Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.1959, Blaðsíða 11
Sunnudagur 11. jan. 1959 MOKCJi\nr. AÐIÐ 11 LUNDÚNUM í desember: - Land- ar mínir, sem koma til Englands til þess að kaupa í „búið“ hafa oft látið þau orð falla, að þeir vilji ekki kaupa húsgögn hér því þau séu svo ljót og gamaldags! Mig hefur oft langað til þess að spyrja þá hvers konar húsgögn þeir hafi skoðað, því hér er hægt að fá húsgögn frá fimmtándu öld og allt til þessa dags. Ef þeir hafa t.d. komið inn í antíkbúð, sem seldi húsgögn frá miðöldunum er ekki að furða þótt þeim hafi brugðið í brún! Mig langar til þess að varpa dálitlu ljósi á sögu húsgagnanna, en því miður verður það aðeins stutt yf- irlit yfir aldirnar því slíkur efni- viður er nógur til þess að fylla margar bækur. Fyrstu húsgögnin, sem sögur herma voru kistlar og kistur. Kisturnar voru búnar til úr trjám. Stórt tré var valið, holað að inn- an og bundið síðan með járn- spöngum. Síðar meir voru kist- urnar búnar til úr plönkum og járnspengurnar voru þá notaðar meira til skreytingar en gagns. Þær voru einnig skrautlega mál- aðar. Kisturnar voru líka notaðar sem borð, stólar ög jáfnvel sem rúm, því þau þekktust þá ekki. f lok fimmtándu aldarinnar voru húsgagnasmiðir búnir að læra að smíða borð og stóla og skeyta hornin haglega saman. Þau áhrif komu frá Hollandi, því landi sem sennilega á sér elztu sögu hvað húsgögn snertir. Flest húsgögnin á miðöldunum voru smíðuð úr eik. Borð og stólar voru þung og með íburðarmiklum útskornum myndum. Stólarnir voru allir með háu og lóðréttu baki. Það er ekki fyrr en á 16. öld, sem vart verð- ur við stóla með baki, sem hallar aftur til þæginda, þó ekki sé hægt að kalla þá þægilega. Rúmin voru ef til vill notalegustu hús- gögnin á þessum tíma þó þau væru einnig heimili veggjalús- anna. Þau voru með háum út- skornum stólpum, himni og þykk- um tjöldum, sem héngu niður úr loftinu. Snemma á sextándu öld komu ítalskir smiðir til Englands og þeir fluttu með sér Renaiss- ance-stílinn, sem byrjaði þá í Eng landi einni öld síðar en á Ítalíu. Þetta tímabil hefur verið nefnt Gothic og Tudor. Á tímabilinu 1558—1649 varð lítil breyting á húsgagnasmíðun, nema hvað „skúffan" var uppgötv uð. Fyrst er hennar vart í drag- kistum og kommóðum en síðar í borðum. Borð og skápar hafa þunga útskorna leggi, stundum með arnarhöfðum eða nöktum drengjum (áhrif frá Italíu). Þessi húsgögn voru þó færanleg, sem var breyting til batnaðar frá Gothic-tímabilinu. Húsgögn voru nú ekki einungis smíðuð úr eik heldur einnig úr álmviði, beyki- tré, valhnotu og fílabeini. Þetta tímabil, sem er kallað Elizabethan (I) og Early Stuart er talið eitt ljótasta tímabilið í sögu húsgagn- anna og húsprýði. Þungum og klunnalegum skrautmúnum var dembt hvar sem hægt var að koma þeim fyrir og lítið fór fyr- ir listrænu. Commonwealth tímabiiið 1649 -—1660 bætti lítið úr. Borðin voru flést þannig útbúin aðauðvelt var að stækka eða minnka þau. Stól- húsgögn ar voru yfirdekktir með leðri, negldu með gylltum nöglum. Stundum var einnig hægt að nota stól fyrir borð, bakið féll yfir armana og myndaði þannig borðplötu. Hús- gögnin voru hörð og óþýðleg, það var ekki fyrr en á Restora- tion-tmabilinu 1660—1668 að þæg inda verður fyrst vart, og má segja að með því tímabili byrji fyrst nútíma húsgagnasmíði. Aðal listteiknarinn og smiðurinn hét Inigo Jones. Honum var falið að byggja Queen’s House í Green- wich (skammt frá London), eitt af fallegustu byggingum Eng- lands, sem markaði spor í áttina til nýrra tíma. Áhrif til bóta í hús gagnasmíði komu nú sem óðast frá Frakklandi og Hollandi. Árið 1666 (þegar Lundúnaeldurinn frægi æddi yfir borgina), gaf fleiri ný tækifæri til endurbóta, ekki einungis í húsgagnasmíði, heldur einnig í byggingarstíl. Á sama tímabili byrjuðu Frakkar á silkiðnaði í