf litla drengsins hans að tefla, — en hvað vildi hann fá að vita fram yfir það, sem hún þegar hafði sagt honum? Hún gat auðvitað viðhaft orðatiltæki eins og það, að hún skyldi gera það, sem hún gæti, að hann skyldi ekki vera kvíðínn og að allt færi vonandi Skrifstofuhúsnœði til leigu í miðbænum. Upplýsingar í síma 19446. vel. Þar að auki langaði hana ekki til að tala við hann. Þótt þau hefði verið saman úti og talað sam an í einlægni, hafði hann verið undarlega stuttur í spuna, þegar hún t-alaði síðast við hann í síma. Hún skildi ekki, hver ástæðan gat verið...... Þegar klukkan var rúmlega ellefu var hringt frá s^urðstofu- deildinni og henni sagt"að sjúkl- ingurinn væri kominn og að Jons- son læknir væri byrjaður á svæf- ingunni. „Ég skal koma eftir stundar- fjórðung", svaraði Súsanna. „Er búið að láta Redell lækni vita?“ „Já, hann er á leiðinni hing- að“. „Það var ágætt! Hver er það annars, sem ég tala við?“ „Það er Magda Nilsson, lækn- ir!“ „Nú, jæja, mér fannst reyndar ég þekkja málróminn yðar. Gætið þess nú að brýna hnífana vel, ung frú Nilsson!" Skurðstofu-hjúkrunarkonan, — ungfrú Nilsson, — hóstaði lítið eitt við hinn endann. Hún var vön kaldranalegu spaugi, þar sem hún árum saman hafði hlustað á sam- töl læknanna, sem öðrum myndi hafa fundizt hörkuleg og tilfinn- ingalaus. En ungfrú Nilsson vissi, að þetta var eingöngu tækifærismál, nokkurs konar vörn gegn því, að finna of mikið til með einstökum sjúklingum. Enginn maður gat þolað það til lengdar að finna til og þjást.með hverjum sjúklingn- um eftir annan. En það var samt gott, að það voru eingöngu hjúkr- unarkonurnar, sem heyrðu þessi samtöl, hugsaði ungfrú Nilsson, því aðrir hefðu varla getað fellt sig við sérstöku tegund gaman- semi. Andartaki síðar stóðu Súsanna og Leif hvort við hliðina á öðru í þvottaherberginu, við hliðina á skurðstofunni. Þau voru búin að setja upp hvítu húfurnar og munnbindin og þau ræddust við lágt á meðan þau burstuðu hend- ur sínar mjög nákvæmlega. Gegn um stóru glerrúðuna fyrir fram- an sig gátu þau séð inn í skurð- stofuna, þar sem svæfingarlæknir inn var að svæfa hinn litla sjúkl- ing, sem lá hreyfingarlaus undir hinum hvítu lökum á skurðarborð inu. Hjúkrunarkonurnar flýttu sér fram og aftur og lagfærðu á verkfæraborðunum. Sterkir lamp ar lýstu upp miðsvæðið, skurð- stofuhjúkrunarkonuna með gljá- andi hnífa og skæri á glerborði við hliðina á sér, og svæfingartæk ið með plastik-hjálminum, en þar var gúmmíblaðra, sem þandist út og féll niður aftur með jöfnu millibili. Súsanna leit þangað inn öðru hvoru, en hlustaði annars á Leif, sem var að tala um Ijómandi gott leikrit, sem hann einmitt hafði horft á kvöldið áður. Súsanna lof- aði því meira að segja, samkvæmt eindregnum tilmælum hans, að hún skyldi fara og sjá leikritið. „Mér virðist þú vei-a að auka áhugamál þín“, sagði hún í gam- ansömum tón. „Þú hefur alveg á réttu að standa", svaraði Leif, og lét sér h'vergi bregða. „Ég skal segja þér, að Ingrid hefur svo sknambi mik- inn áhuga á bókmenntum og þess konar og hún ginnir mig með sér á allt mögulegt. 