Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. jan. 1959 J*á umgengst Dick ekki starfsfólk •itt, hvað þá að hann leggi það í ▼ana sinn að bjóða því til „Santa Maria“.“ „Ég hef líka furðað mig á því að hr. Morrison skyldi bjóða mér þangað“, sagði Helen og lagði sér- staka á-herzlu á „hr. Morrison", eins og til að gefa til kynna að gælunafnið „Dick“ hefði algerlega farið fram hjá henni. Helen skildi þegar að Ruth ætl- aðist til þess að hún segði nán- ar frá viðskiptum hennar og Morrisons og fyrstu kynnum þeirra. En hún tók þana kost að segja ekki neitt. „Eruð þér búin að senda frá- sagnir yðar af ræðunni sem ég hélt í gær?“ Ruth Ryan taiaði við Helenu, eins og hún væri undir hennar stjóm. „Að sjálfsögðu, ungfrú Ryan“, svaraði Helen kurteislega. Svo varð aftur þögn. Kvöldrökkrið hafði lagzt yfir Kyrrahafið. Hin risavöxnu furu- tré mynduðu þétt laufþak fyrir ofan bifreiðina, eins og tröllslegir sveppir með risavöxnum höttum. Stórir, svartir fuglar, sem Helen hafði aldrei fyrr séð, hnituðu hringa yfir klettóttri ströndinni. „Eruð þér ógift?" spurði þing- konan skyndilega. ,,Já“_ svaraði Helen stuttlega. Svo varð þögn að nýju. Bifreiðin ók nú af Strandgöt- unni, beygði til vinstri og rann hljóðlaust eftir breiðum einkavegi, sem Iá upp bratta hlíð. Skömmu síðar ók hún inn í gegnum hátt, skrautlegt steinhlið, meðfram v-arðhúsi sem vegna stærðar sinn- ar hefði vel getað verið lystihús einhvers auðugs borgara. „Taylor gamli virðist vera sof- andi“, sagði Ruth og benti á hús- ið. Hún vildi sýna hversu mjög hún var kunnug á þessum slóð- um. 1 næstum fimmtán mínútur brunaði bifreiðin yfir ei dalausa akra. 1 bjarmanum frá bogaljós- lömpunum sem iýstu upp hinn breiða einkaveg, virtust þeir gul- ir á litinn. Þá kom >;Santa Maria“ skyndiiega í Ijós. Og aftur var ek- ið í gegnum hátt steinhlið. Bifreiðin nam staðar. Þrír eða fjórir einkennisbúnir þjónar — sem í silfur-gráu einkennisfötun- um og með „M“ á jakkakrögunum minntu Helen á lyftustjórann í blaðahöllinni — þustu út til að taka á móti gestunum. Helen hafði aldrei séð annan eins undraheim áður, ekki einu sinni í draumi. Jafnvel draumarn ir höfðu sín takmörk. Betlarann dreymdi um tveggja herbergja íbúð. Smáborgarann dreymdi um lystihús. Lystihússeigandann dreymdi e. t. v. um hamingju. — iStúlkuna frá Springfield hafði dreymt djarfa drauma. Þá tók „Santa Maria' langt fram öllum draumum hennar. Henni virtist „Santa Maria“ stærri en skýja- kljúfur Morrison-blaðanna í New York. Hér voru salir sem voru nákvæmar eftirmyndir salanna í keisarahöllunum í Versailles, Fontainebleau, Potsdam og Schön- brunn. Bókasafnið með barok-súl- unum og svífandi barok-englum, minnti á eitthvert evrópskt klaust- ui'-bókasafn. sem Helen hafði séð mynd af í bók. I nokkrum herbergj um þöktu dýrmæt málverk, eftir heimsfræga meistara, alla veggi. Hanastélin voru borin fram í tiltölulega litlum rokoko-sal. Þeg- ar þær Ruth og Helen komu inn í salinn spruttu hálf tylft smok- ingklæddra manna upp úr hæg- indastólunum. Bersýnilega hafði aðeins karlmönnum verið boðið. konunni, án þess að hún veitti því athygli. Helen fékk brátt að vita að einn af mönnunum var aðalritstjóri við Morrison-dagblað í San Fans- isko. Annar