Englandi og uppból- straðir stólar og legubekkir með góðu áklæði, urðu algengir, einnig stólar með strábaki og stól setu. Húsmunir voru nú meira smíðaðir úr valhnotu og speglar komu fram á sjónarsviðið. Eftir- tektarverður var íburður á smíð- unum, t.d. voru húsgögnin skreytt með silfurplötum, stund- um mestmegnis þakin silfri og silkikögri. Restoration-tímabilið var vissulega íburðarríkt fyrir augað. Næsta tímabil er nefnt William og Mary, Anne 1689—1714 og er fjarska vinsælt tímabil í sögunni. Daniel Marot, sem var franskur að ætt var byggingarmeistari fyr ir William konung á árunum 1692—8 og stíll hans hafði geysi- mikil áhrif á framtíðina. Flest húsgögn voru nú spónlögð og mismunandi viður notaður í sama hlutinn. Skápar og borð voru miklu einfaldari og skrifborð voru nú smíðuð í fyrsta sinn. Stólar höfðu há hallandi bök, sem hvíldu vel hrygginn. Þeir voru fyrstu þægilegu stól- arnir, sem höfðu verið smíðaðir. Frá árinu 1700 „Queen Anne“ tímabilinu (Anna Stúart var þá drottning, sú síðasta af Stúart- ættinni), er talin vera hin „gullna öld“ enskra húsgagna. stólklæðum og hengitjöldum í kringum rúmin. Um þetta leyti kom fram á sjónarsviðið ungur og framtaksamur maður, Thomas Chippendale, sem er einn af bezt þekktu smiðum og teiknur- um Georgian aldarinnar. f fót- spor hans fylgdu tveir aðrir vel- þekktir smiðir, George Hepple- white og Thomas Sheraton, sem einnig höfðu mikil áhrif á hús- gagnasmíðina. Verk þessara manna eru enn þann dag í dag gullfalleg smíði og mikils metin. Bezt þekkti stóllinn frá Georgian tímabilinu er hinn svonefndi Windsor-stóll, sem ég á eftir að Liverpool, byrjaði iðnaður að blómgast. Járnbrautin hafði þau áhrif á byggingarlist og smiði að nú byrjuðu menn að nota málma og stál ásamt viði, í ein- faldari húsgögn, Robert Mallet, ungur vélavirki varð fyrstur til að kynna sér þennan nýja iðnað og má segja að stóll, sem hann smíðaði út stáliogviði myndi ekki skera sig úr nýmóðins húsgögnum í dag. Allar stéttir háar og lágar notuðu nú járnrúm. Árið 1837 kemur Viktoríadrottningtilvalda (fyrirrennari var William IV.), og með henni byrjar Victorian- tímabilið, sem endar árið 1901. Þetta tímabil hefur oft verið álitið þunglamalegt og yfirhlað- ið gagnslausum hlutum og skrautmunum, svo varla var hægt að setjast níður í herbergj- unum! Einna mest ber á þvotta- stöndum úr járni, löguðum fyrir þvottaskálar, sem ber vott um i vaxandi hreinlæti. Körfustólar Borð- og setustofuhúsgögn. Bókaskápurinn er á hjólum. nefna síðar. Hann varð sérstak- lega vinsæll á sveitaheimilunum, þægilegur, einfaldur og vel gerð ur. Næsta tímabil- Regency 180C —1830 hefur til síns ágætis fork- unnar fagran byggingarstíl, en á bágt með að standast samanburð við fyrirrennara sinn, hvað hús- ........................' **'1'' ............................................................... Kaffiborð, platan úr almviði, en fætur úr birkitré. Enn þann dag eru Queen Anne húsgögn mikils metin og lýtalaus. Sem antikmunir kosta þau stór- fé. Georgian-tímabilið, sem byrj- aði um 1714 var viðburðarríkt og efnismikið fyrir framtíðina. Vegna harðs vetrar 1720, var erf- itt að fá valhnotu þar sem flest valhnotutrén höfðu dáið og fallið á meginlandinu, og var þá fyrst byrjað að nota mahóní (innflutt frá Ameríku) í húsgögn. Skrif- borð og fleiri húsgögn voru jafn- an skreytt með gylltu skrauti á hornunum. Um mitt Georgian tímabilið kom rococo-stíllinn frá Frakklandi, sem virtist byggjast mestmegnis á fallegum rennandi línum. Kínverskra áhrifa gætti nokkuð, einkanlega í útsaumi á gögn snertir. Mest var smíðað úr dökkum viði og ódýrari húsgögn voru máluð í eftirlíkingu af bambusviði. Legubekkir voru smíðaðir í svanslíki og jafnvel krókódílalögun! Hugmyndir voru sóttar úr fornfræðum Grikkja, Rómverja og Egypta, eins og sjá má á