Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Sunnudagur 11. ian. 1959 ^J\venhjó&in ocj heimiíiS Hún gat sér orðsfír í Englandi Hlin Gunnarsdóttir, hjúkrunarkona, komin heim 1 SUMAR fréttist að hingað til Blað fyrir unglinga HÉR á landi er ekki gefið út neitt sérstakt blað fyrir unglinga, og ég held ég megi segja að ekki séu í neinu blaði sérstakir dálkar fyrir táningana svokölluðu, þ.e.a. s. unglinga á þeim aldri, sem endar á -tán eða -tján eða þrett- án, fjórtán, fimmtán, sextán, sautján, átján og nítján. í Bandaríkjnum eru táningarn- ir mjög áberandi í þjóðlífinu, jafn vel svo að mörgum þykir nóg um það hve uppvöðslusamir þeir eru, og gefin eru út sérstök blöð fyrir þá. Nýlega fór Bókaverzlun Lár- usar Blöndals að flytja inn út- breiddasta blaðið „Seventeen“, aðallega ætlað ungum stúlkum. Frú Enid Haupt, aðalritstjóri blaðsins, er eins og að líkum lætur ákaflega kunnug áhuga- málum ungra stúlkna og því er ekki ófróðlegt að heyra hvaða álit hún hefur á þeim. Hún segir að bandarískar unglingsstúlkur séu alla jafna duglegar og kapp- samar, og eyði frístundum sínum í margs konar áhugamál; þær séu yfirle'itt miklu þroskaðri en unglingsstúlkurnar voru á fjórða tug aldarinnar. Þær fylgist með því sem er að gerast í veröldinni og hafa meiri áhuga fyrir því sem er einhvers virði. Þó að tízku- og snyrtidálkar taki mest rúm í „Seventeen", eins og í vitund venjulegra am- erískra unglingsstúlku, þá hefur frú Haupt, skoðun sinni sam- kvæmt, látið unglinga með al- varlegri áhugamál fá rúm í blað- inu. Jafnaðarlega eru bók- mennta-, músik-, leiklistar- og listadálkar, sem skrifaðir eru og settir upp af unglingum. Og blað- ið hvetur lesendur sína til að eiga hlutdeild í efninu, með því að efna til samkeppna með góðum verðlaunum — Það er alltaf á- nægjulegt þegar ungt fólk er ekki hrætt við að hafa sín sjónarmið og færir fiam rök fyrir sínu máJi, segir frú Haupt í bók, sem hún hefur nýlega skrifað um þetta efni. — Ég býst við að það sé svip- að. Sjúklingar eru alls staðar eins. Vinnutími nemanna á sjúkrahúsi í Bretlandi hefur nú nýlega verið styttur í 44 tíma á viku, en var 60 tímar á nætur- vaktarvikunni og 52 tímar á dag- vagt. Ef til vill reyndist mér nám ið erfiðara en hinum vegna máls- ins, en ég gerði mér það ljóst í upphafi og hefi þessvegna senni- lega lagt mig enn meira fram. ★ Lömunarveiki í rénun. — Þið hafið vafalaust fengið góða æfingu i hjúkrun lömunar- veikissjúklinga, fyrst þarna var stór deild fyrir þá. Er ekki löm- unarveiki í rénum í Bretlandi eins og víðar? — Jú, lömunarveikifaraldur gengur venjulega yfir í Bretlandi í júlí, ágúst og september. Sl. haust fengum við ekki nema 10 sjúklinga í sjúkrahúsið, hvort sem það er nú nýja bóluefninu að þakka eða ekki. Að sjálfsögðu fengum við hjúkrunarnemarnir talsverða æfingu í að fara með stállungu og að hjúkra lömuðum á þessu sjúkrahúsi. — Varðstu nokkuð vör við ó- vild í sjúkrahúsinu í sambandi við fiskveiðideiluna? Þú hefur a. m.k. getað sannað að það væri alrangt, sem sum brezku blöðin hafa sagt, að við vildum ekki sinna sjúklingum. — Ég varð aldrei vör við neitt slíkt, enda er Little Bromwitch inni í miðju landi og fólkið hefur engan áhuga fyrir því sem við- kemur sjómennsku. ★ — Ég er ákaflega ánægð yfir