Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 16
16 noncvnntAnirt Sunmjdagur 11. jan. 1959 Valgarður heildsali Aímælisrabb Á ANNAN dag jóla átti mætur og kunnur borgari þessa bæjar sextugsafmæli. Hér er um að ræða Valgarð Stefánsson heild- sala, frá Fagraskógi. Ýmissa hluta vegna er þetta rabb síðbúið. Bæði er að sjálfur er afmælisdrengur- inn ekki fyrir að koma sér á prent og svo hitt að timinn er engan veginn heppilegur fyrir birtingu afmælisgreina, að ég tali nú ekki um hver óþægiadi móðir hans hefur haft af þessu fyrir 60 árum með 4 börn hangandi í pils- unum. Sem sagt 2. jóladagur er einkar hentur til þess að halda af mælisfagnað, því þá fagnar mað- ur hvort sem er, en hann er jafn óhentugur til þess að birta af- mælisgrein. Þess vegaa er afmæl- isbarnið komið þetta á 61. árið þegar við hann birtist afmælis- rabb. Og eins og ég veit að afmælis- barnið er, hreinn og beinn og biátt áfram, laus við allar vífi- lengjur og útmálanir, spurði ég, hann tafarlaust að því hvaðan og hverra hann væri og hy^r hann hefði alizt upp, jafnvel þótt nokkuð af þessu væri þegar kunn ugt. Hann er sonur Stefáns Stef- ánssonar bónda og alþingismanns í Fagraskógi og konu hans Ragn- heiðar Davíðsdóttur. Valgarður ólst upp í föðurgarði til 13 ára aldurs eða þar til tími var til kominn að hann settist á skóla- bekk. I þann mund veiktist hann að illkynjaðri liðagigt og varð því ekki af skólagöngu að sinni svo sem um eldri bræður hans, sem báðir fóru í Menntaskólann, sem Stefánsson sextugur þá var nefndur Gagnfræðaskóli. Nýlega fermdur gerðist Val- garður sendill hjá Þorvaldi Sig- urðssyni í Verzlun Sigurðar Sig- urðssonar. Ævi sendla var þá önn ur en nú. í dag heimta þeir sinn kaffitíma og engar refjar, hvað mikáð sem á liggur, og mikinn hluta dagsins sleikja þeir kók- flöskustúta, og ekki nóg með það, heldur fussa þeir við 1700 króna kaupi á mánuði. í þá daga þurftu sendlarnir að vera vaknaðir kl. hálf átta á morgnana til þess að kveikja upp í búðinni og skúra gólfin. Síðan þurftu þeir dag út og dag inn að draga á eftir sér handvagna, þvi þá var allur verzl unarflutningur þannig fluttur. Verzlua Sigurðar Sigurðssonar var úti við Torfunef, en þá var ekki önnur bryggja hér í bæ en inni við Höepfner. Pósthúsbrekk- an var þá ekki neitt íérlega þægi leg, ef þungt var á vagninum. (Pósthúsið var þá skammt þaðan, sem nú er samkomuhús bæjar- ins). En Verzl. Siguiðar þurfti að koma miklu af vörum að og frá bryggjunni því hún höndlaðimest með vörur, er við komu sjávarút- vegi. Vinnudagurinn stóð svo til 8 og 9 á kvöldin og mun þá send- illinn hafa verið feginn hvíldinni. Ekki hélzt Valgarður í þeirri vist nema 7 mánuði og mun margt hafa borið til. Hann hafði kr. 50,00 í kaup á mánuði, en dvöl hans hér i bæ kostaði 51 kr. fyrir sama tíma. Eitthvað þurfti hann svo að hafa þess utan. Svo mikið var víst að þegar vistinni lauk varð faðir hans að greiöa 35 krónur í tap á dvölinni. Árið 1915 tekur Valgarður svo Valgarður Stefánsson sæti í Verzlunarskóianum og út- skrifast þaðan 1918. Eftir þ_að vann hann hjá Eimskipafélagi fs- lands í 7 ár fyrir 240 kr. á mán- uði fyrst og 350 siðast og þótti það gott kaup. Næst gerðist hann sölumaður hjá Johnson og Kaab- er og er þar við góð kjör í 4 ár. Þar naut hann nákvæmni og vinnuhörku, en reglusemi og