Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ
NA-goIa, léltskýjað
frost 8—12 stig
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13
8. tbl. — Sunnudagur 11. janúar 1959
Eldur í frystihúsi
Jupiters og Marz í gœr
Um eldsupptök var ekkj vitað í gœrkv'öldi
í GÆRKVÖLDI kom upp eldur
í hinu mikla frystihúsi Júpiters
og Marz hf. við Kirkjusand. Þeg-
ar þetta er skrifað, er blaðið var
fullbúið til prentunar, var
slökkvistarfinu sjálfu að mestu
lokið, að því er talið var.
Eldurinn kom upp í útbygg-
ingu frá aðalhúsi frystihússins,
og eru í þessari álmu ísklefar,
sem nota á til geymslu á ís fyrir
togara félagsins. Nú var þar fryst
ur fiskur til geymslu. Yfir geymsl
unni eru frystivélarnar. Er álma
þessi allmikið hús.
Þegar brunaverðirnir komu
um kl. 9,30 að frystihúsinu, virt-
ist mikill eldur í einum frysti-
klefanna og lagði feikilegan reyk
upp af húsinu. Eldurinn var í
korkeinangrun í klefa þessum, en
verið var að stsekka klefa þenn-
an og í gær var verið að setja
korkeinagrun í klefann sem nú
logaði í. Mjög erfitt er að fást
við eld i kork. En eftir um það
bil 45 mín. slökkvistarf hafði
slökkviliðsmönnum að mestu
tekist að slökkva eldinn, en mik-
inn reyk lagði enn út úr húsinu.
Logn var með miklu frosti, 10—
12 stig.
Er þetta var skrifað í gær-
kvöldi var ekki vitað hversu mik
ið tjón hafði hlotizt í brunanum,
t.d. var ekki vitað hvort reykur
hefði komizt inn í klefa þá sem
geymdur var fiskur í og orsakað
reykskemmdir.
Hestlms Fáks reist
SAMVINNUNEFND um skipu-
lagsmál, hefur skrifað bæjarráði
bréf, sem tekið var til afgreiðslu
á síðasta fundi þsss. Er hér um
að ræða tillögur um það að
Hestamannafél. Fákur, fái leyfi
til þess að byggja hesthús fyrir
reiðhesta félagsmanna sinna inn
við skeiðvöllinn við Elliðaár.
Bæjarráð samþykkti að fallast
fyrir sitt leyti á þessa tillögu
nefndarinnar.
TRÚNAÐARMANNARÁÐ félags
ins heldur mjög áríðandi fund í
dag kl. 2 síðd. í Valhöll. Trúnað-
arráðsmenn eru eindregið hvatt-
ir til að fjölmenna, en þetta er
fyrsti fundur þess á árinu og
ýmis aðkallandi mál sem ræða á.
Fjölsóttur fundur full-
trúaráðsins að Hlégarði
FULLTRÚARÁÐSFUNDUR
Sjálfstæðisfélagsins „Þorsteinn
Ingólfsson", sem haldinn var að
Hlégarði í Mosfellssveit í gær
var mjög fjölsóttur.
Formaður Sjálfstæðisflokksins,
Ólafur Thors, þingmaður kjör-
dæmisins flutti framsöguræðu
um stjórnmálaviðhorfið. Eftir
það urðu fjörugar umræður bæði
um viðburði síðustu vikna, fram-
tíðarhorfurnar og undirbúning
þeirra kosninga, sem framundan
eru.
Til máls tóku: Jónas Magnús-
Jóhannes Nordal settur
bankastjóri við Lands-
bankann
Á FUNDI bankaráðs Landsbank-
ans í gær var dr. Jóhannes Nordal
ráðinn bankastjóri í stað Emils
Jónssonar, forsætisráðherra, sem
fengið hefir leyfi frá því starfi
meðan núverandi ríkisstjórn situr
að völdum.
Fyrir skömmu skrifaði Emil
Jónsson bankaráðinu bréf, þar
sem hann fór þess á leit, að sér
yrði veitt lausn frá bankastjóra-
Margir afpönfuðu far
BÚIZT var við að ms. Gullfoss
kæmi til Þórshafnar í Færeyjum
í nótt er leið um klukkan 3.
