Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 20
36 ára gamall maöur horfinn með fjölmennustu félagsfundum, sem haldnir hafa verið hérlendis. Þar eiga að sitja nær 350 manns frá öllum landsins hornum. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Þing ASÍ sett i gær Kommúnistar sviku samkomu- lag um kjör þingforseta 26. þing Alþýðusambands íslands var sett í gærdag í íþrótta- húsi KR við Kaplaskjólsveg. Voru þar mættir um 340 fulltrúar frá um 160 félögum víðs vegar um landið. I gærdag hafði kjörbréfanefnd þó ekki afgreitt kjörbréf nema 325 fulltrúa frá 141 félagi. Var nokkur ágreiningur um kjörbréf nær 20 fulltrúa úr nokkrum félögum, og hafði kjörbréfanefnd ekki skilað áliti um þau. Þrátt fyrir það lét forseti sambandsins fram fara kosningu forseta og varaforseta þingsins. Forseti þess var kjörinn Björn Jónsson frá Akureyri, 1. varaforseti Óskar Hallgrímsson, rafvirki, Reykjavík, báðir kjörnir í einu hljóði, og 2. varaforseti Kristinn B. Gíslason, Stykkishólmi, með 5 atkv. meirihluta yfir Fáli Scheving frá Vestmannaeyjum. 'AÐSTANDENDUR Magnúsar Steindórssonar til heimilis að Teigi á Seltarnarnesi, hafa leit- að til rannsóknarlögreglunnar um aðstoð, en Magnús hefur ekki komið heim til sín frá því að hann fór til vinnu á föstudaginn var. í hádegisútvarpi I gærdag lýsti rannsóknarlögreglan eftir hinum horfna manni. Magnús Steindórsson hefur unnið í Sænska frystihúsinu og vann hann þar til um kl. 7 á föstudags kvöldið. Hann kom ekki heim þá um kvöldið, og síðan lítið spurzt til hans. Maður nokur taldi sig hafa séð hann niður við bílastöð Hreyfils um klukkan 10 á föstu- dagskvöldið. í gærdag var rann- Fræðslukvöld ÁNNAÐ KVÖLD kl. 20,30 flytur Svavar Pálsson, viðskiptafræð- ingur, erindi um skattamál í Val- höll við Suðurgötu. |Eldur í bát KLUKKAN 15,55 í gær hringdi drengur til slökkviliðsins og skýrði frá því ,að kviknað væri í báti hér á höfninni. Sagði dreng urinn jafnframt, að eldurinn væri það mikill, að hann treysti sér ekki til að slökkva hann. — Komu slökkviliðsmenn þegar á staðinn. Logaði þá í lúkar bátsins Sæ- feta, R-233, en eldurinn varð þó fljótt slökktur. Var báturinn ný- kominn að og hafði áhöfnin brugð ið sér í land rétt sem snöggvast, en á meðan varð eldurinn laus. Drengurinn, sem gerði slökkvi- liðinu aðvart, hafðj átt leið um bryggjuna. Skemmdir urðu ekki miklar á bátnum, sem er 22 tonn að stærð, eign Hilmars Halldórs- sonar o. fl. JÓHANN HAFSTEIN, alþingis- maður, kom síðdegis í gær flug- leiðis af þingmannafundi NATO- ríkanna í París, en ásamt honum voru á fundinum alþingismenn- irnir Benedikt Gröndal og Björg- vin Jónsson. Morgunblaðið hitti Jóhann Hafstein sem snöggvast að máli í gærkvöldi, og spurði hann helztu tíðinda að fundinum. Fjórði fundurinn Þetta var fjórði þingmanna- fundur NATO-ríkjanna, sagði Jóhann og hef ég átt sæti á þeim öllum. En fulltrúar á fundum jþessum hafa verið hátt á þriðja hundrað. Starfsaðferðir fund- anna hafa verið að mótast og meiri festa að skapast í þing- störfum. / Fundarstörfin • ' Aðallega er starfað í fjórum nefndum: pólitískri-, efnahags- mála-, hernaðarmála- og menn- ingar- og upplýsingamálanefnd. sóknarlögreglunflli tilkynnt frá manni nokkrum sem séð