Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.11.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 26. nóv. 1958 MORCINBL ÁÐIÐ 9 Krisfmann Cuðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Líf í alheimi Eftir Kenneth W. Gatland og Derek D. Dempster. S. Sörenson þýddi. ER alheimurinn tilgangslaust grín, sem orðið hefur til út í blá- inn og á sér ekkert takmark? Eða hafa trúarbrögðin og hinir svonefndu spekingar eitthvað til síns máls? — í>eim sem brjóta heilann um slika hluti er bók þessi tilvalið lestrarefni. Nokkrar nýjar hækur Menningarsjóðs. ♦- Nýjar félagsbœkur Menningarsjóðs BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur enn sent á markaðinn álitlegt safn góðra bóka. Fyrir skömmu komu út hjá forlaginu þrjár merkar bækur: „Höfundur Njálu“ eftir Barða Guðmundsson, „Frá óbyggðum" eftir Pálma Hannes- son og „Þjóðhátíðin 1874“ eftir Brynleif Tobíasson. Voru þær allar aukabækur. Aukabækur og félagsbækur Sá háttur var tekinn upp í fyrra að félagsmönnum Bókaút- gáfu Menningarsjóðs var gefinn kostur á valfrelsi um sumar fé- lagsbókanna, aukabækurnar svo- nefndu. Fyrir árgjaldið, 150 krónur miðað við bækurnar óbundnar, en 250 krónur í bandi, fá félagsmenn að þessu sinni sex bækur. Fjórar þeirra ákveður útgáfan og nær valfrelsi ekki til þeirra. Eru þær þessar: Almanak Hins íslenzka þjóð- vinafélags fyrir árið 1959. Andvari, tímarit Hins íslenzka þjóðvinafélags. Hann flytur m.a. ævisögu Guðmundar Hannesson- ar prófessors eftir Niels Dungal. Þess má geta að þetta er síðasta heftið af Andvara í núverandi formi. Á næsta ári verður ritinu breytt þann veg, að það kemur út í þremur heftum, hvert hefti sex arkir, og verður þá í nokkru stærra broti. Vestur-Asía og Norður-Afríka eftir Ólaf Ólafsson kristniboða. Bókin er 18. bindið í bókaflokkn- um „Lönd og lýðir“ og hefur að geyma sögulegt og landfræðilegt yfirlit yfir eftirtalin ríki: Afgan- istan, íran, írak, Sýrland, Líban- on, Jórdaníu, Arabíu, ísrael, Egyptaland, Túnis, Alsír, Mar- okkó og Líbýu. Bókin er 272 bls. prýdd fjölda mynda. íslenzk ljóð 1944—1953, eftir 43 höfunda. í bókinni birtist úr kvæðum eldri og yngri Ijóð- skálda, sem gáfu út Ijóðabækur á fyrrgreindu timabili. Valið hafa annazt Gils Guðmundsson, Guðmundur G. Hagalín og Þór- arinn Guðnason. Farið var yfir ekki færri en 178 ljóðabækur eftir 137 höfunda frá þessu 10 ára tímabili, en aðeins 43 urðu fyrir valinu. Til greina komu ekki aðrir höfundar en þeir sem gáfu út ljóðabækur á árunum 1944—53, Bókin er 283 bls. Velja tvær þessara Til viðbótar framantöldum bókum er félagsmönnum gefinn kostur á að fá fyrir árgjald sitt samkvæmt eigin vali tvær eftir- talinna bóka: Tvennir tímar (Börn av tiden), skáldsaga eftir hinn heimskunna snilling Knut Hamsun í þýðingu Hannesar Sigfússonar. Bókin er 301 bls. Hestar, litmyndabók af ís- lenzkum hestum og islenzku landslagi. Þýzk kona, Helga Fietz, tók myndirnar, en dr. Broddi Jóhannesson samdi text- ann. Bókin er prentuð í Þýzka- landi og er prentunin með fádæm um góð og myndirnar snilldar- verk. Snæbjörn galti, söguleg skáld- saga eftir Sigurjón Jónsson rit- höfund, sem frægur er fyrir sögu legar skáldsögur sínar. Bókin er 260 bls. Eyjan góða, myndskreytt ferða bók frá Suðurhafseyjum eftir sænska ferðalanginn og rithöf- undinn Bengt Danielsson. Bókin er 285 lesmálssíður auk sérstakra myndasíðna. Jón Helgason þýddi. Undraheimur dýranna eftir Maurice Burton, alþýðlegt fræðslu- og skemmtirit um nátt- úrufræðileg efni. Dr. Broddi Jó- hannesson og Guðmundur