skil vísi var með afbrigðum. Sú dvöl var því góður skóli ungum manni, sem síðar hugðist halda út á braut verzlunarmannsins. Þessu næst siglir Valgarður ut an til þess að kynna sér verzl- un um skeið. Síðan tók hann sér umboð fyrir ýmis heildsölu- og framleiðslufyrirtæki í Reykjavík og ferðaðist víðs vegar um land- ið í 2 ár. Kom hann í þeim ferð- um á 56 hafnir og kynntist flestum eða öllum verzlunum, er starfræktar voru með ströndum landsins. Komu þau kynni sér einkar vel fyrir hann, þegar hann setti á stofn eigin heildverzlun hér á Akureyri 1933. Þessi heildverzlun Valgarðs var 25 ára í fyrra. Valgarður byrjaði með einn sendil, en nú eru starfsmenn jafnan 7, sem vinna við verzlunina á sumrin, en 6 á vetrum. — í fyrstu var verzlunin eingöngu umboðsverzl- un fyrirtækja í Reykjavík, en nú er um 1/3 vöruverzlunarinnar beinn innflutningur. Rekstur heildverzlunar er ekki auðveldur á Akureyri. Allt þarf að sækja til Reykjavíkur, sem til slíks þarf. Innflutningsyfirvöldin eru þar, svo og gjaldeyrisyfir- völd. Annað tveggja þarf verzl- unin að eiga fastan fulltrúa fyrir sunnan, eða hún verður að halda ! uppi stanzlausum símahringing- ingum suður. Hvort tveggja er mikill fjárhagslegur baggi. Þrátt fyrir þetta hefur Valgarði tekizt að efla verzlun sína og auka. Hann byrjaði hér með tvær hendur tómar, en ofurlítið lán frá ættingjum sínum í Reykjavík. Þannig hafa margir dugnaðar- og athafnamenn feyrjað lífsstarf sitt og orðið vel reiðfara. Eitt er það sem Valgarður lætur aldrei fara saman við verzlunarháttu sína, og það eru stjórnmálaskoðanir viðskiptavinanna. — Stjórnmála skoðanir koma viðskiptavinunum ekki beint við, segir Valgarður. Þar gildir góð framkoma og skil- vísi. Hitt er svo annað mál, að Valgarður hefur jafnan verið öt- ull Sjálfstæðismaður og lagt flokknum drjúgt og dáðríkt lið, en það er annar kafli ævisögu hans óháður verzluninni. Valgarður hefur jafnan verið hjúasæll. Sá starfsmaður hahs, sem lengst hefur starfað hjá hon- um, og starfar enn, hefir verið þar í 14 ár, annar í 10, hinir skem- ur; Hann kveður gott starfslið hafa verið eitt sitt mesta lán og þakkar því af alúð góða sam- vinnu. Eitt er það enn, sem ég veit að Valgarður hefur látið sig skipia, en það er efling ýmissa nýjunga hér í bænum, sem auðga mættu athafnalí-fið hér. Hann var meðai stofnenda klæðagerðarinnar Am- aró, Efnagerðar Akureyrar, átti hluti í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar og fleiri fyrirtækjum. Svo bezt er hagur fólksins góður, að athafnalifið sé fjölbreytt, segir Valgarður og brosir við. Á næstsíðasta tug fyrri aldar j keypti faðir Valgarðs Fagraskóg, i sem þá var smábýli með tveggja kúa túni. Valgarður ólst upp við það að sjá kotið verða að stór- býli. Síðar bætti bróðir hans við jörðina, sem nú framfleytir 25 kúm og 175 fjár. Þessi uppbygg- ing og sókn fram á við var því eitt höfuðeinkennið sem Valgarð ur drakk í sig þegar á æskuskeiði. í lífsstarfinu hefur þetta einnig verið eitt af höfuðeinkennum hans. — Að efla og auka það verk, sem hann hefur tekið að sér, að ávaxta sitt pund. Enn í dag er Valgarður bjart- sýnn á framtíðina. Hann trúir, að hægt sé að reka heildverzlun utan Reykjavíkur, þótt samtals muni þær ekki vera nema þrjár eða 4 á öiiu landinu. Hann kveðst treysta stjórnarvöldunum til þess að hafa