Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 6
6
MORCVNfíLAÐÍÐ
Sunnudagur 11. jan. 1959
Pétur Ottesen alþingismaður:
GóÖtemplarareglan
Islandi 75 ára
UM þessar mundir minnast fs-
lendingar merks atburðar, sem
gerðist hér á landi fyrir þremur
aldarfjórðungum, er bindindis-
starfsemin á grundvelli Góð-
templarareglunnar hóf hér inn-
reið sína.
Voru það áhugamenn um bind-
indismál á Akureyri, sem riðu
hér á vaðið með stofnun stúkunn
ar fsafoldar, 10. jan. 1884'.
Bindindisstarfsemin breiddist
tiltölulega ört út. Er talið, að á
þessu og næsta ári hafi að til-
hlutan og fyrir áeggjan stofn-
enda stúku þessarar verið stofn-
aðar ellefu stúkur víðsvegar um
land, þar á meðal stúkan Verð-
andi í Reykjavík, en hún var
fyrsta stúkan, sem þar reis á legg.
Tveimur árum síðar var Stórstúk-
an stofnuð, og með því að fullu
gengið frá að koma því skipulagi
á þessa starfsemi hér, sem Góð-
templarareglan er reist á um gjör
vallan heim.
Áður en Góðtemplarareglan
kom hér víð sögu, höfðu verið
stofnuð nokkur bindindisfélög
austan- og norðanlands. Frum-
herji þeirrar bindindissamtaka
var hinn mikli, ótrauði áhuga-
maður um þessi mál, séra Magnús
Jónsson, síðast prestur í Laufási, i
faðir Jóns Magnússonar, for-
sætisráðherra, ög þeirra systkina.
Nokkur bindindisfélög önnur
voru stofnuð í öðrum landshlut-
um á þessum árum. En lítið varð
úr því, að bindindisfélögunum
tækist að koma á sambandi sín á
milli, og varð starf þeirra því
lausara í reipunum en ella myndi.
Sá maður, sem vitað er um að
fyrstur fslendinga hafi hreyft því
að bannaður væri með öllu inn-
flutningur áfengra drykkja, var
Jón Árnason biskup í Skálholti
1722—43.
Ný félagsmálastarfsemi
Það orkaði ekki tvímælis, að
Góðtemplarastarfsemin, sem haf-
in var hér á landi árið 1884, er
langsamlega merkasti viðburður-
inn, sem skeð hafði á sviði félags-
mála með þjóð vorri til þess tíma.
Þess eru engin dæmi í sögu
þjóðar vorrar, að nokkru sinni
hafi jafnvel tekizt og giftusam-
lega að samstilla vilja og krafta
fólksins til þess að vinna að fram
gangi góðs málefnis, leiða fólkið
af braut drykkjuskaparóreglunn-
ar og stöðva áfengisflóðið. Þes'si
fagra og göfuga hugsjón fékk byr
undir báða vængi. En hér var við
ramman reip að draga. Drykkju-
tízkan var rótgróin með þjóðinni.
Allar stéttir þjóðfélagsins voru
gegnsýrðar af hóflausri vínnautn.
Fjöldi manna lá í flakandi sárum
með stórlega skert andlegt ög
líkamlegt heilbrigði af þessum
sökum. Örbirgð, úrræðaleysi og
siðspilling blasti hvarvetna við
sjónum manna.
En hið göfuga mannúðarstarf,
sem hér var hafið á vegum Góð-
templarareglunnar um allt land,
lét fljótt að sér kveða, og árang-
urinn varð brátt mikill og góður.