var útgefandi Morri- son-fréttaritsins „Today". Þriðji maðurinn var áhrifamikill, kali- forniskur stjómmálamaður. — Sá fjórði bankastjóri. Kvikmyndajöf- ur hinn fimmti og sá sjötti og síð- asti var forstjóri Morrison-út- varpsstöðvarinnar KBC í Los Angeles. Allir þóttust mennimir hafa lesið hverja einustu fréttagrein Helen. Hin kalifomiska kosninga- herför þingkonunnar var naumast nefnd á nafn. Með hverri mínút- unni sem leið varð andlit hennar harðara á svip og ellilegra. ,,Við amerísku konurnar erum undarleg ur kynflokkur", hugsaði Helen með sér. — „Til þrítugs lítum við út fyrir að vera tvítugar, til fertugs eins og þrítugar og eftir fertugt gætum við a. m. k. verið fimmtugar“. Hún ákvað að líta aldrei út fyrir að vera fimmtug. Brátt var farið að ræða um Þýzkaland við borðið. Þegar röð- in var komin að kaffinu og þjón- arnir gengu um með líkörsflösk- urnar, ein-, og í fínustu veitinga- sölum, voru umræðurnar farnar að hitna. „Við skulum heyi-a hvað ungfrú Cuttler segir“, sagði húsbóndinnt sem trónaði eins og sköllótt, ind- verskt skurðgoð í hægindastólnum sínum. — „Ungfrú Cuttler er svarinn andstæðingur Morgenthau áætlunarinnar". Allra augu beindust að Helen. „Hvernig eru röksemdimar, sem Ruth Ryan sat við hægri hlið Morrisons, en Helen honum til vinstri handar.. Morrison gekk til móts við kon- urnar, jafnskjótt og þjónninn hafði tilkynnt komu þeirra. „Það gleður mig innilega að sjá yður, kæra ungfrú Ryan“, sagði Morrison. Því næst rétti hann Hel- en höndina: — „Veikomin til Santa Maria, ungfrú Cuttler". Helen roðnaði. Morrison brosti. Hann vissi ekki að hún hafði roðn að vegna þess að hún blygðaðist sín fyrir Ruth sem böðullinn hafði ávarpað t,ungfrú Ryan“. Hún myndi áreiðanlega ekki kalla hann „Dick“. Jafnvel áður en gengið var til borðs vissi Helen það af einhverri ólýsanlegri eðlisávísun, að kvöldið myndi ekki líða atburðalaust. Allir karlmennirnir helguðu henni svo óskipta athygli sína, að slíkt gat ekki farið fram hjá þing- eftir Helen Cuttler, sem var ámóta ósennilegt og sú fullyrðing Ruth Ryan, að hún hefði ekki les- ið eina einustu grein hennar. Kvöldverðurinn var framreiddur í einum af hinum litlu borðsölumt hinu svokallaða , Herbergi Skóg- arhöggsmannsins", sem var ná- kvæm eftirlíking af vistarverum kanadiskra skógarhöggsmanna. Ruth Ryan sat við hægri hlið Morrisons, en Helen honum til vinstri handar. Á borðum voru skjaldbökusúpa, steik með hvers konar áskurði, salat, Crépe-Su- sette. Fyrst var byrjað á einum „Berncastler Doctor“, þar næst kom röðin að t,MouIin-a-vent“ og að lokum var svo drukkið „Lan- son“-kampavin frá árinu 1929. Meðan setið var undir borðum talaði Morrison nær eingöngu við þér byggið skoðun yðar á?“ spurði bankastjórinn. Hann var meira en helmingi eldri en Helen. „í fyrsta lagi, þá er áætlunin óraunsæ“t byrjaðí hún hikandi. — „Við getúm ekki gert stóra þjóð, eins og þýzku þjóðina, að bænda- þjóð. Eftir sjö ár verða Þjóðverj- ar búnir að rétta við aftur. Með okkur eða móti okkur“. „Eigið þér ekki við það, að þeir muni þá við fyrsta tækifæri fara í stríð aftur?