Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 12
12 MORGVNfíT. 4 Ð1Ð Sunnudagur 11. jan. 1959 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. FYRST UTILOKUN ~ SVO ÞJÓÐSTJÓRN ÞEGAR Framsóknarmenn settu fæturna undir Hræðslubandalagið, sem nú er dottið úr sögunni, varð það heróp þeirra, að með þessu vansæla bandalagi skyldi útiloka Sjálfstæðismenn gersamlega frá öllum áhrifum á stjórn landsins. Framsóknarherrarnir með Ey- stein Jónsson í broddi fylkingar gengu þá út um land og sögðu, að reynslan hefði sýnt að , úti- lokað væri að stjórna landinu með Sjálfstæðismönnum. Sér- staklega kvað Eysteinn og fé- lagar hans það vera nauðsynlegt að þurrka gersamlega út öll áhrif Sjálfstæðismanna á efnahagsmál landsins. Með öðru móti yrði þeim ekki komið í nokkurt skyn- samlegt horf. Þessir áróðursmenn eysteinskunnar sögðu, að með Hræðslubandalaginu hefði opn- azt leið til þess að fá meirihluta á Alþingi, þar sem hægt væri að halda Sjálfstæðismönnum utan við öll afskipti og kommúnistum líka. Framsóknarmennina skipti það svo miklu minna máli, þó fyrirsjáanlegt væri að ef þetta tækist, þá stæði aðeins ltíill hluti allra kjósenda á bak við slíka stjórn. Framsóknarmönnum var auðvitað nákvæmlega sama um það, þó að slík stjórn sæti í skjóli kosningaklækja einna sam- an. Áframhaldið varð svo það, að við kosningarnar kom í ljós, að Hræðslubandalagið fékk ekki nægilegan meirihluta, þrátt fyrir alla tilburði til þess að nota veik- leika kosningalaganna sér til framdráttar. Kommúnistar voru því teknir í ríkisstjórn. Sama ópið og áður gall nú við. Um fram allt þurfti að halda Sjálf- stæðismönnum fyrir utan. Þeir máttu ekki hafa nein áhrif á stjórn landsins og þetta var marg endurtekið. Það var út- málað fyrir landsfólkinu, hvílík frelsun og hvílík blessun það væri, að nú tæki við völdum svokölluð vinstri stjórn þar sem Sjálfstæðismenn hefðu engin ráð og þar sem að þeir væru nú reknir út á guð og gaddinn og gætu engu framar spillt og ekk- ert illvirki unnið. Þessari stefnu var trúlega hald ið í tíð vinstri stjórnarinnar. Eina loforðið, sem hún hélt dyggi lega, var að veita Sjálfstæðis- mönnum enga þátttöku í stjórn landsins. Sérstaklega var að því gætt að tillagna Sjálfstæðis- manna og áhrifa gæti ekki gætt í efnahagsmálunum. Fram fór svonefnd endurskipulagning bankalöggjafarinnar með það fyrir augum að veita hinum svo- kölluðu vinstri flokkum alger yfirráð í bankastofnunum lands- ins. Á Sjálfstæðismenn var ekki hlustað til eins né neins. Fram eftir öllum valdaferli vinstri stjórnarinnar hróstðu Framsókn- armenn sér alveg sérstaklega af því, hvað það hefði tekizt maka- laust vel að halda Sjálfstæðis- mönnum fyrir utan og hversu góð áhrifin af því hefðu verið, því allt væri nú með blómgun í landinu, allt væri með falleg- um, rósrauðum lit og fram undan ekkert annað en aukin velsæld fyrir land og lýð. Jafnframt því sem lofað var að Sjálfstæðismenn skyldu engan minnsta þátt fá að eiga í stjórn landsins var svo lofað að „brotið skyldi blað í efnahagssögu lands- ins“, „atvinnuvegunum