dvölinni í Bretlandi, sagði Hlín að lokum. Það er alltaf skemmti- legt og þroskandi að sjá sig um. Meðan ég var í skólanum, fékk ég mánaðarfrí á ári, þremur vik- um eyddi ég venjulega hér heima og brá mér svo á eftir í vikuferð til meginlandsins, til Hollands, Belgíu eða Parísar. Mér líkaði líka vel við allt mitt samstarfs- fólk í sjúkrahúsinu, en átti allt- af erfitt með að fella mig við þetta raka loftslag, sem þarna er. Frúin er eitt dæmið um það, hve bandarískar konur eru órag- ar við að fá sér viðfangsefni við sitt hæfi, þegar börnin þurfa ekki lengur á þeim að halda. Hún gifti sig skömmu eftir að skólagöngu lauk, en þegar dóttir hennar fór að stálpast, tók hún aftur upp þráðinn, þar sem honum var sleppt, og réð sig við blað í Phila- delphiu, en í fjölskyldu hennar er mikið af blaðamönnum. Að ellefu árum liðnum fór hún til „Seventeen“, þar sem hún taldi sig hafa aflað sér þekkingu um vandamái æskunnar af kynnum sínum af dóttur sinni, fjölmörgum frænkurn og frændum og nú síð- ast af barnabörnunum. Og eftir fimm ára starf þar, var hún orðin aðalritstjóri. Snúran í hansagluggatjöldun- um vili oftast slitna illa, en það má styrkja hana með því að nudda hana með vaxi. lands gegnum brezk blöð, að ís- lenzk stúlka hefði getið sér orð- stír í Bretlandi, og ekki veitir sjálfsagt af að hressa upp á orð- stír okkar íslendinga í þvísa landi Stúlkan heitir Hlín Gunnarsdótt- ir og vann hún sér til frægðar að hljóta sérstök verðlaun bæði fyrir hjúkrun á sjúkrahúsinu í Little Bromwitch í Birmingham og bóklegt nám í hjúkrunar- kvennaskóla sjúkrahússins. í fyrra hlaut hún einnig fyrstu verðlaun fyrir bóklegt nám í skól anum. Hlín er nú komin heim, alkom. in a.m.k. í bili, að því er hún segir, og spjallaði fréttamaður blaðsins af því tilefni ofurlítið við hana um námið o. fl. I *■' SKÁK ■' Búdapest-bragð. Skákþátturmn óskar lesendum sínum gleðilegs árs, og þakkar þann áhuga er honum hefur ver- ið sýndur. í síðasta þætti bar Albins- bragð á góma og væri því ekki úr vegi að halda áfram á sömu braut, og athuga lítils háttar varnarkerfi sem kennt hefur ver- ið við höfuðborg Ungverjalands. 1. d4, Rf6; 2. c4, e5!? Raunveru- lega er þetta ekki peðsfórn, því svartur nær alltaf peðinu aftur. 3. dxe5 Eini leikurinn sem til greina kemur. 3. — Rg4; Önnur íeið er hér 3. — Re4; 4 Rf3 ör- uggast. Margur byrjandinn myndi leika hér 4. f4? en takið nú vel eftir 4. — Bc5; 5. Rh3, d6; 6. cxd6, 0-0!; 7. dxc7, Dxc7; 8. Rc3, Bb4; 9. Db3, Rc6; 10. e3, He8 og svartur vinnur. 4. — Bc5; 5. e3, Rc6; 6. Be2, Rxe5; 7. Rc3, d6; 8. 0-0, 0-0; 9. b3 og hvítur stendur betur. Hvítt: A. Aljéchin. Svart: I. Rabinowitsch. Baden-Baden, 1925. 1. d4, Rf6; 2. c4, e5; 3. dxe5, Rg4; 4. e4! Aljéchin segir um þennan leik, að hann sé skarpasta áfram- haldið fyrir hvítan. Hvítur gefur aftur peðið, en þess í stað leggur hann hald á d5. Þó ber þess að gæta, að næstu leiki verður að framkvæma í réttri röð og af fullri nákvæmni. 4. — Rxe5; 5. f4 Rg6; 6. Rf3, Bc5. Betra var 6. — Rc6 og eftir f5 heldur Rc6 ! e5 reitnum. 7. f5 Rh4? Tapleikur. | En svartur á erfitt með að gefa j andstæðing sínum miðborðið eft- ir á baráttu. Einnig eftir 7. — Re7; 8. Rc3 eru yfirburðir hvíts augljósir. 8. Rg5! 