Þor- láksson magister þýddu. Bók þessi kom út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs árið 1955 og var þá meðal aukabóka. Aukabóka félagsins verður getið síðar, en þær verða 11 tals- ins að þessu sinni, og fá félags- menn um og yfir 20% afslátt af útsöluverði þeirra. V erðlaunaskáldsaga Enda þótt Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs vinni nú að útgáfu margra rita, sem væntanlega sjá dagsins Ijós á næsta ári, þykir ekki tímabært að gera grein fyrir þeim á þessu stigi. Útgáfan viil þó nota þetta tækifæri til að minna á, að síðastliðið vor efndi hún til samkeppni meðal ís- lenzkra höfunda um skáldsögu, er væri ca. 12—20 arkir að stærð. Heitið var 75 þúsund króna verð- launum fyrir skáldsögu, er talin yrði verðlaunahæf. Frestur til að skila handritum í samkeppni þessa var eitt ár. Eiga handrit að hafa borizt Menntamálaráði fyrir 12. apríl 1959. Skulu þau merkt dulnefni eða öðru einkenni. Menntamála- ráð áskilur sér f.h. Bókaútgáfu Menningarsjóðs útgáfurétt á því Einnig áskilur Menntamálaráð sér rétt til að Ieita samninga við höfunda um útgáfu á fleiri skáld- sögum en þeirri, sem verðlaun hiýtur, ef ástæða þætti til. Leyfir Bókaútgáfa Menningar- sjóðs að ntinna á þessa sam- keppni nú, þar eð óðum styttist sá frestur, sem ákveðinn var. Ágæt karfaveiði HAFNARFIRÐI. — Júní kom af karfaveiðum í fyrrakvöld með fullfermi. Fékk togarinn aflann á Nýfundnalandsmiðum. — Ágúst kom í gær einnig með full- fermi. — Surprise kom af veiðum á föstudagskvöld og sigldi með aflann á Þýzka- lanásmarkað. Hinir togararnir eru nú á veiðum nema Bjarni riddari, sem er í slipp. Síldarbátarnir hafa fengið fremur lítið síðustu daga, enda ótið mikil. Var ágæt ufsaveiði hjá þeim í fyrradag. — G. E. Fékk 29 \imimga Keflavikurflugvelli, 24. nóv. SUNNUDAGINN 23. þ.m. tefldi Friðrik Ólafsson stórmeistari, fjöltefh í Keflavík. Teflt var á 32 borðum. Úrslit urðu þau, að stórmeistarinn hlaut 29 vinninga eða 90,6%, tapaði hann tveimur skákum og gerði tvö jafntefli. Þeir sem unnu skákir sínar við Friðrik voru Helgi Ólafsson sem er aðeins 15 ára gamall og Jón Tómasson. Jafntefli náðu þeir Hörður Jónsson og Pétur Öst- lund, en Pétur er 14 ára að aldri. Fjöldi áhorfenda var að fjöltefl- handriti, er verðlaun hlýtur, án ’ inu ,enda er skákáhugi mikill og þess að sérstök ritlaun komi til. I almennur í Keflavík. — BÞ. Hún heíst á kaflanum: Heim- ur í sköpun, þar sem fram er talið ýmisiegt ,sem vitað er með nokkurn veginn vissu um sól- kerfi okkar og geiminn um kring, en auk þess skýrt frá getgátum vísindamanna um margt það, sem ekki er vitað og örðugt er að kanna. Er þar lögð áherzla á það mikla samræmi sem ríkir í allri þeirri tilveru, er menn þekkja og bent á með góðum rökum hversu ólíklegt sé, að slíkt verði til af tilviljun. Annar kafli heitir Dög- un lifsins og fjallar um tilkomu lífsins á jörðinni. Er þessi kafli sérstaklega vel ritaður og fróð- legur, en þar er skýrt frá flóknum líffræðilegum staðreyndum á al- þýðlegan hátt, svo allir mega skilja. Þá er kafli, sem fjallar um aðr- ar jarðstjörnur sólkerfis okkar og tínt til flest, sem vitað er um þær. Er þar langt mál um Marz, en sá hnöttur þykir einna lík- legastur, þegar um það er að ræða hvort líf sé annars staðar í þessu sólkerfi en hér á jörðu. Hinn stækkandi alheimur heitir fjórði kaflinn. Þar er farið út fyrir sólkerfið og rætt um hinn mikla geim utan þess. Mikl- um fróðleik er þarna þjappað saman í læsilegt mál og skil- merkilega frásögn. Sagt er m.a. frá tilgátunni