skreytingum húsgagnanna, sverð og skildir voru útskorin á bökum og hnúum á stólum, borð um og bókaskápum, en í lok Regency-tímabilsins snúa menn sér aftur að einföldum stíl og húsgögnin verða léttari. Árið 1825 var viðburðaríkt ár í sögu Englands, fyrsta járnbraut in var lögð í landinu (upp götvun George’s Stephenson) og um 1830 þegar fullkomnari járn- braut kom milli Manchester og urðu nú vinsælir og fjaðrir og fjaðradýnur komust í notkun. Húðir og skinn af villidýrum þekja gólfin (skotin af húsbónd- anum), og uppstoppuð höfuð af hreindýrum þekja veggina, ásamt ljósmyndum af fjölskyld- unni og vinum, svo varla er hægt að sjá í veggfóðrið! Ég held að andi Victoriu-tímabilsins hafi svifið yfir íslenzkum heimilum í stórum stíl, en sem betur fer er yngri kynslóðin að leggja horn- steinana að nýjum, léttum stíl nú timans. Árið 1901 kom Edward VII. til valda og ríkti til 1910 þegar George V. tók við völdum. Stórir uppbólstraðir sófar, þakktir leðri, útsaumi eða flaueli, stund- um með rósóttum lausum ábreið- um og ferköntuðum púðum, virt ust vera bezt þekktu húsmunir þessa tímabils. Einnig standlamp- ar og skermar þakktir silkikögri. Málmar, stál og járn urðu nú ekki lengur vinsælir. Rúm og stól ar í léttari stíl voru smíöaðir úr mahóní. Frá tímabilinu 1920 má segja að nútíma húsgagnasmíði nái undirtökunum. Þvottaborðin hverfa alveg úr sögunni og fólk fer að fá áhuga fyrir húsgögn- um í baðherbergið. Stólar eru búnir til úr alls konar efnum, járni, striga, plasti og fleiru. Gúmmísvampdýnur verða vin- sælar og eftir seinna stríðið byrja húsgagnasmiðir að smíða húsgögn, sem hægt er að nota á fleiri en einn veg, samanber svefnsófana o.fl. hluti mætti nefna. Það er lítill vafi á því að Norð- urlandaþjóðirnar, sérstaklega Danmörk og Svíþjóð, eru mjög framarlega í nýtízku húsgagna- smíði, en nú á síðari árum hafa sprottið upp í Englandi ný og ný hlutafélög og einstaklingar, sem keppast um að koma fallegum og einföldum hugmyndum upp í húsgagnasmíði á framfæri, og úr- valið er geysimikið. Fyrir minn smekk hef ég valið að efna fjölskyldufyrirtæki, sem kallar sig Ercol Furniture Ltd.,og hefur aðsetur sitt í High Wycombe, Buckinghamshire, um 30 mílna fjarlægð frá London. Eig andi fyrirtækisins heitir Lucian Ercolani og er ítalskur frá hvirfli til ilja, þótt hann hafi búið hér síðan hann var 5 ára gamall. Hann rekur fyrirtækið ásamt tveim sonum sínum. Þeir hafa um 300 starfsmenn, sem ásamt konum sínum koma í „jólaboð“ til Ercolani fjölskyldunnar, og hver um sig fær persónulega jóla gjöf ,sem hefur sérstaklega verið valin fyrir þá. Það athyglisverðasta við þessi húsgögn er stíllinn, sem er byggð ur á hinum fyrsta Windsor-stól smíðuðum á Georgian tímabilinu, á sama stað, High Wycombe. Nokkurra áhrifa gætir frá Hol- landi, Frakklandi, Ítalíu og Grikk landi í Ercol húsgögnunum, þar sem reynt er að sameina það bezta frá hverjum. Ercol húsgögn eru fáanleg bæði í ljósum og dökkum viði. Litir á klæðum eru mjög smekk leg og mikið úrval. Bökin á stól- unum og sófunum eru sérstalo- lega athyglisverð fyrir fallegar línur. Ef einhver lesandi hefur áhuga á að kynnast Ercol hús- gögnunum nánar, þá er ég viss um að Ercolani-fjölskyldan mun fúslega svara bréfum skrifuð tilj Ercol Furniture Limited. High Wycombe, Buckinghamshire, England. Siúlkur óskast til verksmiðjustarfa. Uppl. í verksmiðjunni á mánudag. SJÓFATAVERKSMIÐJAN Bræðraborgarstíg 7. Matsveinn óskast strax á vélbátinn Hring, sem rær með línu og net frá Grundarfirði. Upplýsingar gefur Emil Magnússon, Grundarfirði. SkrifstofnstúSka óskast. Krafizt er sæmilegrar vélritunarkunnáttu, undir- stöðumenntunar í bókfærslu og snotrar rithandar. Um- sóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merktar: „Miðbær — 5626“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.