Hér skal ekki rakið í einstökum
atriðum, hvernig drykkjubölinu
var smátt og smátt af létt. Þar
rak hver atburðurinn annan til
útrýmingar áfenginu. Allt varð
undan að láta hinum sigursæla
vilja þess fólks, er fylkti sér und-
ir merki Góðtemplarareglunnar í
landinu. Segja má með fullum
sanni, að fyrsti aldarfjórðungur
Góðtemplarastarfseminnar hér á
landi hafi verið óslitin sigur-
braut göfugasta og bezta málefnis
ins, sem hlotið hefur nokkru
sinni hér brautargengi. Þessu
fyrsta aldarfjórðungstímabili
lauk með þeim stóra sigri, að
lögfest var á Alþingi 1909 aðflutn
ingsbann áfengra drykkja. En þá
hafði á undanförnum árum áunn-
izt sú takmörkun í áfengíssölu,
að áfengi var þá eingöngu selt í
9 af 70 verzlunum og hjá 3 veit-
ingamönnum af 92 í öllu landinu.
Mikill árangur. Setning bann-
laganna.
Það var nokkur aðdragandi að
Friðbjörn Steinsson
stofnandi ísafoldar nr. 1
því að aðflutningsbannið kæmi til
framkvæmda. í aðflutningsbanns-
lögunum var svo ákveðið, að heim
ilað var að flytja inn áfengi til
ársloka 1912, og leyfð var sala
áfengis til loka ársins 1914. Fyrsta
jan. 1915 tóku bannlögin fyrst
gildi í sinni raunverulegu mynd.
Þrátt fyrir það að mikill og
glæsilegur bindindissigur hefði
fallið oss í skaut fyrir starfsemi
Góðtemplarareglunnar áður en
bannlögin komu til framkvæmda,
þá gat það engum dulizt, hverj-
um straumhvörfum þau ollu í
þjóðlífi voru. Áfengið var þurrk-
að út og öllum slysum, óhamingju
og þjóðfélagsböli, sem af of-
drykkjunni hafði leitt í ótal mynd
um, var létt af þjóð vorri. Það eru
fyrir hendi opinberar skýrslur
um það, hver áhrif bannlögin
höfðu t. d. á fjárhagsafkomu
fjölda manna í Reykjavík, sem
áður höfðu verið á sveitarfram-
færi þar vegna áfengisnautnar
framfærslumanns, en nú sáu sér
og sínum farborða. Ennfremur
hverri breytingu þetta olli í
Reykjavík við lögskráningu á
skipin og umgengnisháttum
manna á lokadaginn þar í bæ.
Þótt breytingin væri bersýnileg-
ust í fjölmenninu, gætti hennar
og hvarvetna annars staðar. Þann
ig var þetta meðan vér bjuggum
að bannlögunum eins og upphaf-
lega var frá þeim gengið, þótt
betur hefði mátt vera. En hér
um má segja, að Adam var ekki
Asgeir Sigurðsson
stofnandi ísafoldar nr. 1
lengi í Paradís. Setning bannlag-
anna hafði sætt harðvítugri and-
stöðu. Þeir óhappamenn, er risið
höfou gegn lögunum og vildu þau
fyrir hvern mun feig, færðust
brátt í aukana og neyttu allra
bragða til þess að skjóta inn í þau
fleygum, er verulega drógu úr
gildi þeirra, með því að opna
leiðir til misnotkunar á þeim. Var
allt þetta með ráðum gjört og þar
að settu marki stefnt. Því miður
fengu þessi skemmdaröfl það
brautargengi á stundum á
Alþingi, að óhappaverkið var
unnið. Má í því sambandi
nefna lækna- og konsúla-
brennivínið svonefnda. Eftir
að vér höfðum búið að bannlög-
unum í sjö ár, fengu andstæðing-
ar þeirrar sterkan liðsmann til
skemmda og niðurrifs þessarar
löggjafar. Spánverjar, sem voru
um þessar mundir aðalkaupendur
að íslenzkum saltfiski, gerðu þá
kröfu til íslendinga, að þeir gætu
valið um það tvennt, að afnema
aðílutningsbann á áfengi eða að
Spánverjar tvöfölduðu toll á fisk-
inum, sem var sama og loka fyrir
sölu á honum þar. Þar sem ekki
var í annað hús að venda þá með
sölu á þessari aðalútflutningsvöru
íslendinga, var Spánverjum það
léttur leikur að kúga oss til undan
halds, og niðurstaðan varð sú, að
samið var um kaup ákveðins
magns Spánarvína árlega, og
bannlögunum breytt í samræmi
við það. Var þetta til viðbótar
því, er áður hafði skeð til óþurft-
ar bannlögunum mikið reiðarslag
fyrir framkvæmd bannhugsjónar-
innar. En þrátt fyrir öll þessi
óhöpp var þó enn allveruleg vörn
í bannlögunum gegn vínnautn-
inni, þar sem bannaður var að
mestu innflutningur hinna sterku
drykkja. Var því áhorfslaust rétt
og sjálfsagt að nota til varnar
voðanum þau slitur, sem enn voru
eftir af bannlögunum, í von um
að hér gæti, áður en langt um
Brynleifur Tobiasson, áfengis-
varnárráðunautur
úr
skrifar
dagBega iiíinu
Sjoppurekstur
í héraðsskólum.