Ekki var vitað hve margir Fær
eyingar muni koma með skipinu,
en í gær var vitað að allmargir
þeirra er pantað höfðu far með
í HINUM langvinna frostkafla
undanfarið, hefur allvíða í bæn-
um verið til þess gripið að
kynda með kolum. Hér í bænum
eru kol nú með minna móti.
Stafar það af því að lestun kola-
skips, sem er á leiðinni frá Pól-
landi, tafðist í hvorki meira né
minna en níu daga. Er hér um
að ræða Hvassafell Sambands-
ins. Er skipið væntanlegt á
fimmtudaginn kemur.
skipinu, afþökkuðu farmiða sína
Mun það standa í sambandi við 1
það almenna álit sjómanna, að á
síðustu stund myndi semjast um
kjörin eftir kröfum Fiskimanna-
félagsins, en svo er ekki. Af þeim
sökum var í gærkvldi algjör ó-
vissa um hve margir Færeyingar
muni með skipinu koma, en Gull-
foss mun væntanlegur á þriðju-
daginn til Reykjavíkur.
embætti, á meðan hann gegndi
ráðherrastörfum í núverandi ríkis
stjórn: Jafnframt óskaði Emil
Jónsson þess í bréfi sínu, að dr.
Jóhannesi Nordal yrði falið að
gegna bankastjórastarfinu fyrir
sig á því óákveðna tímabili. sem
hér yrði um að ræða.
Eins og fyrr segir, var svo
ákveðið á fundi bankaráðs í gær
að dr. Jóhannes Nordal skipaði
um sinn stöðu bankastjóra við
Landsbankann í stað Emils Jóns-
sonar, eða á meðan núverandi
ríkisstjórn situr að völdum.
Dr. Jóhannes er 34 ára gamall,
einn af kunnustu hagfræðingum
þjóðarinnar. Hefir hann um
nokkurra ára skeið veitt Hag-
fræðideild Landsbankans for-
stöðu og jafnframt verið ritstjóri
Fjármálatíðinda, sem Landsbank-
inn gefur út.
Á fundi bankaráðs í gær var
ekki tekin ákvörðun um það,
hvort skipað yrði í stöðu dr. Jó-
hannesar hjá Hagfræðideild
Landsbankans.
son, Stardal; Jón Guðmundsson,
Reykjum; Magnús Blöndal,
Grjóteyri; Sigsteinn Pálsson,
Blikastöðum; Hjálmar Þorsteins-
son, Hofi; Ásbjörn Sigurjónsson,
Álafossi; Oddur Andrésson,
Hálsi; Sveinn Jónsson, Reykjum
og formaður fulltrúaráðsins Ól-
afur Björnsson í Brautarholti,
sem var fundarstjóri.
Að lokum svaraði frummæl-
andi ýmsum fyrirspurnum.
Friðrik á
biðskák
við O'Kelly
Larsen tapaði
í GÆRKVÖLDI hafði Morgun-
blaðið fregnir af 3. umferð skák-
mótsins í Beverbejk. Úrslit
þriðju umferðar urðu þessi:
Donner — Eliskases jafntefli.
van den Berg — Toran jafnt.
van Sheltinga vann Langeweg
Barendregt vann Larsen
Friðrik — Kelly biðskák
Biðskák O’Kelly og van den
Berg úr annarri umferð lauk með
jafntefli.
Staðan eftir 3 umferðir er
þessi.
Friðrik 2 vinninga og biðskák,
van Sheltinga 2 vinninga, Donn-
er, Toran, van den Berg og Bar-
endregt 114 vinning hver, O*
Kelly og Eliskases 1 vinning og
biðskák, Langeweg og Larsen 14.
Mary Marshail
Ung ensk dœgurlaga-
söngkona á Hófel Borg
ENSK dægurlagasöngkona, Mary
Marshall að nafni, hefir nýlega
verið ráðin til að syngja á Hótel
Borg með danshljómsveit Björns
R. Einarssonar. Hún mun dveljast
hér næstu fjórar vikurnar.
Mary Marshall er 24 ára að
aldri og hefir fengizt við dægur-
langasöng undanfarin 7 ár. Und-
anfarið hefir hún sungið á næt-
urklúbbum og öðrum skemmti-
stöðum í Lundúnum og komið
fram í sjónvarpi. Auk þess hefir
Mary m.a. sungið á skemmtunum
brezkra hermanna á Kýpur og
fékk þar viðurnefnið „Kiss-girl“.