1 vikunni sem leið, fórum við meira að segja að hlusta á fyrirlestur um stjórnmál. Hvað segir þú um mig? Ég verð þó að segja það, að ég er hiss-a á því, hve mikið hægt er að læra hér og þar. Til allrar hamingju breyt- ist maður við og við og sér, að það er mál til komið að verða þroskaðri". Súsanna varpaði öndinni mæði- lega. „Þessi ást! Hún gerir í raun og veru kraftaverk. Ég vona, að þú verðir ekki svo þroskaður og breyttur, að ég geti alls ekki þekkt þig einn góðan veðurdag". „Heimskingi", svaraði Leif og var allt í einu orðinn sjálfum sér líkur aftur. „Þá erum við víst búin“, sagði Súsanna og gekk á undan honum inn í skurðstofuna, þar sem tvær hjúkrunarkonur hjálpuðu þeim í sloppana og færðu þau í hanzk- ana. Þau héldu uppi höndunum, til þess að koma ekki við neitt, og gengu að skurðarborðinu. Svæf ingarlæknirinn kinkaði kolli til Súsönnu. „Allt er í lagi“, sagði hann. — „Æðin er róleg og þáð er sjúkling urinn líka. Yður er óhætt að byrja“. Súsanna stóð öðru megin við borðið. Tómas lá á hægri hliðinni og sneri bakinu að henni og var brjóstsvæðið óhulið. Leif stóð hin um megin við borðið. Hin bláu augu'hans fylgdu henni yfir rönd- ina á munnbindinu og hann beið. Skurðstof uh j úkrunarkonan stóð reiðubúin með hnífinn, sem Sús- •anna átti að byrja á að nota. Sús- anna leit á andlit Tómasar. Hann dró andann rólega gegnum pip- una, augnahárin hvíldu hreyfing- arlaus niður á við að kinninni, andlitsliturinn var eðlilegur, — meira að segja hraustlegri en hann var venjulega. Með jöfnu milli'bili heyrðist hljóðið, þegar loftið fór fram og aftur gegnum pípurnar, sem lágu' að gúmmí- blöðrunni. Allt var tilbúið, það var mál að byrja. Súsanna rétti út höndina og hjúkrunarkonan lagði hnífinn fljótt í hana. Með litlum, stuttum hreyfingum gerði hún hinn langa skurð, yfir fimmta rifbeini, fyrir neðan herðablaðið og upp eftir, í stefnu að hnakkanum. Leif fylgdi henni viðbúinn með grisjuþurrku í annari hendi, en hina hafði hann á æðatöngunum. Með þeim lokaði hann æðunum sem fór að blæða úr. Hitinn undir hinum sterku lömpum kom út svitanum á enni læknanna, sem nú höfðu allan hug ann við skurðaðgerðina og tóku ekki eftir neinu öðru. v ið hlið þeirra vann skurðstofuhjúkrunar kon-an með hröðum og æfðum höndum, gat sér til um, hvað þeir þurftu að nota, hafði yfirlit yfir allt í stofunni og stjórnaði báðum hjúkrunarkonunum, sem aðstoð- uðu hana, með litlum hreyfingum, sem varla bar á. Við og við fór önnur þeirra og sótti verkfæri, a r í u ó 1) „SjáiS þið bara, Indíánar, Göngugarpur veit að ég segi . MUULÍeikaan. Þessar jurtir eru banvænar og hann notaði þær til að drepa kindurnar okkar.“ 2) „Haiu varð að láta spádóm- inn sinn rætast, eða missa áhrif sín að öðrum kosti.“ 3) „Stöðvið hann!