skyldi kippt upp úr styrkjafeninu" og hafið náið. samstarf við verka- lýðshreyfinguna með það fyrir augum að koma efnahagsmálun- um á nýjan og réttan kjöl og alveg án þess að nokkur missti nokkuð af því, sem hann nú hefði. Allt skyldi þetta gerast án þátttöku Sjálfstæðismanna og nú skyldi sýnt, hversu Fram- sóknarmenn væru megnugir í forsytunni, því vitaskuld ætluðu þeir sér ekki minnsta hlutinn af þakklæti þjóðarinnar, þar sem þeir hefðu bæði í forustu um myndun ríkisstjórnarinnar og forustu í ríkisstjórninni sjálfri, auk þess sem annar höfuðpaur þeirra fór með fjármál lands- ins. En allt fór þetta á annan veg en mælt var fyrir um í loforð- unum góðu frá 1956 og síðar. — Efnahagsvandinn var aldrei leystur, ekkert blað var brotið, og atvinnuvegunum var ekki kippt upp úr styrkjafeninu held- ur sukku þeir miklu dýpra í það en nokkru sinni fyrr. Öllu var haldið fljótandi með sífelldum bráðabirgðaráðstöfunum, sem ýmist hétu „jólagjafir" og „bjarg- ráð“, ellegar þá með svo miklum lántökum erlendis, að ríkisskuld- ir íslendinga tvöfölduðust á tíma vinstri stjórnarinnar. Svo rann sá dagur upp, að vinstri stjórnin valt úr sæti. Framsóknarmenn sáu nú allt í einu að þeir stóðu einir á beru svæði og áttu sér formælendur fá. En við flestu höfðu menn búizt öðru en því að sömu Framsóknarherrarnir, Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson, sem fyrir 2% ári síðan prédikuðu útilokun Sjálfstæðis- flokksins, mundu nú ganga um og beiðast þess að Sjálfstæðis- menn yrðu teknir inn í ríkis- stjórnina til þess eins að Fram- sóknarmönnum yrði forðað frá því að lenda utan gátta. Öllu aumlegri endi er tæplega hægt að hugsa sér á öllum hroka Fram- sóknarmanna í garð Sjálfstæðis- flokksins en einmitt þetta þjóð- stjórnartal. Það hefur svo marg sinnis verið frá því skýrt, að úr þjóðstjórnarmyndun gat ekki orðið, vegna þess að Framsókn- armenn vildu með engu móti leggja á hilluna þá sérstöðu sem þeir hafa um kjördæmamálið og sameinast öðrum um lausn þess nú þegar í ár. Framsóknarmenn vildu drepa því máli á dreif, og varð það orsökin til þess að Al- þýðuflokkurinn myndaði minni- hlutastjórn sína. Nú ganga áróðursmenn Fram- sóknar um landið og segja að þeir hafi viljað bjarga öllu við í öngþveitinu og strandinu, þeir hafi viljað stanza „gönguna fram af brúninni“ með því að efna til þjóðstjórnar með þátttöku Sjálf- stæðismanna. En áróðursmnönunj Framsóknarmanna sem ganga nú um með þjóðstjórnartal sitt mun sízt af öllu verða trúað. Menn eru hættir að trúa Framsókn, eða það eru a. m. k. fáir, sem gera það og þessum fáu fer sífellt fækkandi. UTAN UR HEIMI Nýft „œði" útrýmir húla- hoppi í Englandi NÝTT æði grípur um sig í Eng- landi. — Húla-hopp er næstum gleymt, en í staðinn er komið „lyftingar-æðið“. Eiginlega er hér um að ræða gamlan sam- kvæmisleik. Hann mátti heita týndur og tröllum gefinn, en fyrir nokkru barst fyrirspurn um hann til brezka sjónvarpsins. Var þá leikurinn, eða kannski væri rétt- ara að kalla hann tilraun skýrð- ur og sýndur í sjónvarpinu. Og þá var ekki að sökum að