Hún er ættuð frá Norður-Eng-
landi og söng fyrst á sviði
þriggja ára að aldri í sunnudaga-
skóla, en hóf söngnám fyrir al-
vöru 7 ára. í heimalandi sínu er
Mary ekki aðeins kunn fyrir dæg
urlagasöng sinn heldur og fyrir
kabarett atriði, oð mun hún sýna
stutt kabarettatriði á hverju
kvöldi, sem hún syngur á Hótel
Borg.
Þess má geta, að Mary hefir
fengið að meðaltali eitt hjóna-
bandstilboð á viku, síðan hún fór
að syngja á skemmtistöðum, en
hefir til þessa ekki látið ánetjast.
Tómstundum sínum ver Mary
einkum til að bregða sér á hest-
bak eða hlusta á hljómplötur
Frank Sinatra. Einnig safnar
hún eyrnalokkum og á nú þegar
all álitlegt safn — 300 samstæður.
Rannsókn á starísemi ESSO
á Keflavíkurflugvelli
MORGUNBLAÐIÐ hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því,4*
að fyrirskipuð hafi verið rannsókn á starfsemi Hins íslenzka
steinolíuhlutafélags, Esso, (HÍS) suður á Keflavíkurflugvelli.
Það er varnarmáladeild, sem fer með dómsmál á Kefla-
víkurflugvelli, sem fyrirskipað hefur þessa rannsókn, en
hún á að beinast að starfsemi Esso á flugvellinum og við-
skiptum þess við bandaríska varnarliðið.
Rannsókn málsins hefur verið fengin í hendur sérstök-
um setudómara og er það Gunnar Helgason, fulltrúi við lög-
reglustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli.
Sem kunnugt er, hefur HÍS með sérstökum samningum
við Bandaríkjaher, eitt olíufélaganna í landinu, leyfi til við-
skipta við varnarliðið á flugvellinum. Hefur verið svo allt
frá því að varnarliðið kom hingað til landsins árið 1950.
Breyfing
rœdd á
kjördœmaski punnarinnar
almennum stúdentafundi
Frummœlendur verða Jóhann Hatstein og
Císli Guðmundsson
MEÐ hliðsjón af því, að fyrir-
hugaðar eru víðtækar breytingar
á kjördæmaskipuninni á þesstu
ári hefur stjórn Stúdentafélags
Reykjavíkur ákveðið að efna til
almenns stúdentafundar um mál-
ið. Verður fundurinn haídinn í
Sjálfstæðishúsinu nk. þriðjudags-
kvöld og hefst kl. 8.45 stundvís-
lega.
Val framsöguræðumanna á-
kvarðaðist af því, að annars veg-
ar væri stuðningsmaður þeirra
kjördæmatillagna, sem boðaðar
hafa verið og hins vegar and-
stæðingur þeirra. Má því telja
víst, að sjónarmið beggja aðilja
verði vel skýrð á fundinum og
auðveldara verði að honum lokn-
um að gera sér grein fyrir málinu
í heild.
Að framsöguræðum Ioknum
verða frjálsar umræður svo sem
venja er til á stúdentafundum.
Nýársfagnaður
Hvatar
á mánudagskvöld
HVÖT, Sjálfstæðiskvennafélagið,
heldur nýársfagnað sinn n.k.
mánudagskvöld í Sjálfstæðishús-
inu. Hefst samkoman kl. 8,30. Frú
Ólöf Benediktsdóttir flytur ávarp
og spiluð verður félagsvist. Verða
veitt verðlaun. Ennfremur verð-
ur kaffidrykkja. Dansað verður
til kl. I.
Aðgöngumiðar verða seldir í
Sjálfstæðishúsinu niðri kl. 2—5
síðdegis á morgun.
Félagskonum er heimilt að
taka með sér menn sína og aðra
gesti og allt annað Sjálfstæðis-
fólk er velkomið meðan húsrúm
leyfir.
Spilakvöld og nýársfagnaðir
Hvatar eru mjög vinsælar sam-
komur og þarf ekki að efa að
samkoman annað kvöld verður
fjólmenn og ánægjuleg.