“ hrépar einn indíáninn. sem ekki hafði verið rúm fyrir á sjálfu verkfæraborðinu. Frá sætinu sínu við höfðalag sjúklingsins stjórnaði svæfingar- læknirinn sínum hluta starfsins hafði auga með gúmmíblöðrunni, sem sýndi andardrátt sjúklings- ins og horfði einnig all-an tímann á andlit drengsins til þess að ganga úr skugga um, hvort það hefði stöðuigt hinn frísklega, ljós- rauða lit. Súsanna hélt aðgerðinni áfram stig af stigi, eftir settum regl- um, en Leif og skurðstofuhjúkr- unarkonan fylgdust nákvæmlega með því, sem hún gerði. Það varð að taka hluta af fimmta rifi. Þá kom hún inn að brjósthimnunni, skar á hana og beraði gollurs- husið, sem hreyfðist í takt við hjartaslögin. Leif hélt lunganu til hliðar með spaða og Súsanna skar á gollurshúsið, hélt áfram með hnífinn upp að hægra framhólfi og gerði skurð í það. „Finnur þú nokkuð?" heyrði hún að Leif spurði. Hvorugt þeirra gat séð neitt vegna blóðsins, en Súsanna gat þreifað sig áfram með fingri að veggnum milli framhólfanna. Það kom í Ijós, að það var rétt, sem hún hafði búizt við og komizt að raun um við undangengnar rannsóknir. Það var op á veggn- um, nærri tveir sentimetrar í 'þver mál. Hún gat komið fingri í það. Hún leit fljótlega á Leif og kinkaði kolli. „Það er enginn vafi lengur“, sagði hún. „Þr.ð ér op. — Ég er með fingurinn 1 því“. Það varð fullkomin ky^-i'ð and- artak. Það heyrðist í svæfingar- tækinu, gúmmíblaðran blés upp og féll saman, eins og hún hafði gert allan tímann, en Súsönnu var allt £ einu ljóst, að það var ekki allt með felldu. Hjartað fór að slá órð lega milli handa hennar, ekki mjög, en nóg til þess, að hún varð að gei’a við því. Hún lei’t á svæfingarlækninn, sem sat og horfði milli vonar og ótta á andlit drengsins, gúmmí- blöðruna og verkfæri sín. Allt í einu stóð hann upp o.g hin dökku augu hans mættu augum Súsönnu eitt augnablik. ailltvarpiö Miðvikudagur 26. nóvember. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna — tón- leikar af plötum. 18,30 Útvarps- saga barnanna: „Pabbi, mamma, börn og bíU“ eftir önnu Gath- Vestly; X. (Stefán Sigurðsson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir. Tónleikar. 20,30 Lestur fornrita: Mágus-saga jarls; V. (Andrés Björnsson). 20,55 íslenzk tónlist- arkynning: Verk eftir Steingrím Sigfússon. Dr. Páll ísólfsson leik- ur á orgel, Þuríður Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson syngja; Fritz Weisshappel leikur undir einsöngnum og býr þennan dag- skrárlið til flutnings. 21,25 Viðtal vikunnar (Sigurður Benedikts- son). 21,45 Islenzkt mál (Dr. Jak- ob Benediktsson). 22,10 Saga í leikformi: „Afsakið, skakkt núm- er“; V. — sögulok (Flosi Ólafs- son o. fl.). 22,45 Lög unga fólks- ins (Haukur Hauksson). 23,40 Dagskrárlok. Fimmludagur 27. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Á frívaktinni — sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,30 B'arnatími: Yngstu hlustendur (Gyða Ragnarsdðttir). 1C,50 Framburðarkennsla í frönsku. 19,05 Þingfréttir. — Tón leikar. 20,30 Erindi: Afbrotamál unglinga (Séra Jakob Jónsson). 20,55 Úr tónleikasal: Jussi Björ- ling syngur í Carnegie Hall £ Nfew York; Frederick Schauwecker leik ur undir á pianó (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Útnesjamenn"; XIV. (Séra Jón Thorarensen). 22,10 Kvöldsagan: „Föðurást" eftir Selmu Lagerlöf; XVIII. — sögulok (Þórunn Elfa Magnúsdótt ir rithöfundur). 22,30 Sinfóniskir tónleikar (plötur). 23,00 — Dag- •krártok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.