hafði Magnús, að hann hefði verið á Kalkofnsveginum, en við hann er Hreyfilsstöðin, um klukkan 10,30 á laugardagsmorguninn. Maðurinn taldi sig hafa séð vín á Magnúsi. Magnús Steindórsson er 36 ára að aldri. Er hann sást á laugar- dagsmorguninn var hann í græn- leitri úlpu, vinnubuxum og gúmmístígvélum. Það eru að sjálfsögðu eindregin tilmæli til þeirra er kynnu að hafa séð Magnús eftir klukkan 10,30 á laugardagsmorguninn, að þeir geri rannsóknarlögreglunni þeg- ar viðvart. Sigluf j arðar skar S enn fært SIGLUFIRÐI, 25. nóv. — Hér er alauð jörð upp í fjallatoppa og er nú verið að moka smáskafla, sem verið hafa á veginum upp í Siglufjarðarskarð. Er talið, að vegurinn verði fær öllum bílum í kvöld. Þrjátíu og sex menn vinna nú í fastavinnu hjá Tunnuverk- smiðju ríkisins og eru afköstin 500 til 600 tunnur á dag. Þessi vinna mun standa til vors og er áætlað að smíða um 80 þúsund tunnur eða svipað magn og í fyrra. Starfsemi tunnuverksmiðj- unnar hófst um miðjan þennan mánuð. Lítið er róið héðan, enda stirð tíð til sjávarins fyrir opna báta og tregur afli þegar gefur. • — Guðjón. Misjafn afli Kefla- víkurbáta KEFLAVÍK, 25. nóv. — Afli rek- netjabáta í dag var nokkuð mis- jafn. Hér lönduðu 18 bátar eitt þúsund tunnum. Með mestan afla voru þeir Huginn 130 tn., Von II 101 tn. og Heimir með 97. Allmargir bátar lögðu ekki net sín þar sem lóðning var mjög slæm. Bátarnir reru allir í dag. — Ingvar. Haldnir eru ítarlegir nefndar- fundir og allsherjarfundir á milli. Jafnframt hafa fram- kvæmdastjórar NATO og helztu herforingjar flutt fundinum skýrslur. Landhelgismálið á dagskrá Eins og kunnugt er þegar af fréttum, kom landhelgismálið á dagskrá og gerðum við Benedikt Gröndal báðir þar grein fyrir málstað íslendinga. Pólitíska nefndin hafði málið til meðferð- ar, en formaður hennar er öld- ungardeildarþingmaðurinn Estes Kefauer. Ég hef áður kynnzt öldundardeildarþingmanninum og nutum við góðs stuðnings hans. Jafnframt reyndum við að gera okkar ítrasta, í einkavið- ræðum við fjölda þingmanna, að kynna málstað okkar. Málstaður íslandt nýtur vax- andi skilnings, sagði Jóhann Haf- stein. Mönnum er mikið áhyggju Þingið hófst um kl. 5 síðdegis í gær með setningarræðu forseta sambandsins og með kveðjum fulltrúa bændasamtakanna, BSRB, Iðnnemasambandsins og efni sú harða deila, sem við höf- um lent í við Breta. Gerð var ályktun á fundinum, þar sem vikið er sérstaklega að þessu máli, og lögð áherzla á það, að áfram verði unnið að því innan NATO að leiða deiluna til lykta. Berlínardeilan bar og á góma og var gerð ályktun þar að lút- andi. Lögð var megináherzla á sameiningu Þýzkalands í fram- tíðinni. — Þingmannafundurinn lýsti áhyggjum sínum yfir ráða- gerðum Rússa varðandi Berlín, sem almenningur kannast við úr heimsfréttunum. 