“ spurði aðalritstjór- inn. „Ég er hrædd um“, svaraði Hel- en — t,að við séum í þann veginn að endurtaka sögulega yfirsjón svo margra þjóða. Ef svo kann að fara, að þriðja heimsstyrjöldin verði, þá verðum við að hefja hana við Sovét-Rússland. Stefna okkar í dag mun hins vegar ráða a r L / u 6 1) Andi er of þungur, til að geta stokkið yfir þessar háu grindur. 2) En ekki líður á löngu áður en stóru framlappirnar á honum, sem eru næstum eins stórar og mannshendur, eru teknar til starfa. úrslitum um það, hvort Þjóðverj- ar verða þá með okkur eða í banda lagi við Rússa“. Nú gat Ruth ekki haft stjóra á sér Iengur. „Þjóðverjar með okkur“, hróp- aði hún. — „Þér virðist hafa ver- ið helzt til lengi í Þýzkalandi, ung frú góð“. Helen hikaði. Aftur reyndi hún það sama o» í skrifstofu gamla Biils fyrir ofan gflUtvarpiö Sunnudagur 11. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Laugarneskirkju (Prestur: Séra Árelíus Níelsson. Organleikari: Helgi Þorláksson). 13,15 Erindi: Hnignun og hrun Rómaveldis; II: Rómarí'ki og grannar þess (Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur). 14,00 Hljóm- plötuklúbburinn (Gunnar Guð- mundsson). 15,30 Kaffitíminn. — 16.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur. Stjórnandi: Hans Anto- litsch. Einleikari á píanó: Gísll Magnússon. 17,00 Sönglög frá Ítalíu (plötur). 17,30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson kennari). 18.30 Frá tónleikum sovézkra lista manna í Þjóðleikhúsinu í sept. s.l. 20,20 Á dögum Herodesar; sam- felld dagskrá: a) Ásmundur Ei- ríksson flytur erindi: Gestaboð konungsins. b) Ólafur Jóhannsson og Svava Kjartansdóttir lesa kvæði. c) Kvartett Fíladelfíusafn- aðarins syngur. 21,10 Gamlir kunn ingjar: Þorsteinn Hannesson óperusöngvari spjallar við hlust- endur og leikur hljómplötur. 22t05 Danslög (plötur). 23,30 Dagskrárl. Mánudngur 12. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Hugleiðing- ar um nokkur atriði landbúnaðar ins 1958 (Steingrímur Steinþórs- son búnaðarmálastjóri). 18,30 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson kennari). 18,50 Fisiki- mál: Við upphaf vetrarvertíðar (Sverrir Júlíusson formaður Landssambands ísl. útvegsmanna). 19,05 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Einsöngur: Sigurður Björn* son syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 20,50 Um daginn og veginn (Séra Gunnar Árnason). 21,10 Tónleikar (plöt- ur). 21,30 Útvarpssagan: ,tÚt- nesjamenn"; XXIII. (Séra Jón Thorarensen). 22,10 Úr beimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22,30 Kammertónlei'kar, flutt af segul- böndum). 23,10 Dagskrái'lok. Þriðjudagur 13. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Barnatími: Ömmusögur. —■ 18,50 Framburðarkennsla í esper anto. 19,05 Þingfréttir. — Tónleik ar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20t35 Erindi: Þrír afreksmenn (Jónas Jónsson fyrrum ráðherra). 21,00 Erindi með tónleikum: Baldur Andrésson talar um íslenzk tón- skáld; I: Pétur Guðjohnsen. — 21.30 Iþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 21,45 Tónleikar. 22,10 Upp- lestur: Jón Aðils leikari les smá- sögu. 22,30 íslenz'kar danshljóm- sveitir: K.K.-sextettinn Ieikur. —. Söngfólk: Elly Vilhjálms og Ragn ar Bjamason. 23,00 Dagskrárlok. . -0 0 » 0 HASKOLANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.