um hina síverð- andi sköpun, sem er einhver hin djarfasta og skemmtilegasta sem fram hefur komið. í fimmta kaflanum, sem nefn- ist: Út úr alheimstó*ninu, er fjallað um gerð efnisins og skýrt frá atómrannsóknum á mjög ljósan og skemmtilegan hátt. Mörgum reynist erfitt að átta sig á hvað atómið er í raun og veru, enda ekki auðvelt, því, eins og segir í bók þessari: „Atómið er hin mikla gáta. Það er ein- ingin, sem er efnisundirstaða al- heimsins hið „fasta“ og „áþreif- anlega". En i sjálfu sér er það óefnislegt, því að eindir hins „fasta“ efnis virðast ekki vera samsettar úr neinu áþreifanlegu í skynrænni merkingu. En þó er það svo að segja áþreifanleg stað reynd, að sérhver eind geymir í sér gífurlegt orkumagn, — orku, sem getur eins og vér vitum, byggt upp og valdið algerri eyð- ingu“. Ennfremur segir: „Atómin, sem byggja upp efnin í stólnum, sem Undirkjörstjórnarmennirnir fái eng- laun greidd fyrir störf sín in Mál út af greiðslu slíkra Sauna dœmt t Hœstarétti UNDIRK J ÖRSTJ ÓRNAR- MENN við alþingiskosningarnar 24. júní 1956, norður á Siglu- firði, hafa farið í prófmál við Siglufjarðarkaupstað út af því, hvort bæjarsjóði beri ekki að greiða þeim laun vegna starfa á kjördaginn. Kjörstjórnarmenn, sem voru sex að tölu, framseldu launa- kröfur sínar vegna þessa, Ar- manni Jakobssyni, hdl. á Siglu- firði. Er hann málsaðili á móti Siglufjarðarkaupstað. Alls eru það kr. 3,300,00 auk 6% vaxta, sem krafizt er í málinu. Þau urðu úrslit málsins í hér- aði að Ármann Jakobsson, hdl., vann málið. í forsendum dóms undirréttar segir m. a.: „Laga- ákvæðin um borgaraskyldu eiga fyrst og fremst að tryggja að góðir menn fáist til starfa, er almenningsþörf heimtar að unn- in séu, en yfirleitt ekki jafnframt að tryggja, að störf þessi séu aðalregla samkvæmt ísl. lögum, að störf, sem borgaraleg skylda er að vinna eru launuð ef starf- ið tekur nokkurn tíma að ráði, eða fylgi þeim einhver sérstök ábyrgð. Með tilliti til þessa“, segir í forsendum dómsins, „og þess að undirkjörstjórnarmönn- um hér, hafa verið greidd laun við kosningar 1952, 1953 og 1954 verður að telja þá eiga rétt til launa fyrir störf við kosningarn- ar 1956“. Hæstiréttur vildi ekki fallast á þennan dóm í undirrétti og sýknaði bæjarstjóra fyrir hönd bæjarsjóðs af öllum kröfum í málinu. I forsendum dómsins segir m. a. á þessa leið: „Áfrýjandi, bæjarstjórn Siglu- fjarðar, hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar og krafizt, aðal- lega að honum var dæmd sýkna en til vara, að honum verði dæmt að greiða stefnda kr. 1200.00 án vaxta. Loks krefst hann máls- kostnaðar úr -hendi stefnda eftir unnin án þóknunar. Virðist þaðmati Hæstaréttar. Stefndi, Ármann Jakobsson, krefst þess, að hinn áfrýjaði dóm ur verði staðfestur og að hon- um verði dæmdur málskostnaður úr hendi áfrýjanda fyrir Hæsta- rétti eftir mati Hæstaréttar. Um langan aldur hefur við- taka við nefnu til undirkjörstjórn arstarfa við kosningar til Alþing- is verið þegnkvöð, sbr. nú 12. gr. laga nr. 80 frá 1942. Lög hafa almennt kveðið á um greiðslu ýmiss kostnaðar af kosningunum, en látið þóknunar fyrir starfa undirkjörstjórnarmanna eigi get- ið. Þögn laganna um þóknun til undirkjörstjórnarmanna hefur verið skilin í framkvæmd þannig, að eigi væri um að tefla lögvarða kröfu til þóknunar fyrir starfann. Með skírskotun til þessarar lög- venju og svo til þess, að starfinn er eigi svo tímafrekur, að krafa til launa fyrir hann sé varin af 67. gr. stjórnarskrárinnar verða kröfur stefnda í málinu eigi til greina