Morgunblaðið - 15.01.1959, Síða 4
4
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudaerur 15. 1an. 1959.
1 dag er 15. dagur ársins.
Fimmtudagur 15. janúar.
Árdegisflæði kl. 9.28.
Síðdegisflæði kl. 21,55.
Slysavarðstofa Keykjavíkur í
Heilsuverndarstöðinni er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörðuv
L. R. (fyrir vitjanir) er á sama
stað, frá kl. 18—8. — Sími 15030.
Holts-apótek og Carðs-apótek
eru opin á sunnudögum kl. 1—4
eftir hádegi.
Hafnarfjarðar-apótek er opið alla
virka daga kl. 9-21, .augardaga kl.
9-16 og 19-21. Helgidaga kl. 13-16.
Næturvarzla vikuna 11. til 17.
janúar er í Vesturbæjar-apóteki,
sími 22290. —
Helgidagsvarzla er í Reykjavík-
ur-apóteki, sími 11760.
Næturlæknir í Hafnarfirði er
Eiríkur Björnsson, sími 50235.
Keflavíkur-apótek er opið alla
virka daga kl. 9-19, laugardaga kl.
9-16. Helgidaga kl. 13-16.
Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16. — Sími 23100.
RMR — Föstud. 16.
HRS — Mt. — Htb.
1. 20. —
□ Gimli 59591157 — 1 Frl.
E Helgafell 5959116 VI. — 2.
0 Helgafell 5959117 VI.
Aukafundur.
I.O.O.F. 5
Sp.kv.
1401158%
Skipin
Skipadeild S.I.S.: — Hvassafell
kemur til Reykjavíkur í dag. Arn-
arfell fór frá Gdynia 12. þ.m. —
Jökulfell er í Reykjavík. DísarfeJl
fer frá Kefiavík í dag. Litlafell
er i olíuflutningum í Faxaflóa.
Helgafell fór frá Caen 6. þ. m. —
Hamrafell fór frá Batumi 4. þ.m.
ESFlugvélar
Flugfélag fslands h.f.: — Hrím-
faxi er væntanlegur til Rvíkur kl.
16 35 í dag frá Kaupmannahöfn
og Glasgow. Flugvélin fer til Glas
gow og Kaupmannahafnar kl.
08,30 í fyrramálið. — Innanlands-
flug: I dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar, Bildudals, Egilsstaða,
ísafjarðar, Kópaskers, Patreks-
fjarðar og Vestmannaeyja. — Á
morgun er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar (2 ferðir), Fagurhólsmýr
ar, Hólmavikur, Hornaf jarðar,
ísafjarðar_ Kirkjubæjarklausturs,
Vestmannaeyja og Þórshafnar.
FHAheit&samskot
Sólheiniadrengurinn: — N. N.
krónur 100,00.
Lamaði í|>róUamaðurinn: H. Þ.
krónur 50,00.
Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.:
Þ. H. krónur 50,00.
Sólheimadrengurinn: — M K,
gamalt áheit kr .50,00.
Tmislegt
Orð lífsins: — Já, þú lætur
lampa minn skína, Drottinn, Guð
minn, lýsir mér í myrkur. Þvi að
fyrir þína hjálp brýt ég múra, fyr-
ir hjálp Guðs míns stekk ég yfir
borgarveggi. (Sálm. 18, 2—30).
★
Borgfirðingafélagið heldur spila
kvöld í Skátaheimilinu í kvöld
kl. 20,30.
Nýjar kvöldvökur: — Morgun-
blaðinu hafa borizt þrjú síðustu
heftin af Nýjúm kvöldvökum. Er
þar margvíslegt efni að finna að
venju. — Mikið er um ýmislegan
þjóðlegan fróðleik í ritinu og frá-
sagnir af horfnu merkisfólki. Auk
þess er þar að finna nokkrar
þýddar sögur og frásagnir, bóka-
fregnir_ ýmiss konar smælki o. m.
fl. — Þess má geta, að í okt.—
des. hefti s.l. árs hófst ný, íslenzk
framhaldssaga, Dalurinn og þorp-
ið eftir Þórdísi Jónsdóttur. Eftir
hana hafa áður birzt fáeinar smá-
sögur í tímaritum, en hún lézt
árið 1942. — Nýjar kvöldvökur
eru gefnar út af Kvöldvökuútgáf-
unni á Akureyri og prentaðar í
Prentsmiðju Björns Jónssonar, en
ritstjórar eru þeir Jónas Rafnar
og Gísli Jónsson.