FORELDRAR í Reykjavík, sem
eiga son í héraðsskóla uppi
í sveit, skýra svo frá:
— Þegar sonur okkur kom til
bæjarins í jólafríinu hafði hann
þá sögu að segja, að maður ná-
tengdur héraðsskólanum, hefði
opnað sælgætis og tóbakssjoppu
í kjallara skólans. Hefur hann
þar herbergi, þar sem hann geym
ir birgðir af sælgæti og tóbaki.
Sækja nemendurnir mjög og í
vaxandi mæli í þessa sjoppu, sem
er opin öllum stundum.
Slíkur sjoppurekstur innan
veggja héraðsskóla virðist okk-
ur foreldrunum óeðlilegur. Það
leiðir bæði til aukinnar peninga-
eyðsiu nemendanna, og óhollrar
sælgætisneyzlu ásamt því, að ung
lingarnir leiðast miklu frekar til
tóbaksneyzlu stundum svo í ó-
hóflegum mæli er.
Við höfum rætt um þetta við
kennara hér í bæ og aðra menn,
sem starfa að uppeldi æskunnar
og láta þeir í ljósi furðu sína
yfir þessu fyrirkomulagi.
Nú langar okkur til að vita,
hvort við foreldrarnir megum
ekki krefjast þess að vera lausir
við slíkt fargan í háraðsskólun-
um, sem við sendum börnin okk-
Slysið mikla.
Velvakanda hefur borizt eftir-
farandi bréf:
MANNA á milli er eðlilega fjöl-
rætt um slysið mikla í Vaðla
heiði á dögunum. Ég hefi heyrt
bæði leika og lærða ræða um það,
og koma eðlilega fram ýmis sjón-
armið varðandi tildrög slyssins.
En einna athyglisverðast þótti
mér, er ég heyrði fluglærðan
mann segja, að í þessu tilfelli,
hafi flugumferðarstjórnin ekki
möguleika til neinna afskipta af
flugi hinnar litlu flugvélar, þar
eð flugvöllurinn hafi verið op-
inn þá, er hún lagði upp. Slíkt
sé regla í öllum löndum, að flug-
umferðarstjórnin geti ekki bann
að flug neinna flugvéla, svo
fremi sem flugvöllurinn sem flug
vélin er stödd á, sé opinn. Flug-
umferðarstjórninni komi það
hreint ekkert við, þó á næsta
leiti sé tvísýnt eða ófært flug-
veður.
Nú er það svo, að yfirstjórn
flugmálanna hér lætur fram-
kvæma rannsóknir á flugslysum.
Þess hefur þó ekki orðið vart að
niðurstöður þeirra rannsókna
hafi verið kunngerðar almenn-
ingi, heldur ekki kunngert hvort
eitt eða annað flugslys hafi gefið
tilefni til endurskoðunar á flug-
reglum hér. Því ef marka má orð
hins fluglærða manns, þá virð-
ast sömu reglur gilda um flug
og starfssvið flugumferðarstjórna
hér norður á mörkum hins byggi
lega heims og suður á sólbökuð
um flugvöllum í Kaliforníu, en
hver heilvitamaður sér að slíkt
er ekki sambærilegt, a. m. k. ekki
hvað viðvíkur flugi smávéla í
skammdegi norðursins, þegar
allra veðra er von.