8. — De7 Ekki kom til greina að leika 8. — h6 vegna 9. Dh5! og I sama máli gegnir um 8. —Be7; Vilja fleiri ísl. hjúkrunarnema ■— Tildrög þess að ég fór að læra hjúkrun í Bretlandi eru þau, að ég hafði dvalist þar um skeið hjá íslenzkri konu, sem gift er enskum lækni. Hann útvegaði mér vinnu í sjúkrahúsinu, þar sem hann vann sjálfur, svo að ég gæti unnið mér fyrir vasapen- ingum, og það varð til þess að ég fékk áhuga fyrir hjúkrun. Ég leitaði mér þá upplýsinga um það hvort ég gæti komizt að í Hjúkrunarkvennaskólanum í Reykjavík, en fékk að vita að ég yrði að bíða í a.m.k. ár. Það var áður en skólinn flutti í nýja hús- næðið. Ég ákvað því að læra hjúkrun á því sjúkrahúsi, sem ég vann á, sem m.a. er stærsti sótt- varnarspítalinn í Birmingham og Hlín Gunnarsdóttir, hjúkrunarkona. ein aðalstöðin fyrir lömunarveik- issjúklinga, stállungnasjúklinga o.fl. Stór hjúkrunarkvennaskóli er rekinn í sambandi við sjúkra- húsið, þar sem eru 150 nemar. Það er búið prýðilega að nemun- um, fæðið gott og hver nemi hef- ur ágætt herbergi til umráða, sem haldið er hreinu daglega. Það var líka þungt á metunum, að borgað er sæmilegt kaup, þann ig, að neminn þarf enga utanað- komandi aðstoð. Auk þess á að vera gott að hafa enskt hjúkrun- arkvennapróf, sem veitir rétt til ið sittf—e Taft er létt og lifandi efní, sem fer einkar vel í kjóla með bal- oon-sniði. Hér er einn, sem tek inn er saman að neðan með breiðu moire-bandi, bundnu í slaufu að framan, en slaufur eru nú mikið í tízku. Módel- kjóll frá Laviné Castillo-tízku- húsinu í París. að skrifa S.R.N. (State Register Nurse) aftan við nafnið sitt, Þetta þykir mjög gott próf í öðr- um löndum, enda fara margar stúlkur að námi loknu til Can- ada, Ástralíu og víðar. Útlending arnir, sem að jafnaði eru margir þarna, fara flestir heim að námi loknu. Það er ekki erfitt að fá atvinnuleyfi til að vinna að hjúkr un í Bretlandi, því alltaf vantar fólk í það starf. Forstöðukona spítalans sótti um atvinnuleyfi fyrir mig og fékk ég það alltaf umsvifalaust til eins árs í senn. Annars má geta þess, að nú eru tvær íslenzkar stúlkur þama við nám, önnur lýkur prófi í febrúar, en hin er aðeins búin að vera í tvö ár. Námið tekur þrjú ár og þrjá mánuði. — Og þið hafið staðið ykkur vel, að því er manni skildist á ensku blöðunum? — Ég veit það nú ekki, en við höfum að minnsta kosti ekki komið okkur mjög illa, því for- stöðukonan spurði mig þegar ég fór, hvort ég gæti ekki útvegað fleiri íslenzkar stúlkur í skólann. Júlíana Þorbjörnsdóttir, sem nú er þarna, er formaður nemenda- félags skólans og ég var gjald- keri, meðan ég var þar. Félagslíf er ákaflega fjörugt innan veggja spítalans, dansleikir öðru hverju og fleiri skemmtanir. ★ — Er hjúkrunarnámið og hjúkrunarstarfið léttara á brezk- um spítölum en hér heima? AB0PEFGH Staðan eftir 8. Rg5! 9. Dg4, £6; 10. Dh5! Áður en Rh4 er tekinn er peðastaðan á kóngs- væng veikt. 10. — g6; 11. Dxh4, fxg5; 12. Bxg5, Df7; 13. Be2, 0-0; 14. Hfl, Rc6; 15. Rc3, Rd4; 16. fxg6, Dxg6; 17. Hxf8f, Bxf8; 18. Bh5, Db6; 19. 0-0-0 Ef 19. Df2, þá Rc2f; 20. Dxc2, Dglf. 19. — Bg7; 20. Hfl, Re6; 21. Bf7f Kh8; 22. Bxe6, Dxe6; 23. Bf6! og svart- ur gaf. Ef 23. — d6. Þá 24. Bxg7f, Kxg7; 25. Dg5f, Dg6; 26. De7f og vinnur drottninguna. IRJóh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.