Minningarspjöld Ckknasjóðs
Bakarameistarafélags Reykjavík-
ur eru afgreidd í Borgartúni 6. —
( Rúgbrauðsgerðinni).
iSPennavinir
Pennavinir:-Mizue Shibasaki,
51, Honcho, 1 Chome, Kawaguchi-
Shi, Saitamaken_ Japan, hefur
sent Morgunblaðinu fallegt kort
og beðið um aðstoð þess til að
komast í bréfasamband við ein-
hverja íslendinga. — Vér birtum
nafnið og heimilisfangið hér að
ofan (vonum að það sé svo óá-
rennilegt, að prentvillupúkinn láti
það eiga sig). En bréfritari getur
þess ekki, hvort hann sé karlmað-
ur eða kvenmaður — og vér erum
ekki svo vel að oss í japönskum
mannanöfnum, að vér þorum að
skera úr í því efni. — Hann (eða
hún) skrifar vel læsilega ensku
og vill gjarna skrifast á bæði við
stúlkur og pilta — „til þess að
skapa vináttubönd", eins og kom-
izt er að orði í bréfinu til Mbl.
Nú var herferðin gegn Tyrkjum að
hefjast. Fyrir afrek mitt úti fyrir veit-
ingahúsinu fékk ég hestinn að gjöf. Átti
reiðskjótinn að færa mér sigursæld í
viðureigninni við Tyrki, sem ég ætlaði að
leggja út í sem foringi riddaraflokks.
Vetrarharkan var svo mikil, að jafnvel
sólin fékk kuldabólgu. Ég bað því lúður-
þeytarann minn að leika nokkur lög fyrir
okkur til að hrista doðann af mönnunum.
mc^Wnfcaffinw
— Sími til yðar, ungfrú Sörensen!
★
Sennilega hefði engum komið
það á óvart, þó að Rússarnir hefðu
lýst yfir því, að Shakespeare hafi
alls ekki verið Englendingur, held
ur hefði hann heitið réttu nafni
Sjakpirski og verið ættaður úr
litlu þorpi á bökkum Volgu. Hann
hefði síðan farið til Lundúna og
unnið sér frægð og frama þar sem
leikari og leikritahöfundur. Hins
vegar urðu menn dálítið hissa á
fregn_ sem barst nýlega frá Nýju
Delhi. Indverskur prófessor hafði
komizt að þeirri niðurstöðu eftir
miklar rannsóknir, að Shakespeare
hafi verið ættaður frá Suður-Ind-
landi og heitið Shappa Iyer. Hafi
hann síðan breytt um nafn og kall-
að sig Sheick Pir, eftir að hann
settist að í Lundúnum. Þeir, sem
til þessa hafa talið Shakespeare
og sir Fiancis Bacon einn og sama
mann, verða líklega að láta af
þeirri skoðun.
★
— Allir hafa í senn kosti og
lesti, sagði ræðumaður. Eða er
nokkur hér í salnum, .em þekkir
nokkurn, er hefur enga góða kosti
til að bera?
Steinhljóð í salnum.
— Eða er nokkur hér kunnug-
ur fuilkomnum manni eða galla-
lausri konu?
Smávaxin kona reis á fætur aft-
arlega í salnum:
— Ég, sagði hún skjálfrödduð.
Ég þekki h-ana ekki persónulega,
en hef heyrt mik(ð um hana. Hún
var fyrri kona mannsins míns.
★
— Býr ekki hér hjá yður
hundrað ára gömul kona?
— Jú, vissulega. Hún situr á
trjágrein úti í garði.
— Hvað? Svona gömul kona ..
situr hún á trjágrein?
— Já_ tréð var fellt í gær.
Læknar fjarverandt-
Árni Björasson frá 26. des. um
óákveðinn tíma. — Staðgengill:
Halldór Arinbjarnar. Lækninga-
stofa í Laugavegs-apóteki. Við-
talstími virka daga kl. 1,30 til
2,30. Sími á lækningastofu 19690.