þá víðsýni, að þau með viðskiptahöftum og valdníðslu haldi ekki svo á málum, að þeir sem hafa hug á að lifa lífinu ann- ars staðar en á Reykjanesskaga geti það. Að síðustu vil ég óska eigin- konu Valgarðs, frú Guðmundu Stefánsdóttur, dætrum þeirra hjóna, tengdafólki og vinum til hamingju með sinn sextuga strák og værj'ti þess, að hann megi njóta velfarnaðar á seinni áfanga lífs- leiðarinnar. Skrifað síðasta dag jóla. vig. * LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA S Frd yngstu höfundunum: — Ritgerðasamkeppni — 4. Sumar á Akureyri ÉG Á HEIMA á Akureyri og að mínum dómi er hann fallegasti bær á landinu. Ég hef komið til flestra kaupstaða lands- ins, en samt finnst mér enginn bær bera af Ak- ureyri. Öllum finnst ef- laust sinn bær fallegur, það efast ég ekki um. En enginn bær er eins til- komumikill, en samt ró- legur bær eins og Akur- eyri. Þeir, sem til Akureyr- ar koma, ættu ekki að láta hjá líða að skoða lystigarð Akureyrar, einn af fallegustu görðum landsins. Þar hafa konur unnið að góðu starfi í fegrun bæjarins. Akur- eyringar mega vera þeim konum þakkiátir, sem byrjuðu á þessu góða starfi. Rétt fyrir utan garðinn blasir við Menntaskóli Akureyrar, fallega menntasetrið, þar sem margir landsfrægir menn hafa átt sín beztu og skemmtilegustu ár í góðum og göfgandi skóla í friðsælum bæ. Eflaust á margur góðar minning- ar þaðan. Nú skulum við ganga svolítinn spotta norður á Andapollur- inn á Akur- eyri. — — Tignar- ieg svanahjon synda í sól- skininu og endurnar með unga sína leika sglað- ir og áhyggju- lausar. — — 5. Kisa í veiðiferð brekkuna og staðnæmast við andapoll Akureyrar. Þar sjáum við fallega sjón. Tignarleg svanahjón synda í sólskininu og end- urnar með unga sína leika sér giaðar og á- hyggjulausar. Ósjálfrátt dettur manni í hug kvæð- ið eftir Þorstein Erlings- son: „Þér frjálst er að sjá hvar ég bólið mitt bjó.“ Nú skulum við halda niður í bæinn. Engin, sem til Akureyrar kemur, ó að fara fram hjá Akureyr- arkirkju, eða Matthiasar- kirkju eins og hennar rétta nafn er, eftir skáld- inu þjóðfræga, Matthíasi Joehumssyni. Þetta er stór og mikil bygging, fögur og stílhrein utan og innan. Og nú förum við niður 1 miðbæ. Þar er allt ið- andi af fólki á þessum tíma ársins, og ferðafólk- ið er í meirihluta. Það lítur út fyrir að því leið- ist, er sjálfsagt að bíða kvöldsins og ballsins, sem það á von á. En það er margt skemmtilegra en þessi blessuð böll, og ó- þarfi að láta sér leiðast á Akureyri. "Skoðið bæ- inn og þá mun ykkur eins og mér finnast hann fall- egur og skemmtilegur. Eg vonast eftir mörgum til Akureyrar á komandi árum og óska þeim. sem þangað koma, goðrar skemmtunar. EINU sinni var lítil kisa. Hún átti heima í litlum bæ, sem stóð á fallegum bæjarhól. Það var turn á húsinu, sem kisa bjó í. Kisa fór oft upp í turn- inn, því að þar var mikið af smáfuglum. Það voru maríuerlur og sólskríkj- ur. Kisa var heldur en ekki glöð. Hún stökk á smáfuglana og ætlaði að hremma þá. Þeir sluppu allir undan henni, nema einn. Hann ætlaði hún sér að éta. Þegar hún ætlaði að opna ginir til að gleypa hann, þá brá henni held- ur í brún. Það var kom- inn til hennar stór maður með hund. Maðurinn hélt á rifli og ætlaði að skjóta kisu, ef hún lofaði ekki Heimakær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.