teknar. Eftir atvikum er rétt, að hvor aðilja beri sinn kostnað af málinu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. þú situr á, eru ekki „míkróskðp- iskar“ eða ósýnilegar efnisagnir heldur orka með óþekktri eðlis- sköpun. Það er staðreynd, að eft- ir því sem vér reynum að öðlast meiri þekkingu á atóminu eftir því verða leyndardómar þess fjarlægari. Því hefur verið lýst sem sólkerfi í smækkaðri mynd, að nokkrar neikvæðar rafeindir snúist kringum jákvæða raf- hleðslu, prótónukjarnan. En enginn hefur samt ennþá getað sagt oss hvað rafeind er“. Ma'rgt er öðruvísi en það sýn- ist og þessi „efnisheimur" okkar er hreint ekki allur þar, sem hann er séður. Ein af furð- um hans er tvíeðli ljóssins, en um það fjallar sjötti kafli bókar- innar. — Við höfum m.a. haldið að ljósgeislarnir færu beint „af augum“, frá einum stað til ann- ars, en það er nú eitthvað annað: þeir fara sem sé í bogalínu, já raunverulega í hring! Og hvað með tímann, er ekki hægt að, reiða sig á hann? Nei, segja vísindin, tíminn er afstætt hugtak og í rauninnni alls ekki til nema frá vissu sjónarmiði. Þetta höfðu heimspekingarnir uppgötvað fyrir þúsundum ára, og flest sem hinir fornu vitring- ar kenndu, er nú að sannast sem „vísindi", enda þótt grunnhyggn- ir efnishyggjumenn reyni að gera orð þeirra ómerk. Vísindin sjálf eru orðin harla hógvær. Mennta- hrokinn hefur orðið sér alvar- lega til skammar og bærir ekki lengur á sér hjá sönnum vísinda- manni. Hann stendur auðmjúkur frammi fyrir hinni mklu, óskilj- anlegu tilveru og játar smæð sína. „Jafnvel hinn mikli bygg- ingarmeistari afstæðiskenningar- innar, dr. Einstein, sem ekki hefði verið hægt að kalla trú- mann á venjulega vísu, fann til auðmýktar gagnvart ráðgátum tilverunnar, sem hann hafði glímt við alla sína löngu ævi, og við endamörk lífsbrautar sinn ar uppgötvaði hann andlegan veruleika. „Trú mín“, sagði hann, „er fólgin í auðmjúkri að- dáun og lotningu fyrir hinum óumræðilega mikla anda, sem birtist í þeim agnarsmáu brot- um, sem vér fáum skynjað jneð hinni veiku og máttlitlu hugsun vorri. Þessi gagntakandi tilfinn- ingalega sannfæring um nálægð æðri vitsmunamáttar, sem birt- ist í hinum óskiljanlega alheimi, er undirstaða hugmyndar minn- ar um Guð.“ Sjöundi kaflinn fjallar um gátu tímans, en sá áttundi um aðra heima. Er þar rætt um dulfræði- lega hluti, svo sem kraftaverk, þar á meðal undrin í Lourdes, en þar hafa jafnvel læknavísindin orðið að gera sér að góðu að viðurkenna „undralækningar“. Einnig er nefnt hið merkilega lyf mescalin, sem rithöfundur- inn Huxley hefur gert frægt, en fyrir áhrif þess er talið hægt að skynja dulin svið náttúrunnar. — Indverskir dulfræðingar drukku að fornu mjöð þann er þeir nefndu sómalög, og urðu fyrir líkum áhrifum; það er fátt nýtt undir sólinni. Um leitina að Guði og „síðasta frelsið" fjallar tíundi og ellefti kaflinn, en sá tólfti og síðasti heitir: Endir — eða upphaf? Er þar margt vel sagt og viturlega, og öll þessi litla bók fjarska. at- hyglisverð. Höfundar hennar eru nútímamenn og tala mál fólks- ins sem lifir og starfar í dag, þeir eru lausir við allar kreddur og því færir um að koma auga á sannleikann í hverju sem hann birtist, en auk þess er þeim einkar vel lagið að koma orðum að því, sem þeim býr í brjósti, þannig að hvert barn geti skilið. Bókin er vandþýdd, en S. Sör- enson hefur leyst starf sitt mjög sómasamlega af hendi. Utgáfan er vönduð og prýdd fjölda mynda til skýringar lesmálinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.