10 ára afmælis-ráðstefna Á fundinum var tekin endan- leg ákvörðun um að efna til sér- stakrar ráðstefnu í tilefni af 10 ára afmæli Norður-Atlantshafs- samningsins á næsta sumri, í Lundúnum, þar sem ekki aðeins þingmenn, heldur og aðrir fyrir- svarsmenn og fulltrúar NATO- ríkjanna komi saman. Jafnframt var ákveðið að næsti þingmanna fundur NATO-ríkjanna verði haldinn vestur í Washington í septembermánuði næsta ár. Landssambands verzlunarmanna. Er sagt frá þessum ræðum ann- ars staðar í blaðinu. Þá tók til máls Snorri Jónsson, framsögumaður kjörbréfanefnd- ar, og las upp kjörbréf 316 full- trúa, sem nefndin hafði orðið sammála um. Einnig bættust við fjórir fulltrúar nýrra félaga, er fengu inngöngu í sambandið eða samtals 320 fulltrúar. Á kvöldfundi sem hófst kl. 9,30 um kvöldið lýsti sami fram- sögumaður því yfir að kjörbréfa nefnd hefði orðið sammála um að samþykkja kjörbréf 5 fulltrúa til viðbótar og voru þá komnir 325 fulltrúar. Hins vegar var ágreiningur um kjörbréf fulltrúa frá eftir- töldum félögum, sem hafa um 20 fulltrúa: Félagi ísl. hljóm- listarmanna, Félagi rakara- sveina, Trésmiðafélagi Reykja víkur, Verkakvennafélaginu Snót í Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélagi Vatnsleysu- strandar, Verkalýðsfélaginu Afturelding á Hellissandi og Verkalýðsfélaginu Jökull í Ólafsvík. Þá lýsti Hannibal Valdimars- son, forseti ASÍ, því yfir að geng ið yrði til forsetákjörs, enda þótt kjörbréfanefnd hefði ekki skilað áliti um kjörbréf allra fulltrúa. Þó tók hann það skýrt fram, að ef einhver hreyfði mótmælum gegn þessu, myndi hann ekki treysta sér til að láta kosningu fara fram. Við þetta stóð upp Þorvaldur Ólafsson, einn af fulltrúum Iðju og sagði að með tilliti til yfirlýs- ingar Hannibals, vildi hann hreyfa mótmælum. En nú sneri Hannibal alveg við blaðinu. Þrátt fyrir þessi mót- mæli vildi hann nú láta kosn- ingu fara fram. Komu nú fram sameigin- legar tillögur um kosningu á forseta og tveimur varaforset- um þingsins, þannig að Börn Jónsson kommúnisti frá Ak- ureyri skyldi vera forseti, Óskar Hallgrímsson, Alþýðu- flokksmaður frá Reykjavík, 1. varaforseti og Páll Scheving Sjálfstæðismaður frá Vest- mannaeyjum, 2. varaforseti. Var samkomulag um þessar tillögur milli kommúnista, Al- þýðufloksmanna og Sjálf- stæðismanna, og þær voru bornar upp af Eðvarð Sigurðs syni, Jóni Sigurðssyni og Bergsteini Guðjónssyni. Þeir Björn Jónsson og Óskar Hallgrímsson urðu kjörnir mótatkvæðalaust, en þegar kom að því að kjósa skyldi 2. varaforseta sviku kommúnistar samkomulagið og bar Björgvin Sigurðsson á Stokkseyri upp tillögu um að Kristinn B. Gíslason frá Stykkishólmi yrði kosinn. Kom nú til atkvæðagreiðslu milli Páls Schevings og Krist- ins B. Gíslasonar. Kristinn B. Gíslason, sem kommúnistar og fylgismenn Hannibals studdu hlaut 152 at kvæði, en Páll Scheving hlaut 147 atkv. Auðir seðlar voru 18 og ógildir 2. _ Að lokum voru kjörnir ritarar: Árni Ágústsson, Sverrir Guð- mundsson, Haraldur Bogason og Jóhann Möller. Síðla kvölds las forseti ASÍ kafla úr prentaðri skýrslu um störf Miðstjórnar Alþýðusam- bandsins fyrir árin 1956—58, er fulltrúum hafði verið afhent. Önnur skjöl sem útbýtt var meðal fulltrúa í gær voru skýrsla frá milliþinganefnd í skipulags- og lagamálum um stefnuyfirlýs- ingu í skipulagsmálum verka- lýðshreyfingarinnar og bréf frá Félagsmálaráðuneytinu til ASÍ um að tekin verði 75 þús. kr. fjár veiting á fjárlög til að starf- rækja ráðningarmiðstöð. Málstaður íslands nýtur skiln- ings og samúðar innan NATO Stutt samtal v/ð Jóhann Hafstein cr/Jbm. sem kom af þingmannafundi Nato í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.