Heimasími 35738
Gísli Ólafsson frá 11. jan. Stað-
gengill Esra Pétursson, Aðalstr.
18. Viðtalstími 2—3 e.h.
Guðmundur Benediktsson um ó-
ákveðinn tíma. Staðgengill: Tóm-
as Á. Jónasson, Hverfisgötu 50.
— Viðtalstími kl. 1—2, nema laug
ardaga, kl. 10—11. Sími 15521.
Kjartan R. Guðmundsson í ca.
4 mánuði. — Staðgengill: Gunn-
ar Guðmundsson_ Laugavegi 114.
Viðtalstími 1—2,30, laugardaga
10—11. Sími 17550.
Oddur Ólafsson 8. jan. til 18.
jan. — Staðgengill: Árni Guð-
mundsson.
Ólafur Þorsteinsson 5. þ.m. til
20. þ.m. — Staðgengill: Stefán
Ólafsson.
Karlinn blés af öllum kröftum,
bar engan árangur. Það bólaði
nokkrum tón. Við gátum engan
skilið, hvernig í þessu lá.
FERDIISiAIMD
~>**Co9yrioM P. I. B. Box l
en það Loksins komum við að krá nokkurri.
ekki á Er við höfðum setið þar ofurlitla stund,
veginn heyrðust allt í einu tónar úr lúðrinum,
án þess að nokkur hreyfði við honum.
Við skildum nú, að tónarnir höfðu frosið
fastir í lúðrinum, en losnuðu nú í hitan-
um.
Er við höfðum skemmt okkur um stund
við að hlusta á tónana úr lúðrinum, héld-
um við áfram. Eftir margra sólarhringa
ferðalag komum við til Tyrklands, reiðu-
búnir að hefjast handa.
Lystin drepin
• Gengið •
100 gullkr. = 738,95 pappirskr.
Guliverð ísl. Krónu:
Sölugengi
1 Sterlingspund .... kr. 45,70
1 Bandaríkjadollar. . — 16.32
1 Kanadadollar .... — 16,96
100 Gyllini ...........— 431,10
100 danskar kr..............— 236.30
100 norskar kr..............— 228,50
100 sænskar kr..............— 315.50
1000 franskir frankar .. — 33,06
100 belgiskir frankar.. — 32,90
100 svissn. frankar .. — 376,00
100 vestur-þýzk mörk — 391,30
1000 Lírur ............_ 26.02
100 tékkneskar kr. .. — 226.67
100 fmnsk mörk ....— 5,10
Söfn
Lislasafn ríkisins er opið þriðju
daga, fimmtudaga og laugardaga
k . 1—3 e.h. og sunnudaga kl.
1—4 e. h.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur: —
AðalsafniS, Þingholtsstræti
29A. — Útlánadeild: Alla virka
daga kl. 14—22, nema laugardaga
kl. 14—19. Sunnud. kl. 17—19. —
Lestrarsalur fyrir fullorðna. Alla
virka daga kl. 10-12 og 13—22,
nema laugardaga kl. 10—12 og 13
—19. Sunnudaga kl. 14—19.
Útikúið, Hólmgarði 34. Ctlána
deild fyrir fullorðna: Mánudaga
kl. 17—21, aðra virka daga nema
laugardaga, kl. 17—19. — Les-
stofa og útlánadeild fyrir 'börn:
Alla virka daga nema laugardaga
kl. 17—19.
Útibúið, Hofsvallagötu 16. Út-
lánadeild fyrir börn og fullorðna:
Alla virka daga nema laugardaga,
kl. 18—19.
Útibúið, Efstasundi 26. Útlána
deild fyrir börn og íullorðna: —
Mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga, kl. 17—19.
Barnalesstofur «ru starfræktar
I Austurbæjarskóla, Laugarnes-
skóla, Melaskóla og Miðbæjar-
alcóla.
Byggðasafn Reykjavíkur að
Skúlatúni 2 er opið kl. 2—5 alla
daga nema mánudaga.
Listasafn Einars Jónssonar að
Hnitbjörgum er lokað um óákveð-
inn tíma. —
Náttúrugripasafnið: — Opið á
sunnudögum kl. 13,30—15 þnðju-
dugum og fimmtudögum kl 14—16
Þjóðminjasafnið er opið sunnu-
daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu
daga og laugardaga kl. 1—3.