Eins og rannsóknarlögreglan
skýrir blöðunum ýtarlega frá nið-
urstöðum rannsókna ýmissa mála,
er almenning varðar, þá er þess
að vænta, að yfirstjórn flugmál-
anna hér, geri almenningi einnig
grein fyrir niðurstöðum sínum af
rannsóknum þessa flugslyss, og
hvort í ljós hefir komið að nauð
synlegt væri t. d. að setja að ein
hverju leyti strangari ákvæði um
farþegaflutninga með smáflug-
vélum að vetri til. —Sv. Þ.
liði, orðið bót á ráðin. En þetta
áfall varð vatn á myllu andbann-
inga og greiddi þeim götu að því
að afflytja og gagnrýna fram-
kvæmd laganna, svo að að því
dró, að þau voru afnumin á Al-
þingi að undangenginni atkvæða-
greiðslu, er leiddi í ljós, að npkk-
ur meiri hluti fékkst fyrir“því,
að svo skyldi gert. Var það
Reykjavík, sem lagði meiri hlut-
ann til og raunverulega felldi
bannið. Má segja, að það fyrir-
bæri væri kaldhæðni örlaganna,
því að mests gagns hafði hún af
því notið.
Bandalögin felld úr gildi. Nýtt
vínflóð
Árið 1935, brennivínsárið mikla,
gekk í garð. Fyrsta febr. hófst
sala brennivíns og annarra
sterkra drykkja í vínbúðum rík-
isins. Þröng var mikil í biðsal
dauðans. Þann dag og næsta til
hádegis, á þrettán klukkustund-
um, var selt í Reykjavík einni vín
fyrir 40 þús. krónur. Það þótti
mikið þá, þótt smáræði sé saman-
borið við þau firn og ósköp, er
nú setja svip sinn á þá daglegu
viðburði, sem eru að ske á vett-
vangi vínsölufargansins.
Tvo síðustu daga þessa árs var
selt í vínbúðum ríkisins í Reykja-
vík vín fyrir 3 millj. króna, þar
af á þremur klukkutimum á
gamlaársdag fyrir eina milljón og
sjö hundruð þúsund.
Með aðflutningsbannslögunum
hafði Góðtemplarareglan á ís-
landi og stuðningslið hennar lagt
upp í hendurnar á þjóð vorri
sterkar varnarráðstafanir gegn
drykkjuskaparbölinu. — Þessar
varnarráðstafanir voru svo traust
ar, að á meðan bannlögin bjuggu
að fyrstu gerð, var drykkjuskapar
óreglunni byggt út í landi voru.
Og þannig gat þetta orðið til
frambúðar, ef óhamingju íslands
hefði ekki orðið allt að vopni í
þessu máli. Það fékkst full
reynsla fyrir þvi, að með skyn-
samlegum bannlögum og traustri
og einbeittri löggæzlu var í lófa
lagið að vernda þjóðina frá því
böli og óhamingju, sem drykkju-
skapnum fylgir.
Sr. Kristinn Stefánsson
áfengisvarnarráðunautur
Það er eingöngu að kenna þeim
skemmdarverkum, sem unnin
voru á þessari löggjöf, og þrótt-
og úthaldsleysi við hagnýtingu
hennar, að þessi varnarmúr var
brotinn niður að grunni.
Reynsla þess tveggja áratuga
tímabils, sem bannlögin voru hér
í gildi, staðfestir skýrt og ótví-
rætt, að þessi dómur er réttur.
Það má að sjálfsögðu halda því
fram, að Góðtemplarareglan á ís-
landi hafi beðið mikinn ósigur
við það, að svona fór, og af því sé
ekki árangurinn af starfi hennar
á þessu tímabili nema svipur hjá
sjón, samanborið við það, sem var
Framh. á bls. 15