spyrja hann varð jafnskjótt að landsfar- aldri. „Levitation" kallast fyrirbærið á enskri tungu, en framkvæmd- in er þannig í aðalatriðum: Til- rauna- eða fórnardýrið — hvort sem menn vilja heldur nefna þann, sem verður fyrir „lyfting- unni“ — situr á stól á miðju j gólfi, en í kring standa fjórar manneskjur, ein við hvert horn stólsins. Þær reyna að lyfta hin- um sitjandi manni með því að taka einum fingri undir handar- krika hans og hnésbætur — það er að segja, einir fjórir fingur eiga að lyfta heilum mannslík- ama! Það er heldur vonlítið, að því er virðist, enda gengur hvorki né rekur í fyrstu atrennu. En „lyftararnir" eru ekki á því að gefast upp. Þeir taka nú // Krónprinsánn af Saha í óopinberri heimsókn EINS og kunnugt er af fréttum, var hin mikla kvikmynd um Saló mon og drottninguna af Saba ekki lokið, þegar Tyrone Power, sem lék Salómon, lézt af hjarta- slagi. Eftir lát hans tók Yul Brynner (skalli) við hlutverki konungsins. Hefur því þurft að taka allmikinn hluta myndarinn- ar að nýju. Gína Lollobrigida, sem leikur drottninguna af Saba, hefur einnig orðið að leika fjölmörg atriði úr hlutverki sínu á nýjan leik. Þegar verið var að end- urnýja eitt af þessum atriðum fyrir skömmu, varð óvenjuleg truflun. I Seytján mánaða gamall sonur leikkonunnar, Milko, sem hún hefur hjá sér á Spáni á meðan kvikmyndatakan fer fram þar, skaut skyndilega upp kollinum á sjálfu leiksviðinu og kjagaði í rólegheitum í áttina til móður sinnar, svo hann bar á milli henn ar og kvikmyndavélarinnar. — Gína varð hissa og hálfvandræða leg, við þessa óvæntu heimsókn, en „krónprinsinn af Saba“, lét sem hann væri heima hjá sér. Það var ekki fyrr en hann hafði tekið sér hæfilegan tíma til að líta í kringum sig í „stúdíóinu“, að hægt var að halda kvikmynda- tökunni áfram. að púa í takt af miklum móði, og jafnframt leggja þeir allir hend- ur sínar ofan á höfuð „fórnar- dýrsins“ og þrýsta því þéttings- fast niður. — Skyndilega reyna þeir aftur að lyfta manninum, hver með aðeins einum fingri eins og áður — og þá gerist það furðulega: Maðurinn þeytist upp úr stólnum, rétt eins og þyngdar- lögmálið hefði skyndilega verið numið úr gildi! • ★ • Hvernig á að skýra fyrirbærið? BBC gat það ekki, en Daily Ex- press gerði þó að minnsta kosti tilraun: — Það er ekkert „yfirnáttúr- legt“ við þetta. Hér er um tvö grundvallaratriði að ræða: 1)- Einbeitta ákvörðun hinna fjög- urra að lyfta þeim fimmta, og 2) ómeðvitandi aðstoð þess, er situr á stólnum. — Á því andartaki, sem hinir þrýsta niður á höfuð hans, svara vöðvar hans á eðli- legan hátt með því að standa gegn þrýstingnum — „ýta“ í gagnstæða átt. — Það að „lyt- ararnir" púa í takt, hefir enga sérstæða þýðingu, nema e.t.v. að auka einbeitingu þeirra. Hvort sem þetta getur kallazt skýring eða ekki, er það stað- reynd að „lyftingar-æðið“ fer nú eins og eldur í sinu um Eng- land — það er hinn sjálfsagði þáttur í hverju samkvæmi. En nú getið þið reynt sjálf . . , Gleymdu því nú ekki, að þú ert kominn heim, Karl!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.